Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 04.08.1972, Blaðsíða 8

Ný vikutíðindi - 04.08.1972, Blaðsíða 8
8 NÝ VIKUTÍÐINDI II Ó T 13 L K O l1 T U K HÚN stóð rétt innan við dyrnar á hótelherberginu, ítur- vaxin hálfnakin ljóska, og teygði hendurnar aftur á bak til að hneppa frá sér brjósta- haldaranum, meðan hún beið eftir sendisveininum. Þegar hann Darði að dyrum, hélt hún pilsinu fyrir framan sig með annarri hendi en opnaði hurð- ina með hinni. Ungi maðurinn í hótelbún- ingnum stirðnaði af undrun, þegar hann sá hana hálfnakta fyrir framan sig. — Getur þú ekki hjálpað mér til að hneppa þessum fjára fyrir mig? sagði hún og setti stút á varirnar. — Þetta er anzi erfitt fyrir einsamlan kvenmann! Hún sneri bakinu að honum, og beið, meðan hann bar skjálf andi hendurnar upp að hneppsl unni á brjóstahaldara hennar. Þó kom hún honum enn meir á óvart með því að snúa sér snögglega við, svo að hann hélt á brjóstahaldaranum, en hún stóð eftir í engu. Meðan hann góndi á kvenmanninn, teygði hún fram hendurnar og tók báðum höndum um höfuð hans og þrýsti logheitum kossi á varir hans.-Á næsta -andartaki hafði hún f mjakað honum að rúminu og upp í það, svo að hann ; gleymdi öllu öðru en henni. ÞETTA er langt frá því að vera nofikurt' mnscíæmi i banda' rískum hótelum, en oftast nær upphaf þess, að viðkomandi hótel er undirlagt starfsemi blíðusölustúlkna, sem gera sér allgóðan pening af því að tál- draga hótelgestina, og beita til þess hvers konar brellum og uppátækjum, svo að siðgæðis- eftirlit lögreglunnar og hótel- verðirnir eru að ganga af göfl- unum. Leið flestra gleðimeyjanna Hótelverðir hafa landssam- band sín á milli, þar sem veitt- ar eru upplýsingar um kven- fólk það, sem getið hefur sér óorð á hótelum fyrir að hafa annaðhvort rænt gestina eða notað hótelherbergi við vændis- iðkun sína — ef komizt hefur upp um þaö! Á öllum hinum stærri hót- elum, þar sem um 50.000 Þær eru ungar og lostfagrar, og þær eru anzi slungnar að koma sér í kynni við einmana karl- menn, sem setzt hafa að á hótelum um lengri eða skemmri tíma, og þær eru svo fjölmennar og sniðugar, að eftirlitsmennirnir, sem falið hef- ur verið að koma í veg fyrir starfsemi þeirra, verða sífellt að vera viðbúnir nýjum brellum og tilraunum. inn í hótelin liggur í gegnum sendisveinana. Og það er í eðli starfs þeirra, að þeir hljóta að vera tilvalinn skotspónn þess- ara snjöllu tælara. Ef sendils- greyið hefur á annað borð fal-1- ið fyrir hálfnekt kvenmannsins og gengið eitthvað lengra, þarf hún ekki annað en rífa í hár sér og æpa NAUÐGUN — ef hann fellst ekki á hverja uppá- stungu hennar varðandi sam- starf í framtíðinni, — og á ella ýiifvöfandl átvinnumissi, mann orðsmissi, jafnvel fangelsisdóm. manns leggja leið sína um for- stofuna á viku hverri, er það næsta eifitt verkefni að vernda gestina fyrir ónæði af völdum hinna verstu hótelrottanna, sem vissulega eru hin versta hætta — ekki aðeins veski gestanna, heldur og heilsu þeirra, að ekki sé minnzt á orðstír hótelsins. AF LANGRI reynslu eru hót elverðir jafnan tortryggnir út í þær stúlkur, sem koma inn i hótelin með lítin farangur eða léttar töskur. Sendisveinarnir eru talsvert naskir á að iinna það á töskum, hvort það er fatnaður í þeim eða ekki. Og þeim, sem verið hafa í starfinu um nokkurt skeið, skjátlast furðu sjaldan í dómum sínum þar að lútandi. Á nótel eitt í Chicagó kom föstudagsmorgun einn myndar- leg stúlka, sem nefndist Rita Cabona, og fékk sér herbergi yfir helgina. Hún bauð af sér góðan þokka og gerði ekki til- raun til að leita á sendisvein- inn. Engu að síður varð piltur tortrygginn og sagði forstjór- anum, að farangur hennar hefði verið furðu léttur. Á spjald hennar í afgreiðsl- unni var því sett merkið ÖV, en svo eru merktir þeir gestir, sem álitnir eru þurfa sérstaka aðgæzlu við. Og um eitt-leytið um nóttina nam öryggisvörður hótelsins staðar fyrir framan dyrnar á herbergi Ritu og heyrði kvenna pískur og fliss inni. Hann gerði næturverðinum og yfirsendlin- um viðvart, en barði síðan að dyrum og krafðist inngöngu. Inni varð nokkur þögn. Síð- an sagði loðmælt konurödd: — Hvað á það að þýða að ónáða hótelgesti á þessum tíma sólarhrings? ÖRYGGISVÖRÐURINN not- aði lykil sinn til að opna hurð- ina og æddi inn. Fjórar stúlk- ur — allsnaktar eða í nærbux- um einum fata — voru að skemmta sér við bjórdrykkju inni. En karlmenn voru engir sjáanlegir. — Þið verðið að láta skrá ykkur sem gesti og greiða fyr- ir dvöl ykkar fyrirfram, sagði vörðurinn hátt. Við getum ekki haft óskráða gesti hérna. Vissulega voru mótmæli stúlknanna talsverð, en engu að síður tóku þær að hypja sig í fötin og gáfu í skyn, að þær væru að fara. Rita Cabona hellti úr skálum reiði sinnar yfir aðkomumenn og hótaði þeim öllu illu — en skyndilega heyrðist þrusk framan úr bað- herberginu og við nánari að- gæzlu fundust þar tveir karl- menn, óskráðir sem gestir, en kviknaktir og skjálfandi af kulda. Enda þótt það lægi í augum uppi, að stúlkurnar hefðu ætl- að að nota herbergið til vænd- isiðkana, var látið við það sitja að reka hyskið út og skrá stúlkurnar, starfsfólki hótelsins og öðrum til viðvörunar. Á málshöfðun var ekki vogandi að hætta. Einhverjum blaða- snápinum gat dottið í hug að stimpla hótelið varanlega fyrir ósiðlega starfsemi. ÞAÐ er ýmislegt, sem hótel- in vilja heldur leggja á sig en að leita til lögreglunnar eða Framh. á bls. 4 Slysni Blaðamaður nokkur kom í nektarnýlendu, og formaðurinn sýndi honnm staðinn, meðan þeir ræddu saman. Ein af spurningunum var vitan- lega: „Og hvernig er það með kynlifið hjá ykkur?” „Það er ósköp auðvelt, þvi við höfum ekkert af þvi að segja,” sagði for- maðurinn. Jæja, mennirnir tveir löbbuðu áfram, og þegar blaðarnaðurinn sá kasólétt an kvenmann, vildi hann auðvitað vita, hvernig á því stæði. „Ja, sko, við vorum einn daginn í höfrungaleik. og þá var það hann Halldór; hann komst ekki alveg yf- ir!” Xr Sykurtöngin „Þetta getur ekki geng- ið, María,” sagði veitinga- lconan á litlu kránni. „Eg hef tekið eftir Jwí, að karl- mennirnir J>vo sér ekkium hendurnar, J>egar J>eir fara á klósettið. Við neyðumst iil að kaupa sýkurtöng!” Stúlkunni var fengið /tað verkefni að kaupa tönqina, og nokkrum dög- um seinna spurði frúin, hvernig />vi máli liði. „Ég er búin að kaupa hana,” sagði María. „Hún hangir frammi á kló- setli...” Xr Happdrættismiðinn Eiginkonan hafði fengið ofsalega fínt skrifstofu- jobb, en sú kvöð fylgdi þvi þó, að liún þurfti ao sinna mikiTli eftirvinnu. Dag nokkurn kom liún lieim með minkapels og fullyrti, að liún liefði get- að keypt hann fyrir pen- inga, sem liún hefði unnið i happdrættinu. Nokkrum vikum seinna var hún komin með dem- antshring. Hann liafði liún keypt fyrir annan vinning i happdrætti. Raunar virt- ist hún alltaf vera að. vinna í happdrætti, næst- um vikulega. Þegar svo maðurinn hennar útbjó dag nokkurn bað handa henni, lét hann ekki renna nema rúmlega botnfylli af vatni í baðker- ið. „Af hverju fyllirðu ekki baðkerið, vinur minn?” spurði hún. „Ja, það er kannske viss ara að bleyta ekki liapp- drættismiðann þinn ...” Kvalir Amerískt blað stofnaði iil þáttar, sem hét „Kvala- fgllsta andartak ævi minn- ar”. Átli lwer sá, er sendi blaðinu grein i þáttinn, að fá tíu dollara. Einn athyglisverðasti að- sendi greinarstúfurihn var á þessa leið: „Þegar ég kom heim úr vinnunni eitt kvöldið, kom ég að bezla vini mínum kyssandi konuna mina. Þetta var hræðilega kval- arfullt fyrir mig. Sendið mér 20 dollara, því þella var engu síður kvalaful'd fyrir konuna mína.” Rilstjórinn var nú samt ekki sínkari en svo, að hann sendi 30 dollara og lét með fylgja svohljóð- andi skýringu: „Ég hef lúmskan grun um, að þetta hafi líka ver- ið kvalafullt fyrir bezta vin yðar!” Xr Pissirí Nonni litli er með mömmu sinni á liár- greiðslustofu. Þar þarf hann skyndilega að skreppa fram á litla her- bergið, og þar er fyrir roskin og vingj arnleg kona. „Get ég ekki pissað hérna?” spurði Nonni. „Jú, þó það nú væri,” sagði konan. „Og ég skal meira að segja loka aug- unum á meðan.” Nonni: „Það er alveg ó- þarfi, því svo hált gel ég ekki pissað.” Mexíkaninn og byssan Litli Mexíkaninn var á ferð um brennandi eyði- merkursandinn með silt jarðneska góss. Það var bundið á bak asna, og á eflir honum tríllaði eigin- konan. Allt í einu hrasaði asn- inn um stein, og Mexíkan- inn muldraði með sjálfum sér: „Þetta cr í fyrsta sinn.' Seinna um daginn, þeg- ar sólin var lægra á lofti, hnaut asninn aftur. „Þetta var í annað sinn” tautaði Mexíkaninn. Loks, þegar farið var að skyggja, hrasaði asninn enn. Mexíkaninn muldraði: „Þetta var í þriðja sinn.” Að svo mæltu tók hann upp skammbyssuna sína og skaut asnann. Konan rak upp óp og barmaði sér yfir að missa svona góðan asna; nú þyrfti hún sjálfsagt að rog- ast með alla byrðina. Og fleira þrasaði hún um. Mexíkaninn gaf henni illt auga og muldraði: „Þetta var i fyrsta sinn!” Gólfteppið Hann ferðaðist um hér- aðið og seldi happdrættis- miða til ágóða fyrir nýja sundliöll. Aðalvinningur- inn var glæsilegt og afar ódýrt gólfteppi. í afskekktu koti bjó Lina gamla, og liana heim- sótti sölumaðurinn líka. „Jæja, Lína mín, ætlar þú ekki að reyna við gólf- teppið og fá þér eitt núm- er?” „Jú, kannske,” hneggj- aði hún. „En þá verðurðu líka að hjálpa mér á fæt- ur á eftir ...”

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.