Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.11.1911, Qupperneq 22

Sameiningin - 01.11.1911, Qupperneq 22
278 mun eg tvístra yðr meðal 'þjóðanna. 9. Bn þegar þér hverfið aftr íil mín og varðveitið boðorð mín og breytið eftir þeim: bótt yðar brottreknu vceri yzt við skaut heimsins, þá mun eg safna þeim þaðan og leiða þá til þess staðar, er eg hefi valið, til þess að Láta nafn mitt búa þar. 10. Þ;ví þínir þjónar eru þeir og þinn lýSr, er þú frelsaSir með miklum mætti þínum og meS sterkri hendi þinni. 11. Æ, herra! lát eyra þitt vera gaumgæfiS aS bœn þjóns þíns og bœn þjóna þinna, er fúslega óttast nafn þitt: farsæl þjón þinn í dag, og lát hann finna meSaumkan hjá manni þessum — því aS eg var byrlari hjá konungi. Les 1. og 2. kap. — Minnistexti: Kröftug bœn réttláts manns megnar mikið ('Jak. 5, 16J. Saga Nehemía gjörSist rúmum níutíu árum eftir heimför Gyð- inga frá Babýlon undir forustu Serúbabels. Nehemía, sem er byrl- ari Persakonungs í Súsan, fær þær fréttir af samlöndum sínum heima í Jerúsalem, að þeir búi viS fátœkt og niörlæging. Borgar- múrarnir brotnir niðr — borgin varnarlaus. Hann fær heimfarar- leyfi, reisir við múrana og gjörir aSrar umbœtr. Nehemía fær fregn um neyð og niðrlæging fólks síns (1.-3. v.J. Nehemía einhver göfuglyndasti ættjarSarvinr, er sögr fara af. Fœddr og uppalinn í fjarlægu landi, lifir við auS og upphefS, en ber samt fólk sitt, fátœkt og umkomulaust, fyrir brjósti. ÆttjarSarást hans •er rótfést í trúnni á d'rotjtin, gttð ísraels. Öll sönn ættjarðarást er rótfest í trú. Bœn Nehemía (4.-11. v.J. Sorg fólksins er sorg hans. Hann kennir ekki aðeins í brjósti um fólk sitt. Hann harmar kjör þess, hann grœtr, fastar og biðr dögum saman. Og hann fer heim til fólksins og hjálpar því. Fagrt eftirdœmi fyrir oss kristha menn. Hvernig tökum vér fregnum af brœðrum vorum, sem lifa við harma- kjör, andleg eða veraldleg? — Bœn Nehemía er ágæt fyrirmynd. Vér höfum gott af því að athuga hana vel: (1) Hún byrjar með loifgjörð Ó5. v.J. (2) Hún er stunduð með kostgæfni, „daga og nætr“ (6. v..J. (3) Henni fylgir syndajátning, auðmjúk, afdráttar- laus og ákveðin (6.-y. v.J. (4) Hún leggr til grundvallar fyrirheit guðs orðs (8.-g. v.J. (3) Hún vitnar til sambands þess, er var milli ísraels og drottins, og til miskunnar þeirrar, er drottinn hafði áSr auðsýnt lýð sínum (10. v.J. Þetta eigum vér lika að gjöra. Sam- liand víg guð er í Jesú, og oss er boöið að biðjia í Jesú nafni. Hún var andrík og þrungin alvöru, Lexía 3. Desember 1911: Nehemía reisir við múra Jerúsalems- borgar — Neh 4, 6—18. 6. En vér héldum áfram að byggja múrinn og allr múrinn varð fullgjör uppað miðju, og hafði lýðrinn áhuga á verkinu. 7. En er Samballat og Tobías og Arabar og Ammónar og Asdódmenn heyrðu, að fariö væri að gjöra við múra Jerúsalems, urðu þeir mjög reiðir. ’8. Og þeir tóku sig allir saman um að koma og herja á Jerúsalem

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.