Ný vikutíðindi - 16.03.1973, Blaðsíða 2
NY VIKUTIÐINDI
NÝ VIKUTÍÐINDI
Útgeíancli og ntstjóri
Geir Gunnarsson
Ritstjórn og augiýsingai
Hverfisgötu 10ÍA, 2. bæð
Simi 26833 Pósth. 5094
PrentUD: frentsm. pjóöviljant
Setning: Fðlagsprentsmiðjan
Myndamót: Nýja prontmynda-
gerðin
Hvað skal bætt?
Náttúruhamfarirnar í
Vestmannaeyjum, og þær
skaðabætur sem eyjabúar
hafa farið fram á, virðast
hafa vakið almenningsat-
hygli. sem engan skyldi
undra.
Nú vita allir að Vest-
mannaeyingar hafa orðið
fyrir miklu fjárhagslegu
tjóni, og það sem meira er,
og veldur kannski meira
tjóni en menn gera sér
grein fyrir, það er röskun
á persónuhögum.
Fjármuni er oftastnær
hægt aö bæta, ef dugnaður
og kjarkur er fyrir hendi,
en hinum megum við held-
ur ekkj gleyma, að þaö eru
fleiri en Vestmannaeyingar,
sem eiga um sárt að binda.
Kröfur Vestmannaeyinga
hafa vakið athygli almenn-
ings á því, að fólk sem slas-
ast og verður jafnvel ör-
-kumia ævilangt, fær litlar
sem engar bætur, jafnvel
þó viðkomandi hafi verið að
afla verðmæta fyrir þjóð-
ina.
Hér á landi hafa orðið
snjóflóö, stórbrunar og
mannskaðar, sem hafa að
litlu eða engu leyti veriö
bættir og viðkomandi aðil-
ar hafa tekið þeim áföllum
með karlmennsku.
Það er tvennt ólíkt að
taka við hjálp, sem boðin
er af frjálsum vilja, eða að
hreinlegr. heimta af alþjóð.
að hún standi undir því að
bæta eigur fólks, sem flest
allt á bankainnstæðu upp
á nundruð þúsunda, sem
það hreyfir ekki við að taka
út, á meðan verið er að
sjá hvað rhikið er hægt að
sjúga út ur skáttgreiðend-
inn.
— e.
RArpsYsm-
ríÐi^ui
■ ▲ ■ ■.
a ■
Sími 26833
Ungfrilin í
§vefnrag:ninnni
„Þú heldur fram hjá mér!“
hrópaði ungfrú Mercedes og
leit hatursaugum á vin sinn,
herra Carlos di Mantua — „ég
þori ekki að treysta þér eitt
einasta augnablik — jafnskjótt
og þú sérð unga, laglega stúlku,
belgir þú þig út, eins og hani
í hænsnagarði og steingleymir
mér, sem hef þó verið þér ein-
læg og undirgefin fylgikona í
næstum þrjú ár . .
„En elsku litla vinkona,"
svaraði sendiráðsritarinn og
fiktaði óstyrkum höndum við
pípuna sína, — „ég hef marg-
sagt þér, að þetta er misskiln-
ingur, og að ég þekki ekki einu
sinni þessa ítölsku blondínu. —
Ég veit, að hún heitir Prisca
Englesi, — en það er líka alit,
sem ég veit um hana.“
„Þú glápir á hana, eins og
þig langi til að gleypa hana, í
hvert skipti, sem hún kemur
inn í veitingasalinn. Og snýrð
þér í hálfhring undir hinu cg
þessu yfirskini, — og hvers
vegna gerir þú það, minn kæri
Carlos? Jú, til þess að daðra
við hana með augunum . . . En
nú er ég orðin þreytt á öllu
þínu augna-daðri við ókunnar
dömur. Ég verð hér í Lissabon
— að eilífu . . .“
Þetta gerðist í veitingasal
Hótel Grandolas í höfuðborg
Portúgal. Lissabon varð í stríð-
inu nokkurs konar alþjóða-
miðstöð. Hún var endastöð
amerísku millilandsflugvél-
anna, sem komu frá New York.
ítölsku skipin komu alltaf öðru
hverju til Lissabon. Öll hótel
blómstruðu meira en nokkru
sinni áður, það var líf og fjör
í borginni. Allt var fullt af út-
lendingum frá öllum heims-
hornum og njósnarar voru
þama eins og mý á mykjuskán,
bæði karlar og konur.
Senorita Mercedes stóð upp
frá borðinu, þó að hún hefði
aðeins hálflokið kvöldverðin-
um.
„Ég hef þegar gengið frá
farangri mínum,“ sagði hún
með rödd, sem átti að kveða
upp úrslitadóm yfir honum,
,,ég hef fengið nóg. Þú sérð
mig aldrei framar. Ádieu!“
Hún strunzaði út úr veitinga-
salnum, án þess að líta á vesa-
lings Carlos.
Portúgalski sendiráðsritarinn
tók þessu með mestu ró. Hann
hafði nú dvalið í hálfan mánuð
í Lissabon ásamt vinkonu sinni
og ætlaði þetta kvöld að leggja
af stað til Parísar, þar sem
hann starfaði í sendiráði lands
síns. Hann hafði eðlilega vega-
bréf stjórnmálamanns og við
landamærin hafði hann alltaf
sagt Mercedes vera eiginkonu
sína, en hinir vinsamlegu log-
reglumenn og tollverðir höfðu
aldrei haft neitt við það að at-
huga.
Mercedes mundi brátt koma
aftur, hugsaði hann. Þetta var
ekki í fyrsta skipti, sem hún
fór „að eilífu“, hún hafði alltaf
komið aftur og kastað sér um
hálsinn á honum, og beðið
hann fyrirgefningar. Hann lauk
kvöldverrðinum eins og ekkert
hefði í skorizt, fékk sér góðan
koníakssjúss með kaffinu, en
ranglaði því næst inn í barinn,
ef hin ljóshærða, ítalska Senor-
ita skyldi af tilviljun vera þar.
Mercedes var að vísu líka Ijós-
hærð, en Carlos di Mantua
þekkti hana nóg nú orðið, og
þá var hún ekki spennandi
lengur, fyrir hann, — því að
hann var því miður óforbetran-
legur fjölkvænismaður í eðli
sínu.
— Það var eins með konur
og með skáldsögmy var hann
vanur að segja, þegar maður
hefur lesið þær einu sinni, hef-
ur maður sjaldnast löngun til
að fletta þeim aftur í annað
sinn. Að vísu hafði Mercedes
verið skemmtileg, en nú orðið
kunni hann hana áreiðanlega
utan að. Og seiðmagnið við
I-------------------------------
sína í fyrsta farrýmis svefn-
vagni Lissabon-París. Hann leit
eldheitum augum til hinnar
ljósshærðu, ítölsku meyjar, en
hún virtist alls ekki veita nær-
veru hans neina athygli.
Carlos andvarpaði. — Því
miður varð hann starfsins
vegna að fara strax. En það
hefði annars verið nógu freist-
andi að vera nokkru lengur í
Lissabon.
Þegar hann kom til járn-
brautarstöðvarinnar, sá hann,
að lestin átti ekki að leggja af
stað fyrr en eftir fjórðung
stundar. Hann hafði þá nógan
tíma. Eftir allar veizlurnar
undanfarið var hann nú orðinn
hálf-slæptur og þreyttur; hann
hafði ekki oft komizt í rúmið
fyrir klukkan 3 á næturnar.
Hann fór því beint inn í svefn-
klefa sinn og háttaði.
„Það er sennilegt, að eigin-
kona mín komi ekki fyrr en
GLEÐISAGA
frá Portúgal
Hún fór upp í rúmib hin-
um megin í svefnvagninum
og sneri sér strax til veggjar—
hina svokölluðu ást, — var í
augum Carlos, að minnsta
kosti, — fólgið í því nýja — í
því óvænta, — því, sem enn
var órannsakað. Hann fann
það, að að þessu leyti var hon-
um farið líkt og landkönnuðum
—- hvítu þlettirnir á landabréf-
inu voru aðal-áhugamál þeirra,
— Carlos di MantUa brosti,
hann lauk ekki einu sinni við
samlíkinguna í huganum.
Signorina Inglesi var ekki
stödd í bamum á Hótel Grand-
olas. Carlos andvarpaði, og
huggaði sig við nokkur staup
af góðum vínum. Brátt nálgað-
ist klukkan hálf tólf, svo að
hann gekk til herbergja sinna
til að ganga frá farangrinum.
Þeman fræddi hann á því, að
senoritan væri farin.
— Það gleður mig, hugsaði
Carlos, það var gott að vera
laus við hana. Betur, að hún
léti ekki sjá sig í heila viku.
Þegar hann kom niður í and-
dyrið til að greiða reikning
sinn og sækja farmiðana með
lestinni, sóð Signorina Inglesi
þar og talaði við gjaldkerann.
Carlos di Mantua fékk farmiða
eftir nokkra stund,“ sagði hann
við lestarþjóninn, „hér er vega-
bréf mitt og farmiðar okkar.
Viljið þér gjörra svo vel að sjá
svo um, að við verðum ekki
vakin við landamærin." Hann
rétti þjóninum 100 Escudos, svo
að hann hneigði sig og beygði
um leið, og hann hv.arf.
Þegar sendiráðsritarinn hafði
íarið í ljósbláu silkináttfötin
sín, slökkti hann ljósið. í hálf-
rökkrinu heyrði hann eins og
í fjarska, svo þreyttur var
hann, að lestin smáfylltist af
fólki, dyrum var skellt og far-
angri hent til og frá, það var
hlegið og skrafað — svo heyrð-
ist skerandi flaut eimvagnsins
og lestin rann af stað. Hann
var kominn af stað til Parísar.
Vertu sæl, Lissabon, hugsaði
Carlos di Mantua. — Nú skal
ég sofa — bara sofa — helzt í
tuttugu klukkustundir.
Hálfri klukkustund síðar
vaknaði hann. Lestin þaut
áfram á fullri ferð. Dunk,
dunk, dunk, heyrðist í hjólun-
um, er þau rrunnu áfram eftir
teinunum, — svæfandi, róandí.
Hurðinni að tvímennings-
svefnklefa hans var ýtt upp,
gætilega. Skuggi sást í dyra-
gættinni, en aðeins sem snöggv-
ast, svo varð aftur dimmt. Það
var Mercedes, sem var komin.
Carlos hreyfði sig ekki.
Aha, hugsaði hann. Hún kom
þá, samt sem áður. Hún hefur
sjálfsagt setið í borðsalnum og
beðið þess, að ég sofnaði. Þá
var úti friður og ró. Nú byrja
allar þessar afbrýðissenur á ný.
En í nótt vil ég vera laus við
allt slíkt — í nótt vil ég hafa
minn verðskuldaða svefn og
engar refjar. Hann dró andarm
djúpt og lézt steinsofa.
Það var svo dimmt í klefan-
um, að ekkert sást nema óljós-
ar útlínur. Það var aðeins á
meðan lestin þaut fram hjá
upplýstri járnbrautarstöð, að
svolítið birti til.
Mercedes steinþagði. Hún
byrjaði að afklæða sig.
Ég held ég þekki svo sem
fyrirbrigðið, hugsaði Carlos.
Hún er hálf-móðguð og vill
ekki stíga fyrsta skrefið til
samkomulags. En ef hún held-
ur, að ég geri það, þá skjátlast
henni.
R
En hvað hún háttaði sig
hljóðlega. Það var annars ekki
það venjulega. Og það var líka
óvenju mikil hugulsemi af
henni að kveikja ekki ljósið. —
Þetta voru greinileg merki
þess, að hún iðraðist hinna van-
hugsuðu orða sinna í veitinga-
salnum á Hótel Grandolas.
Hún hafði auðvitað áttað sig
á því, að hún hafði ekki
minnstu ástæðu til afbrýði-
semi við hina ljóshærðu,
ítölsku senoritu. Reyndar var
þó nokkur svipur með ungfrún-
um. Þær voru báðar ljóshærð-
ar og svarteygðar, og næstum
jafn grannvaxnar.
En, eins og áður var sagt, —
Carlos hafði full-rannsakað og
reynt aðra þeirra út í yztu æs-
ar, — en hin var og mundi
verða, því miður, Terra in-
cognita (ókortlagt land).
Nú skal ég gefa Mercedes
áminningu, hugsaði Carlos. Ég
ætla ekki að segja eitt orð við
hana, jafnvel ekki fyrr en við
hádegisverðinn á morgun. Það
þarf að refsa henni — refsa
henni stranglega . . .
Nasavængir hans þöndust
skyndilega út. Hvaða ilmvatn,
unaðslegt ilmvatn var nú
þetta, sem hún hafði náð í?
Hann hafði aldrrei fundið
þennan ilm fyrr. — Hann
gægðist með öðru auganu yfir
teppið, sem hann hafði dregið
alveg upp að höku. Ljósið utan
frá ganginum varpaði nú
daufri birtu inn í klefann, í
gegnum grænleit silki-glugga-
tjöld fyrir glugganum.
Hún var komin úr kjólnuro
og sneri baki að honum. Hann
sá, að hún var í næfurþunnum
gegnsæjum undirkjól, sem hún
hafði ekki verið í fyrr.