Sameiningin - 01.03.1912, Qupperneq 6
2
ekki liafa steiiihjarta, að komast við, kenna til með
manni þeim, bera lotning fyrir þeim kærleik. En er
kærleikr guSs sjálfs birtist oss orSinn aS brennandi kvöl,
— einsog vér sjáum, er við oss blasir stœrra eða minna
brot af píslarsögu Jesú, og veitum því eftirtekt, hvernig
hann kemr þar fram, — þá er þaS svo mikiS undr, að
við umhugsan þess ætti steinhjörtu öll að bráðna.
Kærleikr guðs sjálfs orðinn líðandi. Kærleikr guðs
eigandi píslarsögu hér inní mannkynssögunni jarðnesku
—píslarsögu þá, sem nú einkum á þessarri árstíð, langa-
föstunni, blasir svo skýrt við sálarsjón vorri. Sonr
guðs hinn lieilagi hafandi varpað sér útí þetta kvalahaf
til þess aS bjarga mönnunum syndföllnum og rangsnún-
um úr dauðanum. Það er opinberan kærleikans í liinni
einstaklegu — konunglegu — dýrð hans. Sá kærleikr
krefst tilbieðslu af heiminum öllum.
AS viðrkenna konungdóm Jesú, leggja sig undir
stjórn hans eða yfirráð, trria á guð í persónu hans, fela
sig lionum á vald í lífi og dauða, um tíma og eilífð, —
það ætti öllum að vera ljúft, er þeir liugsa um fyrirheit
þau hin indælu, sem lmnn gefr öllum liinum trúu þegnum
í ríki sínu liér á jörðu og á himni uppi, er þessu lífi er
lokið. En ljúfast af öllu xítaf dýrð liins líðanda kær-
leiks, sem skín út-úr gjörvallri píslarsögu hans.
------o-----
EITT NÚTÍÐAR-TÁKN.
Meðal vísindalegra guðfrœðinga á Þýzkalandi er
Adolph Harnack einna frægastr, og hafa áhangenclr
nýju guðfrœðinnar talið hann í sínum hópi og skiljan-
lega' talsvert verið upp-með sér af því. En í seinni tíð
þykir þeim náungum hann vera farinn að verða íhald-
samr um of, enda hallast hann nú áreiðanlega miklu
meir en áðr í biblíulega og kirkjulega rétt-trúnaðar-átt.