Nýi tíminn - 17.10.1946, Blaðsíða 2

Nýi tíminn - 17.10.1946, Blaðsíða 2
E 5 NÝI TÍMINN Fimmtudagur 17. okt. 1945. Bandaríkjasfjórn eru veí m Mæða Aha JalmStssonar* atvinnmmáiaráðherra •Þegar stjórn Bandaríkj- anna fór fram á herstöðvar fliér á landi þann 1. október ’45, höfðum við um nokkum ftima búið við það ástand, að Iher Bandaríkjanna sat hér Jþvert ofan í skýlaus loforð [Roosevelts Bandaríkjaforseta lí herverndarsamningnum, að tallur her skyldi fara af landi jburt, þegar við lok stríðslns. lEins og allir muna þá vakti fbeiðni Bandaríkjanna mikla /undrun hér á landi. Menn fliöfðu alls ekki vænzt þess- iað stjórn Bandaríkjanna Igerði tilra'ún til þess að seil- íast eftir herstöðvum jafn há- ítíðlegar yfirlýsingar og hún flhaíði gefið um að viðurkenna )og virða sjálfstæði landsins. í orðsendingu Bandaríkjanna Ú. október 1945 var farið jfram á að Keflavíkurflugvöll /urinn yrði látinn í té sem Jbækistöð fyrir hernaðarflug- /vélar, Fossvogur fyrir sjóflug ðTélar og Hvalfjörður yrði (afhentur sem flotastöð fyrir íBandaríkin. Það kom mjög Jfljótt fram, að yfirgnæfandi ttneirihluti þjóðarinnar skildi, iað Bandaríkjastjórn var að Jfara fram á það, að íslenzka jþjóðin afsalaði sér sjálfstæð- Jínu. Þjóðin skildi, að það gat )ekki farið fram á að ljá er- flendu herveldi land sitt til tfrjálsra afnota í hernaðar- lundirbúningi, án þess að aðr lar þjóðir, sem teldu sér ógn )að beint eða óbeint hlytu að skoða íslenzku þjóðina ósjálf ráða og ekki húsbónda í sínu teigin landi. Auk þessa var Jfólki strax ljóst, að þráseta lerlends herliðs í landi okkar, |iiyti beinlínis. að ógna til- ð-eru íslenzks þjóðernis. Það /var líka þýðingarmikil á- Istæða fyrir andstöðu þjóðar- íinnar gegn því, að Bandaríkj lunum yrðu látnar í té hernað íarbækistöðvar hér, að með Jþvá gæturn við kallað vand- a-æði yfir ýmsar nágranna- fþjóðir okkar, einkum frænd- /þjóðir okkar á Norðurlönd jum, ef svo skyldi fara, að Jþ-að stórveldi, sem teldi sér ’ógnað með herstöðvum á Is- Jlandi, krefðist herstöðva í Jþessum löndum sér til varn- )ar. Þrátt fyrir þann einhug, ísem ríkti meðal þjóðarinnar herstöðvamálinu, voru þó /til menn, sem lögðust svo flágt, að gerast talsmenn þess, lað ,t»jóðin afsalaði sér lands- réttindum. Þeir voru að visu •fkki rnargir, en þeir voru ar a flestir á áhrifgmiklum stöð- um og var því tekið meira tillit til þeirra en tilefni var til. Meðal áhrifamanna þjóð- arinnar var lítið vart þeirrar eindrægni gegn hers/töðva- afsali sem ríkjandi var meðal þjóðarinnar. Sósíalistaflokk- urinn einn flokka tók ský- lausa afstöðu gegn herstöðv um. Aðrir flokkar treystust að vísu ekki til þess að taka afstöðu með herstöðvaafsal- inu opinberlega, en voru þó mjög hikandi og loðnir 1 af- stöðu sinni til þess. Þessi tví skinnungur ýmissa leiðandi manna meðal andstæðinga okkar sósíalista á þingi, kom skýrt fram í svarbréfi ís- lenzku ríkisstjórnarinnar við herstöðvabeiðninni. í svar- bréfinu var að vísu neitað að láta í té herstöðvar á til- greindum stöðum til langs tíma, eins og farið var fram á, en þó haldið opnum mögu- lelka fyrir frekari viðræð- um um einhvers konar úr- lausn Bandaríkjunum tíl handa, er veitti þeim svip- aða aðstöðu og þá, sem þeir fóru fram á. Það fékkst ekki fram, að Bandaríkjunum yrði svarað afdráttarlaust neit- andi, eins og. Sósíalistaflokk urinn vildi og réttast hefði verið. Og það er nú komið á daginn, að undanbrögð Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðu- flokksins voru viðhöfð í því skyni að geta síðar svikizt aftan að þjóðinni, eins og nú er á daginn komið. Eftir þv' sem leið á s. 1. vetur varð alda mótmælanna gegn her- stöðvabeiðni Bandaríkjanna háværari meðal þjóðarinnar. Menntamennirnir tóku for- ustuna og boðuðu til mót- mælafunda 1 Reykjavík, sem þúsundir Reykvíkinga tóku þátt í, er samþ. ákveðin mót mæli gegn hverskonar her- stöðvaa.fsali. Þessir mótmæla- fund'r menntamanna reistu mótmælaöldu um allt land. Mótmæli voru samþ. í félags- samtökum bæði hér í Reykja vík og úti á landi, í verkalýðs félögum, stjórnmálafélcgum. íþróttafélögum, ungmennafé- lögum og hvers konar menn- ingarfélögum. Sem sagt öll þjóðin mótmælti herstöðvaaf sali. Þessi almenna mótmæla- alda þjóðarinnar gegn her- stöðvamálinu hafði djúp á- hr'f á stjórnmálafl. og stjóm- málamennina fyrir kosning- arnar s. I. sumar. Eftir því sem nær dró kosningunum % oö c fóru flokkarnir að gefa ó- kveðnar yfirlýsingar um af- stöðu sína, svíða af sér alla loðnu og reyna að telja fólki trú um, að þeim hefði aldrei dottið annað í hug en vei-a andvígir öllu herstöðvaafsali. Hinir ýmsu frambjóðendur flokkanna gáfu yfirlýsingar um andstöðu síná og reyndu að sannfæra kjósendur sína um, að þeim væri vel til þess treystandi að standa vörð um landsréttindi þjóðarinnar. — Sósíalistaflokkurinn aðvar- aði þjóðina, að yfirlýs'ngar flokkanna og ýmsra frambj. væru knúnar fram af ótta við þjóðarviljann, og vegna ko'sninganna, sem fram und- an voru. Við bentum á, að það væri tvískinmunigur í borg araflokkunum í þessu máli og að þe.'r myndu, þegar kosn ingahræðslan væri horfin af þeim leitast við að koma þessu rriáli fram, ef Banda- ríkin leituðu aftur á, og að eina ráðið, sem þjóðin hefði til þess að tryggja sér það, að þing og stjórn væru stað- föst gegn allri erlendri á- sælni væri, að þjóðin veitti þeim flokkum, sem tvískin- ung sýndu í málinu, harða á- minningu með minnkuðu kjörfylgi. Þjóðin sinnti ekki þessum áminningum Sósíal- istaflokksins, hún tók alvar- lega yfirlýsingar þessara flokka og það meira að segja svo, að eldheitir andstæðing- ar hergtöðvamálsins gengu fram fyrir skjöldu til að afla flokkum þessum. kjörfylgis í þeirri trú, að þeir myndu reynast staðfastir verjendur landsréttinda. Þannig sluppu sölumennirnir óþægindalítið yfir kosningarnar og hafa nú þorað að láta í ljós skoðanir sínar í trausti þess, að lang- ur tími sé til næstu kosn- inga. Þjóðin þarf að festa sér í minni, hve alvarleg -mistök hún gerði í þessu máli, er hún í kosningunum s. 1. surn- ar efldi svo mjög Alþýðufl. og Sjálfstæðisfl., sem nú hafa bundizt samtökum um að lata. erlendu herveldi í té hernaðaraðstöðu á íslandi í skjóli þess, að þjóðin gefí ekki dregið þá til ábyrgðar og verði búin að gleyma brot um þeirra, þegar reiknings- skil verða næst. Það kom fljótt ó dag’nn, að kosningaúrslitin örfuðu forustumenn Sjálfstæðisfl: og Alþfl. til aðgerða í her- stöðvamálinu. Hingað kom síðsumars sérstakur erind reki Bandaríkjastjórnar, einn af meiriháttar embættismönn um í utanríkismálaráðuneyt- inu í Washington, Cummings að nafni. Maður þessi mun hafa verið með víðtækt um- boð frá Bandaríkjastjórn til þess að hefja samninga um hernaðaraðstöðu Bandaríkj- unum til handa á Islandi. — Komu þessa manns hingað til Íslands og dvöl hans hér var bæði af amerísku ríkis- stjórninni og eins af Ólafi Thors leynt svo sem frekast var unnt. Eg skal taka það fram, að þótt ég eigi sæti í núverandi ríkisstjórn, þá get ég ekki skýrt frá gangi þeirra viðræðna, sem fram fóru milli þeirra Ólafs Thors og þessa Cummings, endi var farið með þær eins og mannsmorð og ríkisstjórnar- fundir felldir niður, senni- lega til þess, að Ólafur Thors þyrfti ekki að veita neinar upplýsingar um það, hvað þeim fór á milli. í stuttu máli er þó einfaldast að lýsa þessum viðræðum á þann veg, að þær hafi verið sam- særi, sem Ólafur Thors, á- samt nokkrum öðrum forustu mönnum úr Sjálfstæðisfl. og Alþfl. hafi stofnað til, gegn ísl. þjóðinni. Það fyrsta, sem menn spyrja: Af hverju þurfti að hafa þessa leynd og samsærisbrag yfir samn- ingsgerðinni? Ástæðan er sú, að Ólafur Thors veit það, að hann er með samningum þessum að gera hluti, sem þjóðin er andvíg og sem hún hafði ástæðu til að ætla ef dæmt er eftir yfirlýsingun- um, sem gefnar voru fyrir kosningarnar, að Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokk- urinn gerðu ekki. Þess vegna taldi Ólafur Thors nauðsyn- legt að gefa þjóðinni ekkert tækifæri til þess að fylgjast með samningsgerðinni, hann opinberaði ekki samninginn fyrr en þingið kom saman cg þá var ætlunin að hraða málinu svo í gegn um þing- ið, að þjóðin gæti ekki átt- að sig fyrr en allt væri um garð gengið. Allur undir- búningur samningsins er i samræmi við þetta. Forsætis ráðherra velur sjálfur þá menn, sem taka þátt í þess um ljóta leik að hætti venju legs samsærisforingja. Ríkis stjórnin fær ekkert að frétta. Loforð, sem forsætisráðherra gaf Sósíalistaflokknum við myndun núverandi ríkis- stjórnar um það, að ekki skyldi farið á bak við ráð- herra Sósíalistaflokksins um framkvæmd meiriháttar ut- anríkismála, er rofið. Utan- ríkismálanefnd, sem Alþingi hefur með lögum skyldað ut- anríkisráðherra til þess að láta fylgjast með samningum um utanríkismál, er gersam- lega sniðgengin. Engir sér- fræðingar eru kvaddir fil ráða,- hvorki á sviði flug- mála, lögfræði eða þjóðrétt- ar og yfirleitt engir látnir hafa hugmynd um þessa samningsgerð aðrir en þeir, sem fyrirfram tjáðu sig vilj- uga til þess að láta að vilja Bandaríkjastjórnar. Það hef- ur líka ekki farið hjá því, að samningurinn allur beri það með sér, hvernig hann er til kominn. Hann ber það með sér, að umboðsmaður Islands hefur gengið til samninga- íborðsins ákveðinn í að gera samning, sem fulltrúi Banda- ríkjastjórnar gæti fellt sig við, hversu óhagstæður og niðurlægjandi sem. hann væri fyrir íslenzku þjóðina. Samningurinn er einhliða réttindaafsal af íslendinga hálfu, en auk þess svo loðinn og óljós, að sjálfum forsætis- 'ráðherranum hefur ekki tek- izt að gera grein fyrir inni- haldi hans, enda virðist hann aldrei hafa gefið sér tíma til þess aðýeggja niður fyrir sér raunverulegt innihald hinna ýmsu greina. Þegar mikilsverðir samning | ar um utanríkismál eru gerð ' ir, er nauðsyniegt, að tekið I sé fullt tillit til allra sjón- jarmiða, sem með þjóðinni eru. Slíka samninga á að gera að sjálfsögðu í samráði við ríkisstjórn og utanríkismála- nefnd og auk þess í samráði við flokkana. Það er mjög | þýðingarmikið, að allt sé gert t'l að samræma sjónarmiðin til þess að eining geti orðið um slík mál. Sérhver ábyrg ur utanríkismálaráðherra hlýtur að telja það fyrstu I skyldu sína að halda þannig 1 á utanríkismálunum, að ein- I ing geti skapazt um þau meðal þjóðarinnar. Hvernig * hefur Ólafur Thors fram- kvæmt skyldustörf sín i þessu efni? Hann hefur stað- ið einn í þessum samning- um, hugsað um það eitt að sveígja sinn flokk til fylgis við gerðir sínar og nægilega marga Alþýðuflokksmenn til Framh. á 6. síðu

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.