Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 26.06.1964, Síða 6

Ný vikutíðindi - 26.06.1964, Síða 6
6 Ní VIKUTÍÐINDI KVARTETT Magnúsar Péturssonar ÁSAMT SÖN GKONUNNI Bertha Biering Framvegis verða efri salir Klúbbsins einn- ig opnir mánudaga og þriðjudaga. KLÚBBURINN MÆLIR MEÐ SÉR SJÁLFUR LÆKJARTEIG 2, SÍMI 35 3 55. '— ---- * RÖÐULL Hljómsveit TRAUSTA THORBERG * Söngvari: SIGURDÓR * Matur framreiddur frá kl. 7. Borðpantanir í síma 15327 RÖÐULL Þegar Chesney var í þessu skapi gat Gerda aldrei staðizt hann. Hann gat fengið hana til að gera hvað sem var og vissi að hana langaði óumræðilega til að giftast honnum. „Ertu að tala í alvöru, Ches?“ spurði hún. „Getum við gifzt á lögmætan hátt?“ ,,Eg lofa þér því, ástin mín. Þú veizt, að ég myndi ekki ljúga að þér um hjónaband okkar. I þeim efnum myndi ég ekki svíkja þig.“ Hann brosti sínu áhrifa- mesta brosi. „Kannske á öllum öðrum sviðum, en ekki þessu.“ Sólarhring síðar fór Chesney með hana til lögfræði- skrifstofu vinar síns. Skrifstofunni hafði verið breytt í líkingu við kapellu, og við dyrnar var hún kynnt fyr- ir frönskum presti í fullum skrúða. Presturinn gaf þau saman á frönsku, og að athönfinni lokinni skiptust þau á hringum. Einhver efasemdakvíði læddist að Gerda. Einhvern- veginn var kapellan ekki sannfærandi, og ekki franski presturinn heldur. Þarna voru hvorki helgitákn né bænabók. Hún hvíslaði að Chesney: „Þetta er skrýtin gifting- arathöfn. Ertu viss um að það sé allt í lagi með hana?“ Hann varð yfir sig hneykslaður. „Elsku barnið mitt,“ sagði hann, „þú verður að skilja að sinn er siður í landi hverju. Þessi gifting er alveg eins bindandi og samskonar athöfn heima í þorpinu þínu í Thuringia." Til þess að afstýra frekari spurningum leiddi hann 'hana í flýti inn í veizlusal, þar sem fjörutíu gestir voru þegar seztir. Þegar þau birtust í dyrunum stóðu gestirnir upp og fögnuðu þeim. Svo voru kampavíns- flöskurnar opnaðar með miklum hvellum. Skálað var og ræður fluttar á ensku, frönsku og arabisku, og hverri þeirra svaraði Chesney á samskonar tungumáli. Klukkan langt gengin ellefu um kvöldið stóð veizlan sem hæst. Flestir gestirnir voru orðnir vel hýrir, og Chesney valdi þennan tíma til að standa upp á stól og gefa yfirlýsingu. Hann talaði á frönsku. „Eins og þið vitið, vinir mínir, þá læt ég oft stjórn- ast af frumlegum hugmyndum. Um leið og ég stíg niður af þessum stól mun ég og hin unga eiginkona mín byrja hveitibrauðsdagana okkar. Við ætlum nið- ur að höfn og sigla í burtu á Gladys May.“ Fagnaðarlætin glumdu mn salinn, og gestirnir fylgdu brúðhjónunum niður að höfninni og kröfðust þess að fara um borð í sína eigin báta til þess að fylgja snekkj unni út á sjó. I dögun sást aðeins móta fyrir strönd- inni. Sjórinn var sléttur og Gerda réði sér ekki fyrir fögnuði. Ohesney virtist einnig vera hamingjusamur, þótt hann hefði ekkert sofið í fjörutíu og sex klukku- stundir. Hann lét skipið halda réttri stefnu og hvíldi sig í heitu sólskininu. „Jæja . .. þá höfum við komið þessu í kring,“ muldr- aði hann. „Ekki alveg,“ sagði Gerda. „Hvemig fer ef Vera skiptir um skoðun? Gerum ráð fyrir að hún komizt að ... “ „Eg er ekki að tala um Veru. Mér er alveg sama um að hverju hún kemst. Eg á við allt annað. Þetta er nokkuð sem gerir okkur rík.“ Gerda hrökk við. Þrátt fyrir sólarhitann fann hún til kuldahrolls. „Hvað meinarðu. Var giftingin skrípa- Ieikur?“ Hann gerði sér ljóst að hann hafði gengið of langt og lagði handlegginn yfir hana. „Auðvitað ekki, elsk- an, en við erum að gera stærstu viðskipti, sem við getum gert um ævina. í káetunni þarna eru tveir blikkkassar með eiturlyfi, sem kostar ógrynni fjár. Giftingin hjálpaði okkur til við að fara í burtu án þess að vekja nokkrar grunsemdir. Hvers vegna held- urðu að háttsettir menn hjá tollinum og lögreglunni hafi verið í kveðjuhófinu ?“ Á þessari stundu komst hún næst því að hata hann. Hún hafði verið svo hamingjusöm yfir giftingunhi, en nú vissi hún fyrir vist, að eitthvað var öðruvísi en það átti að vera. Áður en hann hafði áttað sig á þagnar- múmum, sem kominn var á milli þeirra, sá hann lög- regluvarðbátinn. Hann nálgaðist þau hratt og átti aug- sýnilega við þau erindi. Ohesney spratt upp, sneri stýrinu hratt og hrópaði: „Farðu niður og settu vélina í gang!“ Hún fann blikkkassana í káetunni og opnaði annan. í honum var hvítt duft — morfín — sem hafði kost- að hvem einasta eyri er þau áttu. Með skjálfandi höndum bar hún þá upp á þilfar, um leið og fyrsta skotið frá varðbátnum þaut yfir snekkjuna. Hann var ennþá í 140—150 m. fjarlægð, en það dró óðum sam- an með þeim. Chesney gerði sér grein fyrir því, að leikurinn var tapaður. Skyndilega sneri hann bátmnn við, og Gerda kastaði kössunum fyrir borð, þeim megin sem vissi frá lögreglubátnum. Litlu seinna lágu bátarnir hlið við hlið, og yfirlögregluforinginn kom um borð í Gladys May. Chesney skellihló og tók honum einns og gömlum vini. „Ef þið hefðuð ekki skotið mér skelk í bringu, væri kappsiglingunni enn ekki lokið. Það var synd af ykkur að skemma leikinn svona fljótt!“ Lögreglumaðurinn var kuldalega kurteis. „Þetta er enginn leikur, monsieur," sagði hann. „Gjörið svo vel að sýna mér skilríki yðar.“ „Alveg sjálfsagt. Skipið mitt og ég sjálfur em ykk- ur til þjónustu.“ Annar lögreglumaður kom um borð og leitaði vand- lega á ólíklegustu stöðum. Chesney var hinn ræðnasti. „Við vorum að gifta okkur og erum í brúðkaupsferð. Við ætlum til Tangier. Konuna mína langar til að vita hvernig alþjóðlegir smyglarar líta út.“ Eldri lögreglumaðurinn leit stíft á hann. „En, mon- sieur,“ sagði hann. „Hvers vegna að fara með hana til Tangier? Er hún ekki ánægð með yður?“ En þegar varðbáturinn var kominn úr kallfærl> missti Chesney stjóm á sér. Hann bölvaði þangað til Gerda varð hrædd um að hann fengi slag. Þegar hann loks þagnaði til að ná andanum, sagði Gerda. „Hver er sannleikurinn, Ches? Erum við gift eða ekki?“ Áður en hann gat svarað, bætti hún við: „Mér er sama þótt ég sé fátæk, en mér er ekki sama

x

Ný vikutíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.