Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 01.12.1972, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 01.12.1972, Blaðsíða 2
2 NÝ VIKUTÍÐINDI I NÝ VIKUTÍÐINDI Otgefandi og ritstjóri: Geir Gunnarsson. Ritstjóm og auglýsingai Hverfisgötu 101A, 2. bæð Símj 26833 Pósth. 5094 Prentuns Prentsm. Þjóðviljans Setning: Félagsprentsmiðjan Myndamót: Nýja prentmynda- gerðin Neyðarúrræði Vandamál unglinganna ber nú oft á góma, bæði hér og erlendis. Er engu líkara en að foreldrar og lögregla sjái engin ráð til að ráða fram úr þeim, a.m.k. virðist lögreglan ekki hafa önnur tiltæk ráð en að loka þeún fáu stöðum, sem yngstu borgararnir sækja, ef ör- fáir siðleysingjar vaða þar uppi og skemma fyrir heil- brigðum unglingum, sem þangað leita sér til dægra- styttingar. Nýlega hefur Tómstunda- höllinni veriö lokað, og varla munaði nema hárs- breidd að Leiktækjahúsinu við Aðalstræti yrði lokað, þegar eigendurnir tóku það ráð að loka klukkan níu á kvöldin. Haft er eftir einum af eigendum Leiktækjahússins, að vandræði þau, sem skap- ast höfðu, stöfuöu af smá- klíku, sem þeir vissu hv.að- an var, en gátu ekkert gert við. Hefði þessi fámenni hópur skemmt tæki og lát- iö öllum illum látum, svo að enginn almennilegur unglingur hafi treyst sér til að fara þangað inn. : Hann bætir því við, að hér þyrfti tvo fíleflda karl- menn til að gæta hússins og tækjanna, en t.d. í Dan- mörku, þar sem væru marg- ir. slíkir staðir, væri nóg að hafa stúlku til að gefa skiptimynt og fylgjast með. Það er óneitanlega fjandi hart, að „almennilegir ungl- ingar“ skuli hvergi hafa af- drep eða staði sér til af- þreyingar. Er það ekki skylda borgaryfirvalda og lögreglu að vernda þetta æskufólk gegn yfirgangi fá- menns hóps vandræðaungl- inga? Myndi ekki vera sönnu nær að fjölga svona stöðum heldur en loka þeim? Er ekki grundvöllur fyrir staði með keilubrautum, spila- kössum, tennisborðum, loft- byssuskotbökkum o.s.frv.? Og hvernig er með skemmti- garð í líkingu viö Tívolí að sumarlagi? Svo mikið er víst, að það er algert neyðarúrræði að loka þessum stöðum vegna yfirgangs örfárra skríl- menna. Til þess er lögregl- an aö vernda, unga sem gamla borgara gegn slíkum ofbeldisseggjum. Almenni- legt fólk á aö geta stytt sér stundir í friði fyrir þeim. FRÖNSK GLEÐISAGA j II ii ii lokaði §amt! Allir voru sammála um, að Jean-Philip og Susanna Le- vallier væru langlaglegustu hjónin í bænum Paul de Vence. Jean-Philip var 185 á hæð, axlabreiður og með vöðva eins og sannur Herkúles. Hann hefði getað verið fyrirmynd að grískum guði hjá myndhöggv- ara. Og fagurskapaðir fótlegg- ir Susönnu og hvelfd brjóst voru ekki síðri. Þau voru eins og sköpuð hvort fyrir annað. Þegar hér var komið sögu höfðu þau verið gift í tæpa sex mánuði. „Þau eru nýbyrjuð tilhuga- líf, sem standa mun í 10 ár,“ sagði bakarinn. „Hvílík stúlka,“ sagði slátr- arinn og flautaði. „Um leið og hún kemur inn í búðina til mín, verð ég þurr í kverkun- um, og það er eins og það renni kalt vatn niður eftir hrygglengjunni á mér.“ „O, vertu ekki að gera þér neinar draumaborgir um hana, sagði ráðskona prófastsins. „Þú átt konu og 5 börn. Auk þess gæti Jean-Philip gert úr þér plokkíisk, ef hann yrði reið- ur.“ Slátrarinn roðnaði, en svar- aði engu. Það var bláber sann- lendu ferðalanga, sem heim- sóttu Paul de Vence, en bær- inn var eftirsóttur ferðamanna- bær á frönsku Riviera-strönd- inni. Allar sendu þær honum lokkandi augnagotur. Jean- Philip leit einungis á Susönnu sína. Engin stúlka gat fengið hjarta hans til að slá jafn ört. Engin gat kysst eins og hún, og engin hafði jafn töfrandi líkama og hún. Þetta smáský hafði dregið upp á hamingjuhiminn þeirra, vegna þess að Jean-Philip gat ekki vanið sig af þeim veik- leika, að fara tvisvar í viku á krána til þess að spila. Það var sama hve mikið hann elsk- aði Susönnu. Ekki gat hann setið með hana í fanginu öll kvöld. Og það gat verið anzi gaman að sitja við glas í kránni og slúðra við kunningj- ana yfir spilum, sérstaklega eftir annasaman dag á verk- stæðinu. Og hvað gat það gert til? En Susanna hugsaði ekki á sama hátt. Ef Jean-Philip vantaði að finna sér eitthvað til dundurs, þá gat hann lesið í blaði, eða hlustað á útvarp- ið. Og svo voru þau líka vön að fara einu sinni í viku til Hiiii háitaði eins «g húii væri alein í herberginu. Nu fór hiin úr... leikur, sem hún sagði. Það var ekki til einn einasti maður í öllum bænum, sem komst í samjöfnuð við Jean-Philip Le- vallier. Það var ekki nema vika liðin, síðan vínkaupmað- urinn hafði sagt frá smáatviki, sem komið hafði fyrir á bif- reiðaverkstæði Jean-Philip. Hann hafði komið þangað með bílinn sinn, vegna þess að sprungið hafði á öðru aftur- dekkinu hjá honum. Þannig stóð á, að annar tjakkur Jean-Philip var í láni, en hinn var bilaður, en Jean Philip hafði svo sem ekki nvikl- ar áhyggjur af því. Hann hafði kallað á aðstoðarmann sinn og sagt honum að losa hjólið. Að því búnu hafði hann gengið aftur fyrir bílinn, tekið um stuðarann, og haldið bílnum uppi meðan skipt var um hjól. Þetta var að vísu ekki stór bíll, en það var nú sarna. Það var aðeins eitt eiaasta smáský á bláum hamingju- himni þessa svo til fullkomna hjónabands hinna ungu hjóna. Jean-Philip var ekki alveg bú- inn að gleyma piparsveinsdög- um sínum. Nei — það átti ekk- ert skylt við stúlkur, þó að nóg væri svo sem af ungum og laglegum stúlkum í bænun’, ekki hvað sízt meðal hinna út- Nizza, til þess að fara í bíó og dansa. Sá tími, sem hann eyddi í kránni, fór bara til spillis. Það var eitthvað fyrir piparsveina, sem ekki höfðu annað betra við tímann að gera, en það átti ekki við fyrir giftan mann, sérstaklega ekki fyrir nýgiftan mann. ★ í fyrstu hafði hún ekki sagt neitt, þegar hann snurfusaði sig til eftir kvöldmatinn, kyssti hana og sagði: „Heyrðu mig. Ég held ég skreppi allra snöggvast yfir á Patronne.“ En að því kom að Susanna fór að malda ofurlítið í móinn. „Finnst þér nauðsynlegt að fara svona oft, Jean-Philip?“ Og fyrir viku síðan hafði hún verið mjög ákveðin: „Ég vil ekki ,að þú sért að spila í kránni, elskan.“ Og þau höfðu rifizt í fyrsta skipti í hjónabandinu. „Ég verð kominn aftur fyrir klukkan 11, litli andarunginr minn. „Ég sver það.“ Stóru, brúnu augun hennar skutu gneistum af reiða. „Ég leyfi þér ekki að fara.“ „Hvað áttu við með því, að þú leyfir mér ekki að fara? Ég er fullorðinn karlmaður en ekki neitt barn. Þú getur ekki skipað mér. ...“ Þau höfðu hækkað raddirn- ar á meðan bæði reyndu að telja hitt á sitt mál, og þau urðu þrárri með hverri mínút unni sem leið. Nú var þetta ekki lengur nein hugdetta hjá honum. Hann varð að slá í eitt skipti fyrir öll föstu, hver væri húsbóndi á heimilinu. Ef Susanna ætlaði sér að stjórna honum. hvar myndi þetta þá enda allt saman? Og hvað Susönnu snerti, þá var þetta líka orðið undir- stöðuatriði í sambúð þeirra. Ef Jean-Philip fengi að halda áfram að fara út tvö kvöld i viku, myndi ekki líða á löngu þar til kvöldin yrðu þrjú, og svo endaði það með því, að hann væri úti á hverju kvöldi. Hvorugt þeirra vildi láta i minni pokann. „Nú fer ég!“ tilkynnti Jean- Philip reiðri röddu. Susanna var yndisleg í reiði sinni. Dökkbrúnt hárið liðaðist mjúklega um axlir hennar, og hvelfd brjóstin risu og hnigu undir þunnum kjólnum. „Ef þú ferð, þá ....“ „Hvað þá, litli dúfuunginn minn?“ til mála að gista hjá einhverj- um kunningjanum. Hann yrði til athlægis um allan bæinn. ★ Susanna, sem stóð og horfði á hann, þóttist vita, hvað hon- um leið. Reiði hennar var næstum horfin, því það leit út fyrir að hún ætlaði að sigra 1 þessari viðureign. En skyndilega kom nýr svip- ur á andlit Jean-Philip. Hann opnaði hurðina og hreyfði hana fram og til baka. Svo hló hann. Hann gekk út í eldhúsið og náði í verkfæratöskuna sína. Þegar hann kom til baka, fór hann að róta í henni. „Hvað ætlarðu að gera, Jean Philip?“ „Bíddu svolítið. Þá færðu að sjá það.“ Hann fann verkfærin, sem hann leitaði að, og fór að losa hurðina af hjörunum. Skrúf- urnar voru grónar, en hann kunnið lagið á þeim. Brátt hafði hann náð þeim úr, og svo lyfti hann þungri hurð- inni úr karminum. Susanna horfði undrandi á hann. „Ertu orðinn brjálaður?“ „Alls ekki, elskan. Þú hót- aðir að læsa hurðinni. Þess vegna tek ég hana^með mér/‘ „Þá læsi ég dyrunum, og þá geturðu eytt allri nóttinni með þessum vinum þínum, og látið og leikið þér eins og þú vilt.“ „Þú ættir nú ekki annað eftir!“ „Jæja. Þú heldur það?“ Jean-Philip skildist að henni var alvara. Susanna var ekki bara fegurðardís. Hún var ein- beitt fegurðardís. Hann gekk að hurðinni og athugaði hana. Þetta var göm- ul eikarhurð, sjálfsagt hundr- að ára gömul. Læsingin var hin vandaðasta, og að mnan- verðu var öryggiskeðja. Ef Susanna stæði fast við ákvörð- un sína, vissi hann ekki hvað til bragðs skyldi taka. Ef hann yrði kyrr heima, þá viður- kenndi hann, að hann væri sigraðui og hefði enga karl- mennsku til að bera. Það gat hann ekki sætt sig við. Honum varð hugsað til gluggarma og mundi, að þeir voru engu síður rammbyggi- legir en hurðin. Susanna myndi ábyggilega loka þeim líka. Og þá væri hann fyrst fyrir alvöru lokaður úti. Hvert ætti bann þá að fara? Það var ekke^-t herbergi á verkstæð- inu, sem hann gæti sofið í, og alls staðar var allt fullt af ferðamönnum. Það kom ekki „En þetta er bjánalegt.“ Hún skildi að honum var al- vara. „Viltu þá lofa að læsa henni ekki?“ Hún hugsaði sig augnablik um, en svo vaknaði þrákelkn- in á ný. „Nei því lofa ég ekki.“ „Hafðu það þá eins og þú vilt.“ Hann lyfti hurðinni á bakið og gekk út. ★ Kunningjar hans á La Patr- onne urðu undrandi á svipinn, þegar þeir sáu hann koma arkandi með hurðina á bakinu. Þeir létu spurningarnar rigna yfir hann, og þegar hann gaf þeim skýringu á atferli sínu, ráku þeir upp skellihlátur. „Bravó, Jean-Philip. Þú hefur tekið málstað frelsisins,“ sagði bréfberinn. „Hún Susanna þín er yndis- leg,“ sagði lyfsalinn, „en þú varst neyddur til að sýna henni hver væri húsbóndinn á heimilinu.“ „Ég býð upp á glas,“ sagði bæjarstjórinn. „Ef ég hefði þorað að fara eins að fyrir 20 árum, hefði ég sloppið við allt þras.“ Jean-Philip fékk ekki að borga neitt í kránni það kvöld-

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.