Nýi tíminn - 29.03.1946, Page 6
6
NÝI TÍMINN
Föstudagur 29. marz 1946
NÝSKÖPUN
Frumvörpin um nýbyggðir og Ræktunarsjóð
eru stærstu hagsmunamál landbúnaðarins,
sem Alþingi hefur nokkru sinni haft til
meðferðar
Frumvör.p.þau er nú liggja
í/rir alþingi um nýsköpun
landbúnaðarins, munu vekja
■me.'ri eftirtekt út um sveitir
iandsins, en flest önnur mál
er núverandi þing f jallar um.
Enda má fullyrða, að nái
þau samþykki, án þess að
vera breytt til hins verra,
og verði síðan samvizkusam-
lega framkvæmd, munu þau
valda meiri straumihvörfum 1
þróun landbúnaðarins en
nokkur löggjöf, sem enn þá
hefur verið sett hans vegna.
Skulu nú uppruni og efni
þessara stórmerku frumvarpa
rakin að nokkru.
Eins og kunnugt er, hefur
Sósialistaflokkurinn mjög
barizt fyrir því, að kapp yrði
lagt á að koma landbúnaðin-
u:n í það horf, að hann væri
samkeppnisfær við aðra at-
vinnuvegi. Hefur flokkurinn
haft á stefnuskrá sinni, að
skipuleggja framleiðsluna í
samræmi við neyzluþörf þjóð
arinnar fyrir búvörur. Eitt
sterkasta aflið til að ná því
marki er að skipul. nýbyggð-
ina þannig, að skapa þéttbýl-
Miverfi þar sem skilyrði eru
bezt og auka þannig fram-
leiðslu á þeim vörum, sem
skortur er á, s. s. mjólkurvör
um, garðávöxtum, eggjum o.
fl. Framleiðsla kjöts yrði eft-
ir sem áður hlutverk dreif-
býlisins.
Þessari hugmynd hefur sí-
fellt verið sýndur fjandskap-
'Ur af hálfu andstæðinga Sós-
íalistaflokksins. Með nýbýla--
lögunum 1935 var ákveðið
að hefjast nokkuð handa með
að fjölga nýbýlum í þá átt,
að byggja einstök dreifð býli
án nokkurrar skipulagningar.
Framkvæmdir þessar hafa
víða verið mislukkaðar, svo
™jög, að jafnvel ný býli hafa
lagst í eyði, vegna slæmra
staðhátta. Enda er nú al-
menningur í sveitum farinn
að gera háværar kröfur um
að mál þessi verði tekin fast-
ari tökum og ekki látin ráða
þröng sérhagsmunasjónarmið.
: Á síðasta þingi báru svo
tyeir þingmenn Sósíalista-
f|okksins fram frumvarp Ný
byggðir og nýbyggðasjóð.
Var lagt til að leggja stórfé
tjl að reisa byggðahverfi á á-
kjveðnum stöðum, ríkið skyldi'
láta ræsa landið, leggja vegi,!
rtekta 6 ha. á hvert býli og
hyggja íbúðarhús og nauð-
s; inlegustu peningshús og
s dla býlunum þannig til við
tukenda. Yrðu nýbyggðirnar
þann g byggðar upp kerfis-
búndið, líkt og vega og hafna
fpmkvæmdir nú, og yfir-
a jóm komið í svipað horf.
Innnig var gert ráð fyrir
■íítofnun býla á ræktuðu
landi, mað skiptingu stór-
jarða. Hér var stefnt að nýrri
skipan er leitt gæti til áætlun
arbúskapar og þannig tryggt
framtíðaröryggi þeirra er
landbúnað stunda. Ekki með
því að reka neinn bónda
nauðugan frá jörð sinni, eins
og Framsékn reynir að telja
bændum trú um að Sósíal-
’staflokkurinn vilji gera, held
ur með því að skipuleggja
nýbyggðir á þann hátt að
möguleikar skapist fyrir sam
vinnu á sem flestum sviðum
og framleiðsluaukningu á
beim vörum, sem skartur er
j á. Enn fremur með stórbætt-
um lánakjörum, sem í eðli
sínu eru mörgum jS.'ínmum
■ heilbrigðari en .styrkjapólitík
j sú, sem hingað til hefur ver-
ið rekin.
Frumvarpi þessu var vísað
til Nýbyggingarráðs — til
| frekari athugunar. Síðan hef-
ur Nýbyggingarráð f jallað
um málið og sent Alþingi tvö
frumvörp, sem í öllum aðal-
atnðum eru byggð á' stefnu
beirri er fólst í frumvarpi
Sósíalistaflokksins, og mörg
ákvæði tekin beint upp úr
því.
Er annað um „landnám,
nýbyggðir og endurbygging-
ar í sveitum," en hitt um
..Ræktunarsjóð íslands". Þó
frumvörp þessi séu í ýmsum
atriðum frábrugðin hinu
fvrra, er stefnumunur svo
lítill, að Sósíalistaflokkurinn
mun óskiptur vinna að fram-
gangi þeirra, og standa á
móti hvers konar tilraunum,
sem miða að því að spilla
þeim í meðferð þings’ins.
Hér er um að ræða stærra
átak, en nokkru sinni fyrr
’hefur verið gert í málefnum
landbúnaðarins, og mikið í
húfi, að vel takist um með-
ferð og framkvæmd. Skal nú
lýst aðalatriðum frumvarp-
anna, og fyrst því er fjallar
urn landnám og nýbyggðir.
Fyrsti kafli fjallar um
stjórn, og mælir þar svo fyr-
ir, að yfirstjórn skuli heyra
beint undi.r landbúnaðarráð-
herra, en hann skipi sérstak-
an framkvæmdastjóra er
nefnist landnámsstjóri. Skal
landnámsstjóri undirbúa til-
lögur og áætlanir um frum-
ræktun byggðahverfa, og
nytja fyrir kauptún og kaup-
staði.
Einnig skal hann stjórna
þeim framkvæmdum öðrum
er lögin varða, og njóta til
þess ráðuneytis Búnaðarfé-
lags íslands og atvinnudeild-
ar háskólans.
Annar kafli fjallar um
„landnám ríkisins", er. fólgið
skal í því, að ríkisstjórnín
skal að fengnu áliti B. í.
og Nýbyggingarráðs undirbúa
ræktun lands undir byggða-
hverfi í sveitum og við kaup
tún og kaupstaði, og greiðir
ríkissjóður til þessara fram-
kvæmda, minnst 2,5 millj. kr.
á ári, í fyrsta sinn árið 1947.
Þessi undirbúningur frumv.
sem kallast landnám, er í
því fólginn, að rannsaka skil
yrði til ræktunar, rafvirkj-
unar, samgangna, markaðs o.
fl. er nútímabúnaður krefst,
ná landinu á eina hönd, ræsa
ræktunarlandið, leggja vegi,
vatns- og skólpleiðslur cg
gera kostnaðaráætlun og
skipulagsuppdrátt af hinni
væntanlegu byggð-
Að landnáminu loknu skal
landið leigt í erfðaleigu ein-
staklingum eða byggðafélög-
um með skiknálum, sem tekn
ir verða fram í reglugerð.
í þriðja kafla eru ákvæði
um stofnun og starfrækslu
„Bygginarsjóðs íslenzkra
sveita“. Skal stofnfé hans
vera: 1. Byggingarsjóður Ný-
býlasjóður og Smábýladeild
Búnaðarbanka íslands eins
og þessar stofnanir eru nú,
og 2. lán er ríkissjóður út-
vegar vaxtalaust þannig að
stofnféð nemi alls 10 millj.
kr. 1. júlí 1947.
Ennfremur skulu sjóðnum
tryggðar þessar tekjur:
1. Vaxtatekjur.
2. Árlegt framlag úr ríkis-
sjóði er nemur 2,5 millj. kr.
næstu 10 ár, í fyrsta skipti
árið 1947.
Sjóðurinn veitir lán gegn
veði í jörðum, húsum og lóð-
um, til endurbygginga íbúða-
húsa á sveitabýlum, bygging-
ar íbúðahúsa og peningshúsa
1 byggðahverfum og á nýbýl-
um, sem reist eru á rækt-
uðu landi við skiptingu jarða.
Skulu lánin greidd með
jöfnum árlegu mafborgunum,
er miðast við það að vextir
séu 2%, en lengd lánstím-
ans fer eftir því hve vandað
ar byggingar eru reistar.
Reynist stofnfé og árlegar
tekjur ekki nægilegat sem
gera má ráð fyrir, er Bygg-
ingarsjóði heimilt að gefa út
handhafavaxtabréf!, allt að
þreföldum stofnsjóði sínum.
Stjórn sjóðsins skal vera i
höndum Búnaðarbanka ís-
lands og ákveður bankastjóri
lánveitingar í samráði við
landnámsstjóra.
I fjórða kafla eru ákvæði
um byggingu íbúðarhúsa á
sveitabýlum. Er hann a. n.l.
sniðinn eftir eldri lögum um
það efni, með nokkuð
fyllri ákvæðum um trygg-
ingu fyrir því að bygg-
ingarnar séu vel settar og
býlið hafi framtíðargildi, og
gilda ákvæði þriðja kafla
um lánskjör um slíkar end-
urbyggingar.
Fimmti kafli fjallar um
byggðahverfi. Ef þar svo á-
kveðið, að á landi því, sem
ríkið hefur numið samkvæmt
ábvæðum II. kafla skuli reist
byggðahverfi. Landnáms-
stjóri skal gera áætlanir um
stofnun þeirra í samráði við
Búnaðarfélag Íslands og Ný-
byggingarráð, og sjá um fram
kvæmdir.
Minnst skulu vera 10 býl
í hverfi og hverju býli æt'
aðir minnst 12 ha- til tún-
ræktar auk nauðsynlegs beit
lands. Þó mega sum býlin
vera minni, ef ábúendur hafr
sem aðalatvinnuiveg önnur
störf, sem landnámsstjóri te
ur nauðsyinleg fyrir byggða
hverfið. Landnámsstjóri læl
ur rækta 5 ha. túns á hver
býli, reisa íbúðarhús, nauðsyn
legustu peningshús, hliöðuT
og verkfæraskemmur þeirra
býla er þar eiga að ríisa.
Byggingarsjóður lánar fé til
bygginga, og tekur ábúandi
láinið að sér, þegar hann flyzt
á býlið. Ef um kaup á býl-
inu er að ræða, skal hann
enn fremur greiða 25% bygg-
ingakostnaðar við móttöku
Forgangsrétt til kaups eða
leigu hafa bændur og bændá-
synir á þeim jörðum er á
þyggðabverfissvæðinu hafa
verið, og næst þeim þændur
á þeirn jcrðum, sem ekki
geta fengið lán úr þyggingar
sjóði sökum óhæfni til fram
tíðairábúðar.
Ábúendur hvers byggða-
hverfis skulu Btofna með sér
félag og setja sér samþykktir
er ákveða m. a. hvort rek-
inn skuli samvinnurekstur í
byggðinni, eða að hve miklu
leyti, bvaða stofnanir bygg-
ingar og vélar skuli vera fé-
lagseign o. s. frv. Það land
sem til ræktunar er ætlað
skal hver bóndi hafa fullrækt
að að 10 árum liðnum, og
landtnámsstjóri hafa eftirlit
með því að jarðirnar séu vel
setnar eftir því sem ókveðið
er nónar.
Til áframhaldandi jarð-
ræktarframkvæmda fær hver
bóndi jarðræktarstyrk, sam-
kvæmt II- kafla jarðræktar-
laganna og viðbótarlán úr
Byggingarsjóði, með sömu
kjörum og stofnlánið, til
nauðsynlegra viðbótarbygg-
inga.
Þá geta 10 menn eða fleiri
sfofnað með sér félag um að
reisa byggðahVerfi, og senda
þá landnámsstjóra tillögur
sínar þar um.
Skal hann þá láta fara
fram rannsókn á landinu. Sé
ákvörðun um stofnunina sam
þýkkt, skulu félagsmenn
elga 'kost á að taka verkið
að sér, að jöfnum kostnaði og
hægt er að fá það unnið á
annan hátt. eða fá atvinnu.
við lándnámið og landið síð-
an til byggðar.
Sjötti kafli fjallar um stofn
un einstakra nýbýla, sem
gerð yrði með skiptingu
jarða, er þegar hafa mikið
ræktað land. Eigi skal þó
skipta jörð er hefur minna
ræktað land en svo að hvort
býli geti þegar fengið 4 ha.
tún og auk þess 8 há. lands,
sem vel er fallið til túnrækt-
ar, auk nægilegs annars lánd
rýmis. Þá er landnámsstjóra
einnig heimilt að reisa slík
býli á jörðum er ríkið á.
Vilji eigendur býlanna láta
þau af hendi, skal Byggingar
sjóður hafa forkaupsrétt, og
þar með tryggt, að býlin
lendi ekki í braski.
í sjöunda og áttunda kafla
eru\enn fremur ýmis ákvæði,
um viðhaldsskyldu cg fl. er
býlin varða, einnig um af-
nám eldri laga er eðlilega
falla úr gildi um leið og
þetta nær samþykki.
Hér hefur verið gerð grein
fyrir aðalatriðum þessa frurn
varps, þótt rúmsins vegna
verði að nægja ’ að stikla á
stærstu punktunum. Má þó
greinilega sjá hina gagn-
gerðu stefnubreytingu í ný-
byggðamálunum, þar sem að-
aláherzla er lögð á, að þau
býli, sem reist eru á órækt-
uðu landi séu skipulögð í
þéttbýli til ákveðinnar fram-
leiðslu, og málið þannig tek-
ið fös'tum skipulagslegum
tökum ásamt margföldum
fjárframlögum og bættum
lánskjörum, með lækkuðum
vöxtum frá því sem áður var.
Enda eru mistök þau, sem
orðið hafa í nýbýlastofnun
hér síðasta áratug orðin svo
mikil, að allir þeir, sem
hleypidómalaust líta á þró-
un lamdbúnaðarins viður-
kenna að stefnubreytingar sé
þörf.
Þó er einnig séð fyrir því,
að hægt sé að stofna nýbýli
á ræktuðu landi, þar sem
stórjarðir eru það vel rækt-
aðar að ski-lyrði eru fyrir
fleiri býli. í mörgum tilfell-
um væri saimvinnubúskapur
heppilegastur á slíkum jörð-
um. En um það geta hlutað-
eigendur valið.
Nú munu e. t. v. ýmsir
spyrja, hvort ekki séu fleiri
ákvæði viðkomandi hinni
gömlu sveitabyggð. Frum-
varpið um „Ræktunarsjóð ís-
lands“ sem er nátengt hinu
fyrra, fjallar einmitt um stór
aukna og bætta lánastarf-
semi, vegna hinna , gcmlu
býla og stofnana, sem land-
búnaðinum eru tengdar, auk
þeirra bættu lánskjara sem
Byggingarsjóður á að veita
til enduribygginga íbúðahúsa,
þar sem vextir eru lækkaðir
um helming frá því sem nú
er.
Höfuðstóll Ræktunarsjóðs
íslands skal myndaður af nú-
\%andi Ræktunarsjóði, vara
sjóði hans, hluta þeim úr
viðlagasjóði, er honum til-
heyrir og varasjóði Loðdýra
Framh á 7. síð'l.