Sameiningin - 01.03.1912, Qupperneq 11
7
máli, sem þær eða þær trúar-ímyndanir og trúarvenjur
tilbúnar af þeim liefði verið til frá alda öðli og borizt
frá einni kynslóð til annarrar allt fram-á þeirra daga.
Nýmæla-menn segja, að sumt, sem ritað stendr í sex
bóka safninu, sé eldra en annað, enda komist það nær
]iví að vera sönn saga. Þó sé það ekki svo að skilja, að
vér megum líta á það, sem þar er frá skýrt, sem verulega
atburði, sem í raun og veru hafi farið fram; heldr svoi,
að ef vér hefðum fyrir oss rit þessi einsog liöfundarnir
gengu frá þeim, þá myndum vér þekkja fornsögu Israels
—- að vísu ekki einsog hún var í raun og veru, og jafnvel
ekki heldr í elztu lielgisagnamyndinni, sem uppi var í
munnmælum á áttundu öld fyrir Krist. 1 reyndinni sé
það ekki svo mikið, sem vér höfum eignazt. Þeir segja,
að nokkrum mannsöldrum frá því, er munnmæla-sögur
þessar voru í letr fœrðar, hafi aðrir ritarar breytt þeim
og skotið inní þær athugasemdum sínum, og smeygt þar
svo inn nýjum trúarhugmyndum; og nokkrum manns-
öldrum síðar hafi enn aðrir ritarar gjört hið sama.
Það, sem vér höfum nú fyrir oss liggjanda í ritningunni,
segja þeir sé helgisagnirnar gömlu þann veg umsteypt,-
ar, að með þeim megi kenna trúarhugmyndir frá síðari
tfmum.
Ekki segja þeir, að með þessu sé algjörlega útilokað
allt sannsögulegt efni úr Móses-bókum og Jósúa-bók.
Þeir halda því fram svo sem sjálfsögðu, að margar af
sögnum þessum hafi í sér kjarna sannrar sögu, og út-úr
honum sé þær spunnar. En um það kemr nýtízkumönn-
um yfirleitt smnan, að frásögn þessarra sex bóka í ritn-
ingunni flytji ágrip af fornsögu ísraels, sem ekki sé satt,
því það, sem þar er sagt um mikilvægustu atburðina, sé
allsendis óáreiðanlegt, einstök atriði þeirra atburða
ijafnáðarlega ekkert að marka, en fremr öllu öðru það
ósatt, sem þar er sagt um fyrstu upptök Jehóva-trúar.
Þeir segja, til dœmis, að ísrael hafi aldrei einsog ritn-
ing vor skýrin frá dvalið í Egyptalandi; sagan þar um
burtförina úr því landi því æfintýri eitt; eins sagan um
það, hvernig Israelslýðr með vopn í höndum lagði Kana-
arn undir sig; og þó einkum það allt, sem þar er sagt um