Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 12.05.1967, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 12.05.1967, Blaðsíða 7
NY VIKUTl ÐINDI 7 hafi náð í eitthvað, sem kannski er hægt að hanka hann á?“ ........ó. . »0g hvað viltu svo, að ég geri?“ ,,Ef þér tekst að ná tali af Frank, reyndu þá að hafa eitthvað upp úr honum“. „Eg skal sjá, hvað ég get gert“, sagði ég. Eg hef ósjaldan látið hann fá frétt. Það hefur sýnt sig, að það hefur borgað sig að vera 1 vinfengi við blaða- naennina. Þeir vita fleiri leyndarmál heldur en gömul kjöftug jómfrú í smábæ. ,,En að skilnaði skal ég gefa þér heilræði sem vinur, er veit hvað hann syngur“, sagði Horner. „Láttu Mari Marlin lönd og leiið“. „Hefurðu nokkuð á móti því að segja mér, hvers vegna þú ráðleggur mér það ?“ „Já, það hef ég sannarlega“, svaraði hann rólega. „Allt í lagi. Segðu mér þá ekkert. Hins vegar væri hugsandi, að ég gæti gert þér greiða seinna meir“. „Það geturðu gert mér nú strax,“ sagði hann fljót- mæltur. „Ef þú ert ákveðinn í að fara að eltast við Mari, og það gerist eitthvað, ef þú verður ekki alveg dauður, þá ættirðu að skreiðast að símanum og segja nier söguna, áður en þú geispar golunni. Og nú má ég ©kki vera að þessu lengur, þvi ég þarf að koma dálk- unum mínum í blaðið, áður en það fer 1 pressuna.“ Eg varð hugsi, þegar við höfðum kvaðzt. Upphring- mg þessarar hræddu stúlku hafði skyndilega vaxið og °rðið að einhverju, sem gerði mig hræddan. Mari Marlin var örugglega viðriðin eitthvert stórmál, ef marka mátti orð Homers. Það var ekki til neins að reyna að fá hann til að segja meira. Blaðamenn sjá og keyra margt og mikið, sem þeir þegja yfir af ýmsum astæðum. Það er þess vegna, sem ég dýrka þá. En að fá þá til að segja allt, sem þeir vita, er annar hand- leggur. Slúðurfréttaritari blaðanna lifir svo að segja á smá- bendingum, sem honum eru gefnar. Ef það vitnaðist, ap hann þegir ekki eins og steinninn um heimildamienn sma, myndu fáir verða til að trúa honum fyrir nokkr- am npplýsingum. Ummæli hans um Carver þingmann vöktu hjá mér 8'etgátur um, hvort Mari þessi myndi eiga að vitna í ölæpamálarannsóknum hans 1 Los Angelos. Mér datt 1 hug, að Rainier væri ef til vill „svartskeggur" sá, er lagði hana í einelti vegna fyrri kunningsskapar þeirra. En hugboð mín og getgátur voru sjaldan upp á marga Uska. Grunur minn um, að Rainier væri hefndarnorn Maris, var rangur, en hugboð mitt tun, að réttast væri mér að fara beint í háttinn — aleinn til tilbreyt- mgar —og gleyma Mari Marhn, það var sko rétt. Svo að auðvitað fór ég ekki eftir þvi. Mari Marlin var skjólstæðingur minn, og ég hafði 1 símanum lofað því að taka að mér mál hennar og Það ætlaði ég að gera. Og ef hún var sjálf að sama skapi hlý og rödd ihennar, þá ætlaði ég að taka hana mér líka. Eg veit vel, að sagt er, að maður eigi ekki að blanda saman viðskiptum og skemmtunum, en það er gaman að reyna. Eg gekk gegnum dyrasalinn á leið minni þangað, sem e§' kafði lagt bílnum mínum. Salurinn með marmara- golfi og gúlum var ekki mannlaus, eins og ég hafði fyrst haldið, því þegar ég var á leiðinni þvert yfir hann tók ég eftir manni, sem stóð grafkyrr í einu hominu. Hann var grannur, og mér fannst ég kannast við hann. Eg kom honum bara ekki fyrir mig. Eg gat ekki varizt að hugleiða, hvort hann væri að njósna um mig. Þessa stundina hafði ég einungis mikilvæg mál að hugsa um. Einstrengingslegur heili minn tók aftur til ^ið vandamálið með stúlkuna. Þegar ég var kominn hálfa leið til næturklúbbs Frank Rainiers, hafði ég sannfært sjálfan mig um, að Mari Marlin væri saklaus kóngsdóttir í nauðum stödd, og að ég væri hetja, sem orlaganornimar hefðu valið til að bjarga henni frá drekum veraldarinnar. Ein hálfflaska af viskíi getur komið hinu ótrúleg- asta róti á hugsanir manns. Saklaus prinsessa! Mari? Það var næstum of hlægilegt. Viskíið kom til sögunnar, þegar ég fór upp í íbúð- lna uiína til þess að skipta um föt áður en ég æki til LÁRÉTT: 1. merki 5. boða 10. glaðar 11. illt 13. verlcfæri 14. upp- hæðar 16. tæplega 17. vafi 19. stúlkunafn 21. andartak 22. tóra 23. kosin 26. unda 27. orka 28. duglaus 30. stefna 31. silakepp 32. flaustr ið 33. fótarhluti 34. dýra- hljóð 35. átt 36. höfuðborg 38. hringir 40. tónn 41. tæki 43. samdi 45. styrk 47. bilun 48. vita 49. skadd- ast 50. tel úr 51. eink.stafur 52. tónn 53. mylsna 54. tala 55 blása 57. lokaorð 60. eins 61. heimting 63. raska 65. viljugt 66. stoppa í. LÓÐRÉTT: 1. eignast 2. stefna 3. tæp 4. þras 5. þyngdarein. 6. ílát 7. kerri 8. egg 9. úttekið 10. klif 12. stöng 13. heilar 15. embætti 16. emja 18. ana 20. krafts 21. bugðulaus 23. á- þekkt 24. linoðri 25. nýjung 26. tónn 28. leðju 29. kaðli 35. húsgagn 36. gabb 37. þræða 38. raunverulega 39. lyftist 40. fáni 42. ógagni 44. innlagt 46. hella 49. tónn 51. labba 52. leyna 55. mál- æði 56. dvaldist 58. fundur 59. hit 62. kyrrð 64. skóli 66. frumefni. LAUSN á ! ’iiistu krossgátu. LÁRÉTT: 1. spæll 5. látur 10. krafa 11. tappa 13. ha 14. rift 16 .garp 17. Iþ 19. afl 21 svo 22. snap 23. skass 26. sker 27. tau 28. skumin 30. ógn 31. eykur 32. iðuna 33. Rainiers. Eg var skrambi lerkaður eftir viðureignina við klepphestirm A1 Mack. Eg taldi svolitla deyfingu vera til bóta. Klúbbur Rainiers hét Lavender Lady, og framan á húsinu var risastórt neonskilti, er sýndi f jólu og nakta stúlku, sem hægt var að sjá í kílómetra fjarlægð. Eg var farinn að nálgast það, þegar ég loks náði beim tök- um á svínkuðum heila mínum, að ég tók eftir því, að mér var fylgt eftir. Skuggi minn var nýr Chevrolet, svo algengur, að því er lit og árgerð snerti, að hann vakti enga eftirtekt. Nokkrum sinnum jók ég hraðann og minnkaði hann svo aftur, en skugginn fylgdi mér fast eftir. Svo tók ég nokkrar beygjur á tveimur hjólum án þess að geta hrist fylginaut minn af mér. Raunar gerði ég engar úrslitatilraimir til að losna við hann. Eg vildi aðeins vera þess fullviss, að hann væri að elta mig. (Frh.) ás 34 LR 35. f 36 falsa 38. valds 40 .a 41. ull 43. mat- laus 45. par 47. maur 48. rasks 49. söfn 50. agg 51. m 52 ó 53. kló 54. ra 55. last 57. rusl 60. ar 61. reisa 63. mjóar 65. snagi 66. flóði. LÓÐRÉTT: 1. sr. 2. par 3. æfir 4. laf 6. áta 7. tarf 8. upp 9. RP 10. kafna 12. alveg 13. hasta 15. tíkur 16. gisni 18. þorna 20. laus 21. skóa 23. skussar 24 .ar 25. siðlaus 26. S 28. skálm 29. nurls 35. fumar 36. flug 37. atast 38. vakur 39. spök 40. Amór 42. lagar 44. LS 46. aflar 49. S 51. masa 52. ósjó 55. lin 56. sag 58. um 59. lóð 62. es 64. ai 66. f. Hinir viðurkenndu Salamander herraskór nýkomnir ♦.»>»)»>»)»)»)»)»)»)»)»)»)»>»>»>»>»>»>»>»>»>»>»>»>»>»>»)» ♦)»]»)»>»>»>»>»>»*>»>»>»>♦-)»)» * ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ i ¥ ! Aldrei fallegra úrval. ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ £ ★ ★ EINU SINNI Salamander AVALT Salamander Skóverzlun Péturs Andréssonar Laugavegi 17 — Framnesveg 2.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.