Ný vikutíðindi - 22.01.1965, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 22.01.1965, Blaðsíða 6
6 NÝ VIKUTlÐINDI ************************ ~ + k ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ k k k k ★ ★ k k k k k k k k k k k k k k k k k •Jr ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ROÖULL * 4 * * 4 4 * 4 4 4 4 4 4 Eyþórs Combo | spilar og Didda Sveins syngur. - x Matur framreiddur frá kl. 7. - x - Borðpantanir í síma 15327. ROÐULL 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 M. -r 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 f ' Ástralska söngkonan Judy Cannon skemmtir. IILJÓMSVEIT Karls Lillien- dalhs ásamt söngkonunni Bertha Biering leika og skemmta KLÚBBURINN MÆLIR UHÐ SÉR SJÁLFUR LÆKJARTEIG 2, SIM3 35 3 55. VALDIR, SJÁLFSTÆÐIR IR KAFLÁR ÚR MINNIS- BLÖÐUM LEIGUBÍL- STJÓRA I NEW YORK. EG ER Furðulegt fólk. Ég kynntist vel betlara nokkrum á fyrstu árunum, sem ég var leigubílstjóri. Hann var méð snúinn hand- legg, hálsinn á honum virtist ekki hafa vald á höfð- inu og annar fóturinn á honum var van.skapaður, en að öðru leyti var þetta snotrasti piltur, sem aldrei vorkenndi sjálfum sér og ég gaf honum oft kaffi með mér, vegna þess að ég hélt að hann væri einmana. Svo eitt kvöldið spyr hann, hvort ég vilji ekki koma heim til sín í kvöldverð á sunnudaginn, svo að hann geti kynnt mig fyrir konunni sinni, því að þau þekki ekkert af fólki í New York og séu ósköp einmana. Næsta sunnudag hringi ég dyrabjöllunni hjá þeim, og húsbóndinn kemur sjálfur til dyra, nema að nú er hann alheilbrigður að sjá og ekkert að honum að finna. Ég held að ef til vill sé þetta bróðir hans, en, nei, það er enginn annar en maðurinn, sem ég þekki. Hann er ríkmannlega klæddur og lítur út fyrir að vera vel efnaður lögfræðingur eða læknir. Hann kynnir mig fyrir konunni sinni, hávaxinni og mjög fríðri stúlku, sem er alveg eins og sú kona, sem mig hefur alltaf dreymt um að eignast, svo að ég álykta að líklega viti hún ekki á hvern hátt eigin- maður hennar aflar sér þess fjár, sem þarf til að greiða fyrir hina glæsilegu íbúð, sem þau búa í. Máltíðin er hin ánægjulegasta. Þa-u eru bæði skemmtileg og segja mér ágætar sögur af reynslu simni í öðrum borgum. Þau hafa ferðast mikið og eru mjög undrandi á því, að maður eins og ég, sem virð- ist vera fróður um svo margt, skuli aldrei hafa ferð- ast út fyrir borgartakmörk New York. En ég skáka j)eim með endurminningum mínum frá stórborginni og skólasögum. Við hlæjum öli mikið, og ég gleymi því, hvernig viðkynningu minni við manninn er varið og er sannfærður um að þetta séu sannar manneskjur og að við rnunum verða vinir ævi- langt. Jæja, tveir tímar líða, og hún segir að það væri gaman að skreppa í bíó. Hann þvertekur fyrir það; minnir hana á að þau hafi ekki ráð á því, þar sem þau séu að safna sér fyrir að fara heim aftur og stofna gott fyrirtæki. Þegar þetta er rætt kemst ég að því, að frúin vinnur sem framreiðslustúlka, til þess að létta undir með þeim, og ég vorkenni henni og manninum hennar að þurfa að vinna svona til þess að geta komið undir sig fótunum. Að lokum fer ég þess á leið við þau að mega bjóða þeim með mér á kvik- myndahús, og þau þiggja það með orðmörgum afsök- unum. Svo að ég fer með þau inn 1 borgina í Music Hall, og myndin er ágæt og sviðssýningarnar ennþá betri. Á eftir ætla ég að bjóða þeim upp á drykk og kveðja svo. En, nei, þau vilja að ég komi heim með þeim aftur, og hún segist ætla að bjóða mér sælgæti, sem só búið til eftir gamalli fjölskylduuppskrift — betra en ég hafi nokkum tíma áður smakkað. Svo mér féllur það vel, að þau skuli líka vera að reyna að spara mér útgjöld, og við förum öll heim til þeirra. Þar biður hún um að hafa sig afsakaða, og ég held að hún hafi farið fram í eldhús, en brátt kemur hún aftur og er þá í aðskornum og mjög flegnum nátt- kjól. Hún sezt svo í stól, eins og hún hafi steingleymt sælgætinu, sem hún ætlaði að búa til. Hún fer að gera sig til við mig, fyrir framan nefið á manninum sínum. Jæja, ég er ekki neinn skólastrákur á þessu sviði, en ég veit hvorki hvað ég á að gera eða segja. Hér er þessi seiðfagra kona að gefa mér undir fótinn, og maðurinn hennar er í sama herbergi og við. Þessu fer fram í klukkustund eða lengur. Ég geri mig líklegan til að fara nokkrum sinnum, en hvorugt þeirra taka það i mál. Svo að ég sit svolitið lengur, og þessi leikaraskapur heldur áfram og ég fer að kunna ver og ver við mig. Eftir nokkra stund sendir maðurinn konuna sína út undir einhverju yfirskyni og snýr sér svo að mér hastur í máli — kveðst hafa haldið að ég væri fjör- ugur karlmaður og að ég væri ekki mótfallinn því að eiga gleðistund og að allir aðrir, sem háttuðu hjá kon- unni hans yrðu að borga tuttugu dollara, en að ég þyrfti ekki að greiða nema fimm dollara og ég myndi fá dálítið alveg spésíalt. Ég var svo reiður að ég kom ekki upp nokkru orði í fyrstu. Svo bölvaði ég honum í sand og ösku og spurði, hvort hann væri betlari eða alfons. Hann kvað betl vera sérfag sitt, sem hann tæki alvarlega, og að konan sín hefði unnið sér inn fyrir menntaskólanámi með því að selja líkama sinn, og á hverjum f jandanum væri ég svona hneykslaður. Hvers konar fáráðlingur væri rg eiginlega, fyrst ég hefði aldrei kynnst svona fyrirkomulagi fyrr. Ég flýtti mér svo út úr húsin : að ég sk’Idi við hann talandi við sjálfan sig o°- ég var svo miöur mín eftir þetta að ég gekk alla leiðina he'm til rx'n. S'vmt er ég borinn og barnfæddur í Nev/ York og kalla ekki allt ömmu mína. Hún átti skilið rassskellingu Sunnudagsmorgun nokkurn keyri ég út úr Penn- stöðinni tómur, og á horninu á 31. stræti og 8. Breið- götu sé ég stúlku með komabarn 1 fanginu vera að svipast um eftir leigubíl. Svo ég stoppa. Hún opnar dymar, kastar barninu í aftursætið, hróp- ar til mín að aka með það á Munaðarleysingjaheimili New York-borgar og tekur á rás. Ég veit ekki hvaðan á mig stendur veðrið, en flýti már út úr bílnum og hleyp á eftir henni. Þegar ég næ henni, gríp ég í handlegginn á henni og teymi hana að bílnum. Hún er ekki auðveld viðfangs, kann að tugtast, en hún gefur ekki frá sér nein hljóð og ég kem henni brátt inn í bílinn. ..Nú, hvern fiandann ætlarðu að gera við mig?“ æp- ir hún. „Hvernig geturðu verið svona grimmlynd?“ spyr ég. „Hefurðu engar móðurtilfinningar ?“ ,.Æ, vertu ekki með þetta væl! Gerðu eins og ég sagði þér. Nú verð ég að fara! Ég hef mælt mér mót við mann og er að verða of sein.“ „Hejrrðu góða, þú skalt sitja álveg kyrr þar sem þú ert og ta’a við mig, því annars skal ég aldeilis

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.