Skátablaðið - 01.12.1999, Síða 23
Ferðasaga Snjókerlinga
15. júlí 1999 á Landsmóti skáta á Úlfljótsvatni
Ferðin okkar byrjaði í ráðhúsinu. Þarfengum við kort af
leiðinni og þær upplýsingar að við ættum að gista. Þá
þurftum við að sækja svefnpoka, dýnur og þ.h. Við vorum
sv° lengi að gera okkur klárar að við lögðum ekki afstaðfyrr en
W-11.30.
A kortinu stóð að við ættum að labba yfir eitthvað fjall en
við höfðum fengið leyfi til að labba bara veginn. Það tók
frekar langan tíma að labba að bænum Króki, þar sem við
þurftum oft að stoppa til að tala, líta á kortið og bíða eftir
þeim sem voru lengur að labba. Þegar við vorum komnar að
hænum, ætluðum við undir girðingu og yfir einhvern hól til
að fara uppá fjallið. Við hættum við það þegar við vorum
kornnar upp á hólinn og nokkrir hestar komu hlaupandi að
°kkur. Hættum við strax við og hlup-
Um eins hratt og við gátum niður eftir
aftur,
Við héldum þó áfram, aðra leið og
borðuðum hádegismatinn rétt fyrir
°fan bæinn. Þar tókum við líka
stefnuna á 3 hæstu punktana en það
var 232° í vestur sem var fjallið Súlu-
^ell, 114° austur sem var hóllinn rétt hjá
fjallinu og 165° suður sem var eitthvað
þall lengst í burtu. Eftir matinn
héldum við áfram að labba.
Við vorum komin upp á stóra hólinn
hjá fjallinu um kl. 15.00. Svo sáum við
tvo hella sem við skoðuðum. Þá var
reyndar komið ömurlegt veður, helli-
rigning og rok. Þar sem stelpumar
v°ru orðnar dálítið þreyttar vorum við
'engi upp á tindinn eða um 45 mín.
hegar þangað var komið þurftum við
að skoða kortið vel til að finna leiðina
uiður. Við reyndar föttuðum ekki al-
Veg leiðina niður þannig að við fórum
hara þar sem okkur fannst best að fara.
hegar við komum niður ætluðum við
ah fá okkur heitt kakó en þar sem
vatnið hafði verið svo lengi í brús-
anum var það frekar kalt og kakóið því
ekki heitt. Þarna var hætt að rigna.
Eftir kaffið héldum við áfram að
labba. Alveg þangað til við komum að
ánni. Það var mikið vesen að komast
yfir ána þar sem Snjókerlingar vilja
ekki blotna í lappirnar. Við löbbuðum
svo langt upp með ánni að við
þurftum að labba yfir tvær ár. Það
þurfti reyndar að leiða nokkrar yfir, en
við komumst allar á endanum. Þegar
við vorum komnar yfir og farnar að
labba yfir hæðina komu einhverjir út-
lendingar sem voru villtir og við
höfum ábyggilega látið þá villast
meira.
Svo löbbuðum við meira. Við
stoppuðum reyndar dálítið oft til að
bíða eftir sumum. Við vorum komnar á
áfangastað um kl. 19.45. Þar fengum
við grillaðar pylsur en okkur leiddist
svo mikið að við fengum leyfi og
fórum á kvöldvökuna hjá Tangótorgi
og fórum svo heim í tjaldbúð. Við
sungum mótssönginn oft á leiðinni en
bara gleymdum að gera hreyfingar við
hann og auk þess höfðum við ekki
mikinn tíma.
Það sem Snjókerlingar fundu.
1. mold
2. mosi
3. grjót
4. Snjókerlingar brosa mikið
5. bein
6. 100 spænir
7. blóm
8. hrútshorn
9. út um allt:)
10. ópalpakka
11. já
12. nei
13. grjót
14. blóm
15. límband
16. fundum ekkert (við tókum
hins vegar fullt af myndum,:)
Við fundum einn stað sem hefði
verið alveg æðislegur fyrir flokksúti-
legu. Þar var grænt gras og rosalega
fallegt en því miður ekkert vatn ná-
lægt.
/
Skátamiðstöðin Úlfljótsvatn eraðal foringjaþjálfunarsetur skátahreyfingarinnar. Þar er
mjög góð aðstaða til hvers kyns fundarhalda, ættarmóta, ráðstefna og annarra viðburða þar
sem kosið er að dvelja utanbæjar í fallegu umhverfi.
Gistimöguleikar eru í nokkrum skálum ásamt því að tjaldstæðið býður upp á skemmtilega
möguleika hvort sem nota þar venjuleg svefntjöld eða risatjöld.
Leitið upplýsinga í síma 562 1390.
Skátablaðið — 23