Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 12.05.1967, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 12.05.1967, Blaðsíða 3
NT VIKUTlÐINDI a að ræða þessi mál á opinber- um vettvangi, „að svo vöxnu máli“, og óskar eftir því, að forsvarsmenn Grænmetis- verzlunarinnar gefi umbeðn- ar skýringar á sama vett- vangi. Sveinn kynnti sér máil þessi í Kaupmannahöfn frá sjónarmiði neýtenda og ræddi einnig við samtök danskra kartöfluútflytjenda. Danir flytja út kartöflur viða um heim, en hafa ekki orðið varir við einokun nema á Islandi. Greinilegt er, að einokunarkerfið gerir gæfu- rruninn, og hann eigi svo lít- inn, eins og glöggt kemur fram við samanburð. F.o.b.-verð hinna dönsku kartaflna meira en fjórfald- ast á leið sinni til íslenzkra neytenda. Menn skyldu ætla að flutningskostnaður og toll ar væru helzta skýringin. En því fer fjarri. Flutnings- og uppskipunarkostnaður er um kr. 1,15 á kílóið. Þegar því hefur verið bætt við innkaups verð kartaflanna, þrefaldast verðið á leiðinni frá bryggju til neytenda. Tollur er 20 aur ar á kíló, svo að ekki verður honum um kennt í þetta sinn. Söluskattur er 7.5%, en smásöluálagning 20,16% á fyrsta flokk, en 22,14% á 2. flokk. Samkvæmt þeim upplýsing hm, sem Sveinn fékk frá á- reiðanlegum heimildum í Dan mörku, var talið sennilegast, að innkaupsverð kartaflanna hefði verið sem svarar 2,62 lsh kr. eða mjög nálægt því. Enn vantar því veigamiklar skýringar á hinu háa verði. Geta má eins kostnaðarlið ar> sem kunnugt er um. Græn metisverzlunin tekur 1 kr. fyrir pökkun og pappírspoka á hvert Mló. Fróðlegt væri að fá upplýsingar um það, hve margar milljónir kílóa Grænmetisverzlunm hefur Pakkað þannig inn t.d. á s.l. ari- En upphæðin er nærri J^fn há þeirri, sem kostar að f!ytja kartöflurnar frá Dan- ^nörku og skipa þeim upp. Verð á 1. fl. kartöflum hér er kr. 11.30 kg., en á 2. fl. hr. 9.80. Hér hefur verið reiknað með 1. fl. verði, enda ekki vitað, hve mikill hluti fl. pokrnn, né heldur hvers Vegna. I Kaupmannahöfn kostar hilóið af kartöflum í plastpok ^ni af ýmsum stærðum 65 anra danska, eða 4.04 kr. ísl. ®n þá ber að gæta þess, að þær eru hreinsaðar, burst- aðar og þvegnar og sem jafn astar að stærð. En hér er að- eins um eina gerð af pokum að ræða, og verður innihald- ið ekki skoðað í gegnum þá fyrir kaupin. Stærðarflokkun er engin. Erlendis er lögð áherzla á að flokka kartöflur eftir sem jafnastri stærð, enda þurfa mismunandi stærðir mislanga suðu. I Kaupmannahöfn er vissu- lega hægt að fá ópakkaðar kartöflur af mismunandi etærð, eins og Iþær eru í pok- unum hér, og eru þá að sjálf sögðu ódýrari en hinar pökk uðu og flokkuðu. En þá eru þær flysjaðar, áður en þær eru soðnar. Islenzkum neyt- endum er aðeins gefinn kost- ur á misstórum kartöflum, rétt eins og hér þekktist ekki annað en að flysja þær hráar. En staðreyndin er hið gagnstæða. Neytendasamtökin fólu Rannsóknarstofnun Iðnaðar- ins að kaupa 3 poka af kart- öflum og vigta 3 stærstu og 3 smæstu kartöflurnar í hverjum poka. Var frétta- mönnum afhent ljósrit af vottorði stofnunarinnar. Þess má geta, að fyrir 2 mánuðum var hægt að fá í Kaupmanna höfn burstaðar og hreinsaðar kartöflur, en jafnframt jafn- ar að stærð, í 5 kg. pokum sem svarar 15,45 ísl. kr., en voru liér á sama tíma seldar hér misstórar á kr. 56,50. — Þá er hægt að velja ákveðn- ar stærðir og jafnvel lögun í Kaupmannahöfn, allt eftir því, hvemig eigi að notaþær. Útkoman er því sú, að kartöflumar, sem hér em á markaði em a.m.k. þrisvar sinnum dýrari neytendum en í Danmörku, en bæði verð- lagning og þjónusta ber vott um .furðulegt . virðingarleysi forsvarsmanna Grænmetis- verzlunarinnar fyrir viðskipta vinum sínrnn. Stjóm Neytendasamtak- annna samþykkti fyrir all- löngu að krefjast þess, að innflutningur og sala á kart- öflum og öðrum garðávöxt- um yrði gefin frjáls, og er sú krafa opinberlega sett fram nú, um leið og ofangreindar upplýsingar em birtar. Einokun þessi á sér engan tilverurétt í nútíma þjóðfé- lagi. Hér er ekki aðeins um daglega neyzluvöm lands- manna að ræða, heldur og helzta C-vítamingjafa Islend- inga. Kaupsýslutíðindi Sími 81833. K0MPAN Ekki ■' skóla - Skollaleikur - Naust - Ferða- menn - Baltika Ekki er talið, að alþingismenn séu allir alltof vel upplýstir, enda ekki gerðar telj- andi Krófur inn menntun þeirra, sem sitja löggjafarsamkunduna. Einhvem veginn hefur lítill strákur vest ur á Seltjamamesi. fengið hugmynd um þetta, en hann heyrðist um daginn orga hatt: . . . „Mamma, mamma, ég vil ekld fara í skóla. Eg ætla að verðia þingmaður!“ — ☆ — Það er nú komið á daginn,. að mikill hluti kryddsfldarinnar ,sem héðan var flutt út á síðastliðnu hausti, er óþverri, sem ekki er mönnum bjóðandi. Sfldarútvegsnefnd hefur gert sitt bezta til að breiða yfir þetta hneyksli og reynt að halda því fram, að ekki sé um að ræða nema lítinn hluta sfldarútflutnings lands- manna. Svona skollaleikuir er ekld til neins. Sannleikurinn er sá, að sú sfld, sem göll- uð var, er kryddsfld, og það, sem alvar- legra er: stór hluti þeirrar kryddsfldar, sem við fluttum út á fyrra ári. Landsmenn eiga kröfu á því að fá að vita, frá .hvaða söltunarstöðvum þessi skemmda vara kemur og ber að setja þá, sem ábyrgir eru, undir lás og slá, eins og hverja aðra afbrotamenn. — ☆ — Fyrir rúmum áratug var billjardstof- unni á Vesturgötu breytt í veitingahús, og hlaut greiðasalan nafnið Naust. Ekkert var til sparað að gera þennan stað hinn vistlegasta, og varð þetta brátt hinn vinsælasti greiðasölustaður. Staðinn sótti ágætt fólk, enda var þar harla nota- legt. Nú er svo komið, að þar veður uppi alls konar lýður og verður að segja, að þessi ágæti staður hefur sett ótrúlega mikið of- an á síðustu fimm árum. Eklri vitum vér gerla, hvort um er að kenna, að gestgjafaskipti hafa orðið á þessu tímabili, en hitt er víst, að dyra- verðir staðarins eiga drjúgan þátt í því að gera staðinn að því, sem hann er orð- inn. Það er undarlegt, að gestgjafi staðar eins og Naustsins skuli ekki gera sér ljóst að það þarf menn, sem kimna mannasiði1 til að vera við dymar á staðnum. Kvartanir út af dyravörðum þessa stað- ar eru orðnar svo almennar, að tími er kominn til að forráðamenn hússins athugi sinn gang. Nú er svo komið, að beztu við- skiptavinir staðarins eru steinhættir að koma þar. — ☆ — Nú er ferðamannastraumurinn að byrja og er í því tilefni ekld úr vegi að hnippa í Ferðaskrifstofu rfldsins, en sú stofnun mun öðrum fremur hafa með útlendinga, sem hingað koma, að gera. Ekki er að leyna því, að Ferðaskrifsof- an hefur verið fremur flla rekin undanfar- in ár og hefur hún valdið mörgum ferða- manninum sárum vonbrigðum vegna sldpu lagsleysis og annarra vankanta. Vonandi er, að forráðamenn Ferðaskrif stofu ríldsins hafi nú loks lært af reynsl- unni, og að betra lag verði á skipan ferðo- mála hérlendis í sumar en áður liefur verið. — ☆ — Því virðast engin takmörk sett, hvað sjónvarpið íslenzka tekur til flutnings. Kvikmyndin um för Baltiku til suður- landa er eitthvert ömurlegasta dæmið um það, hverjar kröfur eru gerðar, þegar efni er valið til flutnings í sjónvarpinu. Óhætt er að segja, að þessi stutta ferða- kvikmynd hafi haft alla þá galla, sem hægt er að upphugsa. Hún var frámuna- lega illa tekin, þvogluleg og óinteressant í alla staði. Jafnvel Þrándur Thoroddsen gat litlu bjargað með kippingum sínum; en sá ,sem tónlistina setti í myndina, ætti að taka sér frí frá störfum. Til þess svo að kóróna þetta snilldar- verk var það allt teldð á vitlausum hraða og kom því myndin út eins og fréttamynd- ir frá frumbemsku kvikmyndagerðar. Nei, kæru sjónvarpsmenn, þetta er ekld hægt. BÖBKUR.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.