Ný vikutíðindi - 22.01.1965, Síða 5

Ný vikutíðindi - 22.01.1965, Síða 5
Ní VIKtlÍÐINDI 5 Suðurleið... ÍFramh. af bls. 8) verkefni og er það unnið í ákvæðisvinnu. Ofan á venju legan taxta þarf þá að reikna ýmislegan kostnað, svo sem skatta, tryggingar, skrifstofuliald, forstjóra- laim og guð veit hvað, svo að eðlilegt má teljast að flutningatilboð Suðuríeiða fyrir vamarliðið séu nokk- uð há. Raunar er hæpið að aðrir aðilar geti keppt við Suðurleið um þessa flutn- úiga, því stundum þarf á annað hundrað bíla til þess að annast þá í senn. Þetta er hið sanna í mál- inu, eftir því sem við höfmn komizt næst. Hörmum við þann missldlning, sem fram kom í síðasta blaði varðandi það og biðjum alla aðila vel 'irðingar á því, sem þar var rangt ,frá skýrt. Stafa mis- þessi af upplýsingum trá manni, sem við töldum ástæðu til að ætla að væri olhun hnútum kunnugur, sem reyndist því miður óábyggilegar. Sjónvarpið... (Framhald af bls. 1) uiáli skiptir: Þessir þættir eru svona dýrir af því að okkert er til sparað að gera Þá sem bezt úr garði gerða, enda ótakmarkað fé fyrir hendi til að ausa í þá. ^ar sem augljóst er, að ís- lenzka sjónvarpið kemur til ^neð að hafa úr mjög tak- mörkuðu fé að spila, er aug- Ijóst, að dagskráin hlýtur að verða miklu fábreyttari og fátæklegri en sú, sem hér hefur verið sjónvarpað frá hernum að undanförnu. Það er víst vissara fyrir forráðamenn sjónvarpsins að búa sig undir alla þá ó- ánægju, sem á eftir að dynja á þeim vegna byrjunarerf- iðleika, peningaskorts og kunnáttuleysis. Það er víst vissara fyrir þá að gera sér slíka ljóst, að nú þegar eru a. m. k. 20.000 íslendingar, sem njóta sjónvarpsútsendinga frá ameríska sjónvarpinu, sem hefur úr að spila ótak- ’nörkuðu fé og á að skipa fevustu starfsmönnum í ver Öldinni. Og þá er ekki síður á- stæða til að íhuga þá stað- reynd, að allar þessar sjón- varpssendingar fást inn á ís lenzk heimili endurgjalds- laust og ekki annað sýnna, en að þessu efni sé bókstaf- iega stolið og að ríkisstjóm- in verði hugsanlega gerð á- byrg fyrir greiðslum á þvi sjónvarpsefni, sem hún hef- ur með samþykki sínu leitt yfir landsmenn. Þegar allar þessar stað- reyndir eru hafðar í huga getin- ekki hjá því farið að menn hugsi með sér: ,,Aum- ingja íslenzka sjónvarpið". Flökku- ur... (Framhald af bls. 1) bót á þessu ófremdarástandi og hafa karlar og konur sem þaðan hafa komið í atvinnu leit á vertíðinni, stundum skipt hundruðum (nú eru þegar komnir til Vestmanna eyja rúml. 200 Færeyingar). Við þvi er að sjálfsögðu ekkert nema gott eitt að segja, að nægt framboð sé af vinnuafli, þegar á þvi þarf að halda, en það er viss ara að fara að hafa gát á hlutunum, ef hingað byrjar að þyrpast alls kyns flökku- lýður og lánleysingjar ár- lega, fólk, sem ekkert kann til verks og veldur alls kyns vandræðum, hvar sem það kemur. Sú spurning hlýtur að vakna, hvort útlendingaeftir litið sé nógu strangt hér á Islandi, og hvort engar hömlur séu á veitingu um atvinnuleyfi til handa útlend ingum. I Framtíðinni verður að krefjast þess af þeim, sem hingað koma í atvinnuleit, að þeir hafi þegar ráðið sig í atvinnu og að við þurfum ekki í framtíðinni að sitja uppi með spænska, arabíska og hver veit hverra þjóða aumingja — fólk sem hvergi getur orðið að liði, en er vísast til þess að stofna til vandræða hvar sem það fer. Þetta á að sjálfsögðu ekki við um þá Færeyinga, sem hingað koma. Það er í flest- um tilfellum fólk, sem eitt- hvað kann til fiskvinnu, eða hefur að minnsta kosti ein- hverja hugmynd um það, hvernig þorskur lítur út. Á meðan framboð er ekki nóg af innlendu vinnuafli er ekkert við því að segja, þótt hér vinni erlent verkafólk. en þess verður að sjálfsögðu að gæta vandlega, að ekki sé tekin vinna frá íslenkn verkafólki — og umfram allt: Það er algerlega ástæðu laust að gleypa við tartara- lýð, sem enginn í veröldinni vill sjá né heyra. NORÐRI: eiðarlegir stjórnmálamenn - „Viðreisnar- stjórnina stefnir að allsherjarupplausn í skatta- og efnahagsmálum - Dýrar tilraunir Jónasar Haralz og Bjarna Ben. ÞEKKIN GARSKORTUR. Enginn skilur lengur hvernig í ósköp unum fullfrískir og menntaðir menn iáta leiðast út í slíkt ævintýri, sem „Viðreisnarstjórnin" er orðin og þó fyr irsjáanlegt strax í byrjun hvert hún stefndi. Hlutlausir bentu í upphafi á skekkjur þær, sem hún byggði, stefnu sína á, en allt kom fyrir ekki. Ráðherrar „viðreisnarinnar“ iögðu traust sitt á tvo unga hagfræðinga, sem hafa í engu sýnt hæfni né þekk- ingu á íslenzkum þjóðfélagshögum, og þess vegna er öngþveitið orðið svo al- varlegt. sem raun ber vitni um. Ofan í kaupið bætist svo þekkingarskortur sjálfra stjórnmálamannanna, er leggja ætíð mesta áherzlu á að vera í stjórn- araðstöðu sem lengzt. Ábyrgðarleysi þeirra er geigvænlegt og ekki er það minna hjá stjórnarandstöðunni, sem kemur aldrei fram með raunhæfar til- lögur til úrbóta, þrátt fyrir hin aug- ljósu mistök stjórnarinnar. Þessi framkoma íslenzkra stjórn- málamanna er í hæsta máta óheiðarleg og alvarlegt íhugunarefni samtíðar- mönnum þeirra. Skyldi virkilega enginn íslenzkur alþingismaður þora að standa upp í dag og segja fiokki sínum til syndanna og þjóðinni sannleikann eða er það staðreynd að þingmennina alla skorti ekki aðeins heiðarleikann heldur og þekkinguna til þess að hafa sjálf- stæða skoðun? SULLUKOLLAR. Það er lífsins ómögulegt að þing- mennirnir sjái ekki hvar vitleysan i þjóðfélaginu byrjar; hvar meinið er og hvernig hægt er að lagfæra ástandið til muna með einu pennastriki. Þeir hljóta þó að sjá, að með sama áframhaldi hlýtur allt að enda í hreinni upplausn. Fjárlögin hækka um 700 milljónir króna árlega, sem stafar mest megnis af niðurgreiðslu á helztu fram- leiðsluvörum okkar, útþennslu byggð- arinnar og aðhaldsleysi í eyðslu ríkis- ins. Fjárfesting hms opinbera og bæjar- félaga er spönnuð yfir of stuttan tíma og skipulagsleysi í rekstri og framkvæmdum hlægilegt. Skattalöggjöfin er ein's og hjá hálf- vitum og allir svíkja undan skatti. Fyr- ir bragðið er ekki hægt að stjórna land inu vegna þess, að ekki er hægt að byggja á neintun tölum sem eru réttar. Skattaáþjanin er að sliga almennig, en burgeisamir bera vinnukonuútsvar og þeysast um á Mercedes Benz. Þeir þurfa því ekki að vera hissa,' stjórnmálaspekingarnir, þótt verkalýð- urinn geri kaupkröfur til þess að geta mætt vitleysunni, en þó aðallega Gjald- heimtunni. ÁFRAM SKAL SETIÐ. Þessi undarlega tilraunastarfsemi þeirra Jónasar Haralz og Bjama Ben. fer að verða rannsóknarefni fyrir vel menntaða sálfræðinga. Handhófslegar aðgerðir meirihlutans á Alþingi og rík- isstjórnarinnar eru runnar undan rót- um þekkingarskorts og tilrauna þess- ara tveggja stóru nafna og fara að verða þjóðinni nokkuð dýrar. En að þeir viðurkenni vanmátt sinn og ráðleysi er af og frá. Áfram skal sitja hvað sem það kostar, en í allri vitleysimni siga þeir svo skattalög- reglunni á svikarana, kjósendur sína og velgjörðaimenn. Þetta er eins og að rétta rakka syk- urmola, en slá á trýnið á honum þegar hann ætlar að gæða sér á molanum. En rakkinn á til að bíta, sé honum mis boð'ð, og ha:tt er við að tannagnístur sé nú orðið algengt. Þeim herrum, sem þykjast vera að stjórna landinu, hætt- ir til að líta á almenning eins og stór- an hóp skynlausra skepna, en vara sig ekki á, að hann getur bitið frá sér, þótt ekki geri hann það með tönnun- um. Samúðarkveðjur fylgja þessrnn lin- um til ríkisstjórnarinnar og aðstand- enda hennar. Þeir hljóta að hafa hixta, því aldrei hafa heyrzt h værari bölbænir nokkurri ríkisstjórn. N o r ð r i.

x

Ný vikutíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.