Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 12.05.1967, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 12.05.1967, Blaðsíða 4
* NY VIKUTlÐINDI Sjálfsmorð - Frarahald af bls. 1 enda hefur hann verið allra inanna galvaskastur að verja þá. Hér í Reykjavík er talið, að Áki fái sárafá atkvæði, enda er þessi hverflyndi stjórnmála- og málafærslu- maður — ef satt skal segja — ekki lengur á vinsælda- lista hjá alþýðu manna. Sem sagt: eins og sakir standa, eru líkur á því, að Hannibal fremji pólitískt sjálfsmorð, til að bjarga rík- isstjórninni, en framboðslisti Áka Jakobssonar er ekki til annars en hlæja að honum. Stórsvikamál - FramhaM af bls. 1 sé hreinir smámunir í sam- bandi við þau. afbrotavið- skipti, sem hafi verið rekin í sambandi við vöruflutning til Islands frá þýzkum höfn- um, og að þar komi við sögu nöfn manna, sem státa af kynniiim og vináttu við valda menn á Islandi. Líka er um það talað, að þilfarsfarmi á skipum í flutn ingum á milli landa liafi verið lirundið í hafið og vátrygg- ingabætur krafðar fyrir tjón- ið. I sambandi við í. ál Frið- rilis Jörgensen er r.:a það rætt, að allt að 30 ít ienzkir lögfræðingar séu starfanól að riftingarmálum • í sam- bandi við ýmiskonar eigna- ráðstafanir Friðriks fyrir gjaldþrotið, og erlendir lög- fræðingiar séu all-tíðir gestir til Islands vegna viðskipta Friðriks Jörgensen. I>á er líka um það rætt, að Friðrik Jörgensen geti ekki hafa verið einn um him stór- felldu fjárhvörf og að hluti af hinum vantandi ,f jármun- um sé geymdur í erlendum nöfnum — að hluta til á nöfnum félaga Friðriks, — og að Friðrik hafi í hótummi um að gefa upp nöfn og þátt töku félaga sinna. Elmómálið og mál Friðriks Jörgensen eru þannig vaxin, að það er óeðlilegt, að af hálfu dóms- og bankavalda skuli ekki vera gefin nein skýrsla um málin, og t.d. birtur listi yfir viðskipta- menn Elmó á Islandi. Saklausir menn, sem kunna að ósekju að vera bendlaðir við mál þessi, eiga kröfu á því, að dómsvöld hreinsi þá af rönguum grun og ósönnum sökum. Ekki í brúnni - Framhald af bls. L í brúnni, fengu borgað fyrir að standa þar vakt ög bar að gera það svikalaust. Það er þeirra skylda. Það verður fróðlegt að fylgj ast með því, hvort lögreglu þjónarnir tveir verða sæmdir sérstakri orðu fyrir að vera um borð í togaranum Brandi þegar honum var laumað út úr höfninni á dögunum, eða hvort litið verður á þetta sem hrein vinnusvik og trúnaðar- brot. Það er kominn tími til, að lögreglan hætti að vera að- hlátursefni almennings vegna síendurtekinna glappaskota. LeyniviSræður Framhald af bls. 1 báðum, nái óþægilega sterkri aðstöðu og verði að lokum ó- þolandi í sambúð. Þess vegna segja þessir sömu menn, skul um við láta kratana lönd og leið, ef við þurfum ekki á þeim að halda. Það mega flestir Framsókn armenn eiga, að þá fýsir innst í hjarta sínu lítt til sambúðar við kommúnista. En hvað á að gera? Ihaldið virðist fastákveðið í því að taka þá ekki í stjórn. á hverju sem dynur, (sumir segja, að Sjálfstæðismenn al- mennt geti jafnvel frekar hugsað sér hluta Alþýðu- bandalagsmanna undir sæng- ina með sér) og SlS er löngu orðið mikið mál að komast í stjórnaraðstöðu. Allir vita, hvernig f jármál- um SlS er varið um þessar mundir, og margir staðhæfa að SlS lifi ekki af næstu f jög ur árin, nema Framsókn kom ist að ketkötlunum og geti farið að skammta súpuna á diskana eftir gömlum og góð um hafta- og skömmtunar- reglum, sem SlS hefur lifað á. Aðild að ríkisstjórn verður að fást, jafnvel þótt það $ i ! i ! ! f í t ! V V F ALLEGUR | TALSKUR A— IL t Látið eiginkonuna velja bílinn. : : % DavíS Sigurðsson | Laugaveg 178 £ Símar 38888 — 38845 * ,j * I >!»*« **• •?*♦****♦!* *♦* *l* •!* ♦I**t**I**t**t* ♦% kosti stjórnarmyndun með kommúnistum einum. Fram- sókn hefur lifað annað eins af, og helzti ásteytingar- steinninn, utanríkisstefnan, er háll og sleipur. Þar má birta yfirlýsingar endalaust, en gæta þess vel að standa ekki við nema hluta þeirra. Opinberlega verða kommúnistar f jögur ár — þ.e. eitt kjörtímabil — að „fatta svikin“. Þá mega þeir gjarnan rjúfa stjórnarsam- vinnuna á þeim grundvelli, að Framsókn sé of „NATO- sinnuð“. Báðir aðilar myndu þá ganga „sterkir" til kosn- ingaglímunnar. Kommúnistar segjast hafa slitið stjórnarsamstarfinu vegna „svika“ Framsóknar um að reka varnarhðið í burt og segja okkur úr Atlants- hafsbandalaginu, en Fram- sóknarmenn segjast vera hinn ábyrgi aðili, sem hafi neitað að gera meira en „raunhæft getur talizt í heimi nútímans“ og þar fram eftir götunum. Þar með frið ar Framsókn sitt hægra fylgi en hefur vinstra fylgið eftir sem áður nokkurn veginn á- nægt með nýjum og nýjum stefnuyfirlýsingum. Sjálfstæðismenn eru mjög uggandi um sinn hag eftir að sannspurðist um viðræður Kristjáns Thorlaciusar og Inga R. Helgasonar. Þótt þeim finnist sjálfum, að land inu hafi verið vel og skyn- samlega stjórnað undanfarið vita þeir vel, að margra ára samfleytt landsstjórn hlýtur óhjákvæmilega að hlaða ut- an á sig alls konar óánægju- efnum hjá hinum og þessum aðilum í þjóðfélaginu. Þó að heildin geti unað á- nægð við sinn hag, hljóta allt af ýmsar grúppur að fara í fýlu, — og einmitt þeir hóp- ar, sem máli skipta í kosn- ingabaráttu og samvizku- uppgjörinu í kjörklefanum. Þeir vita sem er, að krötum má seint oftreysta. Þeir geta hlaupið útundan sér, jafnvel þótt núverandi stjómarflokk ar fái áfram sama tæpa meiri hlutann eða auki meira að segja við hann. Þeim finnst blóðugt, ef þvi, sem nú þeg- ar hefur náðst, verði spillt með fjögurra ára gjörðum nýrrar vinstri stjórnar. Þeir reyna að hugga sig við það, að tveggja eða þriggia flokka vinstri stjórn yrði fljótlega svo óvinsælí landinu að ráðherrastólamir myndu bresta eftir svo sem eitt og hálft ár. En þá kemur vandinn. Eiga þeir að biðla til krata aftuL- eða Hannibalistann ? Frmsókn yrði óðfús í stjórn arsamvinnu með Sjálfstæðis- flokknum eftir ný mistök nýrrar hörmungar-vinstri stjórnar. Hún ætti ekki um annan kost að velja, ef hún vill ekiki tapa andlitinu um aldur og ævi úti um sveitirn- ar. En Sjálfstæðið verður þá í mjög sterkri áðstöðu til að setja ýmis skilyrði, sem erf- itt yrði fyrir Framsókn að samþykkja. Um annað yrði samt varla að ræða fyrir hana. Meira verður ekki sagt að sinni, en þeir hinir sömu heimildarmenr, Nýrra viku- tíðinda ,sem vitnað var til í upphafi, hafa góð orð um að fóðra blaðið jafnharðan á nýjustu upplýsingum úr hinni kaldrifjuðu stjórnmála baráttu, sem nú er háð um land allt, svo að þeir, sem vilja fylgjast með í orðsins fyllstu merkingu, ættu að1 verða sér úti urn Ný vikutíð- indi á næstunni. - Mafíubæ ’an Framhald af bls. 8 menn aftur að lofa. Þá rak allt í strand. Eftir að allt var strandað eigendur grútarbræðslanna flúnir af hólmi og unglingar einir til forstðu heima fyrir þá var komið óbyrlega fyrir þessum fyrirtækjum, og sjálf um eigendunum mun hafa dottið í hug að láta fyrirtæk in sigla sinn sjó, í skjóli á fyrirtækjunum. En þá skarst póstmanns- sonurinn í leikinn og skar fé- laga sína og fyrri samstarfs- menn niður úr snörunum. Ma fíubankinn lagði fram nokkr ar milljónir til þess að koma öllu gumsinu aftur í gang og hnýta upp því, sem mest tor- veldaði framhaldsrekstur fyr irtækjana. Hresstust þá hinir burt- flúnu og komu aftur hehn til stöðva sinna og hugðu sig nú á ný vera komna á bak gæðingi sínum, Mafíubankan um. Gekk svo fram einhvern tíma, en þá hófst sama þóf- ið aftur, en póstmannssonur- inn gerðist nú hausstyggur, eins og það er orðað með hesta, sem streitast á móti því, að á þá sé lagt beizli og mélum stungið upp í þá. Meðan þessum þæfingmn fór fram á vegum Mafíufor- ingjanna og leynifálagsins, þá færðist sveitarstjórinn all ur í aukana, jók atvinnurekst ur sinn til samkeppni við bar þeim miður góða sögu. grútarbræðslueigendurna og Neytti hann stjórnmálalegr- ar aðstöðu sinnar til þess að smala að sér fé úr opinberum sjóðum og lánastofnunum-

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.