Sameiningin - 01.11.1911, Blaðsíða 20
276
neyð hún er nætr-ís, en nötri sálin, er danðinn vís.“
Varðveit þú því hjarta þitt, svo neyðin nái ekki til þess.
Ef þú í hjarta þínn ert hreinn og saklans fyrir guði, og
þar er engin eigingirni og engin undanfœrsla undan
skyldunni, þá verðrðu aldrei ófarsæll, hversu ervitt sem
þér kann að ganga. Þá lætr þú aldrei freistast til hug-
leysis, gefst aldrei upp, kvartar aldrei; því þá finnr þú,
að guð og’ lians góðu andar fylgja þér og annast þig í
myrkrinu, ekki síðr en um bjarta daga. Þér ber því að
iðka bœnina og efla traust þitt til guðs. Þú átt, sem
guðs maðr, að venja þig á stilling og forðast geð-œs-
ingar, bæði í meðlæti og mótlæti, vera staðfastr í fyrir-
ætlunum og sveigjast ekki af tómurn tilfinningum. Þessa
stilling og djörfung í stríði fær þú ekki annarsstaðar m
hjá guði. Þegar þú verðr þreyttr, þegar mest liorfir
til móts, þegar vonir og vinir bregðast þér, þá átt þii
líka griðastað, ekki síðr en grasgarð þinn. Griðastaðr-
inn er brjóst frelsara þíns. Hvíl þú þar, einsog Jó-
liMunes, þegar þú ert ráðþrotinn og máttvana í þrautum
þínum. Þar lætr þú aldrei hugfallast.
En ef þú, bróðir! gætir skyldu þinnar og gengr
fyrir augliti guðs, þá mun verða bjart á vegi þeim, sem
])ú gengr, og ])ú munt njóta indællar gleði af stöðu
þinni. Þrátt fyrir sársaukann mikla, sem stöðunni er
samfara, yfirgnæfir þó gleðin í prestembættinu. Þá
gleði munt þú einkum finna í því að þjóna öðrum.
Œðsta sæla jarðlífsins er í því fólgin að líða þjáningar
brœðra sinna í þeirra stað. Minnstu þess umfrain allt
að gæta skyldu þinnar við sjálfa sálgæzluna. Þú mátt
ekki ætla, að einasta verk eða jafnvel aðal-verk ]>rests-
ins sé það að flvtja rœður. Prédikan orðsins er dýrleg.
En þó er liitt, ef til vill, enn dvrlegra, að koma með
fagnaðarboðskap friðarins til einstœðra, örmagna, frá-
villtra sálna. Og það er við rúmstokk liinna sjúku, við
beð hinna deyjandi, á heimilnm grátandi manna og yfir
gröfunum dimmu, að sannarlega góðr prestr vinnr sitt
lielgasta verk. Mundu það, að höndin er ávallt mælsk-
ari en tungan. Vertu því vinr fátœkra, trúnaðarmaðr
syndara, félagi syrgenda. Aldrei mátt þú ganga fram-