Ný vikutíðindi - 07.06.1974, Qupperneq 3
NY VIKUTIÐINDI
3
borga einn og hálfan dollara
fyrir að komast inn og setjast
við barinn. Vilji hann fá borð,
verður það strax dýrara. Að
sekúndubroti liðnu munu þess-
ar fölnandi fegurðardísir koma
og bjóða fram þjónustu sína,
sem gengilbeinur, að minnsta
kosti eins lengi og viðskipta-
vinurinn hefur efni á að bjóða
upp á engiferölið, sem bar-
þjónninn kallar kampavín. Fyr-
ir hvert glas af engifer-kampa-
víni, sem gesturinn kaupir
svo að hún geti tekið þátt i
skemmtun hans, þénar hún
tuttugu prósent.
Það eina sem hægt er að
segja um tónlistina á þessum
stöðum, er að hún er ekki spör-
uð. Hvert skemmtiatriðið lík-
sit öðru, svo ekki er um fjöi-
'breytnina að ræða. Á sumum
stöðunum skemmta listamenn,
en það þýðir venjulega að ein-
hver af heimsins lélegustu
brandaraköllum segja tvíræð-
ar sögur á ensku, sem jafnvel
ameríkonar skilja ekki.
Næst á dagskránni er vana-
lega söngkona, eða söngvarinn,
sem fyrir utan það að hafa lé-
lega rödd, virðist einnig hafa
orðið innkulsa. Stundum syng-
ur ein, meðan önnur háttar
sig. Þegar þær hafa lokiö
„skemmtuninni“ taka þæ.r að
sér að „hafa ofan af fyrir“ þeim
karlgestum staðarins, sem þess
æskja og bezt borga. Ferða-
menn, sem heimsækja þessa
staði geta átt skemmtikvöld, ef
þeir þekkja tilhögunina, en gefi
þeir sig að þessum heillandi
næturfuglum New York-
borgar, bíður þeirra ekkert
nema leiðindi. Hann gæti
skemmt sér mikið betur við að
fara á kaffihúsin, sem bítnikk-
arnir sækja og hlusta á ljóð
og fólk sem syngur. Ef einhver
af tilviljun kynnist kvenmanni
þar, getur hann farið út af
staðnum, með nokkra dollara i
vasanum, því að það eru tak-
mörk fyrir því, hvaða marga
kaffibolla hún getur drukkið,
sem þó verður aldrei nein ó-
sköp, miðað við þambið hjá
engifer-kampavíns-stúlkunum.
Nú er kominn tími til að
koma með eina aðvörun. Tak-
ið eftir manni með rauðan
vefjarhött, Salvador Dali-
barta og rödd eins og bassa-
trommu. Nafn hans er Lest-
er Granger og honum má eng-
inn missa af. Sumir fullyrða að
hann sé Tyrki, en persónulega
hef ég þekkt hann í mörg ár
og þ.riðja hvern mánuð skiptir
hann um þjóðerni, en aldrei
atvinnu. Hann lifir nefnilega á
því að fá peninga lánaða hjá
ókunnugum.
Stundum tekur hann fórn-
ardýrið í gönguferð um Green-
wich Village áður en hann bið-
ur um handartak. Það þýðir að
þú verður að borga mat og
drykk, en það er peninganna
virði. Hann ber nefnilega á
borð þær furðulegustu sögur,
sem þú hefur nokkurn tíma
heyrt. Hann fær höfunda
„science fiction“-bóka til að
virðast höfundar sunnudaga-
skóla-rita. Ef hann skyldi sjálf-
ur bjóða sér til að halda þér
félagsskap, þá lánaðu honum
fimm dollara þegar kvöldinu
lýkur. Það er þess virði, því að
þú færð sitt af hverju, til að
segja barnabörnum þínum.
Ef þú skyldir þurfa á honura
að halda, þá þarftu ekki annað
en að spyrja næsta barþjón, og
þó ótrúlegt virðist mun hann
skjóta upp kollinum þó þú
segist ekki munu lána honum
meira en fimm dollara.
Ef við förum nú framhjá
David Rose-leikhúsinu, upp að
Eystra Sjöunda stræti, komum
við að „Stóru rauðu Harriet
Goldmann,s Leikritahöllinni."
Stóra rauða Harriet rekur ó-
sköp venjulegan bar, og hún er
sú eina sem þar treður upp.
Sjálf kallar hún sig söngkonu,
en hefur rödd eins og nauð-
staddur froskur. Viðskiptavin-
irnir koma heldur ekki til að
heyra hana syngja. Ástæðan til
þess að hún fer upp á senuna
er sú að gestirnir valda henni
gleði, og hún vill fá ánægjuna
af því að gleðja þá, til endur-
gjalds.
Hún hefur útjaskaðan smekk
fyrir kímni, og af þú ert ekki í
góðu skapi, ertir hún þig misk-
unnarlaust fyrir geðstirðnina.
Þegar hún og gestirnir eru orð-
in þreytt á að gleðja hver aðra,
fer hún til mannsins síns, Har-
ry, sem er barþjónn hjá henni.
Fyrrverandi maðurinn henn-
ar, Gerome Fredman Salomon,
er dyravörður og, eins og það
sé ekki nóg, starfa tveir fyrr-
verandi elskhugar hennar á
staðnum, sem kjallaraverðir.
Hvaða leynivopn hún notar til
að halda svona mörgum fyrr-
verandi rúmfélögum sínum á
sama stað, er ekki hægt að sjá
utan á henni. Hún lítur út eins
og Wagner-söngkona í slæmu
skapi, en blaðamennirnir í New
York elska hana allir og hún
fær jafnmikið pláss í blöður.-
um og borgarsjórinn.
Ég hef aldrei getað komist,
að þVí,' i'Ti'vé'rju’'íágni hen'nar
við að eignast vini, er fólgin,
en það væri kannski verkefni
fyrir lesendann að athuga það?
Lítið inn, og gleðjið hana du-
lítið. ...
Bæði í eystri og vestari hluta
Greenwich Village eru marg-
ar húsaraðir þar sem gamai-
dags húsín fá mann til að finn-
ast að maður sé staddur í Par-
ís. Á árunum í kringum 1920
var Greenwich Village líka oft
líkt við Paris.
Ég gleymdi næstum að segja
að maður má endilega ekki
missa af kínverska matsölu-
staðnum hans Chum Lees, í
Barrow Street. Þar er aðeins
hægt að fá amerískan mat, en
hann útvegar manni p.rjóna og
kínverska kyrtla, ef mann
langar til að vera frumlegur.
Staðurinn hans Chum Lee er
mikið sóttur af ungu stúdent-
unum við New York-háskólann,
sem mæla sér alltaf mót þarna.
Leikendurnar hjá Þriggjapenny
óperunni eru einnig vanir að
koma þarna eftir sýningar til
að fá sér hamborgara og bjór.
Chum Lee hefur ljúfffenga
hamborgara, og þeir jafnvel
slá út enska bjórinn, sem hann
selur.
New York getur verið full
af hlutum, sem ekki vekja
hrifningu þína eða jafnvel
vekja gagnrýni þína. En — ef
þú situr og gagnrýnir borgina
yfir glasi af Martini með
pressaðri sítrónu, ef þú lítur í
sífellu á úrið meðan þú talar —
ef þú, þegar þú ert að fara,
grípur hattinn þinn og frakk-
ann og segtir „taktu því rólega“
Framhald á bis. 7
KOMPAN
Óskiljanlegur bjánaháttur. - Því ekki leiguíbúðir? -
Áróðursbragð frambjóðenda. ■ Mili jónatugir í
geymslu. - Strangar flugreglur. - &tvinnupólitíkusar
Hvenœr í ósköpunum œtlast ráöa-
mönnum aö skiljast þau einföldu
sannindi, aö fólk þarf aö kaupa mat
og drykk og henzín á bíla sína, þótt
hvítasunnudagur sé?
Þann dag var hægt aö kaupa eitt-
livaö matarkyns á Umferðarmiöstöö-
inni hér í höfuðborginni, en á öllum
öörum stööum mun hafa verið lokað.
Á sama stað var hœgt að kaupa benz-
ín á bíla úr 50 króna sjálfsölutanki
og stóðu tugir bíla í biðröö þar allan
daginn.
Þessi bjánaháttur er til vansœmd-
ar og með öllu óskiljanlegur.
Ljóst er að íbúöabyggingar munu
dragast stórlega saman á þessu ári,
vegna þess live byggingakostnaöur
hefur aukist gífurlega.
Á síðasta ári kom fram tillaga i
borgarstjórn þess efnis, aö borgin
ráðist í byggingu leiguhúsnœðis og
geri þar meö myndarlegt átak til aö
draga úr húsnœðisskortinum. Sjálf-
stœðisflokkurinn snerist gegn þessari
tillögu á þeún forsendum, að fyrst
þyrfti aö gera könnun á íbúöaþörf-
inni.
Þótt sjálfsagt sé aö fara með öllu
meö gát, sýnist mörgum aö þaö hefði
nú verið allt í lagi fyrir borgina aö
áyggja svo sem 40-60 leiguíbúðir, sem
síöan yröu leigöar út á kostnaðar-
veröi. Vart liefði verið mikil hœtta á,
aö þœr stœöu auöar.
*
Allir nema einn af stjórnendum
þáttarins Landshorn, fyrir utan fasta
fréttamenn sjónvarps, eru nú í fram-
boöi til alþingiskosninganna. Það er
því bersýnilegt að stjórnmálaflokk-
arnir álíta sjónvarpiö góðan vettvang
til aö kynna framboðsefni sín og raöa
á þá jötu fólki, sem ákveðið er að
síðar verði ofarlega á framboðslistum
flokkanna.
Þaö er aöeins sjálfstæöismaðurinn
í Landsliorni, sem ekki er á framboðs-
lista, og er taliö aö hann hafi haft
á því mjög takmarkaðan áhuga, enda
ráöið sig í starfið af áhuga, en ekki
eftir pólitískri línu.
X-
í síöasta blaði var fjallaö um 25c/o
innborgunarskylduna. Síöan hafa
okkur borist fjöldinn allur af dœm-
um, sem sanna, hve fáranlega þess-
ar ráðstafanir geta komið út í fram-
kvœmd.
Eitt fyrirtœki, sem flytur inn land-
búnaöarvélar, þarf t. d. að greiöa 27
milljónir króna í innborgunargjald,
ef því á aö takast aö leysa út allar
þœr vélar, sem pantaöar hafa verið.
Eins og nœrri má geta er slíkt al-
gjörlega útilokað og furöulegt ef vald-
liafar halda, að innflutningsfyrirtœki
geymi svo mikið fé í peningaskápum
á skrifstofum.
-K
Enn einu sinni hefur lítil flugvél
farist og með henni fjögur ungmenni
Þessi hörmulegu slys eru orðin alltot
algeng hérlendis, til þess að rekja
. megi þau til ófyrirsjganlegra orsak.a.
Flugmálayfirvöld verða þegar í staö
aö gera ráöstafanir til aö setja regl-
ur, sem hreinlega banna þessurn, litlu
vélum aö hefja sig til flugs, þegar
veöur er tvísýnt. Eins og þessum
málum er háttað nú virðast flug-
mennirnir liafa fullt leyfi til aö
leggja upp í flugferð, ef lendandi er
á áfangastaö, burt séö frá því, hvern-
■ ig veður er á leiðinni.
Reynslan er oft ekki mikil hjá ung-
um og djörfum flugmönnum, og þeir
leggja því upp í ferðir, sem reyndari
flugmenn heföu ékki gert, þegar tek-
ið er tillit til aöstæðna.
Hér veröur einhver að hafa vit fyr-
ir þeim ungu, ef takast á aö koma í
veg fyrir þessi slys í framtíöinni.
Atvinnurekendur virðast ekki leng-
ur eiga upp á pallboröiö hjá Sjálf-
stœðisflokknum. 1 sex efstu sætum á
framboöslista flokksins í Reykjavík
viö alþingiskosningarnar er enginn
atvinnurekandi. í öllum þessum sœt-
um sitja atvinnupólitikusar, og eins
er þessu fariö í öörum kjördæmum
landsins.
Annars má segja, að líkt sé komið
meö öllum flokkum, hvaö þetta á-
lirærir. Menn virðast þeirrar skoöun-
ar, aö ef þeir hafi einu sinni komist
á þing, þá beri þeim réttur til aö
sitja þar œvilangt, og því eru yfir-
leitt allir listar meö atvinnupólitíkusa
í öllum sœtum, sem örugg mega
teljast.
FRÓÐI.