Ný vikutíðindi - 22.01.1965, Blaðsíða 1

Ný vikutíðindi - 22.01.1965, Blaðsíða 1
Tf WO □SQJ Föstudagur 22. jan. 1965 — 3. tbl. — 5. árg. — Verð 8.oo krónur. NORÐRI skrifar um OheiSarlega st'ámmála- menn. Benediktssynir orðnir vqldamestir Ástandið á Sturlungaöld hinni ný ju - Siðgæði Skulda kónganna - Hvað vakir fyrir Einari ríka? Vaxandi óvissa ríkir í ís- lenzkum stjómmálum, og hinar erlendu utanstefnur ís Ienzkra valdamanna, til vest urs og austurs, eru mönnum áhyggjuefni. Við andlát Ólafs Thors losnar viðreisnarstjómin öll í böndunum, og reynir nú fyrst á dr. Bjama Benedikts son, hversu hann dugar og hvað hann getur, er hann þarf að standa alfarið á eig in fótum. I*að er opinbert leyndar- mál, að Ólafur Thors var maðurmn, sem stóð að baki dr. Bjama, og þangað leitaði Bjami ráða og úrræða, þeg- ar allt var að farast. Nú er þetta skjól ekki lengur til staðar, og má nú gera ráðj fyrir að meira reyni á um að halda stjóminni saman en áður. Erðaprinsar. Pétur Benediktsson, bróð- ir dr. Bjama, hinn sjálf- kjömi erfðaprins Ólafs (Framh. á bls. 4) Veslings sjónvarpið Er Amerísku sjónvarpsefni stolið handa „LANDANUM"? Þá er nýi sjónvarpsstjór- inn kominn til landsins og er ekld að efa, að nú fer að komast skriður á það þjóð- þrifamál, sem stofnun ís- lenzks sjónvarps er. Sízt er ástæða til að vera með hrakspár um þetta sjálf sagða fyrirtæki, én óneitan- lega kvíða margir því, að ekki verði of glæsilega af stað farið, og þó fremur að ekki sé nægilega röggsam- lega unnið að undirbúningi málsins. Flestir, sem um þessi mál fjalla, munu þeirrar skoð- unar að meiginuppistaðan i íslenzku sjónvarpi eigi að vera íslenzkt efni, en að- keypt erlent efni sé fremur til uppfyllingar. Ef hins vegar einhver skyldi láta sér detta í hug að það sé til í dæminu að reka íslenzkt sjónvarp með aðkeypt erlent efni sem meg inuppistöðu, þá er víst bezt að kveða slíkar raddir nið- ur í eitt skipti fyrir öll. Það er ekki nokkur vafi á því, að sjónvarpið á Keflar víkurflugvelli verður til þess að fólk verður hér almennt sáróánægt með íslenzka sjón varpið að minnsta kosti til að byrja með. Sjónvarpsnotendur, sem um árabil hafa horft á þætti og dagskrá kanasjónvarps- ins, munu áreiðanlega ekki sætta sig við efni, sem búið er til og flutt af þeim vanefn rnn, sem íslenzka sjónvarpið hlýtur að þurfa að búa við. Það er ekki víst að núver- andi sjónvarpsnotendum sé þa ljóst, að þeir þættir, sem eru sýndir í Keflavíkursjón- varpinu, eru þeir dýrustu sem sýndir eru vestur í Am- Jazzsöngkonan Jewel Brown kemur hingað með Louis Armstrong og mun syngja með hljómsveit hans 7. og 8. febrúar n. k. Hún er talin vera meðal hinna beztu í sinni grein vestanhafs um þessar mund- ir. eríku og kosta jafnvel tugi, Norðmenn treysta sér ekki þúsunda dollara, hver fyrir til þess að kaupa þá til end- sig. urvarps, þótt þeir séu í boði Sumir þeirra þátta, sem með gífurlegum afslætti. hér gera hvað mesta Iukku, Og hér kemur að þvi, sem eru það dýrir að Danir og (Framh. á bls. 5) Mannúðarmál Blankur flökkulýður ÉL:'. streymir til Eyja Enn hefur maður orðið úti í Reykjavík, án þess að nokkuð sé gert til þess að veita auðnuleysingjum húsaskjól að næturlagi. Hvað eiga Ný vikutíðindi o,ft að brýna það fyrir borgaryfirvöldunum að hafa samráð við „Vernd” eða önnur mannúðarfélög og lilutast til þess að nætur- kýíi sé reist fyrir óreghunenn hér í borginni? Það látast áriega fleiri manns, sem hvergi eiga höfði sínu að halla, án þess nokkuð sé gert til þess að rétta þeim hjálparhönd. Þó eru þetta margt ungir menn, sem eiga sér við- reisnarvon, ef að þeim er stutt. Er útlendingaeftirlitíð nógu strangt? Um þessar mundir streym ir til Vestmannaeyja alls kyns útlendur flökkulíður, og er fjöldi þessa fólks orð- inn slíkur að horfir til stór- vandræða í Eyjum. Þetta eru allra þjóða kvikindi, Þjóðverjar, Bretar, írar, Svisslendingar, Spánverjar og jafnvel Arabar. Flestir munu þó Færeying ar, eða um helmingur þeirra útlendinga, sem þegar er kominn til Eyja. Á undanförnum ánim hef- ur það viljað brenna við i aflahrotum að slíkur skort- ur væri á vinnuafli í stærstu verstöðvum landsins að til stórvandræða horfði. Á þetta ekki hvað sízt um Vest mannaeyjar, en þar hefur legið svo mikið við, að jafn- vel skólabörn hafa verið lát- in hætta námi, um stundar- sakir, til að hægt væri að bjarga þeim afla, sem þeg- ar var kominn á land, undan skemmdum. Á undanförnum árum hafa frændur okkar Færeyingar mjög orðið til þess að ráða (Framh. á bls. 5)

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.