Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1911, Blaðsíða 19

Sameiningin - 01.11.1911, Blaðsíða 19
275 fals-hillingar í eyðimörku ginna vegfarandann. Láttu guðs anda stjórna þér, svo þú fáir náð til að geta verið lítm og smár. Gleymdu sjálfum þér í guði þínum. Tem þér að liverfa l)ak við frelsarann. Hirð ekki um það, þótt þín verði ekki af mönnum getið. Geym þu gott og lítillátt hjarta fyrir guði, og hugsa sem svo: ,,Þó að eg í andans stríði aldrei verði bitrt sverð, nœgir mér það, ef eg aðeins andans traustr stafr verð. Þótt eg brjóti ei borgarmúra básúnu með hvellum gný, gjör mig, herra! hirðis-pípu hér, sem Ijúft sé blásið í.“ Þá er og að minnast annarrar aðal-hættu, sem ung- um presti er fyrirbúin. Það er freistingin til að láta hugfallast í þrautunum, því það skalt þú vita, bróðir minn! að nú bíða þín margar þrautir, einsog allra ann- arra, sem á undan þér hafa gengið inn-í þessa stöðu. Þeir, sem mjúkan klæðnað bera, eru í konunganna höll- um, en ekki í prestsembætti. Hvorbi veraldar-auðr né hagsæld bíða að jafnaði við dyr prestsins. En þó er það erviðara, hversu oft hann verðr fyrir órétti og' ó- mildum dómum. Oft verðr hann fyrir vonbrigðum. Miskilinn verðr hann, og það, sem honum liggr þungt á bjarta, hafa aðrir að skopi. Jafnvel vinir lians særa hann einatt óafvitandi og óvart. Það veit enginn nema guð, hve mikið samvizkusamr prestr tekr út, þegar hon- um finnst sér ganga ervitt verkið. Góðr prestr líðr mildð með sjálfum sér og mest yfir vanmætti sínum og vfirsjónum. Hver góðr prestr á sér einhversstaðar grasgarð, sem enginn maðr veit af, og þangað fer hann einn oft og oft til að gráta og biðja. Og það er gott, að hann reyni grasgarðs-þrautir. Og það er rétt. að hann beri harma sína sem mest í hljóði. Prestrinn á ekki að bera andstreymi sitt utan-á sér. Hann á ekki að vera gauð. En þetta erviða og þunga, sem fyrir kemr, er ekki óbærilegt, ef maðr getr varðveitt hjarta sitt og haldið þar lindum trúarinnar ófrosnum. „Vor ytri

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.