Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 17.11.1972, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 17.11.1972, Blaðsíða 2
NY VIKUTIÐINDI NY VIKUTIÐINDl Otgefandi og rltstjóri: Geir Gunnarsson. Ritstjórn og auglýsingai Hverfisgötu 101A, 2. hæð Simi 26833 Pósth. 5094 Prentun: Prentam. I>jóðviljans Setning: Félagsprentsmiðjan Myndumót: Nýja prentmynda- gerðin Stuttar, sígildar og smellnar gleðisögur Borgarafrúin fagra Úr „Gesammtabenteuer" eftir þýzka skáldið Johannes von Freiberg Stórar vendingar Sviptingar virðast mikl- ar á stjórnmálasviðinu — utan Hannibalismans. Það eru róstumar í Sjálfstæðis- flokknum, sem við er átt, og hvað við tekur þar. Nú tekur blaðið ekki af- stöðu með né móti mönn- um af persónulegum sjón- armiðum, en lítur á hlut- ina af þjóðhagslegum sjón- arhóli. Þess vegna segjum við þetta: nú eru miklar svipt- ingar í stærsta stjórnmála- flokki landsins, sem geta varðað hvern einstakling á landinu. Foringjaskipti. — Ein- mitt. Þjóðin vill áreiðanlega fremur ópersónulegan gáfumann en einhvern und- aneldismann stjórnmála- flokkanna. KACPS^SLC TÍDINDI Sími 26833 í Núrnber} 'inrii borgari, sem ^asti maður borgariniic ,^ai hans var þekkt víðs vegar og allir lofuðu hann. En ekki var síð- ur fræg hin unga húsfrú hans — því hún var skínandi fög- ur. Nú hafði borgarinn í þjón- ustu sinni skrifara nokkurn — ungan mann, sem brann af löngun til að fá að þjóna eigin- konu húsbónda síns — ekki fyrir gull eða silfur, heldur ástarinnar vegna. Hann hugs aði naumast um annað en hana frá morgni til kvölds; en hvað þýddi það? í hvert skipti, sem hann rálgaðist hina heitt elsk- uðu frú, mætti hann fyrir ís- kulda. Og ef hann dirfðist að gefa aðdáun sína í skyn, var hún vís til að segja. „Þú ert ekki með réttu ráði, skrifari! Ef þú hættir ekki að tala til mín á þennan hátt, segi ég manninum mínum frá því." Þannig var málum háttað kvöld eitt, þegar daman féll í svefn á trébekk í eldhúsinu. Af tilviljun varð skrifaranum litið inn um dyragættiná; og þegar hann sá hana liggja þarna, fékk hann snjalla hug mynd. Hann stakk fingri niður i vatnsfötu, og síðan néri hann honum við sótugum stein í eldstónni. Svo tók hann lamp- an af borðinu, læddist að sof- andi konunni og lyfti klæðum hennar, þannig að vel skapað- ur kroppurinn kom í ljós. Með sótaða fingrinum teiknaði hann lítinn hring rétt fyrir neðan naflann á henni og síðan færði hann föt hennar aftur í lag. Að því loknu fór hann sína leið. Þegar hún vaknaði klukku- tíma seinna, var hann þarna á ný. Hann heilsaði henni glaðlega. „Ég vildi helst að við heils- uðumst ekki," sagði hún önug. Skrifarinn lézt verða alveg undrandi. „Fagra frú, hvað er að heyra!" sagði hann. „Fyrir stundu síðan, þegar ég vafði yður örmum og kyssti yður, var framkoma yðar á allt ann- an veg. Mér virtist meira að segja sem þer tækjuð mér opnum örmum." Augu frúarinnar urðu stór sem tindiskar. „Það er ekki satt!" sagði hún æst. „Ég vildi fremur láta flá mig lifandi en leyfa þér að faðma mig." „Mér fellur það miður, ei orð mín móðga yður," sagði skrifarinn. „En ég get sannað að ég segi satt. Þegar þér að lokum létust sofa, teiknaði ég lítinn svartan hring á maga yðar." Frúin greip andann á lofti af skelfingu. Hún hljóp í snatri út í garð og fór á bak við stórt tré. Þar lyfti hún upp pilsinu og sá þá hringinn undir raflanum. Hún roðnaði af reiði og spurði sjálfa sig: „Hvaða djöfull hefur gert þetta? Hefur skrifarinn virki- lega vélað mig, meðan ég svaf? Hvernig hefur það getað orðið? Ég get ekki trúað því, að bað sé hægt. Ég ætla að biðja hann að segja mér, hvernig hann gerði það. En þá verð ég að tala vingjarnlega við hann." Hún gekk til skrifarans og sagði riieð hlýlegt bros á vör- um: „Ég ætti að vera þér bálreið. Hver leyfði þér að gera mér þetta?" Ungi maðurinn leit niður fyrir sig. „Enginn," sagði hann. „Og ég er fús til að hlíta þeirri refsingu, sem yður finnst hæfileg, fagra frú." „Það verður ekki um refs- ingu að ræða," sagði hún. „Ég ætla hvorki að slá þig né ásaka — því það er búið sem búið er, og ég vil reyna að gera gott úr því. En mig lang- ar til að vita, hvernig, þér tókst að faðma mig, meðan ég svaf. Ei þú vilt segja mér það, skal ég aldrei vera óþægileg við big framar." Skrifarinn leit á hana. „Þér munuð ekki skilja það með orðunum einum saman," sagði hann. „Ég verð að faðma yður á ný — og það er ekki unnt hér, þar sem allir geta komið að okkur.' „En hvað og hvenær getur það gerst?" spurði hún áköf. „í herbergi yðar, þegar allir í húsinu eru í fasta svefni,' sagði ungi maðurinn ákveðinru Frúin féllst á þetta. Og þar með iét hún í té sannanir á réttmæt: gamla máltækisins sem segðir, að konur hafi langt hár en stutta hugsun. Hlýðin húsfreyja Ur eldgamla indverska Þjóðsagnasafninu „Hitopadeca", sem þýðir „Nytsamar upplýsingar Það var einu sinni prins, sem ríkti yfir stórri borg. Hann var sterkur og myndar- legur og var í blóma lífs síns. Um hann er þessi saga: Dag nokkurn, þegar hann var utan borgarinnar, litu augu hans fagra konu, Lavany- vati að nafni — eiginkonu Charundatta, ungs kaupmanns- sonar, sem var þekktur maura- púki. Ör frá ástarguðinum stakkst óðara á kaf í brjóst prinsins, og frúin særðist einnig af samskonar ör. Samt afþakkaði hún ÖL heimboð af pnnsins hálfu og sagði við sendiboða hans: „Ekkert væri mér kærara en að gleðja Hans Hátign, en mér er það ekki unnt. Orð eigin- manns míns eru og munu ávallt verða mér lög. Að heyra er að hiýða honum." Þegar sendimaðurinn færði prinsinum þessi skilaboð, lá við að hann örvænti. „Ég ferst, ef ég fæ ekki ástarþrá minni fullnægt," sagði hann. „Það eru til ráð," sagði eft- irlætisþræll hans. „Látið eig- inmann frúarinnar koma með hana á fund yðar, herra." „En það er ekki hægt," and- varpaði prinsinn. „Enginn hlutur er ómögu legur, sagði þrællinn og hló. Prinsinn fór að ráðum þræls- ins. Hann kallaði Charundatta til hallarinnar, gerði hann að persónuiegum þjóni sínum og lét hann verða sér mjög hand- genginn. Að nokkrum vikum liðnum, sagði hann við Charundatta: „Ég hef gefið gyðjunni Gauri loforð, sem ég verð að halda. Til þess að læra að standast freistingar hef ég svarið að ég muni á hverju kvöldi veita móttöku fagurrri stúlku hér í svefnsal mínum. Og nú fel ég þér að útvega mér fegurðardís á hverju kvöldi í heilan mánuð. Þú getur byrjað í kvöld." Charundatta fór óðara á stúfana. Skömmu seinna kom hann aftur með mjög fagra stúlku, sem var klædd í næst- um gagnsætt híalín. Þegar hann hafði fylgt henni inn, faldi hann sig bak við for- hengi til þess að sjá, hvers- konar meðhöndlun hún hlyti af hálfu prinsins, sem hann grunaði um að hafa sterkar hvatir til kvenna. En ekkert slíkt kom í ljós. Prinsinn snerti stúlkuna bók^. staflega ekki. Hann hneigði sig djúpt fyrir henni, leiddi hana að legubekk og xæddi kurteislega við hana um dag- inn og veginn. Þegar hún fór, gaf hann henni skartgripi, dýr ilmvötr. og ýmsa fagra muni úr sandeltré. Þetta endurtók sig næsta kvöld við aðra fegurðardís. Og rú gat Charnudatta ekki lengur hamið fégræðgi sína. Þriðja kvöldið leiddi hann konu sína inn í höllina, svo að hann gæti sjálfur fengið skerf af hinum konunglegu gjöfum. Áður en hún gekk inn, sagði bann við hana: „Heyrðu nú, Lavanyvati — og hlustaðu nú vel á mig! Þú verður að gera allt, sem prins- inn biður þig um. Sittu þar, sem hann vill láta þig sita. Framhald á bls. 4 GLEÐISAGA egrunarkúrinn Eftir D. E. Lygens MANFRED lifði mjög rólegu lífi, já, svo rólegu, að hann var orðinn talsvert feitur, enda þótt hann væri ekki gamall. Tekið var að bera allmjög á föngulegri kúlu, sem víkkaði út belti hans jafnt og þétt, og vitnaði glöggt um hina ein- lægu matarást hans. Heitmey Manfreds, Gullan, lét hann ósjaldan heyra það, að „fótboltinn", sem hann bar á maga sér væri ekki neitt sérlega aðlaðandi fyrir augað, né heldur til neinna þæginda í vissum samskiptum þeirra ástvinanna, og skulum við forðast að hafa eftir orðalag hennar um þá hluti. Manfred og Gullan voru þetta vor á ferð í borg syndar- innar, París. Og einn morgun rak Manfred augnakúlur sín- ar í athyglisverða auglýsingu í blaðinu „Paris Press". Þar sem háðglósur Gullan um „þessa leiðinlegu fitu- keppi og ýstrumaga" höfðu verið fremur naprar undan- farið, er ekki nema skiljan- legt, að Manfred læsi auglýs- inguna með sérstakri athygli og áhuga. — f auglýsingunni bauð nefnilega velþekkt fegr- unarstofnun upp á hvorki meira né minna en tvenns konar áhrifamikla megrunar- kúra fyrir karlmenn. Styttri kúrinn kostaði 500 franka, og með honum var ábyrgzt 5 kg. létting fyrir hlutaðeigandi. Lengri kúrinn hljóðaði á 10 kg. iéttingu og kostaði 1000 franka. Ný, áhrifamikil aðferð átti að trygggja fyrrgreindan árangur á aðeins fimm og tíu mínútum. Þegar sama dag hélt Man-

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.