Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1999, Síða 22

Skátablaðið - 01.12.1999, Síða 22
Gilwell 1999 Ihaust var haldið upp á það að Gilwellþjálfunin hefur verið við lýði í 40 ár á Islandi. Að þessu sinni voru þátttakendur 10. Aldurstakmarkið hafði að þessu sinni verið hækkað frá 18 árum í 19 ár. Skólastjóri Gilwellskólans, Sigurður júlíus Grétarsson var fjarri góðu gamni en í hans stað stýrði Olafiir Asgeirsson námskeiðinu. Björgvin Magnússon, siðameistari BÍS sá til þess að Gihvell andinn svifi yfir vötnunum ásamt Hermanni Sigurðssyni (Hraunbúi ekki Hemmi í Vífli sem var reyndar þátttakandi á námskciðinu). Leiðbeinendahópurinn var nú sem endranær samansafn af Ijóngáfuðum reynslubönkum sem útdeildu visku sinni afþvílíkri snilld að nemendur sátu agndofa (dottandi) yfir ræðuhöldunum. Þjálfuninni er ætlað að dýpka skiln- ing þátttakenda á uppeldislegu gildi skátastarfs og stjórnun skátasveitar. Gilwellþjálfunin skiptist í þrjá hluta: Bóklegt og verklegt námskeið sem stendur yfir í 9 daga. Verklegt nám þar sem þátttakendur stjórna starfs- einingu skátafélags eftir áætlun í sex mánuði undir eftirliti reyndra skáta- foringja. Fræðilegt nám þar sem þátt- takendur gera skriflega grein fyrir viðamiklum viðfangsefnum sem tengjast starfi, aðferðum og mark- miðum skátahreyfingarinnar. Sig og kennslufræði Töfrar skátastarfs birtast berlega á námskeiðinu þegar hópurinn kemur saman og ver 9 sólarhringum saman við spennandi og krefjandi verkefni. Meðal verkefna eru tjaldbúðalíf, frum- byggjastörf, útieldun, hikeferð um ná- grennið og gistingu á sveitabæjum/ skyndihjálp, ræðumennska, náttúru- skoðun, fánaathafnir, Mullersæfingar, helgistundir, kvöldvökur, kanósigl' ingar, útilíf, ferðamennska, leikir, al- þjóðastarf, klifur og sig. Á námskeið- inu er á fræðilegan hátt fjallað um foringjastörf á vegum skátahreyf' ingarinnar, m.a. félagssálfræðilegar kenningar, kennslufræði og uppeldis- fræði, áætlanagerð, skipulagningu íé~ lagsstarfs, sögu og markmið skáta- hreyfingarinnar. Næstu Gilwell Það er margt heillandi við Gilwell þjálfunina. Það eru í raun forréttindi að eiga kost á því að upplifa skáta- ævintýrið upp á nýtt í góðum hópi skáta. Á næsta ári verður haldið Gilwellnámskeið 14.-22. ágúst á Úlf- ljótsvatni. Eins er verið að athuga hvort grundvöllur sé fyrir því að halda á fyrri hluta ársins svokallað „heldrimannagilwell" fyrir skáta 25 ára og eldri. Námskeiðið myndi fata fram á all nokkrum kvöldfundum og i helgarútilegum. HG Skátahreyfingin þjálfar stjórnendur í nýútkomnu tölublaði Dropans, 3. tbl. 6. árg blaði Gæðastjórnunarfélags íslands var meðal annars viðtal við Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Lista- háskóla íslands. Þar ræðir hann um reynslu sína af stjórnun sem stjórn- andi óteljandi kóra, hljómsveita, sem kennari og rektor Listaháskólans. Undir fyrirsögninni „Eldskírn í stjórnun" var nokkuð skemmtileg klausa sem vakti áhuga skáta: „ELDSKÍRN í STJÓRNUN" „Fyrstu þjálfunina sem stjórnandi fékk ég á flokksforingjanámskeiði hjá skátunum. Það kom kona vestur á ísafjörð frá aðalstöðvunum í Reykja- vík og fór með okkur í grunnatriði foringjastarfsins. Þetta rifjaðist upp fyrir mér um daginn þegar mér var gefin ljósmynd, sem tekin hafði verin af hópnum sem var á námskeiðinu. Þar erum við tveir pattar með, svona um fermingu, en allir hinir nokkru eldri. Á þessu námskeiði tók ég líka fyrsta prófið mitt í söngstjórn, þ.e.a.s. að stýra almennum söng við varðeld. Ég lærði þarna að til þess að ná fólki samtaka í söng yrði maður fyrst og fremst að hyggja að fólkinu sem væri á jöðrunum, þeim sem væru lengst til vinstri og lengst til hægri í hópnum, - engar áhyggjur þyrfti að hafa af þeim sem væri í miðjunni. Ef þú nærð jöðrunum þá hefurðu allan hópinn í hendi þinni." Nú hlær Hjálmar. „Veturinn eftir námskeiðið þá var ég flokksforingi, allir í flokknum voru bæði eldri og stærri en ég og herti það mann bara upp. Að halda uppi áhuga og athafnagleði allra í flokksstarfinu þann veturinn var mín eldskírn i stjórnun. En þetta með jaðrana er áreiðanlega hægt að yfirfæra á fleiri svið stjórnunar." 22 — Skátablaðið

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.