Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1912, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.01.1912, Blaðsíða 10
330 lífi, að þeir eru fljótir til að laga sig eftir öðrum. Því þroskast þeir margir svo vel í Vestrh.eimi, innan-um enska þjóðflokkinn, og því fara þeir margir svo illa inn- an-um Dani. Eg er enginn Dana-hatari, eða eg hefi enga samliygð með þessarri nýju íslenzku stúdenta- ‘pólitík’, sem einlægt vill liggja í illdeilum við Dani, en apar þó eftir þeim allt, sem verst er og ljótast í lífs- skoðan og siðferði. — — „Er það t. d. ekki einkennilegt, að í sumar var stœrsta kaffi-liúsið í Reykjavík troðfullt kvöld eftir kvöld af ‘fínu’ fólki til að lilusta á danskan leikara syngja klámvísur, og einlægt var klappað, ekld fyrir söngnum, því maðrinn var sama sem raddlaus, heldr fyrir kláminu. Af því danskir stúdentar hafa púns- drykkju á samkomum sínum, þá gjöra nú íslenzkir stúl- dentar hið sama í Reykjavík. Svo langt vorum við ekki komnir í okkar tíð. Það er danska léttúðin, sem menn gleypa við í höfuðstaðnum okkar. -----„Einsog nú er komið er eg yðr alveg samdóma. um, að bezt sé að skilja ríki og kirkju. Hvað þá tekr við er reyndar óljóst. En menn myndi þá fara að hugsa um, hvort þeir vilja vera kristnir menn. Að einu leyti stöndum vér verr að vígi en Islendingar í Vestrheimi. Það er strjálbyggðin hér á landi, sem gjörir allt félags- líf svo örðugt. Iiún dregr úr því félagslífi, sem nú er, og gjörir það dauflegt og dofið; og hún mun verða stór torfœra á veginum, þegar ætti að fara að mynda félag- skap að nýju á rústum ríkiskirkjunnar. „Nýju guðfrœðina skil eg ekki fullkomlega. Mér finnst þessir forkólfar hennar aldrei segja hreint út, hvað þeir meina. Eg á bágt með að dœma um þær kenn- ingar, þvíað satt að segja á eg bágt með að lesa það, sem þeir eru að skrifa; mér finnst það svo ískyggilegt, allt neikvætt, ekkert lengr fast og áreiða.nlegt. Mér kemr til hugar það, sem stendr í danskri alfrœða-orðbók: „Den kristne Mytologi kaldes teologi“ (Goðasagniúnar kristnu eru nefndar guðfrœði). Er það ekki þesskonar guðfrœði, þarsem allt verðr að æfintýrum og ‘al-legorí- um’ (líkingarmáli), — ef til vill fögru og andríku, ef

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.