Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 17.11.1972, Síða 1

Ný vikutíðindi - 17.11.1972, Síða 1
DAGSKRÁ Keffavíkur- sjónvarpsins á bls. 5 MAFIAN Ahugi fyrir hendi HINGAÐ Eyturlyfjasmygl .. Allir hafa heyrt talað urn Mafíuna, en ekki er víst að tslendingar geri sér al- mennt Ijóst, hver pessi fé- lagsskapur er, enda hafa landsmenn hingað til verið guðsblessunarlega lausir við pennan ágœta félagsskap. sem almennt er talinn ekki hafa allt of lireint mjöl i pokahorninu. Sannleikurinn er víst sá, a'ð' Mafían er ekki lengur til sem siík, heldur hafa tekiö við slmenn samtök, sem nefna sig Causa Nostra og reka nú einhver umfangs- mestu viöskipti og önnur umsvif, sem um getur í ver- öldinni. Causa Nostra hefur yfir aö ráöa gífurlegum fjár- munum og rekur víötæk umsvif, ekki hvaö sízt í hótelbransanum og spilavít- um svo nokkuð sé taliö. Það, sem hefur breizt frá því fyrr á árum, er aö mik- iö af þeim viöskiptum, sem félagsskapurinn er meö klærnar ofan í, er löglegur og þess vegna vonlaust aö hafa hendur 1 hári þeirra, sem starfa á vegum Causa Nostra. Það er taliö fullsannaö aö fyrir nokkru hafi allmargir af forystumönnum C.N. haldiö fund í Kaupmanna- höfn, en aldrei hefur það Maður dagsins Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í sárum eftir fráfall Bjarna Benediktssonar. En nú ger- ast þau tíðindi, að skyndilega rís ný stjarna á loft í heimi þessa flokks — Jónas Haralz. Maður skyldi aldrei hafa haldið, að hann skyti þeim Geir borgarstjóra og Jóhanni Haf- stein svona ref fyrir rass, en góðar heimildir eru fyrir því, að hann sé maður dagsins í dag. fengist sannaö, enda var fuglinn floginn af fundar- stað, þegar lögreglan í Kaupmannahöfn kom á staðinn til aö rannsaka málið Nú leikur grunur á því, að þessi félagsskapur hafi sýnt íslandi nokkurn áhuga, en vart mun hafa verið viö aðila, sem höfðu hug á aö smygla eiturlyfj- um með áætlunarflugvél- um, sem hafa fastar feröir milli Bandaríkjanna og Evrópu. Sá áhugi mun einkum byggjast á þeirri staöreynd að flugvélar, sem eru í för- um milli íslands og Evrópu eru ákaflega ógrunsamlegar í augum tollvarða og væri því hugsanlega ákaflega auðvelt að komast framhjá Framh. á bls. 7. Fatafella vikunar Ferieg átök í sjónvarpi Dagskrárstjórar og utvarpsráð .. Það er nú orðið Ijóst, og raunar hœgt að kalla pað opinbert leyndarmál, að gíf- urleg átök eiga sér stað milli útvarpsráðs og dag- skrárstjórnar sjónvarpsins um pað dagskrárefni, sem valið er til flutnings í sjón- varpinu. öfremdarástand við Skipamellur grassera Það er nú orðið augljóst að það er ekki aöeins aðkall andi heldur beinlínis brýn nauðsyn að harðlœsa bœöi Reykjavíkurhófn sem og öðrum höfnum, par sem er- lend skip leggjast að. Fyrir skömmu birtu Ný Vikutíðindi frásögn, eöa réttava. sagt viötal, við unga stúlku, sem legið haföi tvo sólarhringa í erlendu skipi og hafði, ásamt stöllu sinni, samrekkjað flestum af skipshöfninni á þessum tíma og þótti það’ litlum tíðindum sæta. Að undanförnu hafa blöð- in veriö uppfull af fréttum af unglingsstúlkum, sem hafa lagst ofan í erlend skip og heföi það, að því er viröist, ekki þótt nein saga til næsta bæjar, ef ekki heföi komiö í ljós, aö lekandí var grasserandi í einu af þeim skipum, sem um ræöir. Eitt af dagblöðunum hafði þegar tal af formanni barnaverndar 1 Hafnarfiröi (urorætt skip lá viö bryggju í Straumsvík) og hafði sá að eigin sögn ekki hug mynd um málið, þótt búiö væri aö fjala um þaö a.m.k í einu af dagblööunum. Ber þetta vott um ótrú- legt grandvaraleysi yfir- valda um velferöarmál unglinga. Hvergi á byggðu bóli mun það vera svo, að hægt sé aö vaða hindrunarlaust um Framhald á bls. 7 Allir vita aö yfirmenn sjónvarpsins, þ. e. dagskrár- stjóri og fréttastjóri stofn- unarinnar, fengu stööur sínar í skjóli þess að bá'ðir voru yfirlýstir stuönings- menn þeirra pólitísku afla, sem viö völd voru, þegar stööurnar voru veittar og hefur þá vafalaust veriö ætlast til þess eins og geng- ur, aö þeir „mökkuöu rétt“ eins og sagt er. Síöan geröist þaö að hægri stjórnin, eða hin svo- nefnda viðreisnarstjórn, féll og nú situr í útvarpsráði mun frjálslyndari hópur manna en áöur. Það viröist hins vegar hafa skeð í þessu sambandi, að dag- skrárstjórarnir hafa harön- aö til muna í því aö reyna aö bægja frá því efni, sem ekki féll í þeirra eigiö póli- tíska kram, og verður ekki betur séö, en nú dragi til stórátaka. Það, sem vert er aö hafa hugfast í þessu sambandi, er sú staöreynd, aö sama er þótt ríkisstjórnin falli á morgun, útvarpsráð situr samt sem fastast næstu fjögur ár og fullvíst má telja, aö þeir menn, sem þar sitja, láti engan bilbug á sér finna. Mjög athyglisveröir hafa veriö þættir Ólafs Ragnars Grímssonar, en sá maður er ófeiminn við aö taka til meðferöar þau mál, sem efst eru á baugi hverju sinni. Þá má nefna fleiri þætti af svipuðu tagi, sem vitað er að eru eitur í bein- um dagskrár og auglýsinga- stjóra sjónvarpsins. Þá hefur útvarpsráö nú' skipaö sjónvarpinu að taka í sátt langhataöan óvin, sem verið hefur í algeru banni hjá sjónvarpinu, nefnilega Þorgeir Þorgeirsson kvik- myndatökumann. Einn af þeim þáttum, sem útvarpsráö hefur beitt sér mjög fyrir-er ,,Vaka“ og hefur oftast veriö talsvert til þess þáttar vandaö. Svo bar við í síöasta þætti aö engu var líkara en FraiHhald-á JdIs. 7

x

Ný vikutíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.