Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 01.11.1963, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 01.11.1963, Blaðsíða 3
NT VIKDTIÐINDI 3 Pistill úr Hafnarfirði jT Osamkomulagið innan ALÞ ÝÐUFL OKKSINS Hvaða þátt átti Axel í Rafha í ársögn Arna Gunnlaugssonar ár flokknum? Það hefur verið ákveðið milli min og útgefanda Nýrra Vikutíðinda, að ég segði lesendum blaðsins frá viðhorfi úr stjómmálaheimi Hafnfirðinga, sem er í dag fullur aUskyns óþverra, sora og pretta. Verður ekki hjá því komizt, að minnast fyrst á það, er vakið hefur mesta undrun hér í bæ, sennilega um árabil, en það er úrsögn Áma Gunnlaugssonar, hrl.. úr Alþýðuflokki Hafnarf jarð ar. Eg hef lagt fyrir mig lít- inn spumingalista, er ég mun reyna, lesendur góðir, að gera sem bezt skil. Af vandanum vaxa menn og öf- ugt, segir gamall málshátt- ur. Framsóknarsyrpa mun svo fylgja á eftir, þegar lokið hefur greinum mínum um Aiþýðuflokksátökin. HVAÐ GERÐI AXEL 1 RAFHA? VAR FARIÐ AÐ LÖGUM ÞAR? Eins og landslýð er kunn- ugt orðið fæddist lítiil þrí- fótur á Þorláksmessukvöld 1958. Þetta kvöld myndar Emil Jónsson sinn fyrsta vísir að hægristjóm — mynduð af Alþýðuflokknum með stuðningi stórabróður og allsráðandi bak við tjöld in, en án ábyrgðar þó. Embættaskipan var eitt- hvað á þessa leið, að mig minnir: Emil Jónsson for- sætisráðherra, Guðmundur I. Guðmundsson sjávarút- vegsmálaráðherra og Gylfi Þ. Gíslason bapkamálaráð- herra. Afreksskrá frá þessu ári er mér einna minnisstæðust fyrir brot á stofnskrá Al- þýðuflokksins og að þar með var hugsjónastefnu Jóns heitins Baldvinssonaf kast- að fyrir borð fyrir fullt og allt. Eitt dæmið er sagan af fátæka manninum Axel Kristjánssyni, kenndum við Rafha. Þetta var sá fvrsti og eini fátækiingur. sem hjálpar þurfti með. Hann hafði til að bera prúða og drengilega framkomu. hátt- raHSBSHBE'VT"' MBBBlBW.tKi-.MaSWMM vísi og kurteisi fram úr hófi. Og þegar hinn prúði og strangheiðarlegi viðskipta- vinur knúði dyra hjá viðkom andi ráðherra, var sem hinn fátæki maður væri sem eng- iii af himni sendur. Ekki stóð heldur á því að hirzla ríkissjóðs stæði hon- mn opin upp á gátt. En fjárgæzla hans var þar af skomum skammti, og á einu og hálfu ári runnu til þessa manns 11 til 12 milljónir kr. Upphófst nú útgerð tveggja skipa. Þeirra b.v. Brimness og b.v. Keilis. Og mig minn- ir að keypt hafi verið viku- blaðið Vikan, prentsmiðjan Hilmir h.f. og útgáfa TJrvals. ' Þegar togaraútgerðin hafði staðið í nær eitt og hálft ár mátti heyra að eft- ir lágu i valnum algjöriega tapaðar 7 milljónir króna frá ríkissjóði. Svona e^daði sú gata fjárafia þessa útgerðarmanns. er v’ðkom- andi ráðherra sýndi svo mikið traust. Sennilega voru engin iög brotin eða stjórnarskrá og ríkulega haldin hin 10 boð- orð biblíunnar. ^essa nýju jafnaðarstefnu kaha beir sömu menn leiðúie ti] velferð Engin kæra komin ennþá Haukur Thors Seiðrétfifir misskilning 1 síðasta tölublaði birt- um við fréttaklausu undir fyrirsögninni „Reiðir menn“, þar sem við töld- um að Haukur Thors hefði stefnt Jakobi Haf- stein. Byggðum við frétt ina á bréfuppkasti, sem félagsstjórn offset- og lit hoprentsmiðja hugðist senda viðskiptavinum sín- um og við komumst yfir. Segir þar m. a. orðrétt: „Aðvörun til viðskipta- manna. Jakob Hafstein hefur sett upp offsetprent- verk undir nafninu Solna- prent (líklega enn ekki skrásett), og í því sam- bandi flutt inn offset- Iprentvél frá Svíþjóð, sem kostar á staðnum um sænskar kr. 80.000— eða um ísl. kr. 665.000.— Tollur af vél þessari plús flutningskostnaður mun vera ekki undir 250.000 - ísl. krónur. Toll þennan komst Jakob Hafstein hjá að greiða gegn skýlausri yfirlýsingu til Tollyfir- valda, að umrædd offset-, prentvél yrði eingöngu notuð til prentunar fvrir útflutningsframleiðslu landsmanna. Okkur er kunnugt um. að þessa skuldbindingu hefur Jakob Hafstein margsinnis brotið við off- setprentun fyrir fram- leiðsln innJendnar mat- vöru, fylgibréfa, farm- skírteina, víxileyðublaða auglýsingapésa o. fl. Mál betta hlvtur míög bráð- lega að koma til aðgerða sakadómara fvrir svik og tollsvik, og „viðskiptavin- ir“ látnir mæta við þau | réttarhöld hjá sakadóm | ara“ (leturbr. NV). Bréf þetta mun ekki hafa verið sent út, og ekk ert orðið úr kærum að svo komnu máli. En í tilefir fréttaklausunnar hefur Haukur Thors beðið blað- ið um að birta eftirfar | andi yfirlýsingu frá yfir sakadómaranum í Reykja- | vík: „Eftir ósk Hauks Thorc forstjóra. Ægissíðu 98 hér í borg, skal tekið i fram, að sakadómaraemb- f ættinu í ‘ Reykjavík hefur j engin kæra borizt frá j Hauki Thors á hendur Jakobi Hafstein, forstjóra Solnaprents. Reykjavík, ; 25. október 1963 Logi Einarsson“: j ar ríkisins. En hún liggur til háttvirts saksóknara ríkisins, að mig minnir, og biður þar síns dóms. Hvað sagði Árni Gunn- laugsson um þetta? Hafnarf., 24. okt. 1963 Markús B. Þorgeirsson. Leynimakk — (Framh. af bls. 8) eins og allt væri í stakasta lagi, og myndi innan skamms breytast >viö~ til batnaðar. LEYNIVOPNIÐ Það getur naumast hjá því farið, að almenningur brjóti heilann um, hvert hið dular- fulla leynivopn muni vera, sem stuðlaði að sjálfsbyrg- ingshætti stjórnarherranna, og víst er um það. að ekki liggur það í augum uppi. Naumast getur verið um að ræða neinskonar kúgunar lög til að banna verkföll. Því verður ekki að óreyndu trú- að, að Sjálfstæðisflokkurinn fari að gera sér leik að því að eyðilegaia fylei hað, sem hann hefur byggt upp > verkaiýðsfélögunum. — því að eftirléikurino vérður ó- vandaðri. tsienzk albvða er rið vrsu 'seinþrevtt til vand- ræða eu fari blessað íhald- ið að auglýsa svo sitt rétta andlit, er hætt við, að valda- aðstaða þess sé búin að vera — jafnvel fyrir fullt og allt. Gengislækkun er útilokuð — segir'Bjarni Ben. Og þá er komið að komm- únistum. HANNIBAL I STJÓRN? Kommúnistar hafa um langt skeið verið sterkasta aflið i verkalýðsfélögunum, enda þótt hlutur þeirra hafi skerzt verulega á síðustu árum. Engu að síður verður að reikna með því, að betra sé fyrir ríkisstjórn að hafa þá með sér en móti, meðan þeir halda meirihlutanum í Alþýðusambandinu og ráða Dagsbrún. Leynifundir Ólafs Thors með verkalýðsforingj- um kommúnista segja iíka sína sögu, meðan ekki er tal að við forsprakka þeirra fé- laga, sem þegar hafa boðað verkfall og lagt fram sínar kröfur, svo sem Hins ís- lenzka prentarafélags! Spumingin er bara sú, hvort Ólafi tekst að kaupa kommana, — og hvað býður hann beim? Sæti í ríkisstjóminni ? Vafalaust myndi Hannibal taka sig vel út í hópnum, og rólegt sendiherraembætti hæfir betur einhverjum, sem þar situr núna. Eða er bað eitthvað ann- að? Þetta mun timinn Ieiða í Ijós — en það er beðið í of- væni. Þeir mörgu bílaeigendur, sem eignazt hafa bifreiðir á I undanförnum góðárum. og ; eru þeir ekki ófáir, þar sem í fluttir hafa verið inn um I 3—4000 bílar síðan mnflutn ingur beirra var gefinn frjáls, fá væntanlega að taka meiri bátt í vegalagn- ingu og viðhaldi vega, en þá óraði fvrir, þegar þeir stund um a,f litlum efnum, ákváðu að koma sér upp farartæki. Það er nefnilega ætlunin að hækka benzínskattinn í vetur. Mest af honum eða allt á að renna til sveitar- félaga. sem vantar alltaf pen inga. Á árunum, meðan Ey- steinn var fjármálaráðherra þótti sjálfsagt að skikka sveitarfélög til að standa undir kostnaði af allskonar framkvæmdum, sem Alþingi ákvað, en Eysteini var ger- samlega ómögulegt að sjá eftir nokknim eyri af tekj- um ríkissjóðs til sveitarfé- laganna, sem voru sum hver hætt að standa í skilum. TJr þessu var bætt með því að láta hluta af greiðsluafgangi ríkissjóðs renna í jöfnunar- sjóð sveitarfélaga, en það var ekki gert fyrr en Ey- steinn hrökklaðist frá kass- anum. Nú á að efla fjárhag sveitarfélaganna enn betur og láta þau hafa af auknum benzínskatti. ) í G L AIJ M B Æ R t HLJÓMSVEIT MMfKS MORTHENS BORÐPANTANIR í SÍMA 11777 SKEMMTIÐ YKKUR í HJARTA BORGARINNAR.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.