Ný vikutíðindi - 22.01.1965, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 22.01.1965, Blaðsíða 7
NÝ VIKUTlÐINDI 7 gefa þér yfirhalningu. Veiztu ekki, að leigubílstjóri myndi lenda í miklum vandræðum með að gefa skýr- ingu á því, ef hann færi með barnið þitt til lögregl- unnar eða á munaðarleysingjaheimilið?“ „Hvað í andskotanum heldurðu að þessi roðlingur hafi verið mér nema eintóm vandræði?“ spyr daman °g kveikir sér í sígarettu. Mig langar mest til að berja hana, en ég ákveð samt að reyna að komast að raun um, hvers vegna hún er svona. Svo að ég fæ hana til að tala um sjálfa Big, Og þau mál, sem hún hefur áhuga á að ræða, eru slik, að ég trúi varla mínum eigin eyrum. Mér verður flökurt, en að lokum fæ ég hana til að viðurkenna að hún eigi móður á lífi í útborginni Bronx. Eftir nokkurt þref fæ ég heimilisfang hennar og ég keyri stytztu leið þangað. I eitt eða tvo skipti hélt ég að hún ætlaði að stökkva út úr bílnum, en ég skipti mér ekki af því. Ef hún hefði verið systir mín hefði eg með ánægju hálsbrotið hana. Heima hjá móður hennar varð ég að fara sjálfur með barnið inn. Gamla konan reyndist vera mjög elskuleg og góðleg, og hún þakkaði mér og tók við barninu. „Ætlið þér að vera svo góður og tilkynna lögregl- imni þetta ekki?” sagði hún með bænarómi. „Ætlið þér að annast barnið vel, ef ég geri það ekki?“ spurði ég. „Já, já“, kjökraði gamla konan. „Hvað viljið þer að ég geri við dóttur yðar?“ spurði ég. „Farið þér með hana. Ég vil aldrei sjá hana fram- ar. Ég vil ekki að hún stígi fæti sínum inn á mitt heimili. Hún er skeppna og óféti. Hún hugsar ekki um annað en dans og karlmenn. Hún á eiginmann, sem er ennþá í herþjónustu erlendis, en hún hefur verið vond eiginkona alveg frá því fyrsta. Látið hana ekki konia inn. Farið með hana.“ Svo að ég geng út úr húsinu, áður en sú gamla fær hjartaslag — svo reið er hún dóttur sinni — og fer mn í bilinn. „Jæja, góða, þá er það ekki meira. Farðu!“ sagði ég. „Láttu ekki svona strákur,“ segir hún. ,,Það var þér að kenna að ég komst ekki á stefnumótið, sem ég ætlaði, svo að nú getur þú boðið mér út.“ , Farðu út!“ hrópa ég og held dauðahaldi um stýr- !ð, því að ég er hræddur við að ég muni ekki standast það að leggja hendur á hana. „Heyrðu, viltu ekki fá túrinn borgaðann?“ segir hún striðnislega. Svo að ég lít á klukkuna og sé að gjaldið er komið yfir þrjá dollara. „Jú,“ svara ég, „borgaðu, og farðu svo fjandans til.“ , Heyrðu, vinur, komdu inn. Ég skal borga þér túr- Jnn með nokkru, sem er miklu betra en peningar.“ Nú var mér nóg boðið. Ég þaut út á gangstéttina, þueif upp afturhurðina og kippti stúlkunni svo ónota- iega út að höfuðið á henni slóst við dyrastafinn. Hún fór að slá til mín og æpa upp, en ég kastaði henni bara á gangstéttina, hljóp út í bílinn og ók í burtu. Ég fyrirlit menn, sem berja konur, en í þetta skipti langaði mig reglulega til að rassskella kvenmann. Lauslát kvensnift Það er til alls konar kvenfólk, ég þarf ekki að segja Þér það, og 1 mínu starfi venst maður því flestu. En það er ein kvenmannstegund, sem ég get ennþá ekki þolað. Eins og sú sem ég var að aka í gærkvöldi. Ég er að renna fram hjá mjög frægum nætur- klúbb, þegar dyravörðurinn gefur mér merki og opn- ar bílhurðina fyrir manni með pípuhatt og mjög glæsi- legri dömu. Ég ek þeim að fögru og dýru húsi, og þegar þang- að kemur er dyravörðurinn hvergi sjáanlegur, svo að maðurinn bölvar aftur í sand og ösku og biður mig að hjálpa sér upp. Hann var ekki drukkinn, en ekki heldur allsgáður. Ég fylgdi honum upp að íbúðardyr- LÁRÉTT: 1. fljótt, 5. gamma, 10. yeningur, 11. skordýra, 13. spurn, 14. titra, 16. land (þf.), 17. for- setning, 19. svar, 21. leiði, 22. dvelur, 23. brotsjór, 26. innheimta, 27. ungviði, 28. stjórnin, 30 skemmd, 31. lása, 32. sælu, 33. eins, 34. eins, 36. óbrotið, 38. grun- aði, 40. vein, 41. svella, 43. plokkaður, 45. skrá, 47. hanga, 48. athugum, 49. ald- ur, 50 venja, 51 fyrstur, 52 tala, 53. eldiviður, 54. guð, 55 viðbót, 57. hrynjanda. 60. skóh, 61. stjóma, 63. fól, 65. skrapa, 66. fjölmennt. LÓÐRÉTT. 1. titill, 2. kyrr, 3. flanið, 4. skán, 5. tala, 6. angra, 7. þraut, 8. ra, 9. ryk, 10, rannsaki, 12. vorkenna, 13. fugla, 15. anna 16. skjótu, 18. stóra, 20. venju, 21. bæti við, 23. hláleg, 24. samþykki, 25. líkamshlutum, 26. eink. bókst., 28. plöntur, 29. bítur, 35. vagnar, 36. eiga, 37. suð- urlandabúi, 38. skíthæll, 39. slæmt, 40. lasta, 42. ristir, 44. á fæti, 46. þunga, 51. skeyta við, 52. klampar, 55. ílát (þf.), 56. reykjarmökk- ur, 58. forföður, 59. tölu, 61. slá, 64. eins, 66. tala. LAUSN á síðustu krossgátu LÁRÉTT: 1. staka, 5. al- sæl, 10. staur, 11. óáran, 13. Ia, 14. krók, 16. hata, 17. af, 19. okt., 21. gul, 22. knýr, 23. fríða, 26. voða, 27. kan, 28. tafsamt, 30. rak, 31. durgi, 32. rautt, 33. ól, 34. L. R., 35. ó, 36. Ámes, 38. kenna, 40. R, 41. mór, 43. agalega, 45. una, 47. afla, 48. aumra, 49. ýtan, 50. gúa, 51. R, 53. tug, 54. I I, 55. ausa, 57. illa, 60. M A, 61. nisti, 63. lynda, 65 latti, 66. eltar. LÓÐRÉTT: 1. st, 2. tak, 3. aura, 4. kró, 5. a, 6. lóa, 7. sáta, 8. æra, 9. la, 10. sakna, 12. nauða, 13. lokka, 15. kerfi, 16. háðar, 18. flakk, 20. týnd, 21. gort, 23. faglega, 24. ís, 25. amalega, 26. V, 28. tróna, 29. tuma, 35. ómagi, 36. árla, 37. sauma, 38. kerti, 39. autt, 40. ranga, 42. ófúin, 44. lm, 46. nauma, 49. ý, 51. mtt, 52. flyt, 55. asa, 56. sit, 58. 111, 59. ana, 62. il, 64. dr. ************************ (-x-***)*-)*-**-****-****)*-*)*-**-**)' unum, vegna þess að hann vildi ekki láta lyftuvörð- inn fara upp með mig, og hann rétti mér tíu dollara seðil og segir: “Jæja, bílstjóri, aktu ungu dömunni heim.“ „Sjálfsagt, en þú hefur látið mig fá of mikla pen- inga!“ „Allt í lagi. Farðu með hana. heim til sín.“ Ég kem niður og fer inn í bílinn. „Hvert á ég að aka, frú?“ „Bíddu þangað til ég er komin út, ef þér er sama“, segir hrjúf og kuldaleg karlmannsrödd. Ég lít við, og þarna er þá dyravörðurinn að faðma og kyssa kven- manninn, og hún nýtur þess sýnilega. Svo að þau láta mig bíða góða stund. Loksins fer han-i út og segir: „Góða nótt, elskan. Sé þig bráð- um.“ Hann fer á sinn stað, og hún biður mig að aika að öðru húsi við Park Avenne, ofar í borginni. Meðan við ókum áfram spyr hún, án þess að ég gefi henni nokk- urt tilefni til þess: „Brá þér í brún, bílstjóri?“ Ég svaraði ekki. Fyrir löngu komst ég að raun um, að allar svona kvensur hafa sína eigin persónulega afsökun fyrir þvi að hafa fleiri en einn í takinu. Ég held að með því að opna ekki munninn komist ég kannske hjá því að lenda í vanda. En hún heldur áfram að tala, eins og ég væri hennar bezti vinur. „Ertu ekki einu sinni undrandi?“ spyr hún.“ Þú skil- ur, að fyllibyttan áðan er væntanlegur eiginmaður minn, en ég elska alla myndarlega menn, og dyra- vörðurinn þarna kunni sannarlega vel til verks. En vel á minnst, hvenær ertu Jaus? Eigum við ekki að fá okkur glas saman?“ Þá loksins tók ég til máls. „Því miður; ég þarf að vinna í alla nótt og get ekki komið með þér.“ „IJt af hverjum fjandanum ertu svona durtslegur ?“ hreytir hún í mig. „Stoppaðu bílinn!“ Og hún fer út á miðri Park Avenne, og veifar öðrum leigubil. Jæja, í þetta skipti þurfti ég ekki að efast við neinn út af fargjaldinu til mín. (Framh. á bls. 3)

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.