Sameiningin - 01.01.1912, Blaðsíða 4
324
streyma inn-í fólkshóp þennan, verða endasleppa.
„Minn tími er ekki enn kominn‘ ‘ — til að slíta fagnaðar-
fundi þessum.
Nú fær María von — nýja von nm eitthvað af hans
hálfu, sem leysa muni úr vandræðunum. í þeirri von
snýr hún sér til veizluþjónanna með þessum orðum:
„Hvað sem hann segir yðr, það skuluð þér gjöra.“ Hún
er þess fullvís, að hann muni á einhvern hátt firra lieim-
ilið öllum vandræðum. Og svo kemr hjálpin í þeirri ó-
væntu og vfirnáttúrlegu mvnd, sem guðspjallssagan
sýnir.
„Þessa byrjan jartegnanna gjörði Jesús í Kana í
Galíleu, og hann opinberaði dýrð sína“— segir guð-
spjallamaðrinn í sögulok. Svona var fyrsta kraftaverk
frelsarans. Svona er grunntónn hinna guðlegu undra
af lians hálfu. Að svo er getr ekki verið útí bláinn.
Fyrst er eftir því að taka, að Jesús birtir liér dýrð
sma í sambandi við smá-vandræði manna. Smámunum
hins jarðneska lífs vors er með þessarri framkomu Jesú
lyft hátt upp, og hve mikið frelsan hans í þeim efnum
vegr er hér sýnt átakanlega skýrt.
Annað: Ilann er á undan öllu öðru kominn í heim
þennan til þess að gleðja og blessa, og þarmeð til þess
að gjöra það lýðuin ijóst, að „öll skepna guðs er góð“
(einsog Páll postuli tekr fram í 3. Tím. 4, 4) „og engu
eigi burt að kasta, sé það þegið með þakkargjörð.“ Jes-
fis liikar sér ekki við að framleiða vín — reglulegt vín —
við það tœkifceri, þótt hann að sjálfsögðu vel viti, að
þetta er munaðarvara, sem menn geta háskalega illa
farið með og því á hættulegum tíðum getr verið heilög
skylda lærisveina hans að neita sér algjörlega um. Hann
slær hér varnagla við öllum ósönnum bindindis-skoðun-
um. Þrældómsok þröngsýnna lögmáls-manna allra er
af Jesú brotið sundr með þessu fyrsta kraftaverki hans.
Og hann blessar með kraftaverki þessu yfir gleðina í
mannlegu lífi — saklausa gleði útaf nautn jarðneskra
hluta. Og eykr um leið gleði þá að stórum mun. —•
Sorgarmaðr er Jesús í œðsta skilningi, en jafnframt
gleðimaðrinn í œðsta skilningi. Að sann-nefndum sorg-