Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1999, Síða 17

Skátablaðið - 01.12.1999, Síða 17
Eyjaferð Bjóra Ævintýrið byrjaði allt pegar bið vorum áflokksfundi og sáuin auglýsingu á töflunnifrá St. Georgs gildinu. Þar stóð að gildið ætlaði að veita 25.000 kr. styrk til að gera eittlwað sniðugtfyrir landsmót. Viðfengum þá snilldar hugmynd að sækja um styrk til að styrkja vináttuböndin við Skítugar naríur (vinaflokkinn okkar). Viðfengum styrk upp á 10.000 kr. en Kisi afganginn. En við í skátaflokknum Bjórum létum ekki deigan síga, fórum bara í ýmis konar fjáraflanir og þegar við vorum komnir með nógu mikinn pening var bara að ákveða dag- setninguna sem var svo ákveðin 7. - 9. maí. Eftir þessa ákvörðun var allt pottþétt, eða næstum því! Herjólfur þurfti endilega að fara í slipp þessa helgi þannig að við boðuðum til skyndifundar og skelltum okkur bara einni helgi fyrr. I þriðja skólatíma á brottfarar- daginn kom Lalli hjálparsveitargaur og sótti okkur á Spora. Við brunuð- um til Þorlákshafnar og þar var glápt á okkur því við erum bara fimm í flokknum en vorum með farangur fyrir heila hersveit. Þegar komið var í Herjólf varð Ari sjóveikur en við ætlum ekki að segja meira frá því öðru en yngri í hinu eða það að segja næstum því. Einn 14 ára fór yfir í hitt tjaldið því að hann fékk ekki frið. Þeir yngri vöknuðu klukkan fimm svo þegar við stóru krakkarnir ætl- uðum að vekja þá yngri urðum við fyrir miklum vonbrigðum. Þennan dag byrjuðum við á að fara í leiki og kynfræðslu en grilluðum síðan pylsur en kveiktum í hönd- unum á okkur. Um daginn fórum við upp á Heimaklett og sáum Keikó. Þegar leið að kveldi pöntuðum við okkur pítsu og sömdum lag sem hét „Næturgaman hjá Evu og Ara", „Næturgaman hjá Sjöfn og Braga" en förum ekki nánar út í það. Um ellefu leytið héldum við kvöldvöku en þar sprakk uppblásni stóllinn sem einn okkar var búinn að vera hálftíma að blása upp. Svo fórum við í háttinn en hér. Þegar við komum til Eyja byrjuðu einhverjar stelpur að taka farangurinn okkar þannig að við fórum að brúka smá kjaft en stein- héldum kjafti heillengi, eftir að við fréttum að þær væru í vinaflokknum okkar. Farangrinum var skutlað upp í Skátastykki en við löbbuðum. Þegar komið var í Skátastykki, útilegu- svæði Eyjaskáta, byrjuðum við að tjalda. Þegar öll tjöldin voru komin upp voru þau 6, en við sváfum bara í tveimur tjöldum, 14 ára krakkar í aðrir að „safna frímerkjum". Á sunnudeginum sváfum við fram eftir, pökkuðum saman, fórum og keyptum okkur ís og héldum svo heim á leið. Þetta var ein skemmtilegasta ferð sem við höfum farið í þökkum við vinaflokknum okkar í Eyjum fyrir góðar móttökur. Við skorum á alla að fara í svona ferðir. Skátaflokkurinn Bjórar Hraunbúum. Skátablaðið — 17

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.