Ný vikutíðindi - 22.01.1965, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 22.01.1965, Blaðsíða 3
NY VIKUTÍÐINDI 3 bændur ásökuðu stjórnina um þrælkun, þegar lagðar voru fram áætlanir um að stækka 7-8 kúa meðalbú. Bóndinn hrópaði upp yfir sig af undrun, og bætti síð- an við: „Landbúnaður bygg- ist á tækni, þekkingu og skipulagi.“ Þetta jafngildir því að 80 smábændur með frjálst hug- arfar, framleiða á við 6000 íslenzka bændur. Pólitískur landbúnaður. Ég segi eins og konan: >.Þetta er ekki að tala illa um neinn, þetta er bara satt.“ Staðreyndir eru grund völlur allra framfara. Vandræðin í íslenzkum landbúnaði stafa að nokkru af stjórnmálaástæðum, órétt látum kosningalögum og mis rétti í gildi atkvæða í þing- kosningum. Róttækar fram farir í sveitum geta þvi fellt hvaða stjórn sem er. I öðru lagi eru forystu- uienn bænda værukærir og þröngsýnir, vegna skorts á samkeppni, sem stafar af ríkisvemd og ófrelsi í við- skiptum. Margir svífa í sælu vímu af að virða fyrir sér miðaldabúskap í rómönsku löndunum og í N-Evrópu. Þeir skipuleggja ódugnað og athafnalöngun bóndans, með því að einblína á verka- mannatekjur og 7-8 kúa með albú, með yfir 117. þús. kr. meðalstyrk úr ríkissjóði. Ef ísl. bændur vilja standa í persónulegum tengslum við nokkrar kýr, þá er það ekki vinna heldur sport sem þjóð in á ekki að styrkja fremur en gullfiskarækt i stofu eða þótt einhver eigi 3-4 sport- hesta. Þetta er hvorki út- gerð né landbúnaður: það er einkamál eigandans, sem á enga kröfu á ævilangri fjár kúgun á skattgreiðendur. Úreltir leiðtogar. Bóndinn á Miðhúsum skrif aði nýlega í blað, að afkoma bænda byggðist fyrst og fremst á „dugnaði, kaup- lausu skylduliði og að nokkru á fjármálaviti." Það bendir til þess að þessi stétt séu fávitar og steinaldar- menn með pólitísk gleraugu. Þeir hafa gleypt kenningu framsóknar-sérfræðings sem vill stækka meðalbú um hluta úr kú á ári. Ef bóndi í Rhodesíu vill hafa meiri tekjur, féflettir hann ekki þjóð sína, heldur fær sér stærra land eða bæt ir við sig þúsund kindum eða 100 kúm. Sá rómantíski hugsunarháttur, að smábýli skuli rekið eins og leigubíll, þar sem einn maður gerir allt, verður að vikja fyrir breyttum aðstæðum. Sérfræðingar á Islandi hugsa í metrum og hektur- um, þegar sérfræðingar í Rhodesíu (221 þús. hvítir íbúar) framkvæma ræktun á 3-400 ferkm. í einu. Afleiðing þessarar aftur- haldsstefnu er: að á íslandi verpir hæna eggi sem kostar 6 kr. í búð en 1-2 kr. í öðrum löndum, smjör er um 5 sinnum dýrara, svo dæmi sé nefnt. Hér verður skynsemi að ráða og flytja verður inn hluta af búvörum. Þá má spara vinnuafl í sveitum í þúsundatali, bændur geta þá stundað þjóðnýt störf í fiski og iðnaði, greitt skatta og tekið virkan þátt í uppbygg- ingu landsins eins og annað fólk. Dagar Haraldar hár- hárfagra. Þegar skattgreiðendur verða að þarflausu, vegna pólitískra afglapa í áratugi, að greiða um 50.000 kr. ár- lega fyrir ekkert, til að framfleyta 6000 gervibænd- um, sem skila 1% afköstum að staðaldri, þá er eitthvað að sem verður að laga. Þar sem ekki er hægt að koma lögum yfir þá menn, sem þannig hirða' um helm- ing af árstekjum launþega fyrir ekkert, þá finnst mér við vera komnir aftur á sama stig óréttar og á dög- um Noregskonunga, þegar landsmenn urðu að flytjast úr landi í stór-hópum. I Laxdælu segir, að „betra sé að fá skjóta sæmd en langa svívirðu," en hana virðast íslendingar vera farnir að þola furðu vel, eins og í ofangreindu tilviki. Svo mikið er víst, að ég hefi ekki geð í mér, fyrst um sinn, til að verðlauna vifLeysuna lengur með um 50.000 kr. á ári, jafnvel þótt ég hefði viðunandi vinnu- stað í mínu fagi, ásamt stað aruppbót eins og kennari á Vestfjörðum. Ég hefi talað við fólk, sem flutzt hefur úr landi m. a. af þessum ástæðum, og fleiri munu að sjálfsögðu fara á eftir, ef ekkert verður að gert. Ég enda svo þessi skrif með því að taka undir orð nokkurra landbúnaðarsér- fræðinga, sem samþykktu að „betri og ódýrari landbúnað- arvörur, það væri eitt helzta sjálfstæðismál þjóðarinnar". Kitað í janúar í Johann- esarborg, S-Afríku. Viggo Oddsson, mjmdmæl- ingamaður. KOMPAN Hálfónýtur útvarpssendir - Þverbrotin reglu- gerð - Köld kvikmyndahús - Otti við mótel- rekstur - Hundahald sé leyft. GUÐMUNDUR Amlaugsson, skýrði frá því í skákþætti sínum, eigi alls fyr- ir löngu, að svo kynlega hefði viljað til, að engar lausnir bárust frá Norður- og Austurlandi, þar sem þátttaka var þó vön að vera allmildl. Þótti hinum ágæta skákmanni þetta nokkurri furðu sæta og er það senni- íega vegna þess að hann veit ekki á- stæðuna. Sannleikurinn er víst sá, að Norðlend ingar, og þá síður Austfirðingar, heyra stundum vikum saman, sáralítið í Reykjavíkurút\rarpinu. Hefur oss verið tjáð, að sumsstaðar á Austfjörðum séu menn bókstaflega hættir að láta sér detta í hug að hlusta á Útvarp Reykjavík, en hlusti í þess stað á norskar stöðvar, eða jafnvel enskar. Austfirðingar eru að sögn æfir yfir þessu óréttlæti, því ekki mun standa á því að innheimta afnotagjöld þar frem ur en annars staðar, en þó er trúlegt að þeim gremjist enn meir, ef þeir komast að því, að nú um all langan tíma hefur verið útvarpað með sendi, sem hefur aðeins 20 kílóvatta styrk og er það að auki hálfónýtur (nýtist ekki nema um það bil að 35%). Til þess er ætlast, að Reykjavíkur- stöðin sendi með 100 kflóvatta styrk, og mundu þá flestir landsmenn heyra sæmilega í tækjum sínum. Að vísu geta Norðlendingar og Aust- firðingar huggað sig við það, að verið er að ganga frá nýjum sendi, sem heif- ur sæmilegan útsendingarstyrk og mun verða tekinn í gagnið í febrúar-marz, og er þá vonandi að mönnum renni reiðin í eitt skipti fyrir öll. * ÞAÐ er fróðlegt að glugga í reglu- gerð um gisti- og veitihgastaði. Það er bókstaflega óhætt að segja að varla er sú klásúla til í því ágæta plaggi, sem eklá er þverbrotin af flest um veitingahúsum borgarinnar. Það er ekki úr vegi að birta til dæm- is ein grein, tekna af handahófi úr plagginu, 26. gr.: Starfsfólk veitingastaða skal vera hreinlega og snyrtilega til fara. Það skal koma fram við gesti af fyllstu kurteisi og tillitssemi. Starfsfólki ber að inna öll störf af höndum svo hljóð- lega sem kostur er, og því ber að forð- ast allt það í orði og verki, sem gest- um má til ama verða. Ja, það er ekki að ástæðulausu, sem manni blöskrar þjónustan á sumum veitingastöðum höfuðstaðarins. * ______ EF forráðamenn kvikmyndahúsanna í bænum ætla ekki að drepa gestina úr lungnabólgu, ættu þeir að sjá sóma sinn í því að kynda almennilega í ltuldakastinu. Þetta á að sjálfsögðu við um Stjörn- bíó, ekki síður en hin húsin. * ______ MIKILL úlfaþytur er nú í Hvera- gerði austur út af væntanlegu „mót- eli“, sem þar er í ráði að reisa. Skutu Hvergerðingar á fundi eigi alls fyrir löngu og kom þar í ljós, að mikill ótti hafði gripið um sig í pláss- inu út af því að þama stæði til að hefja einhverja ósiðsamlega starfsemi, eða jafnvel pútnahús. Það er víst óhætt að róa Hvergerð- inga með því, að þarna stendur víst aðeins til að hafa hótelrekstur með amerísku sniði og að þeir, sem á annað borð hafa einhvem hug á að halda framhjá og gera hitt, gætu það sjálf- sagt þótt þessarar stofnunnar nyti ekki við. *_______ OG nú þarf að fara að banna borg- arstjóminni að banna hundahald í borg inni. Það em ekki nema sjálfsögð mann- réttindi að fólk fái að hafa hund ef það lystir, og eitt er víst, að skemmti- legur hvolpur eða kettlingur getur átt sinn stóra þátt í því að gera heimilis- líf skemmtilegt einkanlega fvrir böm- in. B ö R K U R

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.