Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 16.03.1973, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 16.03.1973, Blaðsíða 4
4 NÝ VIKUTÍÐINDI tHitt og þetta DRAUMAR Frá alda öðli hafa draumar verið álitnir vitranir. Hinn siðmenntaði maður vorra tíma lítur öðruvísi á málið. Hann segir, að draumur hafi enga merkingu.Hann lítur svo á, að þeir stafi af truflunum í líffærunum, t.d. magakveisu, taugaveiklun, kvíða og svo framvegis. Samt sem áður er auðvelt að sanna, að draumur hafa ákveðna merkingu, og yfirleitt sýna þeir óorðna atburði. Hér verða nefnd nokkur dæmi, sem sanna, að draumar hafa ákveðna merkingu, og þeir eru forboðar atburða, sem fram munu koma. Dr. Lomer taugalæknir í Hannover segir frá eftirfar- andi dfaumi, sem vin hans dreymdi. Þessi frásögn var birt í þýzka vísindatímaritinu „Psychiske Studien“: Nóttina milli 24. og 25. jan- úar 1939 dreymdi mig, að ég var staddur á víðáttumiklu flatlendi ásamt látnum vini mínum, M. M. spáði vondu veðri, þó að himinninn væri alheiður. Allt í einu kom svartur skýjabakki í Ijós út við sjóndeildarhringinn, og gekk hann fljótt upp á himin- inn. A undan bakkanum sveif tröllaukið ferlíki, sem var áþekka st gráu skýi, • og í' ‘ því komu 1 ljós tvær verur. Önn- ur var riddari á hestbaki, en hin -vai'- risi, og efri' hluti líkama hans var á milli fram- fóta hestsins. Hvorug veran hreyfðist, heldur liðu þær í áttina til okkar. Riddarinn reis á fætur, studdist fram á sverð sitt og horfði þungbrýnn fram fyrir sig. Þegar skýið nálgað- ist, leit risinn til okkar. Skýið bar nú óðfluga fram hjá okkur og hinum megin við það kom í ljós stór hrúga af líkum, og nú sá ég, að lík af liðsforingja lá undir hestin- um. — Maðurinn, sem dreymdi þennan draum, hugsaði ekkert um hann, fyrr en heimsstyrj- öldin skall á í sept. 1939. Þá sá hann það fyrst, að draurn- ur þessi hafði verið að færa honum vitneskju um hinn hryllilega heimsófrið, sem brauzt út skömmu síðar. Marga kunna menn hefur dreymt drauma, sem hafa sagt þeim fyrir um líf þeirra og dauða. Napoleon keisara dreymdi oft Josephinu, og sagði hún honum, hver enda- lok bans yrðu. Hið fræga tón- skáld, Mozart dreymdi oft veru sem kom til hans og hvatti hann til að semja sálu- messu. Síðustu árin, sem Mozart lifði, dreymdi hann þessa veru á hverri nóttu, og að lokum samdi hann sálu- messu, sem fyrst var leikin við jarðarför hans sjálfs. Hann dó rétt eftir að hann hafði lokið að semja sálumess- una. Nóttin áður en Lincoln for- seti var myrtur, dreymdi hann, að honum var sagt, að hanm ætti' 'skammt 'eftir ólifað;' og skáldið Goethe dreymdi eitt sinn atburð, sem síðar köm' fram’ í lífi hans. — ' Það mætti nefna mörg fleiri dæmi, sem sanna það, að draumar eru mjög athyglis- verðir, en það yrði of langt mál að telja hér upp allt það, er nefna mætti dulspeki og leyndardóma tilverunnar. Draumur getur verið opin- berun, en hann getur einnig verið annars eðlis. Draumur getur verið milliliðurinn milli lifenda og dauðra. Dauður maður getur komizt að hinum sofandi manni og sagt honum, að hann hafi hug á að ná sam- bandi við hann, en á hvern hátt? (Aðsent). Paíme Framh. af bls. 1 slóðin, sem flutt var til Eyja eftir eldgosið, verði flutt þaðan á burt aftur, og hvort frá því verði skýrt í Morgun- blaðinu. Eins og allir vita er langt frá því, að ekki sé nóg af liúsnæði og húsgögnum i Eyjum, þar sem Palme-hjón- in liefðu getað staldrað við og lengið liressingu, en þarna skaut Guðlaugur öll- um öðrum ref fyrir rass með skjótum viðbrögðum. — Sívaxandi Framh. af bls. 1 heimilum sínum, gerðu eitt- hvað róttækt til þess að koma í veg fyrir það fyllirí, . sem þar tíðkast oft og tíð- um. Það er með öllu óafsak- anlegt, að íþróttaforystan skuli ekki fylgjast betur með, hvernig þessum málum er komið hjá sumum íþróttafé- lögunum og geri viðeigandi ráðstafanir. Annars er ekki von á g'óðu lijá yngri með- limum þessara félaga, þegar ekki er lengur horfandi á sunnudagsleiki eldri flokk- anna vegna timburmanna leikmanna. En allt ber þetta að sama brunni. Bindindisstarfið í landinu er allt í molum og algjörlega máttlaust í barátt- unni gegn unglingadrykkj- unni. Samt sem áður er það skratti hart, að íþróttafélög og gagnfræðaskólar skuli ekki geta hamlað eitthvað á móti, en þar á ef til vill við hið foma máltæki, að eftir liöfðinu dansi limirnir. — KEámsýning Framh. af bls. 1 að sjá kvikmyndir frá Mall- orka og víðar og er þessu hoði tekið með miklum fögn- uði. Sýningin liefst og stjórn- ar húsbóndinn henni eins og vera her. Falla myndimar í góðan jarðveg og biðja gest- irnir stöðugt um að fá að sjá meira. En þegar sýningin stcndur sem hæst hringir síminn og húsbóndinn þarf að bregða sér frá um stund. Það dregst á langinn, að hann komi aft- ur og nú þarf að skipta um filmu. Konan tekur verkið að sér og smellir nýrri fihnu í vélina. Byrjaði hún á bað- strönd og nú brá svo við, að fólkið var alLt nakið og þótti bæði konuniii og gestunum þetta allundarlegt. Er eklci að orðlengja það frekar, en eftir smástund upphófst eitl allsherjar samfaraatriði og sátu gestir sem lamaðir þar til húsbóndinn kom inn; stökk hann þegar að sýning- arvélinni og stöðvaði hana. Var fremur fátt um kveðj- V ■ 2x9. Lesendur eru beðnir vel- virðingar á því að síðasta tölublað var sagt nr. 9 í stað 10. Tvö síðustu blöð hafa sem sagt verið nr. 9 og þetta er því nr. 11 og! þá er röðin orðin rétt á ný. ur, en það tók manninn lang- an tíma að sannfæra eigin- konuna um, að þessa filmu hcfði hann ekki tekið sjálfur, heldur keypt í laumi og ætl- að að sýna vinum sínum. Varla þarf að taka fram, að konan krafðist þess að ía að horfa á alla myndina, þeg- ar hjónin voru orðin eín. Hins vegar hefur foreldrum hennar ekki aftur verið boð- ið upp á kvikmyndasýningu, er þau liafa litið inn. — Veðlagseftirfit Framh. af bls. 1 um finnst ekki taka því að gera röfl út af nokkrum krónum, en það verður gott bctur en nokkrar krónur, þegar búið er að taka þetta aukagjald af öllum, sem rukkaðir eru um það. Kaupmenn þurfa að bjarga sér eins og aðrir, en þessi að- íerð við að svindla á við- skiptavinum er vægast sagt afar hvimleið. Matsölustaðir 1 þessu sambandi má minn- ast á matsölustaðina, sem dreifðir eru vítt og breitt um borgina. Þar virðist happa °g glappa aðferðin alls ráð- andi í sambandi við verð- liækkanir. Verðlagseftirlilið greip að vísu í taumana fyr- ir stuttu, þegar sumir staðir höfðu hækkað verð á frönsk- um kartöflum langtilih fheira ‘ en eðlilegt og leyfilegt var. , ,En svo einkenniLega vill tilv að verðlag á mat, sem þessir staðir selja, virðist að miklu leyli ráðast af heiti réttarins, en ekki úr hverju liann er gerður. Biximatur er sennilega seldur á um 150 krónur, en ef Þessi matur er t. d. nefnd- ur sænskur kjötréttur, þá má hann kosta 200 krónur eða meira, svo að eitt dæmi af mörgum sé nefnt. Þessir steikstaðir hafa sprottið upp eins og gorkúl- ur og virðist ekki vanþörf á frekara eftirliti með þessari starfsemi, sem og verðlagn- ingu annarra aðila í verzlun- arbransanum. — Hetjuleg Framh. af bls. 7 hafði tíu þúsund manna varalið. Ósmann, sem stjórnaði vörn- inni við Grivitza, gaf mönnum sínum ekki skipun um að skjóta á Rússa, fyrr en þeir voru tæplega 100 metra frá skotgröfum Tyrkja. Áhrifin af samfelldri skothrið Tyrkja voru óskapleg. Hún stöðvaði GITARKENNSLA GUNNAR H. JONSSON SlMl 2 58 28 Auglýsib í Nýjum vikutíhindum

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.