Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 04.08.1972, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 04.08.1972, Blaðsíða 6
6 NÝ VIKUTÍÐINDI I%fa&istaböðullinm KO CMM Líf hans er virt á ö’ '. 1 50 mill jarða kr. í ÖMURLEGU Mokotofí- fangelsinu í Varsjá hefur heng- ingaról böðulsins beðið í sjö löng ár eftir bráð sinni — fyrrverandi böðli Hitlers, Er- ich Koch. Dómurinn yfir Koch var kveðinn upp í Varsjá 9. marz 1959. Þegar tekið er tillit til af- brota hans, veldur það vægast sagt nokkurri furðu, að svo lengi skuli hafa dregist að framkvæma dauðadóminn. Hann var nefnilega sekur fund inn um að hafa skipulagt morð á 272.000 gyðingum, Pólverj- um og töturum, meðan hann var fógeti í Austur-Prússlandi og hernámssvæði Þjóðverja í Póllandi og Ukrainu. Minni stríðsglæpamenn en hann hafa margir hverjir alls engan frest fengið eftir dómsuppkvaðn- ingu. Yfirvöldin vitna til, þeirrar greinar í pólskum lögum, sem kveður svo á um, að eigi megi taka þá af lífi, sem séu það veikburða, að þeir geti ekki gengið sjálfkrafa til gálgans. Koch, sem nú er 75 ára, er sjúklingur í raun og veru. Fætur hans eru lamaðir að mestu, hann þjáist af liðagikt og nýrnaveiki, og getur alls ekki gengið hjálparlaust. En sérfræðingarnir, sem starfa við „stríðsglæpastofnun- ina“ ’ ísrael, eru ekki það illa að sér, að þeir taki slíkar full- yrðingar alvarlega, eða haldi, að mannúðin ein ráði í þessu máli. Þeir hafa sannanir fyrir því, að grundvöllur þessa máls sé allt annar og furðulegri en fótaveiki gamla fjöldamorðingj ans. Þeir vita, að læknar, sem fyrir skömmu rannsökuðu Koch, hafa staðfest, að heilsu- far hans sé ekki verra en svo að hann hafi talsverða mögu- leika á að ná háum aldri í fangelsisklefa sínum. Það eru líka möguleikar á þvi, að böð- ulsólin nái Koch aldrei. Hann getur hæglega dáið á sóttar- sæng í hárri elli. Það, sem mestu máli skiptir fyrir Koch, er það, að hann gæti þess að halda jafnvæginu Vín skal til vinardrekka Fjallar um vín, vínframleiSslu og vínnotkun, ásamt upplýsingum um víntegundir hér á landi. — I bókinni er fjöldi uppskrifta að kokkteilum og vínblöndum. Fæst hjá bóksölum um land allt. á milli þess, sem Rússarnir halda að hann viti, og þess, sem hann veit í raun og veru. Og töfraorðið í þessum örlaga- ríka hráskinnsleik er Katrínu- höllin. Síðan dauðadómurinn var kveðinn upp, hefur aftökunni verið frestað á hálfsárs fresti af pólska dómsmálaráðuneyí- inu, og fyllsta ástæða er til að ætla, að skipunin um hvern frest komi beint frá Moskvu. Því að þar lifa menn enn í voninni um, að Koch kunni að afhjúpa leyndardóminn um, hvar gífurleg auðæfin frá sum- arhöll Zarsins, Tsarskoje Selo,- eru niður komin. í dag er Tsarskoje Selo ým- ist nefnt Puskin eða Detskoje Selo (barnabærinn) — og ligg- ur um þrjár mílur í suður frá Leningrad. Á keisaratímunum var þetta sæmilega stæður yf- irstéttarbær með all-mörgum tígullegum byggingum. Glæsi- legust þeirra var Katrínuhöllin, byggð í rokokóstíl á árunum 1752—56, af arkitektinum B. Rasreili, og prýdd hvers konar íburði á frumlegan hátt. I heimsstyrjöldinni síðari var bærinn að heita lagður í rústir í orustunum um Leningrad, og Katrínuhöllin var einna verst útleikin af byggingunum. En verðmæti listaverka þeirra og auðæfa, sem hurfu úr höllinni, sem á sínum tíma var sumaraðsetur keisarafjöl- skyldnanna, er nefnt í blátt áfram svimháum tölum, sem myndu svara til tugum millj- arða islenzkra króna! Þegar ríki Hitlers hrundi i styrjaldarlok, er álitið að auð- ur og og dýrmætur ránsfeng- ur úr herteknu löndunum hafi verið falinn á a.m.k. 42 stöðum sem nokkurn veginn er vitað um. Sumir þessara staða hafa fundist, en velflestir eru leynd- ardómur enn þann dag í dag, og sumir álitnir ófinnanlegir. — ★ — AÐALMIÐSTÖÐ eftir- grennluþjónustunnar varðandi stríðsglæpi nazista er staðsett í Tel Aviv í ísrael, og er þar starfandi sérstök stofnun,. sem hefur það verkefni að leita uppi horfin verðmæti, sem naz- istarnir komust yfir á stríðsár- unum og földu í stríðslok. Stofnuninni er kunnugt um fjársjóðina frá Saloniki, Mytil- ene, Krosno, Strellin, Zagreb og Rhodos. En enginn, af öll- um þessum fjársjóðum hefur haft nokkur áhrif á þá á við fjársjóðinn úr Katrínuhöllinni. Höll þessi var með þök úr jade, veggi úi rafi (enda stund um kölluð Raf-höllin), gólfflís- I *>:f' ‘.t>uL jjpnvai ar úr 24 karata gulli og hús- búnað úr gimsteinasettu rafi, !jáde og gulli! *’r' Verðmæti munanna í Katr- ínuhöllinni er að sjálfsögðu feiknarlegt, og í rauninni verða þeir ekki metnir til fjár með neinni vissu. En áætla má, að verðmætið samsvari 50 millj örðum íslenzkra króna. Ránið úr Katrínuhöllinni var framkvæmt af sérdeild úr þýzka hernum, sem hlotið hafði nafnið „Einsatzgruppe Koch“ og voru henni til að- stoðar safnfræðingar frá Kön- ingsberg. Dresden og Berlím Samanstóð deildin af verkfræð- ingum óg ‘tæknifræðingum og tveim herdeildum með flutn- ingabíla og brynvarða bíla. Verkið var framkvæmt und- ir yfirstjórn Erich Koch, en í fjarveru hans annaðist Johann Hase, ofursti, stjórnina. Hase þessi var prússneskur aðals- maður frá Tilsit. Flutningasveit þessi starfaði' í Tsarskoje Selo frá því í okt- óber 1941 þangað til í marz 1942, er seinasti. farmurinn var fluttur þaðan áleiðis til Aust- ur-Prússlands. Auk fjársjóðanna frá Katr- ínuhöllinni tóku flut^'ngasveit- ir þessar með sér um 320 mál- verk, 114 marmarastyttur, einkabókasafn seinasta zarsins — sem samanstóð af; 5000: sjaldgæfum bókum ogi ómetan- legum gömlum handritum. Allt þetta var skráð og skjal- fest og niðurflokkað af stór- þýzkri smámunasemi. Samtals 157 gríðarstórir kass ar, númeraðir frá a-1 til z-10, voru settir í neðanjarðarbyrgi í safninu í Köningsberg og Hvað varS af fjársjóðnum, sem rænt var úr keis- arahöllinni í Tsarkoje Selo á árum síðari heims- styrjaldarinnar? Erich Koch — hinn dauða- dæmdi stríðsglæpamaður og fjöldamorðingi — vísað á neðanjarðarbyrgin, þar sem auðæfin eru falin ?

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.