Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 10.11.1972, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 10.11.1972, Blaðsíða 4
4 NÝ VIKUTÍÐINDI §önii saga og holl lesning fyrir eiginkonu Sex xikna þögrn Efiir May „Það er nauðsynlegt, að þér hvílið raddböndin, fyrst um sinn,-‘ sagði læknirinn og horfði þungbúinn á mig. „Al- gjör þögn í sex vikur gæti forðað yður frá mjög slæm- um uppskurði.“ „Hver þremillinn,“ hrópaði maðurinn minn upp yfir sig og sló á lærið. „Hver einsti maður, sem ég þekki, mun öf- unda mig.“ En jafnskjótt iðr- aðist hann orða sinna. „Ég var aðeins að grinast, elskan mín.“ „Hvernig á ég að geta al- ið upp börn,“ hvíslaði ég, „og jafnframt stjórnað stóru heim- ili, ef ég má ekki opna munn- inn?“ „Það er þess vert að reyna það,“ svaraði læknirinn hvetj- andi. „Það má vera að þetta æxli í hálsi yðar hverfi af sjálfu sér, ef það verður ekki fyrir sííelldri ertingu af radd- böndunum. Ég vil ráðleggja yður að fara í algert talbind- indi. Bezt væri að þér stilltuð yður jafnvel um að hvísla.“ „Minnsta telpan mín er ekki orðin læs,“ krotaði ég á blað, sem lá á borðinu, hjá læknin- um. Hann brosti og kinkaði kolli, til merkis um að hann skildi tilfinnirigar mínar. „O, yður tekst þetta ein- hvern veginn,“ sagði hann með hægð. Hann hafði rétt fyrir sér. Lífið warð ein samfelld röð undrunarefna. Ég er nú langt komin með fimmtu þagnarvikuna mína, og þessi tími hefur sannarleja gefið góða raun. fært mér ó- metanlegan sigur. Ekki aðeins að því leyti, að æxlið er ger- samlega horfið úr háisrnum á mér, og ég á þann hátt losnað við hættulegan uppskurð, held ur einnig að því leyti, að ég hefi komizt að raun um hið mikla sannleiksgildi gamla spakmælisins: „Þögnin er gulls ígildi“. Orðheppni er ánægju- leg, og mælskan er dýrmæt list. Er, í daglegu lífi er þögn- in dýrmætust. Eftir tveggja daga þögn, hafði ég komizt. að þeirri nið- urstöðu, að mæður tala of mik- ið. Við dembum óendanlegu steypiflóði af orðum yfir börn- in okkar, og mestur hluti þess- arar orðahríðar perlar af þeim eins og vatn af gæs. „Komið þið nú að borða,“ er til dæmis ein algengasta skipunin, sem undantekninga- laust er daufheyrzt við. Þegar ég hrópaði í annað sinn, að venju með svolitlum gremju- blandinni röddu, kom maður- inn minn oftast von bráðar. Börnin komu aftur á móti sjaldnast fyrr en við höfðum haldið áminningartölu yfir þeim og sagt þeim, að þau væru annaðhvort heyrnarlaus eða pá siðlausir dónar og van- þakklátir grislingar, sem ekki ættu heima á góðu heimili. Því meira sem ég skammaðist, því minna var hlustað. Nú hringdi ég borðbjöllu tvisvar sinnum. Fyrri hringing- in táknar það, að eftir fimm mínútur mun hún hljóma á ný. Og þegar svo seinni hring- ingin hljómar um húsið, þá er uppi fótur og fit. Allir hraða sér að matarborðinu. „Farðu í regnkápuna þína og settu á þig sjóhattinn,“ sagði ég oftast við son minn ef útlit var fyrir regn. Hann mótmælti jafnan ákaft. Ég beitti þá skynsamlegum rök- semdum. Hann lét þær sem vind um eru þjóta. Ég krafðist þess. Hann orgaði og æpti. Nú er öll þessi barátta úr sögunni. Hið eina, sem ég þarf að gera, er að leggja sjóhattinn hans og kápuna hjá skólabókunum hans. Litla telpan mín kemur jafn- an þjótandi, þegar ég fer út á tröppurnar og flauta þar tvisv- ar í flautu sem hún á sjálf. Hún veit að það táknar, að hún cigi að koma heim; og þegar hún kemur, tek ég hana í fangið. Það er nóg viður- kenning fyrir hana. Áður fyrr þurfti ég margar ferðir til að hrópa og kaila, en aldrei var kallinu hlýtt fyr en seint og síðar meir. Nú tek ég sjálf dótið hennar af gólí- inu, og kemur hún þá venju- legast og hjálpar mér, en áður kostaði það jag og óánægju að fá hana til að skilja, að hún ætti að hirða um dótið sitt. Samkomulag okkar hjón- anna er betra nú en nokkru sinni fyrr, og það er eingöngu þeirri uppgötvun minni að þakka, að konur tali yfirleitt of mikið. Ég hélt í fyrstu að honum myndi finnast ég leiðigjarn og ömurlegur félagi. En það er nú Öðru nær. Honum virðist finnast nú, að ég sé hinn á- kjósanlegasti vinur og félagi í öllum samræðum; nú get ég ekki giipið fram í. — Og nú get ég hvorki gagnrýnt né mót- mælt. Það virðist sannarlega gefa honum aukið sjálfstraust, að eiga alltaf fyrsta og síðasta orðið heima hjá sér. Ég er hætt að reypa að um- breyta manninum mínum. Öll hin venjulega kaldhæðni og nöldur eiginkonunnar er horf- in. Ég kvarta aldrei og rífsi aldrei. Hann er meira að segjn laus við hina kvenlegu sið- fræði, sem náttúrulega er að jafnaði eingöngu honum fyrir beztu, ekki satt? Um leið og gagnrýnin hvarf að fullu og öllu af vörum mér, hef ég um leið orðið hin ákjósanlegasta ástmey í hans augum, sem hægt er að hugsa sér. Ég skal viðurkenna það, að fyrstu vikur þagnarinnar var ég oft svo gröm við manninn minn, að ég ásetti mér að muna það sem mér gramdist og ná mér ærlega niður á hon- um í staðinn, strax að þagnar- vikunum loknum, en næsta dag var allt slíkt grafið og gleymt. Ég skrifaði manninum mínum líka stundum bréf þrungin ásökunum og inni- byrgðri gremju, en þau bréf fóru ur.dantekningarlaust í eld- inn, eftir að ég hafði lesið þau yfir í annað sinn, svo að hann sá þau aldrei. Getið þið ímyndað ykkur hver árangurinn varð? Hann fór að koma heim með smá- gjafir handa mér, algjörlega að tilefnislausu. Ýmist með konfekt, nýja bók eða blóm. í fyrstu hélt ég að hann vor- kenndi mér og gerði þetta þess vegna. En þrátt fyrir það hef ég aldrei á ævinni verið eins ánægð og það var augljóst, að hann hafði aldrei verið eins hamingjusamur um dagana. Þagnar bindindið hefur frels- að mig frá öllum símtölum og jafnframt frá samkvæmislífinu að mestu leyti, og því hef ég haft miklu meiri frítíma en nokkru sinni fyrr. Ég hef því haft ærinn tíma til að sinna matargerð, og árangurinn hef- urorðið sá, að maðurinn minn er farinn að hlakka til hverrar máltíðar og veit, að alltaf get- ur verið von á einhverju nýju og gómsætu. Nú hef ég einnig tíma tii þess að setjast við píanóið við og við og æfa mig á lögum, sem ég hafði týnt niður fyrir löngu síðan. Þá hefur sauma- vélin einnig veitt mér marga ánægjustund og margt það komizt í verk, sem aldrei var tími til að snerta á áður. En bezta uppbótin fyrir mál- leysið eru þó bréfaskriftirnar. Ættingjar og vinir mínir hafa undanfarið rekið upp stór augu er þeir hafa fengið löng bréf frá mér, sem annars mátti aldrei vera að því að sérifa. Að öllu samanlögðu þykist ég hafa sannfærzt um, að við konurnar tölum yfirleitt, oi mikið, og margt af því sem við segjum er sagt út í loftið án þess að við hugsum fyrst..... Áður fyrr var mér það alis ekki ljóst, að margvíslegt van- hugsað blaður, sem ég lét méi um munn fara, hefði betur verið ósagt, og sumt jafnvel skaðlegt, bæði sjálfri mér og öðrum. Ég vona að mér takist að hafa það jafnan hugfast, að ég hef ákveðið að tala því aðeins að ég hafi í raun og veru eitt hvað að segja við börnin mín eða manninn minn eða kunn- ingjakonur, og því aðeins að ég kunni örugglega skil á þvi, sem ég segi. Listin að kunna að þegja er dýrmætari en margur hyggur. Hitt og þeita = Hrökkbrauð er fjórði hlutinn af öllu brauði, sem Svíar borða. Hárvöxtur manna er, eins og kunnugt er, mjög misjafn; en amerískur hársérfræðingur heldur því fram, að höfuðhár vaxi að meðaltali hálfa tommu á mánuði. — • — Athuganir í Bandaríkjunum hafa leitt í Ijós, að ljósmynda- fyrirsætur og tízkusýninga- stúlkur eru yfirleitt betur gefn- ar cn flestar kynsystur þeirra á sama aldri. Djúphafskafarar hafa fundið bakteríur alveg niður í 5800 metra dýpi. í 10.000 metra dýpi fundu þeir 8 dýrategund- ir. — • — Elsta borg í heimi, sem enn- þá stendur, er Damaskus. Hún byggðist 2000 árum fyrir fæð- ingu Krists. — • — Amerískir talnafræðingar staðhæfa, að um það bii 80 prósen* af öllurn deilum milli hjóna, séu konunni að kenna. — • — Mongólahöfðinginn Djengis Khan var sannarlega mikill Iandvinningamaður og herfor- ingi. Hann varð einræðisherva í ríki, sem náði frá Kyrrahaís- strönd til Mið-Evrópu með helming allra íbúa jarðarinnar á þeim tíma. Hann lagði öll þessi lönd undir sig með vopnavaldi, þó að her hans teldi aldrei fleiri en 200.000 manns. — • — Gíraffinn er eina villta dýr- ið, sem kann ekki að synda. í Grikklandi til forna klipptu konur hár sitt sem — • — merki um sorg, en karlmenn létu aftur á móti skegg sitt vaxa. — • — Lagðar hafa verið ýmsar spurningar fyrir 1000 banda- rískar eiginkonur, varðandi þrætur og rifrildi á heimilinu. 800 þeirra kváðust „vinna rif- rildin“ með því að gráta, ær- ast eða hóta að skilja við mann inn, en ekki ein einasta lét að því liggja að hún hefði komið fram vilja sínum með því að beita sínum kvenlegu töfrum. 200 sögðust ekki hafa löngun til „að vinna rifrildin“. — • — Árið 1934 fundust í Hong Kong afar stórar tennur, helm- ingi stærri en stærstu apa- tennur. Árið 1941 fannst á Java mannskjálki svo stór, að hann hefði verið hæfilegur fyr- ir risatennurnar. Til eru einnig heimildir, sem veita vísindamönnum ástæðu til að ætla, að fyrir hálfri milljón ára hafi verið uppi menn, sem voru milli 2,1 og 2,7 metra háir og 250—300 kg. að þyngd. — • — Jurtir af rósaætthvíslinni veita okkur flesta ávexti, m.a. epli, perur, plómur, möndlur, ferskjur, aprikósur og flestar tegundir berja. — • — Vísindamenn við Harvardhá- skólann hafa gert athuganir. sem leiða í Ijós, að sjón ný- fæddra barna er langtum betri en almennt hefur verið álitið. Sannað þykir að fárra daga gamalt bam hafi sjónsfýrlí~S" borð við það, sem áður var á litið að börn öðluðust fyrst hálfs árs gömul. — • — Stafimir á ritvél eru ekkl í stafrófsröð, vegna þess að Lat- han Scholes, sem fyrstur gerði leturborðið, fannst þessi stafa- röðun gera notkun ritvélarinn- ar auðveldasta. Hann var á hinn bóginn prentari að iðn og raðaði stöf- unum á svipaðan hátt og þeim var raðað í leturkössum hans, en það reyndist vera röng meg- inregla. Samt sem áður hefur þessu aldrei síðan verið breytt. * Skrípaleikur Framhald af bls. 1 sagt, í sem stytztu máli: landhelgisgæzlan er allt of illa búin til þess að geta gætt hagsmuna okkar í landhelgisdeilunni. * Kynþroski Framhald af bls. 1 ef hann greiddi sér ekki drjúga fjárhæð, en slíkt at- hæfi hefur löngum verið nefnt á ensku „black mail“. Sem sagt. Það er vissara fyrir miðaldra sjentilmenn að vara sig á því að gefa sig að bráðþroska unglings- stúlkum. Hættan ligg>ur

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.