Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.11.1942, Page 18

Sameiningin - 01.11.1942, Page 18
144 menningarleg, sem öllum þeim, er láta sig varða eilífðar- málin og andleg mál í heild sinni, er gott að íhuga og kryfja til mergjar, ekki sízt á þessum umbrotatímum. Djarflega eggjar t. d. prófastur Þorsteinn Jóhannesson íslenzku þjóðina til dáða í ritgerð sinni: “Þú átt að verða að liði.” Iturhugsuð og almenns gildis eru þessi niðurlags- orð hans: “Þjóðin öll þarf að vaxa frá gelgjuskeiði sundur- lyndis, yfirborðsháttar og þrekleysis, til friðsamlegs sam- starfs og dáðríks og drengilegs lífs. Hún þarf að hefja sig upp úr hinum sóllausu dalþrengslum meðalmenskunnar og klífa markviss glæstar hlíðar, upp til bjartra, sóllýstra tinda, þar sem þróast samræmi og bróðurhugur í skjóli kristilegrar menningar.” Þá flytur ritið sálma og kvæði trúarlegs efnis og lag eftir séra Sigtrygg Guðlaugsson við sálminn: “Legg út á djúpið, þú, sem enn ert ungur.” Ársritið “Lindin” er gleðilegur vottur þess, að heima- þjóðin íslenzka á bæði í klerka og leikmannastétt fjölda- marga einlæga og árvaka unnendur kirkju og kristni og annara menningarmála. Það styrkir þá sannfæring vora, vestrænna barna hennar, að henni auðnist að sigrast á þeim vandkvæðum, sem hún á nú við að stríða. Mrs, K. K. Ólafson látin Samkvæmt símskeyti frá Seattle lézt frú Friðrika Ólafson, kona séra K. K. Ólafson, for- seta kirkjufélagsins, að heimili sínu þar í borg- inni á laugardaginn var, 14. nóvember. Hún hafði háð langt stríð við vanheilsu, og verið rúmföst nokkra undanfarna mánuði. Þau séra Kristinn og Friðrika Björnson giftust 2. nóvember 1915. Fór hjóna- vígslan fram í Víkurkirkju á Mountain, og þaðan verður hún jörðuð á laugardaginn, 21. nóvember. Sameiningin vonast eftir að geta birt nánari umsögn 1 næsta blaði um þessa merku og mikilhæfu konu. TILKYNNING Þeir söfnuðir kirkjufélagsins, sem þurfa á styrk úr Heimatrúboðssjóði að halda fyrir næsta ár, eru mintir á að formleg umsókn um slíkan styrk verður að vera komin í hendur skrifara Heimatrúboðsnefndar, að 776 Victor St., Winnipeg, fyrir 15. desember n.k.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.