Skátablaðið - 01.12.1999, Síða 30
Frh. af bls. 27
Gilwellþjálfunin
til þess að vera með framsögu, ekki
bara skáta. Fyrsti forystumaður var
Olafur Proppé Gaukur '59. Gilwell-
hringurinn bauðst síðan til þess að taka
að sér ritstjóm og dreifingu blaðs fyrir
foringja og Foringinn hóf göngu sína í
ársbyrjun 1963. Blaðið kom út reglu-
lega, 9 sinnum á ári, um margra ára
skeið, að jafnaði 16 síður í lipru broti og
er mjög góð heimild um þennan tíma.
Sé blaðinu flett eru margar fyrirsagnir
greina kunnuglegar í ljósi nútímans:
• Hvað ætli foreldramir segi?
• Ég hef ekki tíma.
• ísland - bezta útilegulandið.
• Skátasálarfræði.
• Skipulag skátafélaga.
• Haninn galar um miðjar nætur!
• Að afla peninga á jákvæðan hátt.
• Stílskólinn.
• Hefur skátahreyfingin fylgst með
tímanum?
• Skátun vanheilla.
• Hvemig á að grafa sig í fönn?
• Nokkur orð um skátahúsnæði.
Þetta eru dæmi um greinar sem
birtust. Foringinn svaraði tvenns konar
þörf. Hann bauð fram lesefni bæði
fræðandi og um dagsins önn og hann
opnaði leiðir fyrir unga skátaforingja til
þess að koma máli sínu á framfæri og
taka þátt í varanlegri umræðu. Þótt
Skátablaðið kæmi reglulega og birti gott
efni vom áskrifendur Foringjans orðnir
360 eftir nokkra mánuði. Skátar í landinu
vom þá um 4000 og landsmenn nálægt
180.000.
Upphaf og efling foringjaþjálfunar var
á þessum tíma forgangsatriði en tengdist
verulega svokölluðrun skátaárum sem
sköpuðu starfsramma fyrir alla aldurs-
hópa og einnig verkefni í nokkrum
mæli.
• Ferðaárið 1962-1963
• Fmmbyggjaárið 1963-1964
• Upp á tindinn 1964-1965
• Þjónustuárið 1965-1966
• Inn í hringinn 1966-1967 o.s.frv.
Flest verkefni, sem þar var að finna,
eiga enn fullt erindi til ungs fólks enda
má segja að með áherslu á umhverfis-
vemd, skipulega og aðlaðandi framsetn-
ingu efnis, alhliða björgunarkunnáttu og
skilning á alþjóðastarfi hafi skátamir þá
verið nokkuð á undan tímanum.
Fjöldi námskeiða var mjög mikill. Á
einu ári (1963) vom t.d. boðin fram 16
undirbúnings- og framhaldsnámskeið
fyrir foringja ljósálfa/ylfinga, skáta og
dróttskáta auk Gilwellnámskeiðs fyrir
skátaforingja. Einnig vom 8 námskeið
og aðrir dagskrárliðir fyrir annars vegar
dróttskáta og hins vegar flokksforingja
auk 5 annarra atburða sem höfðuðu til
víðari hópa. Þetta var á vegum BIS en
margt í gangi á vegum félaga einnig. Að
námskeiðunum kom talsvert stór hópur
Gilwellskáta og annarra. En það ein-
kenndi líka starfsemi á skrifstofu BIS að
reyna að vera sem næst hinu eiginlega
skátastarfi, erindrekar í hlutastarfi og
framkvæmdastjórar BIS, Ingólfur Ár-
mannsson sem áður er nefndur og Anna
Kristjánsdóttir Dúfa '59 sem tók við
framkvæmdastjóm 1964, lögðu á það
megináherslu að vera virk í skáta-
verkum og með í að móta foringja-
þjálfun og starfshugmyndir. Það er
óhætt að segja að það hafi verið megin-
stefna BÍS að efla foringja í starfi og lið-
sinna þeim við að hafa það fjölbreytt og
vandað. Það var spennandi að fást við
slíkt og Gilwellskátar fengu að byggja
margt upp. Það hélt við hæfni og starfs-
gleði.
Aftur til nútímans
Ég heyri of sjaldan djúpar almennar
umræður innan skátahreyfingarinnar
um eðli og inntak skátastarfs, líklega
vegna þess að ég er ekki þar sem þær
eiga sér stað. Þó verð ég ágætlega vör við
þær í afmörkuðum hópum. En ég fylgist
nokkuð vel með póstlista skátanna
(skátar-listi@itn.is), bæði því sem sagt er
og hvemig það er gert. Ég hef tekið þátt
í póstlistaumræðum hér á landi og í fjöl-
þjóðlegu samhengi í meira en áratug og
veit hvers eðlis umræður em í slíku um-
hverfi. Þær þjóta upp eins og í kaffihléi,
allir (þessir 5-10 sem yfirleitt koma inn)
tala hratt og reyna að leysa lífsgátuna
fljótt og vel, móðga stundum hver annan
eða misskilja á alla enda og kanta ef vís-
bendingar um bros og grettur skila sér
ekki rétt. En umræðumar em einlægar
og nú á haustdögum, nánar tiltekið
17.-18. nóvember og svo aftur 6.-7.
desember' hafa þessar umræður sýnt
skýr merki um að fólk vilji velta fyrir sér
hvað við séum yfirleitt að vilja með ís-
lensku skátastarfi og þeim áherslum sem
virðast ríkjandi.
Flestir ef ekki allir sem taka til máls eru
Gilwellskátar og sirrna einhverju skáta-
starfi, sumir miklu. Þótt þessi umræða sé
enn eins og léttar gárur á vatni felst i
henni nokkur vaxtarbroddur og hugsan-
lega sú seigla sem þarf til að hefja saman
markvissa uppbyggingu skátastarfs á Is-
landi. Þar er hlutverk fyrir Gilwellskáta
og væri líklega besta gjöfin til
Gilwellþjálfunar á fertugsafmælinu.
Með slíkt í huga var sagan frá fyrstu
ámm Gilwellskáta hér svo ítarleg. Fra
þeim tíma hefur íslendingum fjölgað um
helming eða úr 180.000 í 270.000. Hefur
starfandi skátum í félögum fjölgað að
sama skapi í 6000? Hefur framboði BIS a
námskeiðum, einkum fyrir foringja,
fjölgað að sama skapi í 35 á ári?
Þátttakendur á Gilwellnámskeiðum
og Smáranámskeiðum hér á landi hafa
verið nálægt 600 og þeir sem hafa lokið
þjálfuninni vart undir 250. Þetta er miklu
meira en erlendis. Finnar eru einu
Norðurlandabúamir með eitt bandalag
eins og við. Ef skoðað er hjá þeim sama
tímabil og við ræðum um hafa um 1900
skátar lokið Smára/Gilwellþjálfun í
Finnlandi. Miðað við fólksfjölda ættum
við þá að vera með um 100 Gilwellskáta.
Það vekur nokkrar spumingar en alla
vega emm við með mjög fjölmennan
hóp og það ætti, ef rétt er að verki staðið,
að vera ástæða til þess að hefja mark-
vissa uppbyggingu.
Margt skiptir máli
Það er ástæða til að árétta það, sérstak-
lega nú á tímum, að ábyrgð og frelsi til
framkvæmda em forréttindi en ekki
kvöð. Haldi einhver annað hefur hann
liklega misskilið bæði tilgang skátastarfs
og lífsms sjálfs. En það skiptir máli að
enginn sé einn með ábyrgð heldur getl
deilt bæði áhyggjum og gleði með
öðmm. Þetta skildi BP og gætti þess þvl
að gefa ungum herðum strax ábyrgð a
afmörkuðum verkefnum, sem vom svo
ólík að mismunandi hæfileikar, reynsla
og áhugi gátu notið sín.
Sumir telja störf innan skátaflokka úr-
elt eða óþörf, ekki þurfi ritara, gjaldkera,
spjaldskrárritara, varðeldastjóra, mats-
vein, sendiboða eða aðstoðarflokks-
foringja. Þetta er vanhugsað. Þessi verk
eða hliðstæður þeirra gegna hlutverki i
þeirri persónuuppbyggingu sem ein-
kennir skátastarf og einstaklingurinn
tekur sjálfur virkan og meðvitaðan þátt i-
Hver skáti þarf að ráða yfir einhverjum
verkum sem geta sýnt hvað í honum býr
og hann getur vaxið af. Vissulega ma
30 — Skátablaðið