Skátablaðið - 01.12.1999, Qupperneq 19
Skátamót
næsta sumar
Ferð á skátamót gæti verið besta jóla-
gjöf áhugasams skáta.
Ylfingamótið í Hafnarfjörð
Akveðið hefur verið Ylfingamótið
Verði á Víðistaðatúni í Hafnarfirði á
sumri komandi. Það var að ósk Hraun-
búa sem með þessu vilja minnast þess
að þá eru 35 ár liðin síðan ylfingamót
var haldið á Víðistaðasvæðinu, þar sem
Víðistaðaskóli er núna. Víðistaðatúnið
er kjörið undir svona mót en á túninu
hefur Víkingahátíðin tvívegis verið
haldin. Fyrirkomulag og stjórmm
mótsins verður að öðru leyti eins og
fyrr. Mótið verður haldið 3.- 4. júní.
Vormót Hraunbúa
Hraunbúar halda sitt 60. Vormót
hvorki meira né minna og verður það
eins og svo oft áður á svæði félagsins í
Krýsuvík um hvítasunnuna, 9.-12.
Júní. Þetta er tvöfalt afmælismót en
Hraunbúar fagna 75 ára afmæli árið
2000. Hratmbúar bjóða öllum skátafé-
lögum landsins til mótsins og stefna á
glæsilegt mót.
Landnemamót
Landnemar halda sitt árlega skáta-
mót í Viðey 22.-26. júní. Þetta er 50 ára
afmælismót Landnema í Viðey og
verður hefðbundið Landnemamót en
þó í lengra lagi. Engum skátum er
meinuð þátttaka en Landnemar eru þó
ekki að fara að halda Landsmót að
eigin sögn!
SSN mót
Skátasamband Norðurlands heldur
skátamót 7.-9. júlí og er það aðallega
ætlað skátafélögunum á Norðurlandi
og verður haldið að Hömrum við
Akureyri, nýja útivistarsvæði ská-
tanna. Verður þetta fyrsta skátamótið á
þessum glæsilega stað.
SSR mót
Skátamót Skátasambands Reykja-
víkur verður haldið á Ulfljótsvatni
dagana 20.-23. júlí nk. Þetta hafa
undanfarin ár verið stór og vel-
heppnuð mót með þátttöku skáta víða
að.
Nordjamb 2000
Norræna skátamótið fyrir dróttskáta
og eldri verður haldið dagana 8,- 13.
ágúst á ferð um ísland og lýkur að Úlf-
ljótsvatni. Sjá nánar í sérgrein.
Blair Atholl
Blair Atholl flokkamótið í Skotlandi
er fyrir skáta 13-17 ára. Þar sem form-
legt boð hefur ekki borist þá er dag-
setningin, um mánaðamótin júlí/ágúst
ekki alveg örugg. Verð sennilega ca
80.000,-.
Ævintýraferð til Alberta
Ævintýraferð til Alberta í Kanada
dagana 22. júlí - 7. ágúst. Ferðin verð-
ur hugsanlega lengri eftir því hvernig
stendur á flugi. Verð verður nálægt
130.000,- fyrir skáta 13-17 ára.
Farðu til Noregs 2000
Skátamót í Ingelsrud 1.-8. júlí fyrir
13-18 ára. Verð kr. 70.000,- Skráning á
skrifstofu BÍS fyrir 10. janúar n.k.
Washington adventure
BÍS býður upp á sérstaka ævintýra-
ferð til Washinton, höfuðborgar
Bandaríkjanna í byrjun júlí. Tekið er
þátt í útilífsbúðum, borgin skoðuð og
gist á heimilum skáta.
Hafið samband við skrifstofu BÍS
sem allra fyrst og ekki síðar en 10. jan-
úar n.k. ef þið hafið áhuga á að fara.
Fullorðnir fararstjórar fara með.
Finndu fimm villur
Myndimri til hægri hefur verið breytt ofurlítið. Getur þú fundið villurnar í myndinni? Þessi mynd var tekin á vel
heppnuðum innritunardegi Garðbúa sl. ár. Sá bundni treystir greinilega ekki á skátahnúta félaga sinna.
Skýringar við aldur félaga
F) Ath.: Áður Bimir
2) Eilífsbúar miða við stofndag Andvara.
2) Skátafélag Hafnarfjarðar stofnað.
4) Miða við stofnun Landnemasveitar í SFR.
Sennilega endurreist hið eldra.
6) Sennilega sama og Víkingur.
7) Óþekkt ósamræmi.
Allar ábendingar um stofndaga og eða annan fróðleik um
skátafélögin eru vel þegnar. Vinsamlegast sendið til:
Minjanefnd skáta, bt. Guðni Gíslason, póthólf 5111, 125
Reykjavík eða í h.síma 555 4513 og tölvupósti, gudni@itn.is
Skátablaðið — 1 9