Ný vikutíðindi - 16.03.1973, Blaðsíða 6
6
NÝ V.WCUÚ&tN;D.l
Hetjuleg: vörn Tyrltja
It ÚKNIIIII
Ósmann Pasha, sem þekkt-
ari er í Tyrklandi undir nafn-
inu Ósmann sigursæli, var í
vanda staddur með her sinn
vorið 1877, Hann hafði mjög
lélegum her á að skipa, en
honum varð að beita til þess
að ieyna að stöðva framsókn
hins geysifjölmenna hers
Rússakeisara, því að öðrum
kosti myndi hann leggja undir
sig Tyrkland og hið mikilvæga
Daranellasund.
Hann var fáorður maður, en
kallaði saman foringja sína í
aðalstöðvum sínum í þorpinu
Plevna í Búlgaríu. Hann lét
tilfinningarnar ekki ráða,
heldur virti fyrir sér foringja'
sína,' og hóf að undirbúa það,
að niðurbrotinn og illa búinn
her Tyrkja breytti rás sögunn-
ar og hefti framsókn hins
geysifjölmenna hers Rússa.
Alexander II Rússakeisari
hafði valið heppilegan tíma tilj
sóknarinnar gegn Tyrklandi.;
Ósmannaveldið rambaði á
barmi glötunar vegna spill-
ingar, og ekki var það verra
fyrir Rússakeisara að leggja út
í styrjöld við Hundtyrkjann,
að þeii höfðu sent sveitir
hinna harðskreyttu, Cherkassa
inn íBúlgaríu, sem var kristið
lánd.
Þessir villtu hermenn létui
sér ekki allt fyrir brjósti
brenna Þeir nauðguðu hverri
konu, sem varð á vegi þeirra,
og skáru karlmennina á háls.
Þetta varð til þess, að keisar-
inn fékk næga átyllu til að
segja Tyrkjum stríð á hendur.
Hann sneri sér gegn ásókn og
villimensku Múhameðstrúar-
manna.
Þetta. var í níunda skiptið
sem Rússar höfðu reynt að ná
yfirráðum yfir Dardnella-
sundi. Nú var það aðeins hinn
eitilharðii Ósmann, sem stóð í
vegi fyrir því að herförin
heppnaðist.
Hernaðaráætlun Rússa vai
mjög einföld. Þeir ákváðu að
hefja sókn beina leið suður
Búlgaríu. Tyrkneski herinn í
Búlgaríu var skiptur í þrjár
fylkingar. Ein var í austan-
verðu landinu undir stjórn
Mehemed Ali, önnur í suðri,
undir stjórn Suluman Pasha,
og hir. þriðja í vestri hjá
Viddin, undir herstjórn Ós-
mann Pasha. Ætlun Rússa var
að umkringja og gjöreyða fylk
ingunum í austrin og vestri,
en láta meginher sinn sækja
gegn Suluman Pash í suðri.
Ósmann hafði gert sér
fyllstu grein fyrir því, að bær-
inn Plevna var ákaflega mikil-
vægur frá hernaðarlegu sjónar-
miði fyrir óvinina, því að um
Plevna lágu allir vegir, sem
Rússar þurftu að nota til að
tengja saman vesturher og
miðher sinn. Ósmann fékk þvi
frjálsar hendur og var fljótur
að grípa til sinna ráða. Innan
tveggja klukkustunda var
hann lagður af stað með 12
þúsund manna herlið hina
200 kílómetra löngu og erfiðu
göngu til Plevna. Hver her-
maður hafði meðferðis 80
skothylki og vistir til viku.
Göngunni var haldið áfram
til sólseturs, en þá var slegið
tjöldum við Dóná. Hermenn-
irnir voru í góðu skapi og í
miklum bardagahug. Þeir
höfðu óbilandi trú á foringja
sínum og sögðu, að hann
berðist eins og hermaðúr, en
færi ekki í felur eins og hers-
höfðingi. Þeir trúðu því, að
hann gæti ekki fallið. Þó að
hann stæði í æsilegri kúlna-
hríð, myndi engin kúla hæfa
hann.
Ósmann lét leggja af stað
við sólarupprás. Menn hans.
fóru um fjalllendi, þar sem
hvergi var deigan dropa að fá
og hitinn óþolandi. Margir
hermenn fengu sólsting og
féllu til jarðar, en voru skildir
eftir við leiðina.
Síðdegis kom Ósmann til
þorpsins Krividol. Þar beið
eina, setm gæti bjargað því,
væri hetjuleg framganga þessa
hers.
Á hádegi næsta dag kom
herinn til Plevna. Þar var allt
með kyrrum kjörum. Ósmann
hafði sigrað í kapphlaupinu.
við Rússana.
Heita mátti að menn hans
gætu ekki staðið á fótunum.
þegar komið var að þorpinu,
en Ósmann og herforingjar
hans riðu upp á hæð fyrir
utan bæinn. Tveimur klukku-
stundum síðar kom Ósmann
aftur og skipaði þá hernum
að fara frá Plevna. Hann kom
liði sínu fyrir í hæðum og
og dölum vestur af bænum
Janik Blair, sem liggur vestur
frá Plevna.
Hann var ekki fyrr búinn að
skipta liði sínu en framvarða-
fylking Rússa kom á vettvang.
Þetta var tíu þúsund manna
lið. Rússar áttu sér einkis ills
von, þegar skothríð dundi á
þeim, og þeir hörfuðu strax.
Um það bil klukkustund síðar
kom meginher Rússa á stað
inn, um 15 þúsund menn.
„Já, yðar hágöfgi."
„Við skulum stökkva þeim
á flótta í dag. En þið verðið
að bera fyllsta traust til mín.
Umfram allt verðið þið að bera
traust til ykkar sjálfra. Munið
það, að ef okkur mistekst hér,
þá er föðurland okkar dauða-
dæmt.“
„Við munum það, yðar
hágöfgi.“
„Ég bið ykkur blessunar
Allah."
„Blessun Allh veri með
yður, yðar hágöfgi.“
Þegar Ósmann þeysti burtu,
horfðu hermennirnir á eftir
honum fullir aðdáunar.
Klukkan fimm um morgun-
inn hóf Krudener hershöfðingi
áhlaup á tyrkneska herinn.
Rússsneska stórskotaliðið hóf
mikla skothríð, og um leið
sóttu fram fylkingar grá-
klæddra hermanna þeirra.
Þeir sóttu hratt fram, og blik-
aði á byssustingi þeirra í
skærri morgunsólinni.
(æ|iii“sUk»ur lier hans yarðíst eíjM| liiiniin
vol«lii£»«i lier KiíssakrÍKara í 143 <Iaga oq vökvadi akra
iJicH J J.O UUJQÍ I. j
lliilgaríii ineð lilóAi Itússaniia.
hans símskeyti frá soldánin-
um, sem bað hann að flýta sér
til Plevna og sagði, að Rússar
væru að brjótast í gegnum,
varnarlínu Tyrkjahers við
Kinoli og Lovtcha, aðeins 35
kílómetra frá Plevna.
— ★ —
Ósmann beið ekki boðanna,
heldur lagði af stað með
menn sína og hélt áfram allt
kvöldið og alla nótina. Her-
mönnunum var bannað að tala
saman á göngunni, svo að
engin hætta væri á því að
njósnarar Kósakka heyrðu til-
þeirra.
í Þorpinu Vultichidung beið
hans annað skeyti frá soldán-
inum, sem greindi frá því að;
bærinn Nikoli hefði fallið
Rússum í hendur. Ósmann
brást við þannig, að hann lét,
menn sína ganga viðstöðulaust
35 kílómetra enn. Þessi erfiða
ganga lék menn hans illa, og
margir hnigu örmagna niður
og voru skildir eftir.
í þorpinu Kenieja var þriðja
símskeytið frá soldáninum,
sem tilkynnti að bærinn
Lovcha væri líka fallinn, og.
að Rússar stefndu nú til
Plevna
Ósmann þeysti á hesti sín-
um um herinn, og sagði
liðsformgjum sínum tíðind-
in. Hann sagði þeim, að
hætta væri á að Tyrkland
myndi líða undir lok og það
Rússneski yfirhershöfðinginn,
Krudener hershöfðingi, varð
steinhissa, þegar hann frétti
að tyrkneskur her væri í
Plevna. Hann ákvað því að
biða til morguns þar til hann
gerði áhlaup, en sú ákvörðun
var eins og sending af himn-
um fyrir dauðþreytta og ör-'
magna Tyrkina, sem nú gátu
hvílzt næturlangt.
Snemma um morguninn
steig Ósmann á bak jarpa.
sínum, reið meðal herja sinna
og minnti hermennina stöðugt'
á þá miklu hættu, sem föður-
landið væri nú statt í. Hvatti
hann hermennina til að hrinda
áhlaupi Rússanna, sem yfir
vofði.
„Rússarnir eru góðir her-
menn,“ sagði hann við pilta
sína. „Þeir eru hraustir og
ákveðnir. En við höfum sigrað.
þá áður, og við sigrum þá
aftur. Þið megið alls ekki vera
hræddir við þá.“
„Við erum ekki hræddir,
yðar göfgi,“ svaraði hermaður
einn, stór og veðurbarinn.
„Nú, þér eruð einn af þeim
gömlu,“ sagði Ósmann. „Voruð'
þér ekki með mér í bardag-
anum við Kalafett?"
„Jú yðar göfgi.“
„Munið þér hvernig við
gjörsig'iuðum Rússana þar?
Munið þér þegar við rákum
þá á flótta?“
Tyrkir bigu átekna á bak
við steina og, runna, og biðu
eftir skipun um að hefja skot-
hríð. Skyndilega heyrðist
blásið hvellt í lúður. Þar var
skipúnin um að skjóta.
Jafnskjótt var morgunkyrrð-
in rofin af ferlegri skothríð og
þeim hávaða, sem fylgdi bar-
daganum. Byssukúlur hvinu
um allt. Sjónarvottur segir frá
því, að hann hafi allt í einu
séð rússneska fallbyssukúlu
hæfa fjóra menn úr tyrkneska
stórskotaliðinu. Kúlan hæfði
einn þeirra í andlitið, þannig
aðhöfuðið fauk á augabragði
af bolnum. Annar hermaður
féll til jarðar með iðrun úti.
Sá þriðji missti báða fætur, en
sá fjórði lá hreyfingarlaus og
sá ekki á honum, en hann var
þó steindauður.
Tyrkjunum tókst að hrinda
áhlaupi Rússanna á Janik-
hæðinni, en annars staðar
gekk verr. Á hægri armi
hröktu Rússarnir Tyrkina
undan, næstum alla leiðina til
Plevna, en þar tókst að hefta
framsókn þeirra. Á vinstri
arminum ruddust Rússar yfir
þrjár varnarlírur Tyrkj í skot-
gröfunum.
Þegar tyrknesku hermenn-
irnir liörfuðu í reiðuleysi, kom
Ósmann Pasha á vettvang.
Hann þeysti innan um hóp
hermanna, og hvatti þá til
dáða og veitti þeim kjark, og
innan stundar hófu þeir
mikið gagnáhlaup undir for-
ustu hans. Áhlaupið var svo
grimmdarlegt, að Rússarnir
létu þegar undan síga, og
þeir voru hraktir úr varnar-
stöðvunum, sem Tyrkimir
orðið að yfirgefa rétt áður, og
loks alla leið til fyrri stöðva
sinna.
Klukkustund fyrir sólsetur
neyddist Kdudener hershöfð-
ingi til að fyrirskipa, að
áhlaupinu skyldi hætt, enda
var það alveg að renna út í
sandinn.
Rússar höfðu beðið mikinn
ósigur á allri víglínunni, og
mannfall þeirra var gífurlegt
— fjögur þúsund Rússar lágu
í valnum. Fyrsta áhlaup Rúss-
anna hafði farið út um þúfur.
Þá um kvöldið símaði
brezki blaðamaðurinn Gaý til
Daily Telegraph í London um
hinn ótrúlega sigur Ósmanns
við Plevena. Grein hans var
mikið lof um tyrkneska hers-
höfðingjann, og hann lauk
henni með þessum orðum:
„Ósmann Pasha er meiri en
mikill hershöfðingi. Hann er
mikill foringi og leiðtogi. Þeg-
ar hann fyrirskipar áhlaup,
segir hann mönnum sínum
■ekki að hefja það, heldur fer
hann fyrir þeim. „Komið,
fylgið mér,“ segir hann. Þeg-
ar han-n biður mermk+sffia'' að
gera eitthvað, vita þeir, að
hann m.un líka gera það sjálf-
ur.“
Ósma-nn Pasha unndi sér
engrar hvíldar, heldur tók
strax að undirbúa sig undir
næstu áhlaup Rússanna. Hann
vissi, að orrustan um Plevna
var rétt að byrja. Rússarnir
myndu koma með ógrynni
lið áður en varði. Hann sendi
því eftir varaliði sínu, sem var
við Viddin, og hafði þá á að
skipa 20 þúsund manna her-
liði.
Ósmann Pasha hafði kynnt
sér vel Þrælastríðið í Ame-
ríku, og því ákvað hann að
hlaða víða virki í varnarlínu
sinni, en þá aðferð höfðu Suð-
urríkjamenn notað með .góð-
um árangri. Menn hans grófu
dag og nótt, og komu upp
tveimur virkjum á Janik-hæð-
inni. Voru þau að mestu neð-
anjarðar. Þessi virki voru
síðan kölluð Grivitza I og II,
og beggja megin út frá þeim
lágu skotgrafir.
Það leið ekki á löngu þar
til Krudener hershöfðingja
barst mikill liðsauki, en það
var 20 þúsund manna her
Shakovskys hershhöfðingja.
Þessir tveir hershöfðingjar
réðu ráðum sínum og urðu
samal.a um sóknaráætlun gegn
Plevna. sem gerði ráð fyrir
að her Krudeners sækti fram
gegn virkjunum tveimur að
norðvestan, en her Shakov-
skys skyldi sækja að Plevna
að suðaustan. Á hæðunum
yfir Plevna biðu 144 rúss-
neskar fallbyssur eftir skipun