Ný vikutíðindi - 22.01.1965, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 22.01.1965, Blaðsíða 4
4 NÝ VIKUTÍÐINDI Benedikts- synir.... (Framh. af bls. 1) Thors á Reykjanesskagamim mun nú von bráðar fá setu á alþingi, og kann vel svo að fara að hann vilji njóta þeirra valda, sem hann telur sig réttborinn til. Árni heitinn Pálsson sagði fyrir þrjátíu árum, að eftir 30 ár yrðu þrjár ættir alls- ráðandi á íslandi: Thorsara- ættin frá Húsavík og vitr- arættin frá Húsavík og vitr- ingar frá Veðramóti. Thorsaraættin, eða Kveld- úlfarnir eins og þeir hafa oft verið kallaðir í daglegu tali, er ein valdamesta ætt lands ins, og eru völd Hafstein- anna í skjóli þeirra og tengd um. En svo eru það synir Benedikts Sveinssonar, fyrr- verandi alþingisforseta, og frú Guðrúnar Pétursdóttir frá Engey, sem að vísu með sama skjóli og tengdum hafa komizt til valda og met orða. Jón Pálmason frá Akri j hafði það eftir frú Guðrúnu Pétursdóttir, móður þeirra Benediktssona, að Bjarni! sinn væri gáfaðustur, Pétur sinn væri skemmtilegastur i en Sveinn væri stærstur. Benediktssynir. Að óbreyttum, eða lítt breyttum, valdahlutföllum i landinu, bendir margt til þess, að þeir Benediktssynir haldi áfram að verða oddvit ! ar í valdaaðstöðinni í land- inu á næstu árum. Dr. Bjami er nú þegar forsætis- ráð'herra og formaður Sjálf- stæðisflokksins, Pétur, bróð- ir Bjama, er allsráðandi i Landsbankanum og bíður að eins nýrra alþingiskosninga, til þess að taka sæti á Al- þingi og þá kann að verða ; stutt í setu á ráðherrastóli. Bróðir þeirra Bjarna og Péturs, Sveinn, er einn auð- ugasti maður landsins, sem i heldur mörgum þýðingar- mestu þáttum atvinnu- og fjármálavaldsins í höndum sér og má kallast einráður um síldariðnaðinn og síldar- verzlunina í landinu. Væri hann ekki ólíklegur til þess að taka sæti Péturs bróðurs síns í Landsbankanum. Fer þá valdaaðstaða um margt að minna á þau valdahlut- föll, sem í landinu ríktu á Sturlungaöld. Fylkisstjórar ríkisvaldsins. I næsta valdaþrepinu standa svo skuldakóngarnir, j sem eiga að vera nokkurs- konar atvinnulegir fylkis- stjórar ríkisvaldsins til þess að stýra atvinnurekstrinum, bæði í Reykjavík og út um hinar dreifðu sjávarbyggðir landsins. Skuldakóngarnir hafa fasta búsetu í Reykja- vík og stýra þaðan ríkjum sínum, einkum og sér í lagi með hinum algem umráðum sínum yfir bönkunum. Skuldakóngar ríkisstjórn- arinnar eru fyrst og fremst menn, sem hafa hreiðrað um sig í fiskiðnaðinum og notað ríkisvaldið til þess að mata sig á ríkisstyrkjum og alls konar fríðindum á kostnað þjóðarheildarinnar, og miða atvinnurekstur sinn ekld sízt við það, að vega aftan að gengi íslenzkrar krónu með óábyrgri spákaup- mennsku ásamt ráðum sín- um yfir útflutningi sjávaraf- urða. Fiskiðnaðurinn. Það kemur mjög til álita, þótt vansi sé að því að skýra frá því opinberlega, að mikill vafi leikur á því, hvort íslenzkur frystiiðnað- ur í núverandi mynd eigi rétt á sér, þegar útkoman er sú, að langtum meira fæst fyrir fiskinn fluttan ísvarinn á erlendan markað. Þá er það þjóðin, sem verður að gefa með fiskinum allan vinnslukostnaðinn af hinum dýru fiskvinnslustöðvum og öllu því sem þessu fylgir, því á meðan að fólk skortir i landinu til allra starfa sýn- ist óþarft að halda uppi at- vinnubótavinnu. En svo er þetta skrítna, sem aldrei fæst skýrt, að þjóðirnar, sem kaupa ísfisk- inn íslenzka, þær sömu þjóð- I ir vinna þennan fisk og selja hann á sömu markaði sem íslenski freðfiskurinn er seldur á og það með góðum árangri. Er það ekki sitt af hverju, sem þarf endurskoðimar við í fiskiðnaðinum íslenzka? Siðgæðið. Svo að baki þessu öllu kemur svo viðskipta- og f jár málasiðgæðið. Skuldakóngar halda opinberlega banka- stjórn og starfsliði bankanna dýrar drykkjuveizlur og greiða veizluföngin með láns fé frá bönkunum. Veðsvik skuldakónga og veðsetningar undir röngum og villandi nöfnum eru látn- ar eins og vind um eyru þjóta, á sama táma og verið er að eltast við unglinga, sem hafa gerzt fingralangir í sambandi við sælgæti og . nokkra sígarettupakka. Konungur jazzins Louis * v Armstrong og „ALL STAR“ hljómsveit hans heldur hljómleika í Háskólabíó, 7. og 8. febrúar n. k. kl. 7.15 og 11.15 báða dagana. Aðgöngumiðar hiá Lárusi Blöndal, Vesturveri og Skólavörðustíg. — Sala hefst fimmtudaginn 21. janúar. Tryggið yður miða strax. KNATTSPYRNUDEILD VIKINGS Einn af stórbankastjórum landsins er talinn stærsti veiðarfærasalinn í landinu. Einar ríki. Svo kemur Einar ríki í flokki, stórbrotinn um margt og ókvalráður um að gera kröfur á ríkisheildina'og hef ir þar náð mestum árangri, sem þekktur er. Síðasta herbragðt Einars, eftir að vera búinn á árinu sem leið að ná undir sig 100 milljónum til nýrrar fjárfest ingar, er að vega aftan af þeim útflutningssamtökum, sem hann hefir tekið þátt í að byggja upp, með því að segja sig úr samtökunum og kljúfa sig út úr útflutnings- samtökunum. Mönnum ber allskostar saman um það, hvað standi að baki þessu síðasta brölti Einars ríka. Þótt Einar sé stjórnarsinni af atvinnu- og hagsmunaástæðum, þá ger- ist hann nú all-nærgöngull við ríkisvaldið. Hann sækir svo fast að óskabarninu, Eimskipafélagi íslands, að við fjárhagsafhroði liggur, segir einn af ríkustu og bezt uppbyggðu fyrirtækjum landsins, Kassagerðinni, stríð á hendur, heldur tug- um milljóna af ríkisfénu bundnu í vanskilaskuldum sínum, þureys banka og lána stofnanir og sækir fastast að þeim fyrirtækjum, sem stjóminni eru kærust og annast um. Herbragð? En Einar er nú samt stadd ur á nokkuð vandasömum vegamótum. Á vori komanda á Einar völ á milli þess að taka úrsögn sína úr Sölu- miðstöðinni aftur, til að halda þar áhrifavaldi sínu, eða að verða með öUu út- undan þar. Þó er það ef til vill veik asti punkturinn hjá Einari, að valdamenn innan Sölumið stöðvarinnar kjósa ekkert frekar en að losna við hann. Ein tilgátan er aftur á móti sú, að Einar hyggist ætla að láta neita sér um útflutningsleyfi fyrir einka- rekstur og krefjast þá aftur á móti, að aðrir nýliðar í útflutningi verði líka út- flutningsleyfuum sviptir. Mim hann meðal annars treysta á það, að Jörgensen, sem mest hefir slegið um sig á undanförnum tveimur árum, haldi áfram að vera á rauðu ljósi hjá viðskipta- og gjaldeyrisbönkunum, og kratastuðningurinn hætti þá að duga Jörgensen. En þróun þessara mála hlýtur að skýrast nokkuð nú á næstu mánuðum. (x + g) petra — ýzka kvennablaðið óviðjafnanlega. ) ☆ Janúarblaðið er nú komið í allar bókabúðir. j ☆ í þessu hefti eru meðal annars snið- og sauma- ) , leiðbeiningar á dönsku um 30 glæsilega grímu- ) , búninga. ) GLAUMBÆR Hljómsveit FINNS EYDALS ásamt HELENU. Borðpantanir í síma 11777. Kvöldverður framreiddur frá kl. 19,00. GLAUMBÆR SlMI 11777 og 19330 é>-----------------------------<s>

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.