Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 04.08.1972, Blaðsíða 5

Ný vikutíðindi - 04.08.1972, Blaðsíða 5
NÝ VIKUTÍÐINDI 5 HefíaitíkurAjóHiJarpið SUNNUDAGUR 6. ágúst 11.30 Big Picture 12.00 Sacred Heart 12.15 Christophers 12.30 This Is The Life 1.00 Love Is A Sexy Society 1.00 American Red Cross 1.30 British Open 3.00 Major League Baseball 4.30 NFL Action 5.00 Wide World Of Sports 6.00 Sports Challenge 6.30 Evening News 6.45 Greatest Fights 7.00 Walt Disney 8.00 Nationai Geographic Special: 9.00 Mod Squad 10.00 12 O’Clock High 11.00 Fiiial Edition 11.05 Northern Lights Play- house 12.35 Olympic Wrestling MÁNUDAGUR 7. ágúst 3.30 Open House 4.00 Sesame Street 5.00 Julia 5.30 The Funny Side 6.30 Evening News 7.00 Here’s Lucy 7.30 All In The Family 8:00 Monday Nite at the Movies — 9.30 Highlights Of Demo- cratic Convention 23.20 Fmal Edition 23.25 Tonight Show ÞRIÐJUDAGUR 8. ágúst 3.30 Open House 4.00 Buck Owens 4.30 Beverly Hillbillies 5.00 Theater 8 — 6.30 Evening News 7.00 Marshall Dillon 8.00 For Your Information 8.30 Ölympians 9.00 High Chaparral 10.00 Caroi Burnett 11.00 Final Edition 11.05 Pro Boxing MIÐVIKUDAGUR 9. ágúst 3.30 Open House 4.00 Animal World 4.30 Partridge Family 5.00 Theater 8 — 6.30 Evening News 7.00 Daniel Boone 8.00 Hollywood TV Theater 8.30 Governor & JJ 9.00 Braken’s World 10.00 Fugitive 11.00 Final Edition 11:05 Dick Cavett FIMMTUDAGUR 10. ágúst 3.30 Open House 4.00 My Three Sons 4.30 Kitty Wells 5.00 Theater 8 — 6.30 Evening News 7,00 Náhny Ahd Ttie Prof 7:30 BiU Cosbý 8.00 Northern Currents 8.30 Renaissance In Black 9.00 Dean Martin 10.00 Naked City 11,00 Final Edition 11.05 Northern Lights Play- house — FÖSTUDAGUR 11. ágúst 3.30 Open House 4.00 You Are There 4.30 Bewitched 5.00 Theater 8 — 6.30 Evening News 7.00 Ie Which We Live 7.30 Doris Day 8.00 Wild Wild West 9.00 Laugh-In 10.00 Hollywood TV Theater 11.00 Final Edition 11.05 Norhern Lights Pláy- house — 12.45 Northern Lights Theater LAUGARDAGUR 12. ágúst. 9.00 Cartoon Carnival 9.ÖÖ Captain Kangaroo 10.30 Sesame Street 11.30 Golden West Theater: 12.00 Voyáge To The Bottom Of The Sea 1.00 Roller Games 2.00 American Sportsman 3.00 tíasebal' Game Of The Week Houston VS Pittsburg 5.00 Wide World Of Sports 5.30 ice Palace 6.30 Evening News 6.45 Greatest Fights 7.00 Wide, Wide World 7.30 It Was A Very Good Year 8.Ö0 Gunsmoke 9.00 Flip Wilson 10.00 The Úntouchables 10.55 Chaplain’s Corner 11.00 Final Edition 11.05 Northern Lights Play- house — :»»:*»>»»»xv kvenmaður, æpandi af öllum kröftum' — Stöðvið þjófinn! Stöðvið þjófinn! HENNI sagðist svo frá, að hún nefði setið inni á klósetti, þegar innundir skilrúmið og að fótum hennar rann peninga- budda. Hún beygði sig niður til að koma buddunni aftur til konunnar fyrir utan, en um leið og hún leit upp sá hún konuhendi vera að fjarlægja véski hennar af fatasnaganum, — Þessi kvenmaður, — sem mér vait.pmögulegt að sjá fram an í — var leiftursnögg. Hún hljóp burt með veskið mitt, og ég gat ekkert aðhafzt! Veskið fannst klukkustundu síðar í ruslatunnu. Allir pen- ingarnir voru horfnir, en far- miðar og skilríki voru óhreyfð. í skýrslum sínum hafði Baxt- er lesið um þaðj að það væri venja „Klósetta-Lúlú“ að láta til sín taka tvisvar eða þrisvar á sama stað, áður en hún færi til þess næsta. Hann réð því lögreglukonu eina til þess að halda sig á kvennasnyrtingun- um í þeirri von, að Lúlú léti aftur til skarar skríða. Lögreglukonan, Anita Wil- son, hafði heppnina með sér, og það aðeins tveim dögum síð- ar. Hún hafði þá gengið á milli snyrtinganna og jafnan skilið veski sitt hangandi á skilrúminu. Þar sem Anita Wilson sat inni á salerninu kom peninga- budda rennandi inn til hennar, og kvenmannsrödd heyrðist segja: — Buddan mín! Æ, hvernig fer ég nú að því að ná henni? En í stað þess að renna budd unni út, beið Anita eftir hönd- inni yfir skilrúmið og skellti handjárnunum á hnuplarann. Lúlú var enn formælandi ó- heppni sinni, þegar lögreglan kom til að flytja hana í stein- inn. EINNA verstar viðureignar af öllum eru þó þær, sem blandá saman kynferðismálun- urtl og ránunum, því að þær eru ófyrirleitnastar allra og sí- fellt að finna upp á nýjum leiðum, til að vefja sakleysingj- unum um fingur sér. Kaupsýslumaðurinn miðaldra rak upp stór augu, þegar her- bergisþernan félíst fúslega á að taka staup með honum. Hún var furðulega ungleg og heill- andi í hvítstroknum einkennis- búningnum, sem gaf til kynna afburða vöxt. — Þú ert regluleg dúkka, þusaði hann, meðan hann blandaði viskíið í glösin. Hvern ig stendur á því, að svona stelpa eins og þú þarft að slíta þér út í þessu leiðinda- jobbi? Þú gætir auðveldlega fengið miklu betra starf, — Ég hef betra starf, svar- aði hún og tók að hneppa ein- kennisbúningnum frá sér. — Ég hef ttittugu-og-fimm dollara á klukkustund fyrir það. Hann ætlaði náumast að trúa sínum eigin augum. Hann hafði sjálfur farið víða um landið, og herbergisþernurnar yfirleitt ekki af því taginU, að augum væri rennandi tvisvar sinnum til þeirra. Þessi var alveg sér á párti. Rétt um tvítugt, með Sléttan maga, stinri brjóst og rennilega. fætur. — Hvað segirðu um það? spurði hún. Tuttugu og fimm dollara, og þú ert alls ráðandi. Hann var þegar kominn með fingurna á kaf niður í veskið sitt. EFTIR á sagði hún elsku- lega: — Þú lítur út fyrir að vera dauðþreyttur. Lokaðu bara aug unum og fáðu þér smáblund. Ég kem svo aftur eftir klukku- tíma eða svo til að taka til á herberginu. Það er aldrei áð vita, nema mér dveljist eitt- hvað hjá þér. Þú ert ágætur. Hartn brosti í sæluvímu og eftir stundarkorn reis stúlkan upp og bjóst til að koma sér i fötin. Hann veitti því enga sér- staka athygli, að henni dvald- ist fyrir framan spegilinn uppi yfir kommóðunni, meðan hún var að laga hárnálarnar i höfði sér og dútla eitthvað meira. En klukkustund síðar sat hanri niðri í skrifstofu fatar- stjórans og hellti úr skálum reiði sinnar yfir manninn: — Úrið mitt, veskið, hring- ur, sem kostaði mig 850 doll- ara og pennasettið, allt er horf- ið, sagði hann. Bannsetta dræs- an. Hvers konar hótel er þetta eiginlegá, sem þið rekið hérna, að þið skulið vera með ótíndar hórur hér innan veggja? Hann blaðaði reiðilega í gegnum stafla af ljósmyndum, sem öryggisvörurinn hafði út- vegað honum, þegar hann hafði fregnir af þessum kvört- unum gestsins. — Nei, það er engin af þess- um kvenmönnum, Fjandinn sjálfur, þetta eru hreinustu herfur í samanburði við hana. Ég segi ykkur eins og er, að hún var forkunnarfalleg! — O — ÞÁ VAR tekið að yfirheyfa starfsfólkið, og gangastú'kan, sem var heiðarleg kona á sex- tugsaldri, kannaðist ekk' við, að nein starfsstúlka, sem sVar- að gæti til lýsingár mannsins. hefði komið nálægt þessari vakt, svo lengi sem hún myndi eftir. En gesturinn fullyrti á- kaflega, að stúlkan hefði borið einkennisbúning, sem hefði ver ið nákvæmlega eins og á öðr- um starfsstúlkum hótelsins. Hvað gat eiginlega hafa gerzt? Hvernig hafði þessi dul- arfulla stúlka komizt inn í hótelið, án þess nokkur yrði hennar var — og hvernig hafði hún komizt yfir einkennisbún- inginn? Það leið ekki á löngu, áður en öryggisverðir í öðrum hótel- um borgarinnar, fengu ástæðu til að velta spurningunnni fyr- ir sér. Og hver og einn þeirra, sem orðið hafði fyrir barðinu á þeirrri dularfullu, sagði hana hafa verið í einkennisbúningi viðkomandi hótels, um það var ekki að villast. Og jafn starf- söm og hún hafði verið, var hótelstjóranum það ljóst, að ekki gat liðið á Iöngu áður en lögreglan yrði kvödd til, en það var nokkuð, sem þeir vildu forðast í lengstu lög, svo að mannorð fyrirtækja þeirra yrði ekki fyrir áfalli. Einnig var þeim orðið það verulegt metnaðarmál að hafa sjálfir hendur í hári hennar. Starfslið hótela um gjörvalla borgina hóf æðisgengna leit í herbergjum, geymslukompum, skápum og snyrtiherbergjum, svo og brunastigum hótelanna OG I.LÆSTUM skáp í lítið notaðri brúðhjónaíbúð í einu hótelinu finnst þernubúningur hangandi snyrtilega á snaga. Hann var að öllu leyti eins og búningur þernanna í hótelinu, en hafði ekki verið saumaður á sama stað og þeir. Viðkomandi öryggisvörður hélt þegar af stað til sauma- stofunnaí, og tókst með hótum um að fá það upp hjá forstöðu- manninum, að stúlka, sem sagsf rhefði heita Ethel Eld- ridge, hefði fengið hann til áð sauma fyrir sig einkennisbún- ing, sem Væri eins og þernu- búningar í ýmsum hótelum borgárinnár. —- Ég hafði að sjálfsögðu ekki hugmynd um, hvað hún ætlaði að gera við búniriginn. Ég hélt bara, áð hún væri ein- hver rík dáma með furðulegar tilhneigingar. Öryggisvörðurinn benti hon* um á, að hann ætti á hættu að verða ákærður fyrir að vera samsekur henni, og kvað skraddarinn þá stúlkuna vera væntanlega til að sækja nýj- asta einkennisbúninginn dag- inn eftir. Móttökunefnd öryggisvarða beið hennar í leyni, þegar hún kom til þess að sækja einkenn- isbúninginn. Fegurðina vantað.i hana ekki, en orðbragð hennar var óþvegið, þegar þeir rudd- ust inn á hana og handtóku hana. Þegar Ethel var komin á lög- reglustöðina, var herini sýndur listi yfir þær ákærur, sem bornar höfðu verið fram á hana. Þá leysti hún frá skjóð- unni. í flestum tilfellum hafði hún haft þann háttinn á, að múta sendli eða lyftustrák til að lauma að sér lykli að mann- lausu eða lítið notuðu herbergi. Enginn veitti henni eftirtekt, þegar hún fór upp, það þótti sjálfsagt að sjá velklæddar feg- urðardísir fara til herbergja sinna, og þegar enginn sá til laumaðist hún inn í herbergið. þar sem hún fór í þernúbun- inginn. Síðan fór hún aftur í pels sinn utan yfir þernubún- inginn og fór niður á hæðina, þar sem fyrirfram valið fórn- ardýr hafði herbergi. Þegar enginn sá til, laumaði hún pels inum inn í kassann utan um brunaslönguna, hélt síðán til herbergis hins útvalda og opn- aði fyrir sér með lykli, sem vikapilturinn hafði látið hana hafa. HUN fékk þriggja ára fang- elsi fyrir athafnasemi sina, og þeir vikapiltar, sem til náðist, hlutu einnig refsingu. Þeir réyndust furðu margir, og þö ekki víst, að allir hafi náðst. Vissulega getur það haft al- varlegar afleiðingar fyrir hót- elin, ef piltarnir, sem þar vinna, falla í freistni, en ekki er það síður slæmt, ef veikara kynið lætur það eftir sér. Laus lætisorð vill ekki nokkur hót elstjóri fá á hótel sitt og reyn- ir því að velja starfslið sitt með tilliti til þess, að ekki sé mikil hætta á slíku. Eða eins og einn þeirra komst að orði: — Með því að rétta lauslæt- islýðnum litla fingurinn og horfa í gegnum fingur okkar í einu tilviki, myndum við bjóða hættunni heim. Við yrð- um undirlagðir lýð glæpa- manna og vændiskvenna. Heið- arlegt fólk myndi fljótlega snúa við okkur bakinu og fara annað. Með því að halda laus- lætinu frá dyrum okkar erum við í ráun og veru að inna af höndum þjóðþrifaverk, sem við reynum að komast hjá að fá lögreglunni í hendur, þannig að hún getur einbeitt kröftum sínum annars staðar. Setjist þú, lesandi góður, að í bandarísku hóteli og girnileg- ur kvenmaður í forstofunni gef ur þér áuga, þá getur þú verið viss am það, að hátterni henn- ar hefur þegar verið veitt at- hygli af árvökulum vörðum, sem gera sitt ítrasta til að koma i veg fyrir, að samband ykkar verði annað og meira. Og það er heldur ekki að vita, nema þú hafir ástæðu til að vera þeim þakklátur — reglu- legc þakklátur — þrátt fyrir

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.