Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 12.05.1967, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 12.05.1967, Blaðsíða 6
6 NY VIKUTlÐINDI rt-tt-k-K-k-k-tHc-k-k-K-tc-tfk-Mc-Mc-lc-tt-k-íc-* i J * $ ROÐULLj i * Hln vinsæla ★ ★ í HLJÓMSVEIT | fMagnúsar llngimarssonar í ★ I 1 ☆ Söngvarar: vilhjalmur ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ♦ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ í í t t i } VILHJALMSSON ¥ I og t J ANNA VILHJALMS - * ¥ ★ ¥ * ¥ { Símí 15327. J ★ ¥ * ¥ A1 ¥ * Matur framreiddur frá ¥ t kl. 7. » í í .tc-tc-tc-tc-tc-tc-tc-tc-ic-tc-lc-tc-tc-tc-tc-lc-ic-tc-tc-lc-k-tc-tcn KLÚBBURINN Hljómsveit ELFARS BERGl Söngkona: MJÖLL HÖLM Italski salurinn: X ? y RONDÓ-TRÍÓIÐ ? I I l l x í | I ---------1: LÆKJARTEIG 2, | | SÍMI 35 3 55 | KLUBBURINN NY FRAMHALDSSAGA N E^TARMYN DAMORÐIN ^ Eftir I. G. Edmonds Hver í ósköpunum gæti lifað slíku lífi annar en arab- iskur olíusjeik eða kviikmyndaframleiðandi 1 Hollywood ? hugsaði ég, en það kom ekki rétt vel heim í þessu til- felli. Og mér vitanlega hafði ég aldrei troðið slikum höfðingjum um tær. Eg var ennþá í hnipri á gólfinu og lézt vera yfirbug- aður, svo að hann væri síður á verði, þegar ég léti til Skarar skríða. Eg hafði ekki efni á því að láta lúskra svona á mér, án þess að gjalda lí'ku líkt. I mínu starfi verður maður að hafa orð á sér fyrir að vera sprækari en allir aðrir, annars er maður búinn að vera. En meinið var bara það, að hann hélt um marghleyp- una og stóð uppréttur en ég sat á gólfinu. Ef ég gerði tilraun tli að standa upp, var hann vís til að hamra mig niður úr gólfinu. Svo að ég kastaði mér á hné hans. Vinstri öxlin á mér skall á fótlegg hans. Hann hent- ist aftur yfir sig með hnaJkikann í gólfið og mig ofan á sér. Þetta var högg, sem hefði gert villtan górilluapa blíðan og meðfærilegan, en þrátt fyrir það hafði hann krafta til að kýla mig í ikviðinn, svo að ég gnísti tönn- um af sársauka. Eg rak hnéð í kviðarholið á honum, og þegar hann hnipraði sig saman, gaf ég honum þrjú roknahögg með hnefunum. Hann leið út af eins og ljós. En 'hann var harður af sér. Hann lá ekki kyrr, þótt hann hefði fengði meira en tveir venjulegir menn hefðu þurft til að liggja í roti. Eg flýtti mér að taka hlaup- stuttu marghleypuna hans undan jakkanmn á honum, bara til þess að hann freistaðist ekki til að nota mig sem skotskífu. Eg stakk henni í vasann. Og fyrst ég var nú byrjaður, þá tók ég líka veskið úr bakvasa hans. Þegar hann fór að hreyfa sig meira, tók ég mína eigin marghleypu upp úr axlarhulstrinu undir vinstri handleggnum. Eg miðaði henni og öðru auganu á hann og það hafði alveg undraverð og róandi áhrif á hann. Með hinu auganu gægðist ég í veskið. Á ökuskírteininu stóð, að hann héti A1 Mack. A1 Mack? Eg leitaðist við í huganum að rifja upp nafn hans og andlit, en árangurslaust. Eg hafði aldrei séð hann fyrr. Eg fann líka tvo flunkunýja hundraðdollaraseðla 1 veskinu hans. Eg leit fýlulega til hans. Þetta var víst allt og sumt, sem 'hann hafði fengið fyrir að yfirhala mig — og það var ekki beinlínis upplyftandi að komast að raun um, að maður var ekki talinn vera meira virði. Eg kastaði veskinu til hans. „Þú hefur aldeilis verið snuðaður, karl minn“, sagði ég hæðnislega. „Næst, þeg- ar þú tekur að þér að tukta mig til, skaltu kref jast sannvirðis, og það er ekkert smáræði.“ „1 næsta skipti, þinn svarti satan“, sagði hann sein- mæltur „skal ég gera það bara vegna ánægjunnar". Hann starði á mig án þess að segja meira. Hann þurfti þess heldur ekki, því að það leyndi sér ekki í svipnum, að hann hafði morð í huga. Morð á mér. Eg leit rannsakandi á hann og reyndi að komast að niðurstöðu um, hvort ég gæti fengið hann til að gefa mér upplýsingar. Og ég varð því miður að viðurkenna, að það væri aðeins tímaeyðsla að reyna slíkt. Eg sagði bara: „Stattu upp!“ Hann reis með erfiðismunum á fætur og glápti á mig. ...... „Snúðu þér við“, sagði ég. Hann stóð álútur og gaut augunum upp til mín eins og mannýgt naut, sem er tálbúið til árásar. En hann var enginn bjáni. Hann sneri sér við. „Þú varst svo elskulegur að bera mér skilaboð frá séffanum þínum“, sagði ég. „Nú viltu kannski vera svo góður að fara með skilaboð til ihans. Þú skalt skila kveðju til dónans og segja, að ef hann nokkru sinni framar sendir einhvem til að berja á mér, þá skuli ég gera úr honum ærlegan spítalamat. Mig getur hann nefnilega ekki gert hræddan“. „O — þú átt nú eftir að fá þetta borgað, fíflið þitt“, hreytti hann út úr sér. Nú hafði ég fengið meira en nóg af svo góðu. Eg spymti í afturendann á honum, og hann valt emjandi á hausinn niður stigann. Eg horfði ánægður á eftir honum. Eg hafði sjálfur fengið slíka bunu rétt áður, og mér fannst ég skulda honum þessa. Renningurinn á tröppunum myndi taka af verstu skellina, Hann hlunkaðist niður á stigapallinn og stóð upp með erfiðismunum. Svo sendi hann mér augnaráð á- líka viðkvæmnislegt og maður gæti ímyndað sér, að Kain hafi sent Abel á sínum tíma og haltraði svo áfram niður stigann . Eg gekk aftur inn í skrifstofuna mína og fletti síma- skránni. Mari Marlin var hvergi skráð í henni. Svo hringdi ég til Homer, gamla svallbróður míns, sem var blaðamaður við „Examiner". Hann var næst- um alltaf við skrifborðið um átta-leytið á kvöldin að skrifa dálkinn sinn fyrir næsta dag. Hann þekkti alla í borginni — hka hina dularfullu Mari Marlin. „Jú, jú“, sagði hann. „Falleg og rauðhærð nektar- dansmær .Það er orðið talsvert langt síðan ég hef séð hana. Fyrir um það bil ári litaði hún hárið 4 sér svart og dansaði egypzkan magadans í túristanæturklúbb Frank Rainiers við The Strip. Síðan hef ég ekki heyrt neitt um hana“. Eg þakkaði honum og ætlaði að fara að kveðja, þeg- ar ihann greip fram í fyrir mér. „Ætlarðu út þangað?“ „Það getur vel verið“, sagði ég varikár. Eg viður- kenni aldrei neitt, fyrr en ég veit, hvað fólk hefur í huga. „Ef þú gerir það, viltu þá um leið gera mér greiða?“, sagði hann. „Fréttaritari okkar í Washington hefur stungið því að mér, að Carver þingmaður sé á eftir Frank Rainier. Eg hef reynt að pumpa Frank sjálfan, en hann forðast að svara nokkm. Ef það reynist rétt, væri mér kært að fá söguna, áður en einhver annar nappar henni fyrir framan nefið á mér.“ Eg blístraði. Þetta var sko bæði fróðlegt og skemmti- legt. Carver þingmaður var formaður opinberrar nefnd- ar, sem hafði það verkefni ao afhjúpa og fangelsa stór- glæpamenn 1 Bandaríkjunum. Hann var bæði slægur og harðsvíraður, og til þessa hafði honum heppnazt að uppræta nokkur stærstu glæpafélög Austurstrandarinn- ar. Af hans völdum og rannsókna hans sátu þrir af stærstu Mafíuforingjunum bak við fangelsisrimlana. „Hvað hefur hann á Frank Rainier?“ spurði ég. „Nei, heyrðu nú“, sagði Homer gremjulega. „Við vit um það báðir jafn vel, að Frank er stærsti undirheima- oringinn hér á Vesturströndinni.“ „Eg veit aðeins það ,sem stendur í blöðunum", sagði ég sakleysislega. „Og ég hef ekki lesið stakt orð um hann“. „Hann er alltof slunginn“, sagði Homer mæðulega. „Okkur hefur aldrei tekizt að hanka hann á neinu, sem hægt er að skrifa um. En það lítur út fyrir, að Carver

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.