Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 18.02.1972, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 18.02.1972, Blaðsíða 2
NÝ VIKUTÍDINDI NY VIKUTIDINDI Útgefandi og ritstjóri: Geir Gunnarsson. Ritstjórn og auglýsingar Skipholti 46 (vesturgafl) Símar 26833 og 11640 (prentsmiðjan). Pósth. 5094. Prentun: Prentsm. ÞjóSvirjans Setnlng: Félagsprentsmiðjan Gleðisaga eijar lykillinn passar Listamannalaunin Þá hefur úthlutunarnefnd listamannalauna lokið störf- um og er úthlutunin að venju „handahófsleg" eins formaður nefndarinnar komst að orði. Já, það er ávallt mikið rætt og ritað um þessa ár- legu úthlutun, þar sem lista- menn eru flokkaðir eftir mati fáeinna nefndarmanna, sem kosnir eru af stjórnmála flokkunum. I efsta flokki furða menn sig m.a. á þvi, að Guðmund- ur Hagalín og Ríkharður Jónsson skuli vera á sama styrk og Halldór Laxness, Gunnar Gunnarsson og Tóm as Guðmundsson. Þá undrast menn að Stef- án Hörður Grímsson, Jón Þórarinsson og Þorsteinn frá Hamri skuli fá sömu fjár- hæð hjá nefndinni (90 þús. kr.) og Jón Helgason, pró- fessor, Kristmann Guð- mundsson og Indriði G. Þor- steinsson, svo dæmi séu nefnd. Og í 45 þús. kr. flokknium eru þeir Jökuil Jakobsson, Róhert Arnfinnsson, Hannes Sigfússon, Gunnar Dal og Steinar Sigurjónsson dæmd- ir jafngildir Magnúsi Jó- hannssyni frá Hafnarnesi, Eyborgu Guðmundsdóttur og fjölda annarra óþekktra persóna. Hér skal ekki gert litið úr þeim vanda, sem úthlutun- arnefndinni er á höndum, þegar hún er skikkuð til að dæma um gildi listamanna og úthiuta þeim launin af tiltölulega litlu fé, sem hún hefur til umráða. Það hef ur líka alltaf stað- ið styrr um þessa úthlutun. Listamenn eru tilfinnaríkir og kunna því illa að vera dregnir í dilka og á þá sé settur eins konar stimpill svo sem siður er um kjöt- skrokka, þegar þeir eru flobkaðir eftir gæðum. Þeir hugga sig að vísu margir með þvi, að þótt nú- timinn kunni ekki að meta þá, muni þeir fá viðurkenn- ingu síðar meir. Skoðanir samtímamanna þeirra eru heldur ekki al- gildar, enda er svo margt sinnið sem skinnið og sitt sýnist hverjum um ágæti hvers listamanns. Það var t.d. ekki fyrr en á siðustu æviárum Steins Steinars að hann hlaut al- ÞETTA gerðist í raðhúsi. í raun og veru má svo segja, að raðhúsið hafi átt alla sökina, því að hefðu báðar fjölskyld- urnar ekki búið í raðhúsi, þá hefði þetta aldrei gerzt. Auðvitað veizt þú, lesandi góður, hvað raðhús er. Það er í raun og veru einbýlishús, sem byggt er við hliðina á öðru, ná- kvæmlega eins, og svoleiðis er hvert húsið af öðru, venjulega götuna á enda. Fjölskylda Áka Flint bjó í einu slíku húsi við Álasund, eða það skulum við að minnsta kosti kalla götuna í þessari frá- sögn. Áki var sölumaður, og þar af leiðandi var hann að heiman dögum saman. Þar af leiðandi var frú Agnes Flint, sem var í raun og veru hrífandi fögur kona, rétt kom- in yfir þrítugsaldurinn, iðulega ein heima, og svo var einmitt þetta dimma vetrarkvöld, sem sagan hefst. Hún hafði skrúfað frá sjónvarpinu, var að lesa Ieynilögreglusögu og gæða sér á tebolla, og var komin upp í rúmið. Þetta hafði hún gert fimm kvöld í röð, — og var eig- inlega ánægð með það. Hún elsk aði Áka sinn og beið hans trú og trygg, því að hún vissi, að henni yrði bættur upp biðtím- inn, þegar hann kæmi heim. Hún beinlínis sparaði sig til þess að geta tekið á móti honum á þann hátt, sem honum líkaði bezt. í hvert skipti, sem Áki kom heim, eftir að hafa verið að heiman í viku eða lengur, þá læstu þau hjónin sig inni og sinntu aðeins hvort öðru í minnst tvo daga. Það sem þau iðkuðu af ástarleikjum þann tíma, var beinlínis ótrúlegt. Sem sagt, þetta dimma vetr- arkvöld lá frú Agnes lengi vak- andi og starði upp í loftið. jafn- framt því, sem hún skynjaði, hvernig líkami hennar var far- inn að þrá eiginmanninn. Loks sofnaði hún með ánægjubros á vörum. Þarna hvíldi hún, mjúk, hlý og sæl. — ? — ÞÁ VAR það, að Dahl verk- fræðingur laumaðist inn í for- stofuna hjá henni. Hann fór af- ar varlega að öllu. Hann hengdi upp frakkann og hattinn, smeygði sér úr skónum og laum- aðist inn í svefnherbergið. Jafn hljóðlega afklæddist hann og lagði snyrtilega fötin á stólbak, og enn hljóðlegar en fyrr tiplaði hann að rúminu, þar sem hann fann náttföt Áka, sem hann flýtti sér að fara í. Allt gerðist þetta í daufum bjarmanum frá götuljóskerinu úti fyrir. menna viðurkenningu sem skáld. En viðbúið er að ýmsir láti vanþóknun sína í Ijós um þessa úthlutun, ef ekki á prenti, þá i töluðum orðum. Varlega laumaðist hann und- ir sængina. Hann heyrði róleg- an andardrátt konunnar í rúm- inu og fann mjúkan, heitan lík- ama hennar. Hann lét fara lítið fyrir sér og reyndi að sofna. Augnalokin voru orðin þung, og hann var farinn að dotta, þegar hann vaknaði snögglega við það, að naktir handleggir vöfðust um háls hans. — Ástin mín . .. ég vissi ekki að þú myndir koma heim í um háls hans, og varir hennar sugu allt þrek úr honum. Hend ur hennar strukust um bak hans, gripu um bandið á nátt- buxunum hans og færðu þær niður. — Ég vil fá þig, elskan, stundi hún. Sérðu ekki, hvað ég vil — og þú liggur þarna eins og trédrumbur. Hendur hennar strukust ákefðarlega um líkama hans, niður eftir bakinu, liðu yfir lær- ið, og Dahl fann, að hann gat Það var nefnilega versti hængurinn, hvað húsin voru lík hvort öðru. Og það liggur í augum uppi, að þá má heldur en ekki búast við tíðindum á ýmsum sviðum . . . kvöld, sagði yndisleg rödd í eyra hans. Dahl verkfræðingur leit inn í stór, blá augu og fann skyndi- lega ákafar, heitar varir þrýst- ast að vörum sínum. — Ástin mín, stundi rödd- in. Dahl dró andann í gegnum nefið, því að hann var að kafna. Aldrei hafði hann vitað aðra eins ákefð hjá nokkrum kven- manni. — Ó, elskan mín, stundi hún aftur, þegar hún hafði sleppt vörum hans — hvers vegna í ósköpunum vaktirðu mig ekki? Varstu virkilega að hugsa um að fara að sofa án þess að vekja mig? — Þú — þú svafst svo vært, svaraði hann með erfiðismun- um. — Svaf og svaf. Ég er búin að sofa í fimm nætur, elskan mín. Ég þrái þig svo mikið, að ég var að farast — og svo kem- ur þú bara heim — og — og — ástin mín. Hún hneppti frá sér náttkjóln um, svo að brjóst hennar sáust aftur vafði hún handleggjunum FASTEIGNAVAL Skólavörðustíg 3A. II. hæð. Símar 22911 — 19255. FASTEIGNAKAUPENDUR Vanti yður fasteign, þá hafið samband við skrifstofu vora. Fasteignir af öllum stærðum og gerðum fullbúnar og í smíðum. FASTEIGNASELJENDUR Vinsamlega látið skrá fast- eignir yðar hjá okkur. Áherzla lögð á góða og ör- ugga þjónustu. Leitið uppl. um verð og skilmála. Maka- skiptasamn. oft mögulegir. Önnumst hvers konar samn- ingsgerð fyrir yður. Jón Arason, hdl. Málflutningur - fasteignasala ekki lengur haft stjórn á vöðva- herpingnum. — ? — í BJARMA götuljóskersins sá hann fögur ung brjóst hermar, glampann í augum hennar og gullinn bjarmann frá hári henn- ar. — Eftir hverju ertu að bíða. elskan mín? stundi hún. Dahl verkfræðingur gerði sér skyndilega ljóst, að þarna myndi vera um skelfileg mis- tök að ræða, — að hann væri háttaður í annars manns rúmi, — en það myndi vera harla ó- þægilegt að koma freistandi konunni, sem áköf hvíldi við hlið hans, í skilning um þau sannindi. Sem sagt. hann beið ekki lengur boðanna, einfald- lega af því að hann gat ekki beðið lengur. Það eru þó takmörk fyrir öllu. Svo að hann hlýddi henni — hann þrýsti sér upp að henni, vafði hana örmum, þrýsti vör- unum að barmi hennar. Jafn- framt fór hann inn um hlið paradísar, og gladdist ósegjan- lega yfir þyí, að hafa lykil, sem gekk að því. — Elskan mín, hvíslaði hann. Eina svarið var sælustuna. Og svo gerðust unaðslegustu hlutir þarna í hjónarúminu í raðhúsinu. Það var eins og tím- inn stæði kyrr, og þau tvö væru einu manneskjurnar í heimin- um. Hann fann, hvernig hún engd- ist af unaðinum. Hún klóraði nöglunum niður eftir baki hans og beit sig fasta í varir hans, meðan hún stundi. — Elskan, þú — ó elskan — þú ert dásamlegur! Og Dahl lá magnþrota við hlið hennar og naut ilmsins af líkama hennar, meðan hann strauk • annarri hendinni um brjóst hennar. Hún lá kyrr með lokuð aug- un, en barmur hennar hófst og hneig í sífellu. — Þú hefur aldrei verið eins undursamlegur og í nótt, ástin mín, hvíslaði hún loks. , Dahl sagði ekkert. Hann lá bara kyrr og horfði á hana, reyndi að gera sér grein fyrir því, hver hún væri, en birtan var alltof lítil til þess að hann gæti gert sér almennilega grein fyrir því. Hann fann handleggi hennar aftur læsast um háls sinn, fann heitar varir hennar lykjast um varir sínar, skynjaði ákefðina í líkama hennar og bar lykilinn aftur að því sæluhliði, sem opn- að hafði verið fyrir honum. Yfir hann færðist undursæla, sem tók engan veginn endi, þeg- ar hann leið útaf með höfuðið á milli brjósta hennar. Þegar hann vaknaði, var tek- ið að birta úti. Hann skimaði í kringum sig. Hún svaf. Graf- kyrrr og sæl hvíldi hún við hlið hans, svo að gullið hárið flóði yfir hvítan koddann. Nú sá hann, hver hún var. Nú þekkti hann hana aftur. Þetta var ótrúlegt, en hlaut að vera satt. Lykill hans hlaut að ganga að útidyrum hennar líka. — ? — NÖTRANDI af æsingu reis hann á fætur, klæddi sig í skyndingu og flýtti sér hljóð- lega fram í forstofuna. Hann leit á spegilmynd sína.. Hann var fölur og þreytulegur, og til þess lágu góðar og gildar ástæð- ur. Andlit hans var útatað v.ara- lit. Hann þurrkaði hann vand- lega af sér. Síðan laumaðist hann eins hljóðlega og hann hafði komið út úr húsinu. Allt var með kyrr- um kjörum í raðhúsinu við Ála- sund. Frú Agnes Flint vaknaði við það, að dyrabjallan hringdi. Hvað eftir annað. Hún skimaði glaðvöknuð í kringum sig, rétt eins og hún kæmi því ekki fyr- ir sig, hvar hún væri stödd. Síð- an reis hún upp, geispaði og smeygði sér í sloppinn. Hún gekk fram í forstofuna og opn- aði. Eiginmaður hennar, Áki Flint, stóð í dyragættinni, með ferðatöskuna sína í annarri hendinni og skjalatöskuna sína í hinni. Hún leit stórforviða á hann. Hann kom innfyrir og lokaði hurðinni á eftir sér. Síðan lagði hann farangurinn frá sér á gólf- ið og vafði hana örmum. — Elsku hjartans yndið mitt, sagði hann. Loksins er ég kom- inn aftur heim til þín. Hann þakti andlit hennar með kossum. Hún leit á hann og skildi ekki neitt í neinu. — Varstu að koma heim núna? spurði hún loks. — Stendur heima, elskan mín — stendur heima. Ég er búinn að sofa í alla nótt, og nú langar mig í morgunkaffi. Frú Agnes Flint sagði ekkert einasta orð, en hún hugsaði því meira. Ef Áki er að koma heim núna, hver var það þá, sem var hjá mér í nótt? Hver í ósköpunum skyldi það geta verið.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.