Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 04.08.1972, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 04.08.1972, Blaðsíða 3
NÝ VIKUTÍÐINDI 3 FUItÐULEGT FYRIRBÆRI Veran utan úr himinpimnum Eftir George Snitzowsky Klukkan átta að morgni þess 13. september 1952 var ég á ferðalagi ásamt eiginkonu minni og átján mánaða göml- um syni, þegar bifreið mín stöðvaðist skyndilega. Við vor- um á leið til heimilis okkar í Queens í New York-fylki eftir þriggja vikna dvöl hjá mági mínum í Cincinnati í Ohio- fylki. Samkvæmt landabréfi mínu vorum við stödd í Braxt- on-héraði í Vestur-Virginíu. Vegna þess að leiðin var löng og við vorum að flýta okkur, höfðum við lagt leið okkar gegnum ýmsa smærri bæi utan alfararleiðar. Ég steig á gang- setjarann, en vélin tók ekki við sér. Ég botnaði ekkert í þessu. Rafgeymirinn var nýleg- ur, og ég hafði ekki orðið minnstu afhleðslu var. Daufan, væmnislegan þef, lík astan blöndu eters og brenni- steins, lagði inn í bifreiðina. Barnið, sem sofið hafði í vöggu sinni í aftursætinu, tók nú skyndilega að gráta og hósta. Mér datt í hug, að kviknað hefði í einhverju, svo að ég fór út og lyfti vélarhlífinni. Ég gat ekki fundið neitt athuga- vert, svo að ég hamaðist í sveita ■ míns andlits árangurs-. Iaust í tíu til fimmtán mín- útur við að reyna að koma vél- inni -afniitað. Ólyktin virtist, færast i aukana, svo að ég lok- aði öllum gluggum. Barnið grét hástöfum, og konan mín yarð taugaóstyrk. „Þennan þef hlýtur að leggja frá brennisteinsverksmiðju hérna í nágrenninu,“ sagði ég í því skyni að róa konuna mína. „Vindurinn hlýtur að feykja honum burt.“ Þar sem talsvert var tekið að rökkva, fannst mér ógerlegt að skilja Edith og barnið eftir á þessum afskekkta vegi og ganga til næsta bæjar, sem að líkindum var tæpa tuttugu kílómetra í burtu. Miklu ráð- legra fannst mér að halda kyrru fyrir og bíða þess, að einhver ætti leið fram hjá okk- ur, eða þá bíða morguns, ef enginn kæmi. í þeim svifum var bifrelðin böðuð skjannabjörtu, iðandi Ijósi, eins og kastara hefði ver- ið beint að okkur. Við hjónin litum bæði út og virtist Ijósið koma úr jaðri skógarins, sem lá meðfram veginum. Það var furðulegt, hversu milt Ijósið virtist vera, eins og fjólublá slikja, þótt það blindaði mann alveg, ef horft var í það. Ég skrúfaði rykuga rúðuna niður til þess að sjá það betur, en urti leið smaug óþefurinn inn til okkar eins og flóðbylgja. Ég flýtti mér að skrúfa rúð- una upp. Ég var gagntekinn ó- gleði, og Edith kúgaðist. Ég gerði mér enga grein fyrir, hvað í ósköpunum þetta gæti verið. Verst var þetta þó fyrir barnið. Það hóstaði og grét, eins og það væri að kafna. Við tókum annan silkihanzka Edith og bundum fyrir vit þess, ef því hægðist eitthvað við það. Ég hentist út úr bifreiðinni og skellti hurðinni á eftir mér. Edith kallaði á eftir mér, en ég benti henni að hafa hægt um sig. Ég varð að komast að því, hvað á seiði var. Naumast hafði ég stigið tuttugu skref, þegar mér lá við að snúa við vegna óþefjarins. Mér fannst eins og allt væri að hvolfast innan í mér, og ég hallaði mér upp að trjástofni og seldi upp. Vegurinn lá niður í dalverpi, og þegar mér var litið inn á milli trjánna, greindi ég út- línur einhvers konar lýsandi hnattar. Hann var einna lík- astur götuljóskeri, nema hvað hann var nokkur hundruð sinn um stærri. Ekki stóð hnöttur þessi samt kyrr á jörðinni, heldur virtist hann svífa i lausu lofti og hreyfast fram og aftur. Ég hef alltaf álitið mig hugsa sæmilega skýrt og hleypi dómalaust um málefni, en ég gat ekki varizt því að láta mér detta í hug hina margumræddu „fljúgandi diska“, sem voru á hvers manns vörum, eða aðrir dularfullir hlutir. Ég trúði ekki orði af þessum sögnum, en méð an ég horfði á hnöttinn, fannst mér að um hann hlyti að vera til rökræn skýring. Hlutur þessi var í hundrað metra fjar- lægð, og ég tók að mjaka mér hægt og hljóðlega í áttina til hans, meðan ég bældi viðbjóð- inn niður. Þegar ég var kom- inn hálfa vegu til hans, var ég skyndilega gagntekinn undar- legri tilfinningu. Það var engu líkara en dofi færðist um mig allan, og mér varð öllum fun- heitt. Ég sá ekkert greinilega á yfirborði hnattarins, en var kominn nokkur skref nær hon- um, þegar dofinn varð sárs- aukafullur, eins og ég væri stunginn óteljandi nálum um allan líkamann. Ég tók á rás og forðaði mér allt hvað af tók aftur til bifreiðarinnar. Fæturn ir voru máttvana, og ég hras- aði hvað eftir annað á leiðinni. Ég reikaði loksins að trjánum, sem næst voru veginum og hall aði mér upp að einu þeirra, meðan ég var að ná andanum. Skyndilega rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds, er ég heyrði angistarvein frá Edith. Ég neytti allra minna krafta til þess að flýta mér til bifreiðarinnar, og þá sá ég ná- fölt andlit hennar út við rúð- una. „Edith — segðu mér, í guð- anna bænum, hvað hefur kom- ið fyrir?“ hrópaði ég. Varir hennar hreyfðust, og augu hennar beindust galopin að einhverju fyrir aftan mig. Ég sneri mér við, og þegar ég kom auga á það, hrökklaðist ég upp að bifreiðinni. Þessi I vera stóð hreyfingarjaus fimm- tán metrum hægra megin við mig, þrír til fjórir metrar á hæð og hafði mannslögun, höf- uð, axlir og skrokkmyndun. En hún stóð í sterkum ljósgeislan- um, svo að útlínurnar voru það eina, sem ég greindi. Ég fálmaði í handfangið á hurð bifreiðarinnar, þeyttist inn fyrir og skellti hurðinni á eftir mér. í hanzkahólfinu voru mataráhöld. Ég teygði mig eft- ir hníf og tók hann í skjálf- andi höndina. Síðan renndi ég mér niður úr sætinu og dró Edith og barnið á eftir mér. Barnið grét ennþá hástöfum. „Reyndu að þagga niður í honum,“ hvíslaði ég að konu minni, sem stundi af skelfingu. „Troddu einhverju upp í hann . . .“ Nokkrar mínútur lágum við samanhnipruð á gólfinu. Hjart- að hamaðist í brjóstinu á mér. Ég vogaði að gægjast upp fyr- ir mælaborðið til þess að gá að, hvað það væri, sem þarna væri á ferðinni. Ég sá langan, grannan arm teygjast að ofan niður á vélarhlífina, og tvo fingurna á enda hans þukla málminn eins og rannsakandi. Bænir mínar voru sannarlega heitar þá stundina. ' Nokkrum sekúndum síðar hætti vera þessi rannsókn sinni og sneri aftur til skógarins, án þess að gera nokkuð á hlut: okkar. Hún gekk ekki, og raun ar fannst ekkert á líkama hennar, sem svarað gæti til fóta. Neðri hluti líkamans virt- TVEIR spánskir sendifulltrú- ar hittust í Madrid, eftir að hafa ekki séð hvor annan í tvö ár. Annar hafði dvalið í Osló, en hinn í París. „Almáttugur, Pedró,“ sagði þessi frá Osló, „ósköp er að sjá þig, hvað þú er orðinn mag ur.“ „Já, sjáðu til, don José, það eru ríkar ástæður til þess. Þarna í París varð ég að sitja í veizlum og heimboðum upp á hvern einasta dag, og svo varð ég að halda kvenfólkinu uppi á snakki og gat aldrei komið matarbita niður.“ „Nú, svona varð það líka í Osló til að byrja með,“ sagði Don José. „En ég fann óbrigð- ult ráð til að vera í friði. Sjáðu nú til. Fyrst sný ég mér að dömunni vinstra megin við mig og segi: — Eruð þér gift- ar? Hún svarar: — Nei. Þá segi ég: — Eigið þér nokkur börn? Og þá segir hún ekki meir. Síðan sný ég mér að þeirri, sem situr til hægri og segi: — Eruð þér giftar? Hún svarar: — Já. Þá spyr ég aft- ist sterkleg heild, sem leið yfir óslétta jörðina. Óþefurinn var jafn and- stykkilegur og fyrr, en sann- ast að segja fann ég naumast lengur fyrir honum. Svo skelfd ur var ég. Veran hvarf inn á milli trjánna og það liðu enn nokkrar mínútur áður en ég þorði að draga andann. Þá lyfti ég Edith og barninu upp af gólfinu. Hún brast í ofsafenginn grát, en ég lagði barnið í vögguna og reyndi síðan að róa hana. ur: — Eigið þér nokkur börn? Hún svarar: — Fjögur. Og þá spyr ég strax: — Hver er fað- ir barnanna? Þá segir hún heldur ekki meir. Þá sný ég mér að dömunni hinum megin við borðið: — Eruð þér giftar? — Hún svarar: — Já. Ég held áfram: Eigið þér nokkur börn? Hún svarar: — Nei. Og þá spyr ég: — Hvernig hafið þér farið að því að koma í veg fyr- ’ir það? Og þá segir hún ekki neitt, og ég hef getað snúið mér að matnum í rólegheit- um.“ „Þetta er alveg fyrirtaks ráð. Ég ætla að reyna það strax og ég kem aftur til Parísar." Þegar Spánverjarnir hittust aftur að ári, var Pedro magr- ari en nokkru sinni fyrr. „Hvað í ósköpunum er að þér?“ spurði Don José agn- dofa. „Nú hefurðu grennzt um minnst fimm kíló til viðbótar. Fórstu ekki að eins og ég?“ „Jú, en það stoðaði lítið í París. Ég gerði nákvæmlega eins og þú sagðir. Fyrst sneri ég mér að stúlkunni vinstra Rétt í því kom ég auga á lýsandi hnöttinn lyftast upp fyrir tjátoppana, og meðan ég starði á hann í furðublandinni skelfingu, gleymdi ég næstum Edith. Hnötturinn hófst hægt á loft með smávægilegum stöðvunum, er hann hékk í lausu lofti stundarkorn áður en hann hélt áfram. I þúsund metra hæð tók hann að sveiflast fram og aft- ur eins og pendúll með sivax- andi hraða, þangað til hann Framh. á bls. 4 megin og sagði: — Eruð þér giftar? Og hún svaraði: — Nei. Þá héit ég áfram: — Eigið þér nokkur börn? Hún hló og svar- aði: — Lít ég svona sakleysis- lega út? Og svo blaðraði hún eins og hún ætti Iífið að leysa! Núnú, svo snerí ég mér að þeirri, sem sat hægra megin við mig, og sagði: — Eruð þér giftar? — Já, svaraði hún. — Eigið þér nokkur börn? — Já, fjögur. Og þá spurði ég alveg eins og þú sagðir: — Hver er faðir þeirra? — Ja, sagði hún og hló, ef ég á að segja eins og er, þá vet ég það varla sjálf! Og svo hélt hún áfram að blaðra! Loks sneri ég mér að dömunni hinum megin við borðið: — Eruð þér giftar? — Já. — Eigið þér nokkur börn? — Nei. — Hvernig hafið þér farið að því að komast hjá því? Þá leit hún ísmeygilega á mig og sagði: — Ef þér virkilega hafið áhuga, þá skuluð þér fá að komast að raun um þáð i einrúmi! Og svo blaðraði hún eins og hú* ætti lífið ao leysa!“ -------------------------------------------------------------- DAGINN eftir að framangreíndir atburðir gerðust, þann 14. september árið 1952, varð furðuleg fregn upp- vís. En það voru ekki Snitzowsky-hjónin, sem fluttu hana. í þann mund voru þau að vakna af svefni. Þessi fregn vakti athygli um heim allan, er blöð og fréttastofur höfðu náð hverju smáatriði í sambandi við hana. Flytjandi fréttarinnar var kona nokkur, frú Kathleen May að nafni, búsett í grennd við Flatwoods í Vestur-Virginíufylki. í hópi sjö unglinga klifraði hún upp hæð nokkra nálægt heimili sínu til þess að rann- saka fullyrðingu sona sinna tveggja, sem sögðust hafa séð „fljúgandi disk“! Að frásögn frú May og drengjanna, komu þau auga á „skrímsli, rúmlega þrír metrar á hæð, líkami þess var ljósgrænn og andlitið blóðrautt. Það leit í áttina til okk- ar, án þess það virtist bera fætur fyrir sig.“ í sjón- vatþsfréttum komst frú May svo að orði, að skrímsli þetta liefði verið æði miklu andstyggilegra en Franken- síein-óhugnaðurinn, sem þekktur er úr kvikmyndum, og mannlegt hefði það alls ekki getað verið. Öll vitnin gátu. þess, að frá skepnu þeirri hefðu stafað andstyggilegir dampar, sem komið hefðu þeim til að kúgast og selja upp. GLEÐISAGA ÓBRIGÐULT RÁB

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.