Ný vikutíðindi - 09.05.1969, Page 4
4
NÝ VIKUTlÐINDI
Landsfundur klúbbanna
• •
„Oruggur ak$tur“
Frá hægri: Ásgeir Magnússon, framkvæmdastjóri Samvinnu-
trygginga, Lögreglustjórinn í Reykjavík, Sigurjón Sigurðsson,
Björn Vilmundarson, deildarstjóri Samvinnutryggingum, Stef-
án Jasonarson, Vorsabæ, Ingjaldur ísaksson, Kópavogi og Pét-
ur Sveinbjarnarson, Reykjavík.
2. fulltrúafundur klúbbanna
„Öruggur akstur“ fór fram að
Hótel Sögu í Reykjavík dag-
arta 17. og 18. apríl sl.
Stefán Jasonarson, bóndi í
Vorsabæ, formaður Samstarfs-
nefndar klúbbanna, flutti setn-
ingarræðu og rakti helztu verk-
efni klúbbanna frá því 1. full-
trúafundur þeirra var haldinn
í nóvember 1967. Klúbbarnir
eru nú alls 33 víðsvegar um
landið. Fundarstjórar voru
kosnir Alexander Stefánsson,
Ólafsvík, Kári Jónasson,
Reykjavík og Magnús Jónsson,
Akureyri.
UMFERÐARMÁLARÁÐ.
í hádegisverði fyrri fundar-
daginn kvaddi sér hljóðs Ólaf-
ur W. Stefánsson, deildarstjóri
í Dómsmálaráðuneytinu og
flutti kveðjur frá Dómsmála-
ráðherra, Jóhanni Hafstein, og
skýrði frá þvi, að ákveðið hefði
verið að veita Landssamtökum
klúbbanna aðild að umferðar-
málaráði, sem sett var á fót
með reglugerð frá 24. janúar
sl. og skipa fulltrúa í ráðið.
I framhaldi af þessari ákvörð-
un samþykkti fundurinn eftir-
farandi tillögu:
„2. fulltrúafundur klúbb-
anna „Öruggur akstur“ lýsir
yfir ánægju sinni yfir ákvörð-
un Dómsmálaráðherra, að
landssamtök klúbbanna fái að-
ild að umferðarmálaráði.
Munu samtökin skipa fulltrúa
í ráðið innan skamms og leitast
við að styðja störf þess af
fremsta megni. Sendir fundur-
inn ráðherra kveðjur og árnað-
aróskir".
Kári Jónasson hefur verið
skipaður fulltrúi klúbbanna í
ráðið og Baldvin Þ. Kristjáns-
son til vara.
ERINDI OG NEFNDIR
FUNDARINS.
Á fundinum voru flutt sex
erindi:
Framkvæmd vegamála:
Snæbjörn Jónasson, yfir-
verkfræðingur.
Umferð og umferðarlög-
gæzla:
Óskar Ólason, yfirlögreglu-
þjónn.
Starf og stefna klúbbanna:
Baldvin Þ. Kristjánsson,
félagsmálafulltrúi.
Tillögur um starfsemi klúbb-
anna:
Jón R. Guðmundsson,
deildarstjóri.
Umferðarslysavarnir og áróð-
ur í nútímaþjóðfélagi:
Pétur Sveinbjarnarson,
umferðarmálafulltrúi.
Réttarfarsmeðferð umferðar-
refsimála:
Jónatan Þórmundsson,
fulltrúi saksóknara.
Miklar umræður urðu að
loknum þessum framsöguer-
indum og margvíslegar fyrir-
spurnir komu fram.
Fjórar nefndir störfuðu á
fundinum:
a) Félagsmála- cg skipu-
lagsnefnd.
b) Umferðarslysavarna- og
áróðursnefnd.
c) Allsherjarnefnd.
d) Umferðarmálaráðsnefnd.
SILFURBÍLL
SAMVINNUTRYGGINGA.
í upphafi fulltrúafundarins
skýrði Ásgeir Magnússon,
framkvæmdastjóri frá því, að
Samvinnutryggingar hefðu á-
kveðið að veita framvegis ár-
lega sérstaka viðurkenningu
fyrir framlag til aukins um-
ferðaröryggis á íslandi. Viður-
kenninguna má veita einstakl-
ingi þeim, félagi eða stofnun,
sem að dómi sérstakrar nefnd-
ar hefur helzt stuðlað að auknu
umferðaröryggi á liðnu ári eða
lagt hefur sig sérstaklega fram
um að bæta umferðarmenningu
þjóðarinnar. Úthlutunarnefnd
að veita lögreglustjóranum í
„Silfurbílsins" ákvað einróma
Reykjavík, hr. Sigurjóni Sig-
urðssyni, þessa viðurkenningu
nú. Fór afhendingin fram í há-
degisverði síðari daginn og
rakti Ásgeir Magnússon, fram-
kvæmdastjóri, störf lögreglu-
stjórans að umferðarmálum á
undanförnum árum, en þau
þau eru orðin bæði umfangs
mikil og heilladrjúg í um tutt-
ugu ár.
Þá skýrði Ásgeir Mágnússon
frá því, að í sambandi við út-
gáfu bókarinnar „Öruggur akst-
ur“ hefðu Samvinnutryggingar
efnt til hugmyndasamkeppni:
Bezta ráðið — bætt umferð og
sérstakrar verðlaunagetraunar
úr efni hennar.
HUGMYNDASAM-
KEPPNIN:
Óskað var eftir hugmyndum
um hvað eina, sem gæti horft
til bóta, hvort sem það snerti
akstursreglur, ökumenn, vegi,
skipulag umferðar, umferðar-
fræðslu, löggjöf, eftirlit, lög-
gæzlu o. s. frv. Hugmyndirnar
þurftu því ekki að einskorðast
við neinn sérstakan þátt um-
ferðarmálanna og gátu eins
verið staðbundnar eða miðast
við landið í heild.
Sérstök dómnefnd var skip-
uð til að ákveða, hvaða hug-
myndir skyldu hljóta verðlaun,
samtals kr. 30.000,00, en nefnd-
ina skipuðu þeir Benedikt Sig-
urjónsson, hæstaréttardómari,
Óskar Ólason, yfirlögreglu-
þjónn og Baldvin Þ. Kristjáns-
son, félagsmálafulltrúi.
Alls bárust 60 tillögur og
urðu niðurstöður nefndarinnar
þær, að engin tillaga hlyti 1.
verðlaun, tvær hlytu 2. verð-
laun og fjórar fengju viður-
kenningu.
Verðlaunahafar voru þessir:
2. verðlaun kr. 10.000,00:
Árni Einarsson, Samtúni 36,
Reykjavík.
Jón Pétursson, Oddeyrar-
götu 23, Akureyri.
Viðurkenning kr. 2.500,00:
Ólafur Jónsson, Laufásvegi
18A, Reykjavík.
Leifur U. Ingimarsson, Vall-
argerði 38, Kópavogi.
Sveinn Jónsson, Digranes-
vegi 16A, Kópavogi.
Sævar Stefánsson. Ásgarði
23, Reykjavík.
GETRAUN:
Óskað var eftir svörum við
10 spurningum, sem allar
snertu umferðarmál.
Verðlaunin voru iðgjöld af
tryggingum hjá Samvinnu-
tryggingum eða líftryggingu
Andvöku.
Alls bárust um 652 lausnir,
flestar réttar, og varð því að
draga um verðlaunin, sem voru
15 talsins.
Þeir, sem hlutu verðlaun,
voru þessir:
Kr. 3.000,00:
Ingólfur Herbertsson,
Kringlumýri 33, Akureyri.
Leifur Steinarsson, Hofteigi
14, Reykjavík.
Svavar Pétursson, Laugar-
bökkum, Lýtingsstaðahreppi,
Skag.
Sigvaldi Steinarsson, Birki-
hlíð, Hofsósi.
Þórhallur Magnússon, Rofa-
bæ 29, Reykjavík.
Kr. 2.000,00:
Jón Þór Buck, Einarsstöðum,
Reykjahreppi, S.-Þing.
Kristján Ólafsson, Langholts-
vegi 156, Reykjavík.
Stefán Þorvarðarson, Hraun-
tungu 63, Kópavogi.
Steinþór Óskarsson, Ártúni
5, Selfossi.
Sigmundur Guðmundsson,
Aðalgötu 12, Sauðárkróki.
Kr. 1.000,00:
Steinar Friðjónsson, Safa-
mýri 52, Reykjavík.
Rósmundur G. Ingvarsson,
Hóli, Lýtingsstaðahreppi, Skag.
Þorsteinn Bjarnason, Þela-
mörk 32, Hveragerði.
Óskar Jónsson, Laugarvatni,
Árn.
Gerður Lárusdóttir, Mark-
holti 4, Mosfellssveit.
LANDSSAMTÖK KLÚBB-
ANNA „ÖRUGGUR
AKSTUR“.
Samþykkt var tillaga um
stofnun Landssamtaka klúbb-
anna „Öruggur akstur“ svo og
sérstakar samþykktir fyrir þau.
I stjórn samtakanna voru
kjörnir:
Stefán Jasonarson, Vorsabæ,
Ingjaldur ísaksson, Kópa-
vogi,
Karl Hjálmarsson, Borgar-
nesi,
Hörður Valdimarsson,
Reykjavík,
Magnús Jónsson, Akureyri.
Varamenn:
Kári Jónasson, Reykjavik,
Hermann Björnsson, ísafirði,
Garðar Guðnason, Fáskrúðs-
firði.
TILLÖGUR OG SAM-
ÞYKKTIR FUNDARINS:
Meðal annarra voru gerðar
eftirfarandi samþykktir á fund-
inum:
1. Skorað er á Umferðarnefnd
að beita sér fyrir því, að
gildandi lögum verði breytt,
hvað eftirfarandi atriðí
snertir:
a. Öryggisgrindur verði sett-
ar á allar dráttarvélar í
landinu, svo og öryggisbelti
í allar bifreiðir. í þessu sam-
bandi er sérstaklega vakin
athygli á þeirri alvarlegu
staðreynd, hve tíð og alvar-
leg slys hafa hlotizt af notk-
un þessara ökutækja á und-
anförnum árum, sem kom
azt hefði mátt hjá, ef þessi
sjálfsögðu öryggistæki hefðu
verið fyrir hendi.
b. Aldurstakmark í sam-
bandi við próf á dráttarvél-
ar verði lækkað i 14 ár.
Bent er á þá staðreynd, að
börn og unglingar eru al-
mennt látin stjórna dráttar-
vélum jafnvel þótt undir 10
ára aldri séu og telur fund-
urinn því meiri líkur til, að
gildandi lögum verði hægt
að framfylgja, verði aldurs-
takmarkið lækkað nokkuð.
2. Fundurinn leggur áherzlu á,
að nú þegar verði beitt því
ákvæði í umferðarlögunum,
er heimilar, að allir þeir,
sem endurnýja ökuskírteini
sín, skuli sanna kunnáttu
sína í umferðarlögunum.
Jafnframt verði athugaðir
möguleikar á því, að við
minni háttar umferðarbrot
verði mönnum gefinn kost-
ur á að sækja sérstakt nám-
skeið í umferðarreglum í
stað þess að greiða sektir.
Þá bendir fundurinn á, að
hin síaukna umferð um land
allt krefst aukinnar aðgæzlu
vegfarenda, sérstaklega á
hinum mjóu og lausu veg-
um, sem víða eru í dreif-
býlinu.
3. Fundurinn telur eðlilegt, að
hámarkshraði á þjóðvegum
verði hækkaður í 70 km/
klst. eða í það sama og hann
var áður en H-umferðin tók
gildi. Jafnframt leggurfund-
urinn til, að löggæzla á þjóð-
vegum verði aukin, og telur
nauðsynlegt, að lögð verði
áherzla á skyndiskoðun öku-
tækja.
4. Fundurinn vekur athygli á
þeirri alvarlegu staðreynd,
að enn er ekki farið að fram-
kvæma lögboðna umferðar-
fræðslu í skólum, þrátt fyrir
að það hafi verið lögboðið í
10 ár.
Skorar fundurinn á hið ný-
stofnaða Umferðarmálaráð
að taka þessi mál föstum
tökum nú þegar.
5. Með tilliti til þess óafsakan-
lega sleifarlags, sem ríkt
hefur um framkvæmd lög-
boðinnar umferðarfræðslu í
skólum, leyfir 2. fulltrúa-
fundur klúbbanna „Örugg-
ur akstur“, haldinn að Hótel
Sögu, dagana 17. og 18.
apríl, sér að krefjast þess,
að menntamálaráðherra, sem
setið hefur í embætti frá því
að umferðarfræðslan var
lögboðin, geri opinberlega
grein fyrir aðgerðum sínum
á þessum vettvangi í öll
þessi ár.
6. Fundurinn samþykkir að
beina eftirfarandi ályktun-
um til viðkomandi yfir-
valda:
Um bifreiðaeftirlit ríkisins.
a. f auknum mæli verði sam-
an við löggæzlustörf á þjóð-
vegum landsins lögreglumenn
og bifreiðaeftirlitsmenn. Jafn-
framt verði bifreiðaeftirlits-'
mönnum fengið aukið lög-
gæzluvald.
b. Hraðað verði eftir föngum
aðalskoðun bifreiða og stór-
auknu eftirliti með öryggisbún-
aði bifreiða verði komið á, í
formi skyndiskoðana um land
allt.
c. Bætt verði starfsaðstaða
bifreiðaeftirlitsins í Reykjavík,
þannig að þjónusta og af-
greiðslumáti geti orðið viðun-
andi.
Um vegamál.
a. Tekinn verði upp sá hátt-
ur hjá Vegagerð ríkisins, fyrst
sem tilraun, að bifreið verði
höfð til skyndiviðgerða á bilun-
um, sem verða á þjóðvegunum.
Tilraun þessi verði fyrst reynd
á fjölförnum vegum, t. d.
Reykjavík—Akureyri, Reykja-
vík—Suðurland.
b. Nánu samstarfi þjóðvega-
löggæzlu og skyndiviðgerða-
manna verði komið á.
c. Umferðamerkjum verði
fjölgað við þjóðvegi landsins
og staurum með endurskins-
merkjum verði komið fyrir á
hættulegum beygjum og háum
vegköntum. Einnig sé þeim
merkjum, sem fyrir eru, vel
við haldið.
d. Brýna nauðsyn ber til, að
öllum blindhæðum og beygjum
á þjóðvegum landsins verði
skipt í tvöfaldar akbrautir.
Einnig er mjög aðkallandi að
vinda bráðan bug að því, að
öll ræsi í þ j óð vegakerf inu
verði gerð jafnbreið aðliggj-
andi vegum og endurskins-
merki séu sett á ræsi og brýr.
e. í vegaáætlunum verði
lögð aukin áherzla á gerð vega
með varanlegu slitlagi og þar
sem olíumöl hefur þegar sann-
að ágæti sitt við réttar aðstæð-
ur, verði áherzla lögð á að
leggja olíumöl á þá vegi, sem
þegar hafa verið undirbyggð-
f. Vegagerðin haldi áfram á
sömu braut og í fyrrasumar að
fíamkvæma smáendurbætur á
vegum, svo sem við beygjur,
blindhæðir, breikkun vega og
annars konar smálagfæringar.
Um löggæzlu.
a. Að þegar í stað verði sett
á stofn embætti ríkislögreglu-
stjóra, þannig að öll lögregla í
landinu yrði betur samræmd
og löggæzlutæki þannig nýtt
betur.
b. Þjóðvegaeftirlit verði auk-
ið og því haldið áfram í svip-
uðum mæli og átti sér stað við
breytinguna yfir í H-umferð.
c. Kannað verði, hvort ekki
er hægt að koma því við, að
fulltrúi viðkomandi trygginga-
félags fái að fylgjast meðfrum-
rannsókn á umferðarslysum og
flýta þar með fyrir byrjunar-
ráðstöfunum tryggingafélag-
anna vegna tjóna á ökutækjum.
d. Ljósmyndatækni verði í
auknum mæli tekin upp við
vettvangsrannsókn umferðar-
slysa og árekstra.
e. Löggæzla með umferð
verði aukin að næturlagivegna
meintrar ölvunar við akstur.
Auglýsið
A
1
Nýjum
vikutíðindum