Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 16.03.1973, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 16.03.1973, Blaðsíða 7
NY VIKUTIÐINDI 7 LÁRÉTT 48 mannsnafn 15 áleiðis 1 ís 49 sónn 16 ill færð 5 póll 50 mjúk 18 hrærði 10 hund 53 angra 20 láð 11 lýkur upp 54 útt. 21 stunda 13 keyrði 55 angrar 23 kvikindanna 14 gras 57 sáðland 24 samhljóðar 16 högg 60 tveir eins 25 slarkaði 17 ös 61 látið 28 leita 19 andi 63 ógæfu 29 hrófli 21 fag 65 pólitíkus 35 þræta 22 spírar 66 eldstæði 36 bjarmi 23 grenjar 37 duftkorns 26 starf 38 skera 27 málmur 39 formóðir 28 lindýr LÓÐRÉTT: 40 vatnadýr 30 ílát 1 skáld 42 óhræsi 31 snaps 2 tíndi 44 samhljóðar 32 veifa 3 sigaði 46 vesælli 33 frumefni 4 ílát 51 kvarta 34 skammst. 6 eldsneyti 52 bjáni 36 hirða um 7 skógardýr 55 for 38 lóð 8 ný 56 sigað 41 nam 9 frumefni 58 flokkur 43 hrellti 10 hús 59 sjór 45 fæðu 12 tæma 62 renn 47 hlössin 13 óvinátta 64 skammst. KROSSGATAN kVvvvvvvvvuvvvvvw%^rtn/vwvvvvvvvwwvvvirjvvvvLV\Ar^v\r1^vvvvwwsAr^vvvvvvwwuvvwvwvvwvvvvwvvvv,« um að hefja skothríð á Plevne í aðalstöðvunum í Plevna beið Osmann Pasha hinn ró- legasti eftir áhlaupi Rússa. hánn setti þúsund manna lið til varnar í hvort virkið, en dreifði hermönnum sínum á mið- og austurhluta víglínunn- ar. Enda þótt hann ætti við ofurefli liðs að etja, dró hann 5000 manna herlið frá víglín- unni, og faldi það í hæðunum suður af Plevna. — ★ — Áhlaup Rússa hófst klukk- an 11 að morgni hins 30. júlí. Fótgöngulið Shakovskys sótti fram með brugðna byssu- stingi til varnarstöðva Tyrkja. Þegar Rússar sóttu upp hæð- ina, hófu Tyrkir æðislega skothríð úr skotgröfum sín- um, og svo að segja hver ein- asti maður í fremstu fylkingu Rússa féll. En samt sem áður héldu Rússarnir áfram, og hcr- mennirnir stukku yfir lík fé- laga sinna. Þeir voru eins og óstöðvandi flóðbylgja, sem skall yfir skotgrafir Tyrkja. Skyndilega dró úr skothríð Tyrkja. Þegar rússneska flóð- bylgjan nálgaðist, stukku Tyrkirnir í ráðaleysi upp úr skotgröfunum sínum og hörf- uðu óskipulega yfir í næstu skotgrafir í varnarlínunni. Þegar Rússamir sóttu eftir þeim, mátti heita að Tyrkir verðust alls ekki, heldur brast flótti í liðið, og þeir stukku frá vígvellinum og upp á hæð- ina og yfir hana. Þegar Tyrkir flýðu, ráku Rússar upp siguróp. Þeir fleygðu frá sér rifflum sínum og föðmuðust og kysstust í •ofsakæti yfir þessum auðunna sigri. En þá birtist efst á hæð- inni sjálfur Ósmann Pasha. Um leið og hann lyfti hand- leggnum, var blásið í herlúð- ur. Svo æddu hinir „sigruðu“ Tyrkir niður hæðina, studdir fimm þúsund manna liðinu, sem Ósmann hafði falið i hæðunum. Tyrkirnir æptu „Allah! Allah!“ um leið og þeir þustu fram. Rússar reyndu að endurskipu- leggja lið sitt. Þeim tókst það ekki, því að Tyrkirnir æddu yfir þá eins og grenjndi ljón Þeir Rússanna, sem ekki féllu strax, lögðu samstundis á flótta. Tyrkir ráku flóttann alla leið til upprunalegra stöðva herja Shakovskys. Þetta var gífurlegur ósigur fyrir Rússa, því að átta þús- und Rússar lágu í valnum. — ★ — Þegar Krudener hershöfð- ingi frétti um þessar ófarir til Grivitza-vígstöðvanna, fyr- irskipaði hann þegar í stað, að nætt skyldi árásinni á virk- in tvö. Tyrkir hæddu og spottuðu Rússana, en hermenn Krudeners létu undan síga. Þetta hafði verið slæmur bardagi fyrir Rússa. Þessi annar sigur Ósmanns Pasha hafði miklar afleiðing- ar. Frá hernaðarlegu sjónar- miði höfðu áhlaup Rússa á austur- og miðvigstöðvunum verið stöðvuð með öllu. Rúss- neska herstjórnin vogaði sér ekki að stíga feti framar, vit- andi að hinn ósigrandi her Ós- manns Pasha var við öllu bú- inn á hægra armi. Frá sálfræðilegu sjónarmiði hafði herforusta Ósmann Pasha og staðfesta herja hans vakið furðu og aðdáun manna í Evrópu og dregið úr hatri kristinna manna á hundtyrkj- anum. í Englandi hélt Disraeli lávarður því sífelt fram, að árás Rússa á Tyrki væri ekki annað en ofbeldi og svívirði- leg kúgun við smáríki, og nú voru menn farnir að hlusta á þau orð hans. En áhrifin af sigrum Ós- manns Pasha urðu mest heima í Tyrklandi sjálfu. Aðeins viku áður voru allar horfur á því, að ríkið myndi liðast í sundúr. En sigrar Ósmanns veittu þjóðinni nýtt líf og nýtt þrek, og hún öðlaðist stolt sitt og heiður á nýjan leik. Jafnvel soldáninn, Abudl amid, sem var mesta mann- leysa, kom nú fram sem nýr maður. Hann kom úr kvenna- búri sínu og fylkti þjóðinni i heilagt stríð. í trúaræði og þjóðernishroka gáfu þúsundir ungra manna sig fram til her- þjónustu. Abdu1 Hamid sæmdi Ós- mann Pasha æðstu heiðurs- merkjum Tyrklands, og tók Ósmanr þeirri sæmd frammi fyrir öllu liði sínu. Þegar at- höfninni var lokið sneri Ós- mann sér að her sínum. „Þakka ykkur fyrir, piltar. Heiðursmerkið, sem ég nú ber, er y.kkar að réttu lagi.“ Hann sagði síðan hermönn- unum sínum frá því, að or- ustunni um Plevna væri enn ekki lokið, og öruggt væri að Rússarnir myndu koma aftur með margfalt lið .... Hann sagði að Rússar hefðu meiri þörf fyrir Plevna heldur en sjálfan Miklagarð. Þetta var hörð ræða, en menn hans hlýddu á orð foringjans, og létu sér hvergi bregða. Ósmann vissi að hann var í hörðu stríði við tímann, en samt sem áður lét hann gera mikið virki suður af Plevna andspænis þorpinu Krishnin. Þessi þrjú virki, Krishnin og Grivitza, áttu að vera lykill- inn að vörnum hans á þriggja kílómetra langri víglínu. — ★ — f september voru Rússar reiðubúnir að hefja aftur orrustuna um Plevna. Þeir höfðu dregið að sér 100 þús- und manna rússneskt herlið, sem stutt var tíu þúsund manna rúmensku herliði. í Plevna hafði Ósmann sáfriáð • 'saman 40 ‘ ‘ þúsund manna liði, og hann beið átekta. Hann gerði sér grein fyrir því, að ekki var til einn einasti hemaðarfræðingur i Evrópu, sem taldi að Ósmann hefði nokkurn minnsta mögu- leika á að hrinda árás Rússa. En engrar hræðslu gætti í hjarta Ósmanns. Hann taldi sig geta unnið bardagann sem framundan var, og hann var staðráðinn í að vinna. Ósmann gerði sér vonir um sigra, vegna þess að hafði tek- ið eftir sérkennilegum galla í sóknarkerfi Rússa. Rússnesku hershhöfðingjarnir sendu aldr- ei varalið sitt fram til orrustu á meðan hún stóð sem hæst, einmitt þegar það hefði komið að mestu gagni. Þeir biðu allt- af fram á síðustu stundu, þar til bardaginn var að mestu bú- inn, en þá sendu þeir fram hersveitir óþreyttra hermanna til að berjast. Ósmann var staðráðinn að færa sér þennan galla i nyt. Heima í Pétursborg til- kynnti Alexander keisari áður en hann lagði af stað til Plevna: „Við verðum að her- taka Plevna.“ Keisarinn ákvað að styrkja hermenn sína í baráttunni með því að vera viðstaddur, þegar her hans byrjaði árás- ina miklu á Tyrki við Plevna Það var ákveðið að yfirhers- höfðingi Rússa, Nikulás stór- hertogi, skyldi stjórna árás- inni. í herforingjaráði stórhertog- ans voru allir færustu herfor- ingjar Rússa, svo sem Zotoff, Krilloff; Imeretinsky og Sko- belefí. Sá síðastnefndi var þeirra færastur. Hann var 34 ára að aldri, og var yngsti hershöfðinginn í Rússaher, sem hvað eftir annað hafði sýnt hreysti og dugnað sem herforingi. Hann var alltaf í fylkingarbrjósti í bardögum. Hann var á sama hátt og Ós- mann Pasha elskaður og dáð ur af hermönnum sínum. Klukkan sex að morgni hins 6. september hófu 444 rúss- neskar fallbyssur ægilega skothríð á varnarstöðvar Tyrkja. Ósmann brá skjótt við, flutti alla menn sína úr virkj- unum og skotgröfunum og lét þá leita skjóls á hæðunum. Jafnskjótt og rússnesku skot- hríðinni linnti seridi hánn menn sína í skyndi til virkj- . arina og , slrotgrafanna aftur, og lét þá byggja upp það, sem fallbyssukúlur Rússa höfðu eyðilagt. Þegar Rússar hófu skothríð á ný, flutti hann menn sína aftur í burtu. í fjóra daga héldu Rússar áfram þessari ferlegu skothríð á varnarstöðvar Tyrkja við Plevna. Meira en 30 þúsund fallbyssukúlum var skotið á stöðvar Tyrkja. Ósmann naut ekki svefns né hvíldar, en lét það ekki á sig fá og beið þess að áhlaupið yrði hafið. Hann hafði mestar áhyggjur út af varnarlínu sinni í suðri. Hinn hvíti einkennisbúningur og hvíti hestur Skobeleffs hafði sézt á hæðunum fyrir Kreshnin-virkið. Ósmann bar mikla virðingu fyrir Skobeleff, og hann vissi að hinn ungi hershöfðingi Rússa var bæði kænn og djarfur. Undir lok fjórða dagsins, sem skothríðin stóð, brá Ósmann sér til yfirmanns Kreshin - virkisins, Takir Pasha. „Virki yðar,“ sagði Ósmann, „er lykillinn að Plevna. Hvað sem það kostar, skuluð þér halda kyrru fyrir hér.“ „í nafni Allh,“ svaraði Takir, „mun ég ekki fara héðan lifandi, því heiti ég.“ — * — Hin mikla sókn Rússa hófst 11. september. Herir þeirra Zotoff og Krioffs sóttu fram á norð- vesturarmi varna Ósmanns. í hvorum hernum voru tíu þús- und menn, og hvoru um sig Framh. á bls. 4 BitlDCE- ÞÁTTIIR Suður gefur. ur á hættu. — þannig: - Norður-Suð- Spilin liggja Norður: A D 7 4 V G 10 8 7 ♦ Á K G 7 ♦ 10 4 Vestur: Austur: A 10 852 A 9 3 V 3 2 V Á 6 5 ♦ 9542 ♦ D 10 6 3 *K85 ♦ 7 6 3 2 Suður: ♦ Á K G 6 V K D 9 4 ♦ 8 ♦ Á D G 9 Suður spilar hálfslemm í hjarta Vestur og Austur sögðu altlaf pass. Útspil- Tígul 2. Suður tók tígulslaginn í borði og spilaði hjarta G. Þeg- ar hann stóð, kom lágt hjarta frá blindi. Austur tók á Á og spilaði trompi „Ég þakka fyrir hjálpina,“ sagði Suður vinsamlega. „Nú þarf ég að gizka rétt á, hvar lauf K liggur, og þá kem ég sögninni heilli í höfn.“ Ef Suður áleit að lauf K væri hjá Vestri, gat hann tek- ið spaðaslagina og þar með kastað laufspili úr borði. Síð- an var hægt að spila lauf Á og svínað D. í raun spilaðist þetta spil þannig, að Suður taldi að Austur hefði lauf K. Hann kom blindi inn á spaða D, spilaði lauf 10 og gaf hana, svo að Vestlur fékk á K. Spilið fór sorglega illa í höndum Suðurs, því auðvelt var að vinna það, hvort sem laufa K lá hjá Austri eða Vestri. Suður átti að byrja á að taka Á og K í tígli, kasta laufi af hendi og trompa tígul með h]arta D. Svo á hann að spila lágu hjarta undir 7 blinds. Ef Austur gefur, trompar Suður síðasta tígul- inn með hjarta K og spilar hjarta 9 undir 10 blinds. Austur tekur slaginn og spilar laufi. Suður tekur með Á, spilar spaða og tekur með D í blindi. Svo tekur hann tvo hjartaslagi í borði og kast- ar síðustu laufspilunum af hendi. Loks tekur hann rest- ina á spaðann heima og vinn- ur slemmuna án þess að þurfa nokkurn tíma að svína.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.