Nýi tíminn - 29.03.1946, Blaðsíða 8

Nýi tíminn - 29.03.1946, Blaðsíða 8
 . - Ráðstéfna miðstjórn ar og annarra trún- aðarmanna Sósíal- istaflokksins Miðstjórn Sósíalistaflokks- ins boðaði til ráðstefnu sl. sunnudag með trúnaðar- mönnum flokksins. Einar Olgcírsson, for- maður iiokksins, flutti ýtarlega framsöguræðu um stjórnmáíaviðhorfið, og voru aft íoknum umræðum saniþykíit „ávarp til ls'- lentlinga. sem hér er birt og fleírí ályktanir. Hallberg sendi- kennari kynnír Svíum sjálfstæðis- mál Islendinga Peter Hallberg, sænski sendi kcnnarinn, hefur nýiega skrif- að alllanga grein í sænska tímaritið Svensk Tidskrift, þar sem hann kynnir Svíum sjálf- stæðismái Islendicga. Grein sína nefnif hann: Vilja fslendingar leigja Banda rikjunum herstöðvar? Skýrir hann fyrst frá til- lögum sem fram hafa komið í Bandaríkjunum um það að Bandaríkin kaupi Grænland bjóði fslandi að gerast eitt af sambandsríkjum Bandaríki anna. Þá skýrir hann frá til- NÝI TÍMINN mælum Bandaríkjastjói'nar á sl. hausti mn leigu á herstöðv- um á íslandi til langs tíma og hvernig þeim tilmælum var tekið á íslandi. Segir hann þar frá svari ríkisstjórnarinnar, ræðu Ölafs Lárussonar prófessors við setn ingu háskólans, ræðu Gunnars Thoroddsen prófessors 1. des. sl., samþykktum stúdenta og annarra félaga. í sjálfstæðis- málinu og skrifum rithöfunda og menntamanna í Tímariti Máls og menningnr, Er grein Hallbergs skrifuð af skilningi á málstað íslend- nga. Varaforsætisráðherra Grikkja, leið- togi Lýðveldisflokksins telur kosn- ingarnar 31. marz skrípaleik Gríski stjórnmálamaðurinn Kafandaris, sem var varaforsætisráðherra í stjóm Sofulis, en sagði af sér ásamt fleiri ráðherrum 11. marz, hefur átt viðtal við blaðamenn um fyrirhugaðar kosningar í Grikklandi, og telur kosningarnar þar skrípaleik- Kafandaris benti á, að kosn ingadagurinn hefði verið á- kveðinn 31. marz með því skil yrði að tíminn þangað til AVARP TIL ISLENDINGA Frá miðstjórn og ráðstefnu trúnaðarmanna Sósíalista- flokksins i<!endingar! Fyrir liartnær 700 árum glataði ísland sjálfstæði sínu í hendar erlends ríkis. Þetta óheillaspor kostaði íslenzku þjóðíma sjö alda erlend yfirráð. í kjölfar þessa atburðar sigldu aldalangar liörmungar, skortur og harðstjórn, svo að við sjálft lá, að þjóðin liði undiir lok. Meginástæða þess, að íslenzka þjóðin varð að eyða sjö af tíu öldum tilveru sinnar í þrælkun og niðurlægingu, voru svik nokkurra innlendra liöfðingja, er vildu drottna yfir Íslendingum í skjóli erlends valds. E£ yér íslendingar gieymum þessum lærdómi, þá er til- vera þjóðar vorrar að nýju stefnt í vöða. MeÆ lýðveldisstofnuninni árið 1944 voru loks siðustu spor Gamla sáttmála þurrkuð út — mitt í heimsstríði fyr- ir sjálístæði og fullveldi allra þjóða. Og íslendingar stofnuðu lýðveldið í trausti þess, að þeir fengýu að byggja land feðra sinna sem frjálsir menn í friði vinsamlegri sambúð við allar aðrar þjóðir. Enm að nýju er þó sótt að sjálfstæði voru. Hin gömlu tilmæli um „Grímsey“ hafa nú verið sett fram í nýjum búnimgi. Erlent stórveldi vill taka á leigu til liernaðar- þarfa hluta af ættjörð vorri. Þessi tilmæli koma fram jafnframt því sem umheimurinn ræðir um möguleika á nýrri heimsstyrjöld, er verða muni öllum fyrri styrjöld- um geigvænlegri. Ef íslendingar færu að binda sig einliverju einstöku ríki eða ríkjasamsteypu, er lenti í styrjöld við önnur ríki, þá er aðstaða íslands orðin liin háskalegasta. Garali sáttmáli var uppliaf að sjö alda yfirdrottnun yfir íslenaku þjóðinni, en liann leiddi ekki til tortímingar heníEJir. Með erlendum yfirráðum nú er frelsi, menningu og til- veru þjóðarinnar stefnt í beinan voða. Eírn kjarnorkusprengja á Reykjavik getur afmáð þriðj- uug þjóðarinnar og mestöll menningarverðmæti liennar á nokkium augnablikum. Fyrir íslenzku þjóðina er um það teflt að vera eða vera ekki. Einjaig nú finnast menn meðal þjóðar vorrar, sem vilja gangi erlendu riki á hönd. Þessir „höfðingjar“ nútímans róa að því öllum árum, aft íslenzka ríkið leigi Bandaríkjum Norður-Ameríku hluta af Islandi til hernaftarþarfa. tessa menn dreymir um — eins og höfðingja Sturlunga- aldar forðum — að geta drottnað yfir íslendingum í skjóli erlends herveldis. Þeir leyna þjóðina því, að herstöðvasamningur við Bandaríkin mundi baka þjóð vorri óvinsældir annarra ríkja og koma íslendingum í hinn mesta vanda. Þeir leyna þjóðina þvi, að atvinnulíf íslendinga getur ekki blómgast eðlilega, nema með aðalviðskiptum við Ev- rópu eins og verið hefur frá upphafi vega. Þeir leyna þjóðina því, að innlimun íslands í hernaðar- kerfi Bandarikjanna mundi slíta oss úr tengslum við sögu vora og erfðir, stofna þjóðerni voru, tungu og menningu í voða og kippa grundvellinum undan sjálfstæðu atvinnu- kerfi íslendinga. Samtímis skirrast þeir ekki við að dreifa út alls konar gróusögum til þess að hræða þjóðina til samningagerðar við Bandaríkin. íslenzka þjóðin vill njóta friðar til þess að ávaxta arf þúsund ára baráttu sinnar. Hún óskar einskis heitar en þess að mega byggja land sitt í friði og að tryggja öllum börnum sínum hamingu- sama framtíð. íslendingar vilja lifa í sátt og samlyndi við allar þjóðir. En þeir vilja livorki Ijá Bandaríkjum Norður-Ameríku né nokkru öðru ríki neins konar herstöðvar né neins konar hernaðarlega aðstöðu á landi sínu. Þeir vilja ráða sjálfir óskorað yfir hverjum fermetra ættjarðar sinnar, en ekki ánetjast neinu ríki, stóru né smáu. né bind- ast neinum þeim böndum, er geta stefnt sjálfstæði og til- veru þjóðarinnar í voða. Þeir menn, sem reyna nú að véla íslendinga til þess að afsala sér landréttindum, eru að svíkjast aftan að þjóð sinni. Aldrei hefur verið jafn mikið í húfi og nú, að íslenzka þjóðin haldi vörð um hið nýfengna fullveldi sitt og vari sig á arftökum Gissurar jarls og Guðmundar ríka. Fullveldi og sjálfstæði íslands er ekkert einkamál neinn- ar stéttar eða samtaka. Það er sameiginlegt mál allra þjóðrækinna íslendinga. Vér erum ef til vill þrætugjarnir um dægurmál. Það er réttur vor. En andspænis sjálfstæði og tilveruskilyrðum þjóðarinn- ar verða öll þessi dægurmál að smámálum. íslenzka þjóðin, öll saga hennar, öll barátta hennar gegnum aldirnar, krefst þess, að vér íslendingar samein- umst í þessu máli, hvar í flokki sem vér stöndum. Engu erlendu ríki herstöðvar á íslandi. ísland fyrir Islendinga. yrði notaður til að hreinsa fasista úr ríkiskerfinu og koma á jafnrétti allra fyrir lögunum, en „án þess yrðu kosningarnar aldrei nema málamyndakosningar og úr- slitin fölsuð“. í stað þess að fullnægt hafi verið þeim skilyrðum, segir Kafandaris, var ríkiskerfið gert enn hlutdrægara og þrengt að lýðræðissinnunum. Þetta varð vegna þess að þeg ar stjórnin var mynduð. var ríkisvaldið eingöngu i nönd- um konungssinna, sem höfðu allar ríkisstofnanir á valdi sínu, og þá einkum herinn og lögregluna. Þar af kemur ósvífni sú fer konungssinnar hafa beitt. Kafandaris telur það barna. lega ásökun að stjórnin hafi ekki getað komið á lýðræðis- skipulagi í landinu, ef athug- að sé stjórnmálaástandið í Grikklandi. Ábyrgðin er því tvímæla- laust hjá brezku stjórninni, vegna hernaðaríhlutunar hennar í desemsber 1944 og ósigurs vinstri flokkanna, er gaf afturhaldsflokkunum laus an tauminn til að koma á sDjórnarfari er byggðist á kúgun. Bak við ýfirskin íhlutunar- leysis gáfusBretar afturhald- inu kost á -að ná valdatækj- um ríkisins og nota óaldar- flokka, mannaða úr röðum fasistavina, til þess að halda uppi skefjalausum árásum gegn alþýðu manna. Ríkis- stjórninni var ekki leyft að grípa til róttækra ráðstaf- ana gegn hernum og lögregl- unni er vanræki skyldu sína. Erlendar sendmefndir, sem ekki þekkja til griskra að- stæðna töldu þetta venjulegt ástand og ekki breytinga þörf. Þannig hefur komizt á það ofbeldisstjórnarfar sem nú ríkir í landinu. „Það nálgast kosningaskrípa leikur", sagði Kafandaris að lokum, „og við verðum að ákveða hvort við eigum að taka þátt í þeim leik og gefa honum þar með eitthvað yfir skin löglegra athafna, eða hvort við eigum að láta af- skiptalausa þessa nauðgun á þjóðarviljanum. Hvað mig snertir, vii ég ekki láta grísku þjóðina telja mig sam á'byrgan þessu samsæri, og mun því ekki, ásamt flokki mínum, taka þátt í kosning- unum“. (Kafandaris er leið- togi Lýðveldisflokksins).

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.