Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 01.12.1972, Blaðsíða 1

Ný vikutíðindi - 01.12.1972, Blaðsíða 1
OQÖör* ___,___opnnimp ^.^———>—*»<m——— —¦—— .. _ _ ... ~™ ~* *¦¦ ¦ "" DAGSKRÁ Kef lavíkur- sjónvarpsins á bls. 5 Föstudagurinn 1. desember 1972..— 47. tbl., 15. árg. — Verð 30 krónur. FATAFELLA VIKUNNAR arnsrániö Málie) er í rannsókn hjá sakadómara I júrií s. 1. birtum við hér í blaðinu grein þar sem skýrt var frá barnsráni á götu hér í borg. Haf'a nú foreldrar barnsins látið í'ara f'ram op- inbera rannsókn út af ráns- máli þessu hjá Sakadómi og er tíðinda að vænta i ná- inni framtíð vegna þessa sakamáls, enda þung viður- lög við slíkum hlutum. Ekki munu allir þátttak- endur í málinu hafa verið yfirheyrðir enn sem komið er, samkvæmt afritum þeim, sem blaðið hefur aflað sér frá Sakadómi, en svo furðu- legt sem það er, þá virðist meira kapp vera lagt á að yfirheyra barnið, sem rænt var, en þá sem h'lut eiga að ráninu. Það skal tckið fram, að málsskjöl bera það með sér, að enginn vafi leikur á því að barninu var rænt. Hér er um alvarlegt mál að ræða, sem blaðið mun fylgj- ast vel með og skýra nánar frá gangi þess ef þörf krefur. Læknanemar verða sér til skamniar Sagan af því, þegar þeir fóru í heimsókn til Vestmann aeyja Háskólastúdentar fá stund- um það orð, að þeim þyki gott í staupinu. Fara sögur af því, þegar þeir fara í ferða lög etc. Sjaldan mun það þó hafa spursT um^ að einhver þeirra gerir þarfir. sínar í skó'lastofu, þótt drukkinn sé. Þetta mun þó nýlega hafa gerst, þegar læknanemar fóru til Vestmannaeyja að skoða nýtt sjúkrahús og fengu inni í Iðnskólanum þar. Blaðinu hefur borist bréf um þetta frá Iðnskólanema í Eyjum og fer það hér á eft- ir orðrétt. Helgina 18.—20. nóvembcr komu læknanemar frá Há- skólanum hingað til Eyja Burt með kumbaldana vil Lækjargötu! Einhverjir sérvitringar hafa tekið þann undarlega pól í hæðina að vernda beri eldgamla, ónýta og ónothæfa húskumbalda við Lækjar- götu milli Bankastrætis og Amtmannsstígs, þ. e. í hjarta borgarinnar . og .á .dýrustu lóðum hennar. Vitanlega geta þau ekki verið þarna til eilíf s nóns, því þau grotna niður, nema Léleg vinnubrögð Nýlega heyrðum við sögu, sem er gott dæmi um vinnubrögðin nú á thnum hjá sumum mönn- lum. Settar voru flísar í kring ium vask i baðherbergi i 1 leiguhúsi borgarinnar og j.pússað eitt horn á vegg. kEr þetta ekki talið nema tveggja tíma vinna. Tveir menn luku þessu samt ekki á einum degi. Það er rétt að benda fyfirvöldum borgarinnar á * að athuga sinn gang, áður en reikningar frá slíkum mönnum eru greiddir. gíl' urlegur endurnýj unar- kostnaður komi til. Og hvar í víðri veröld myndu svo dýr- ar lóðir og svo sentral stað- ur látinn tróna með svona kofaræksni? Samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir, að þrjár tengi- brautir verði. gegnum Aust- urbæinn og Miðbæinn, sem sé Tryggvagata, Hverfisgata. og Grettisgata. Er þá fyrirhugað að Grettisgata sameinist Amtmannsstíg og Kirkju- stræti. Yrði þá Aintmanns- stígur, sem skiptir máli í þessu sambandi, fjöguri*a akreina gata. Myndi hún al- gerlega aðskílja Menntaskóla húsið frá byggingum norðan Amtmannsstígs og þannig rjúfa þá húsalínu, sem nú er ofanvert við Lækjargötu og heillað hefur suma íhalds- sama „fagurkera". En um leið yrðu komnar tvær breið- götur að fyrirhuguðum ný- byggingum milli Bankastræt- is og Amtmannsstigs: Lækj- argata og Amtmannsstígur. Með tilliti til þessa væri ekki úr vegi að efna til sam- keppni um Ijyggingu og fyr- irkomulag á þessu svæði. Mætti þá m. a. hafa í huga, hvort ekki mætti_i'eisa-bíla- geymsluhús ofanvert við Skólastræti o. s. frv. Svo mikið er vist, að ó- hugsandi, er raunhæí't á það litið, að nj'ta ekki þennan fagra og sentrala stað fyrir glæsilega opinbera byggingu. Sama máli gegnir raunar um gömlu húsin neðan við Lækjai'götuna. Þau þarf að rífa og reisa í þeirra stað nýjar og glæstar byggingar. Samvinnubankinn 10 ára Samvinnubankinn- á tíu ára afmæli um þessar mundir. Er hann í örum vexti — innlánsfé hans hef- ur aukist úr 152 millj. kr. í 1400 millj. á þessum ár- um, þar af um 350 millj. það sem af er þessu ári. Bankinn rekur nú 10 úti- bú og 2 umboðsskrifstofur úti á landi og eitt útibú í Reykjavík. Lengst af hefur Einar Ágústsson, utanríkisráð- herra stjórnaö bankanum, en núverandi bankastjóri er Kristleifur Jónsson. Blaðið óskar bankanum til. hamingj.u meö afmælið. _ þeirra erindagjörða að skoða nýtt sjúkrahús. Hópurinn nokkrir tugir manna, fékk inni í Iðnskólanum hér i Eyj- um. Eins og skríll Stór hluti þessa hóps hag- aði sér eins og mönnum sæm- ir og var til fyrirmyndar. Hinn hlutinn, sem var þó allstór líka, hagaði sér eins og argasti skríll. Þetta eru þeir, sem lifa á styrkjum og annarri ölmusu úr vasa þjóðarinnar. Það er nú ef til vill ekki í frásögur fæi'andi, þótt þeir hafi verið fullir að meira eða minna leyti. Þeir virð- ast að minnsta kosti hafa vel efni á því. En nú kem ég að kjarna málsins. Aokomaii í Iðnskólann Þegar nemendur Iðnskól- ans komu í skólann ef tir helg ina, virtist allt vera í lagi á yfirborðinu. Dagurinn fór að styttast og síðustu kennslu- stundirnar voru í teikningu. Menn fóru að taka fram teikniborð sín úr litlu her- bergi, þar sem þau voru geymd í. Þar var þá allt á öðrum endanum, teikningar um öll gólf og borðin þar ofan á; og þegar byrjað var að taka borðin af gólfinu, kom í ljós Framhald á bls. 4 Hún lokaði samt Frönsk gleðisaga á bls. 2 Neyðaúrræði A að loka skemmtistöðum . unga fólksins vegna yfir- gangs örfárra vandræða- unglinga? — Sjá leiðara á bls. 2 . Geta kynmök átt sér stað í Renault- bíl? Ýmsar sögur af vandasöm- um kynferðis- og hjóna- bandsmálum, sem komið hafa fyrir dómstólana. — Sjá bls. 3 Síðasta mál Ledrus Þegar frægasti lögreglu- maður Frakklands leysti síðustu morðgátu sína. — Sjá bls. 6 Krossgáta — Bridge- þáttur — Bóka- fréttir —¦ Brandarar — Sjónvarpsdagskrá varnarliðsins o. fl. ??? Hver fínanserar syni Jóns heitins Loftssonar? Athugasemd Sú villa slæddist inn í grein um sjónvarpið í síðasta blaði, að mikilvægu núlli vár þar ofaukið. Var þar sagt að séra Emil hefði verið dæmd 50% andleg örorka vegna slyss, sem hann lenti í fyrir nokkr- um árum, en átti að vera 5 % líkamleg örorka —- og mun- ar það engu smáræði. Er séra Emil beðinn velvirðingar á þessum mistökum. Einnig mun málum bland- að, að misklíð sé milli hans og útvarpsráðs. Tjá sam- starfsmenn hans oss að hann sé ávallt sami eljumaðurinn og muni aldrei hafa verið hressari en Heimnitt nú.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.