Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 17.11.1972, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 17.11.1972, Blaðsíða 4
NÝ VIKUTÍDINDI W SNJÓDEKK AF HVERJU ERU BRIDGÉSTONE DEKK UNDIR ÖÐRUM HVERJUM BIL Á ÍSLANDI? i SPURÐU HINN! Vísdómur kalífans Gömul pernesk saga Laugavegi 178, sími 86-700 Haroon-er-Resheed kalífi hafði lifað lengi og lært mikið og bjó yfir mikilli vizku. En vegna síns háa aldurs og gráa skeggs var það eitt sem háði honum: að næturlagi veittist honum æ erfiðara að lyfta sverði sínu, jafnvel þótt hann, þegar honum hafði loks tekist það, væri jafn sprækur á víg- velli Amors og hann hafði nokkru sinni verið. Dag nokkurn fann hann lausn á vandamálum. — Um kvöldið sendi hann boð til kvennabúrs síns eftir tveimur af útvöldum konum — lostafullri medi stúlku, og fegurðardís frá Cufa. Kalífinn áleit, að þegar tvær svo vaxtarfagrar stúlkur gerðu atlögu að honum, myndi honum engu síður og fljótt takast að lyfta sverði sínu en á aaskuár- um sínum. Litlu seinna lá hann milli kvennanna tveggja og lét þær um að meðhöndla sig. Stúlkan Cufa kyssti hann á munnninn og afhjúpaði dásemdir sínar fyr- ir gráðugum augum hans; og lostafulla media-stúlkan kyssti hann og lét vel að honum á öðrum stöðum. Vizka kalífans reyndist með styrkleika sem sómdi ungum sjeik. Media-stúlkan greip strax um sverð hans, en stúlkan frá Cufa varð bálreið. „Mér skilst að þú ætlir að hafa sigurmerki, ein út af fyrir þig," æpti hún. „En við verð- um nú tvær um það." Media-stúlkan svaraði hvass- lega: „Það er sagt, að sá sem vekur einhvern upp frá dauð- um, skuli vera eigandi hans." Nú ýtti kalífinn kvenmann- inum til hliðar og greip sjálfur dýrðina. „Það hefur einnig verið sagt, að fuglinn sé eign þess, er hann fangar, en ekki þess, sem fælir hann burtu," sagði hann. Svo fóru stúlkurnar tvær að rífast, og kalífinn, sem varð að bíða, fann brátt að máttur hans þvarr. Hann gat ekki haldið sverðinu lengur uppi, og hann gat ekki heldur reist það aftur um kvöldið. Daginn eftir hugleiddi kalíf- inn vandamál næturinnar, og af tur f ann hann lausn. Um kvöldið kallaði hann stúlkurnar tvær áftur á sinn fund, en nú sendi hann einnig boð eftir stúlku, sem var sam- landi hans. — Irak-stúlkurnar voru víðfrægar fyrir fegurð og gáfur. Þegar hann lgðist milli media-stúlkunnar og stúlkunn- ar frá Cufu, sá hann að irak- stúlkan var komin. Hún stóð í dimmu skoti og fylgdist með því, sem fram fór. Meðhöndlunin frá því kvöldið áður endurtók sig, og brátt tókst kalífanum að reisa sverð sitt. Svo sem hann hafði búist við greip media-stúlkan óðara vopnið, en hann sagði höstug- lega við hana: „Eins og ég sagði þér í gær — fuglinn tilheyrir þeim, sem fangar hann — ekki þeim, sem fælir hann burtu." „Og ég sagði að hinn dauði tilheyrði þeim, sem vekur hann til lífs." Stúlkan frá Cufu reiddi sig líka á eignarétt sinn og svo fóru stúlkurnar tvær að deila á ný. Þær réðust hvor á aðra og bitu og klóruðu svo þær ultu út úr rekjunni og niður á gólfið, þar sem þær héldu áfram áflogun- um. Smátt og smátt linuðust átök þeirra, og þegar þær risu á fæt- ur, heyrðu þær sér til furðu, að ástaleikur var stundaður í rúmi kalífans. Og þegar þær gáðu betur að, sáu þær irak-stúlk- una hröðum spretti með sinn göfuga gunnfána, hrópandi heróp með sigurbros á vörum. Stúlkurnar tvær æptu af gremju, en irak-stúlkan, sém nú hafði lokið sprettinunij, rsner,i sér að kynsystrum sínum og sagði: „Það eru til mörg spakyrðj, — en það gáfulegasta — það sem hinn göfugi kahfi þekkir — er notað af dómurum okkar og er þannig: Meðan deilumálið er óútklifjað, gætum við sönnun- argangnanna." Þá gæti ég ekki séð Sálfræðingurinn átti að rannsaka ástand hermanns, sem strokið hafði úr hernum, og spurði: — Hvað mundi ske ef ég skæri af þér annað eyrað? — Þá mundi ég ekki heyra, svaraði hermaðurinn. — En ef ég skæri svo hitt eyrað af? — Þá gæti ég ekki séð. — Nú, af hverju ekki? — Þá færi hatturinn niður fyrir augu. STIMPLAGERÐ FELAGSPKENTSMIÐJUNNAR

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.