Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1912, Blaðsíða 29

Sameiningin - 01.01.1912, Blaðsíða 29
349 heyrðu til hans, furðaði á skilningi hans og andsvörum. 48. Og er þau sáu hann, urSu þau forviöa, og móöir hans sagði við hann: Bam! hví breyttir þú svo viö okkr? Sjá, faöir þinn og eg leituöum þín 'harmþrungin. 49. Og hann sagöi viöi þau: Hví voruð þið að leita að mér? Vissuð þið ekki. að mér ber að vera í því, sem mins fööur er? 50. En þau skildu ekki orð það, er hann talaði við þau 51. Og hann fór meö þeim og kom til Nazaret, og var þeim hlýðinn. Og móöir hans geymdi öll þessi orð í hjarta smu. 52. Og Jesús þroskaðist að vizku og vexti og náð hjá guði og mönnum. Minnistexti: Hví voruð þið að leita að mér? Vissuð þið ekki, að mér ber að vera í því, sem mirts föður er? Og þegar hann var orðinn tólf ára (42. v.J: Þegar dreng- ir meðal Gyðinga voru tólf ára að aldri, voru þeir kallaðir „syn- ir lögmálsins". Áttu þeir á þeim aldri aö hafa fengið þá upp- frœðslu i lögmálinu, sem nauðsynleg þótti fyrir hvern mann,— Þessum sið svipar til fermingarinnar njá oss. Spurningar og andsvör Jesú (40.-50. v.); Foreldrar hans vom guðhrædd; annars hefði þau ekki hlotið þánn heiðr hjá guði að hafa Jesúm á heimili sínu. Jesús kunni betr við sig x musteri drottins en nokkui'sstaðar annarsstaðar. Því varð hann þar eftir. — Þykir oss vænt um guðs hús? Jesús var að hlýða á guðs orð í musterinu. Hann sat þar mitt á meðal kenni- mannanna, hlýðandi á þá og spyrjandi þá. Hann sat hjá þeim og lærði af þeim einsog hver annar drengr, þótt hann væri í raun og veru miklu vitrari en þeir. Þó þykjast mörg ung- nienni, er kristin teljast, uppúr því vaxin, að ganga í sunnudags- skóla. — Hann svaraði lika spurningum, og „alla furðaði á skilningi hans og andsvömm“. Hann setti ekki ljós sitt undir mæliker. — íhugum spurninguna, sem Jesús bar fram, þegar móðir hans ávxtaði hann. Hví þessi leit þeirra eftir honum? Hvai myndi Jesús geta verið annarsstaðar en einmitt í húsi óeöa hlutumj föðursins himneska? Betr, að aldrei þyrfti að leita neins kristins manns annarsstaðar. — Þetta er fyrsta orð af munni Jesú, sem í letr er fœrt, og því svipar til síðasta orð'S hans, andlátsorðsins á krossinum. Hlýðni Jesú og þroski Ö51 52. v.J: Hann fór með þeim aftr til Nazaret og var þeim hlýðinn, dvaldi þar í nærfeflt tutt- ugu ár eftir þennan atburð, lifði á fátœku heimili, og vann al- genga vinnu. Þessi ár Jesú eru dýrmæt. Með þeim helgar hann það, sem algengt er og lítilsvirt í heiminum, lifskjör og erviði fátœklinga, og kennir kristnum mönnum það, sem þeim

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.