Ný vikutíðindi - 08.10.1971, Page 5
NÝ VIKUTÍÐINDI
5
MefflatíkurAjcMarjiii
Fastar fréttir eru kl. 7.00 og
11.00.
SUNDAY October 10
12.00 This Is The Life
12.30 The Big Picture
1.00 Grambling Highlights
1.45 Football Scoreboard
2.15 NCAA Football —
Oregon vs. Stanford
4.30 Wee-k In Pre FB
5.15 Reston On China
6.05 Gentle Ben
6.30 Dead or Alive
715 Sacred Heart
7.30 Wild Kingdom
8.00 Ed Sullivan
9.00 Wild Wild West
9.55 Glenn Campell
10.45 The Christophers
11.05 Northern Lights Play-
house —
Bikini Beach
An eccentric newspaper col-
umnist, who publishes editori-
als that are against the surfing
set and their beach frolics, re-
ceives help from a motorcycles
gang. Stars Frankie Avalon,
Annette Funicello, Martha Hy-
er and Don Fickles. Comedy
1964.
MONDAY, October 11
4.00 Emily’s Aftemoon
4.10 Barbara McNair
4.55 Underwater
5.20 Bulletin Board
5.25 Theater 8 —
Green Archer
A cruel, wealthy man living
an isolated existance, is believ-
ed by Scotland Yard to be the
murdering „Green Archer“ un-
til he himself becomes a victim.
Stars Gert Frobe and Karen
Dor. Adult Mystery, 1963.
7.30 Bill Cosby
8.00 High Chaparral
9.00 Hawai 5-0
10.00 Johnny Cash
11.10 Tonight Show
THUESDAY, October 12
4.00 Emily’s Afternoon
4.10 Sesame Street
5.05 TV Schedule
5.10 Favorite Martian
5.35 Bulletin Board
5.40 On Campus
6.10 Don Knotts
7.30 Room 222
8.00 First Tuesday
8.25 Tuesday Night At The
Movies — Mr. Roberts
The story of a U.S. Navy
cargo ship operating in the
Pacific during World War II.
An officer aboard yearns for
combat and suddenly gets his
wish. Stars James Cagney,
Jack Lemmon, William Powell,
Betsy Palmer and Phil Cory.
Comedy, 1955.
10.25 Jim Nabors
11.35 Pro Boxing
WEDNESDAY, October 13
4.00 Emily's Afternoon
4.10 Animal World
4.35 TV Schedule
4.40 Dobie Gillis
5.10 Bulletin Board
5.15 Green Acres
5.40 Theater 8 — Paradise
Alley
A mysterious man living in
a condemned neighborhood
starts out to prove that people
can live together in harmony
and love. He uses a camera, but
no film, Stars Huge Haas, Billy
Gilbert and Corine Griffith.
Comedy 1961.
7.30 Daniel Boone
8.30 Here’s Lucy
9.00 Dean Martin
10.00 Burke’s Law
11.10 Dick Cavett
THURSDAY, October 14
4.00 Emily’s Afternoon
4.10 Roger Ramjet
4.20 TV Schedule
4.25 Perry Mason
5.15 Bulletin Board
5.20 Theater 8 — Bikini Beach
7.30 Family Affair
8.00 Norhern Currents
8.30 The Detectives
9.00 Andy Williams
9.55 Turned On Crisis
11.10 Northem Lights Play-
house.
Shadows Of Chinatown
FRIDAY, October 15
3.55 Emily’s Afternoon
4.05 Headlines
4.30 Bill Anderson
4.55 Bulletin Board
5.00 Theater 8 — Mr. Roberts
7.30 Pick The Winners
7.55 My Three Sons
8.20 Laugh-In
9.10 60 Minutes
10.00 Special
11.15 Northern Lights Play-
house — Sky Bound
12.10 Night Light Theater
The Green Archer
SATURDAY, October 16
10.30 Captain Kangaroo
11.10 Sesame Street
12.10 Cartoon Carnival
1.00 Hawaii Calls
1.30 Roller Games
2.25 Pre Bowler’s Tour
3.30 CBS Golf Classic
4.20 Lost In Space
5.15 Stand Up And Cheér
6.05 Country Carnival
6.30 Coronado 9
7.15 Urban Forum
7.30 Mayberry RFD
8.00 Carol Burnett
9.00 Gunsmoke
10.00 The Defenders
11.05 Northern Lights Play-
house —
Paradise Alley
Auglýsið í
Nýjum
vikutíðindum
„Ég elska yður, eins og ég
hef alltaf gert, Lúðvík, á minn
undarlega hátt.“
Nú var lýðurinn kominn að
húsinu, og óp hans rauf kyrrð-
ina. Berk kom aftur og sagði:
„Þeir eru með tæki til að brjóta
hurðina. Ég veit ekki, hvað úti-
dyrnar standast lengi.. .“
Þeir lyftu Lolu upp á háan
steinvegginn, og andartak stóð
hún uppi á honum og bar fall-
ega við bláan himininn. Hún
tók rósina úr höfuðslæðunni,
kyssti á hana, og lét hana svo
detta í lófa Lúðvíks. Síðan
hvarf hún á bak við vegginn.
Þegar vagninn hossaðist gegn
um bakstrætið, sá hún gullskrín
í sætinu andspænis sér. Hún
greip það og opnaði lokið. Hana
rak í rogastanz. Hallandi geisl-
ar síðdegissólarinnar glitruðu á
undurfögru skarti: kórónu úr
demöntum og eðalsteinum, háls
festi og hringjum. Á miða stóðu
hin einföldu orð: „Til Lolu frá
Lúðvík“.
Lola hallaði sér að mjúku
sætisbakinu og þrýsti skrýninu
að barmi sér.
Einn einn kapítuli hennar
var á enda.
Nú hafði hún allt sem hún
þarfnaðist.
Fjármuni? Hún hafði í hönd
unum krýningardjásn Bavaria
og átti von á árlegum lífeyri.
Hún var barónessa Rosenthal.
Ýms dagblöð hvarvetna um
heiminn höfðu birt nafn henn-
ar feitu letri.
Þess vegna olli það henni
sjálfri furðu, að henni fannst
eitthvað vanta, eitthvert tóm
var í sál hennar. Hvað vantaði?
Eftir hverju var hún að sækj-
ast?
Nú kallaði ökumaðurinn:
„Landamærin! Landamærin,
frú mín! Nú eruð þér örugg!“
En Lola heyrði ekki til hans,
hún var svo niðursokkin í hugs-
anir sinar.
STJÖRNURNAR skinu skært
á svörtum himninum.
Eftir miðnættið fór Lola úr
klefanum sínum til að fá sér
hreyfingu á þilfarinu. Á þess-
um tima sólarhringsins mundi
hún sízt rekast á nokkra mann-
eskju. Gufuskipið „Norðurleið“
var á öðrum degi siglingarinnar
frá Pana'na.
Hún gekk út að borðstokkn-
um og leit niður í dimman sjó-
inn . .. Hún hugsaði um liðna
daga, og hugur hennar fylltist
þunglyndi. Hún rifjaði upp fyr-
ir sér það, sem skeð hafði síðan
hún flúði frá Bavaria fyrir
fimm árum ...
í Englandi hafði hún komizt
í vinfengi við George Trafford
Herald, merkisbera í riddara-
liðinu, en hann var mörgum
árum yngri en hún. Þrátt fyr-
ir það, að hún elskaði hann
ekki af hjarta, gaf hún honum
jáyrði sitt. Hún var orðin frið-
laus og þráði öruggara líf en
hún gat vænzt í leiklistarheim-
inum.
Enn á ný fórnaði hún frama
sínum. Herald fór með brúði
sína til ættaróðals feðra sinna,
Berrymead Priory. En þar
mætti hún fjandskap ungfrúar
Súsönnu Heald, ógiftrar
frænku, sem hafði alið George
upp sem son sinn. Ungfrú Heald
tók Lolu vægast sagt illa, leit
á hana sem snýkjudýr.
Þegar frá fyrsta degi reyndi
sú gamla að finna einhver ráð
til að losna við Lolu með því
að splundra hjónabandinu. Sér-
stakir þefarar voru ráðnir, og
það sem þeim tókst að grafa
upp um hana, var nóg til þess
að kæra hana fyrir hjúskapar-
brot.
í fyrstu yfirheyrslunni upp-
lýsti sækjandinn, að hið rétta
nafn Lolu væri Eliza Gilbert;
hún væri fædd í Indlandi og
hefði sextán ára gömul gifzt
Thomas James, foringja fót-
gönguliðsins í Bengal, og væru
engar sannanir fyrir því, að
þetta hjónaband hefði nokkru
sinni verið ógilt.
Á öðrum degi réttarhaldanna
mætti Lola ekki, því hún hafði
flúið með manni sínum til Nap-
ólí. Það kom nú í ljós, að Ge-
orge Heald var veikgeðja mað-
ur. Honum gramdist, að kona
sín skyldi hafa flæmt hann í
hálfgerða útlegð, og oft kastað-
ist illa í kekki milli þeirra.
Heald sá, að hann gæti ekki
horfið aftur til föðurlands síns,
nema hann losaði sig við Lolu.
En girnd hans til hennar leyfði
honum ekki að skilja við hana,
og af þessum ástæðum skapað-
ist lítt þolanleg spenna í sál
hans. Til að skapa einhvern
frið gekk hann Bakkusi á hönd.
Einn morguninn var gengið
fram á hann liggjandi á sjávar-
ströndinni — drukknaðan. Um
þetta leyti var Lola komin fast
að brún geðbilunar, vegna und-
arlega kaldhæðnislegra örlaga.
Henni höfðu borizt þau tíðindi,
að fyrr maðurinn hennar, Thom
as James, hefði látizt í Indlandi
tveim vikum áður en hún gekk
að eiga Heald. Hjónaband
þeirra hafði þá verið löglegt eft-
ir allt saman. En þessi tíðindi
höfðu borizt of seint...
Einu sinni enn leitaði hún á
náðir leiksviðsins. Hún tók sér
fyrir hendur ferð til Ameríku.
Þar buðu leikstjórarnir henni
hvert gylliboð öðru glæsilegra.
FYRST kom hún fram í How-
ard-leikhúsinu í New York.
Fólkið var mjög fýsið að sjá
hina umtöluðu konu, sem lent
hafði í svo mörgum ástarævin-
týrum í Evrópu. Fyrsta kvöld-
ið, sem hún kom fram, var
hennar mesti sigur. Innviðir
leikhússins skulfu af lófataki,
og blóm bárust til hennar upp
á leiksviðið í svo stríðum
straumi, að þau huldu hina fall-
egu ökla hennar.
Bráðlega fengu blöðin nægt
fréttaefni, þar sem hún var, því
hún tók til óspilltra málanna
við ýmis konar gleðskap. Næst
urðu stórborgirnar Boston og
Filadefia aðnjótandi danslistar
hennar og svallsækni. Og eftir
það lagði hún leið sína til Kali-
forníu ...
Kyrrð næturinnar var skyndi
lega rofin, því nú heyrðust stíg-
vélahælar glamra á tréþiljun-
um, og Lola hrökk upp úr hugs-
unum sínum. Hún fann, að karl
maður var kominn að baki henn
ar, en hún sneri sér ekki við.
„Gott kvöld, ungfrú Montez,“
mælti rödd, sem bar keim af
írsku málfari.
Nú leit Lola um öxl. Einmitt
í þessu bili brauzt tunglið út
úr skýjaþykkni, og fölri birtu
sló á þilfarið.
Augu Lolu glenntust upp, er
hún leit andlit mannsins.
„Alex!“ hvíslaði hún háspi
röddu.
Maðurinn brosti. „Því miður,
frú. Ég heiti Hull. Pat Hull.. .“
Pat Hull var ótrúlega líkur
Alexandre Dujarier. Hann hafði
sama jarpa hárið, sömu kurt-
eislegu framkomuna, sömu
brúnu augun, sama djúpa pét-
urssporið í hökunni.
Þetta var óhugnanlegt... í
fyrsta skipti á ævinni varð Lola
nú altekin ótta — ótta við hið
óþekkta. Hún gekk burt, já
hljóp til klefa síns, flýtti sér
að aflæsa, berhátta og
koma sér undir rekkjuvoðirnar.
Um limi hennar fór óviðráðan-
legur skjálfti.
Það var drepið mjúkt á dyrn-
ar.
Hún settist upp og spurði
eins og hrætt barn: „Hver er
það?“
„Það er ég, frú,“ svaraði karl
mannsrödd. „Pat Hull.“
„Hvað viljið þér?“ spurði
hún.
„Þér misstuð slæðuna yðar,
frú.“
Lola smeygði sér fram úr
rekkjunni. Nakin, sem hún var,
flýtti hún sér til dyranna, opn-
aði rifu og maðurinn smeygði
slæðunni inn.
. „Ég biðst afsökunar, ef ég
hef hrætt yður frú,“ sagði hann
afsakandi. „Ég sá yður í kóngu-
lóardansinum í New Orleans
fyrir nokkrum mánuðum, og
þegar ég sá yður við borðstokk-
inn, fannst mér að ég yrði að
segja yður, hvað mér líkaði vel
að sjá yður dansa ...“
í gegnum rifuna fylgdist Lola
með varahreyfingum hans.
Þetta voru varir Alexandre Duj
arier ...
Hún opnaði dyrnar upp á
gátt. Tunglskinið féll á líkama
hennar.
Pat Hull renndi augum yfir það
sem hann sá. Eftir örskotsstund
var Lola í faðmi hans. Hún
greip um háls honum og togaði
hann á eftir sér inn í klefann.
Hull sparkaði hurðinni í lás
á eftir sér .. .
FJÓRUM árum eftir gullæð-
ið mikla 1849 var San Fran-
cisco enn vanþroska borg, sem
minnti á ungling á gelgjuskeið-
inu. Fyrirhyggjuleysi og léttúð
einkenndi líf borgarbúa, og
þess vegna vakti það mikla eft-
irvæntingu, þegar það fregnað-
ist að „mesti kvenmaðurinn
meðal kvenna“ — Lola Montéz
— væri meðal farþeganna á
,, Norðurleiðinni“.
Skipið lagðist að bryggju á
Löngulínu klukkan sex að
morgni. Fjöldi karlmanna rudd
ist fram til að sjá Lolu, og gekk
á með pústrum og olnbogaskot-
um.
Lola stóð á þilfarinu við hlið
Pat Hulls og varð henni að
orði: „En hvað karlmenn eru
frekir.“
„Hér eru karlmennirnir öðru-
vísi en víðast hvar annars stað-
ar,“ svaraði Hull.
„Skyldi ég nokkurn tíma
ráða við þá?“ spurði hún hálf
smeyk.
„Þú getur það með því að
vera nógu ákveðin,“ svaraði
hann. „Þú skalt fyrst og fremst
muna eitt — þeir eru fljótir að
sýna ágengni, ef þeir sjá færi
á því.“
Þegar landgöngubrúin var
tengd við skipið, ruddist hóp-
urinn að og kallaði: „Lola!
Lola!“
Hull reyndi að greiða veginn
fyrir Lolu, en það tókst ekki
vel. „Móttökuliðið“ lyfti Lolu
upp á axlir sér, og ákafir fingur
úr öllum áttum komu til að
snerta á kápunni hennar.
Einn karlmanna var djarfari
en hinir og þuklaði dónalega á
henni. Lola tók því ekki með
neinni blíðu heldur laust mann
inn löðrung á skeggjaðann
skammann.
f sama bili féll þögn yfir hóp-
inn, Lola var látin síga til jarð-