Nýi tíminn - 17.10.1946, Blaðsíða 4

Nýi tíminn - 17.10.1946, Blaðsíða 4
4 NYI HMINN Fimmtudiajgar 17. okt. 1946. >Vl TÍMINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gunnar Benediktsson. Afgreiðsla og auglýsingaskrifstofa. Skólav.st. 19. Simi 2184. Grelnar í blaðið sendist til ritstjórans. Adr.: Afgreiðsla Nýja Tímans, Skólavörðustíg 19, Reykjavik. PRENTSMIÐJA ÞJÓÐVILJANS Sésífölistafl^kkiiFisiM vas*é aul berjast fyrir megiaiaÉFÍSifliii gegia sana— Hvað er vinátta hinna voldugu kaupandi dýru verði? Hvernig sem stjórnmálaástandið í landinu breytist, verða afturhaldsblöðin sammála um eitt, íslenzka angann af „baráttunni gegn komrnúnismanum“, — þau verða alltaf sammála um áróðurinn gegn Sósíalistaflokknum. Eða er það vegna hins, að hinir skynsamari aftur- haldsmenn íslenzku borgarastéttarinnar skilji, að einmitt í þessum flokki liggur hættan fyrir afturhaldið í landinu; skilji, að nái þessi flokkur íslenzkrar alþýðu að eflast og dafna er það víst að hér á landi verður það alþýðan sem sigrar í baráttunni við arðrán, afturhald og fátækt, — þá er það víst, að staðið verður á verði urn sjálfstæði landsins og frelsi þjóðarinnar, hvað sem í boði er. Það er ekki langt síðan Jónas frá Hriflu var valda- mesti maður þessa lands. Honum var ljóst, löngu á undan flestum samtíðarmönnum sínum í forustu íslenzka aftur- haldsins, live hættulegt það væri völdum þess ef alþýðan eignaðist sósíalistiskan flokk, er stjórnaði af þekkingu og heils hugar baráttu hennar á stjórnmálasviðinu. Margir Þegar Þórarinn Nefjólfsson flutti íslendingum þá beiðni Ólafs konungs Haraldssonar. að þeir gæfu honum Gríms- ey, brugðust menn misjafnt við. Einn var þó sá, af for- ustumönnum íslendinga, er ekki þótti til miklls mælzt. Það var goðinn á Möðruvöll- um, Guðmundur ríki, auðug- asti höfðingi sinnar tíðar. — Hann lét svo um mælt, „að sér væri mætari vinátta kon- ungs en það útsker“. Það var honum vitrari mað ur, sem þá sýndi með rökum að hér var um meira að ræða, en vinargjöf, sem vel væri fórnandi fyrir hylli konungs. Sá maður sýndi með rökum að hér væri um að ræða hern aðarlega mikilvægan stað, og að yfirráð erlendrar þjóðar yfir þeim stað, myndu ógna íslenzku sjálfstæði um aldir fram, og verða helsi síðari kynslóða ef réttindin væru seld af hendi fyrir konungs- vináttu. Nú stöndum við Íslending- ar í líkum sporum og bá. nema að því leyti verri, að nú eru kraftahlutföll okkar og hins ásælna aðila miklu meira okkur í óhag en áður fyrr. Því meiri þörf, að við still um okkur samtaka til varnar, furðuðu sig á því, er Jónas, á hátindi valdanna, tók að verja sívaxandi hluta orku sinnar og áróðurs gegn þeim j fyrirHtUm þann sleikjuhátt mönnum sem unnu að myndun slíks flokks. En það reynd-1 Sem birtist í orðum Guðmund ist svo að Jónas hafði ekki vanmetið þá andstæðinga sem | ar ríka. En þvd miður hefur hann snerist gegn. Þeirri viðureign lauk svo, hvað Jónas I ekki svo farið. Þeir menn er snertir, að hann er orðinn utanveltu grínfígúra í ís- lenzkum stjórnmálum — en Sósíalistaflokkurinn orðinn þriðji stærsti stjórnmálaflokkur landsins, nú þegar mjög áhrifamikill um íslenzk þjóðmál. Gætu örlög Jónasar orðið öðrum valdamönnum nokkur bending, ef þeir skildu hvað í þeim felst. Ekki einungis alþýðan heldur einnig menn úr öðrum stéttum hafa skilið og metið það, að hugmyndin um stór- fellda nýsköpun atvinnuveganna fyrir erlendu stríðstíma- innstæðurnar er komin frá Sósíalistaflokknum. Um fram- kvæmd nýsköpunarinnar var mynduð ríkisstjórn með þátt- töku sósíalista. Sú reynsla, sem fékkst af framkvæmd ný- sköpunarinnar þau tvö ár sem stjórnin var við völd, sýnir það einkennilega fyrirbæri, að um meginþætti nýsköpun- arinnar hefur Sósíalistaflokkurinn þurft að berjast við samstarfsflokka sína eða sterk öfl innan þeirra, eins og þar væru fyrir heiftúðugir andstæðingar stjórnarstefnunn- ar. Þetta kom skýrast fram í baráttunni um stofnlán sjáv- arútvegsins, en það var og er úrslitamál um framkvæmd nýsköpunarinnar. Nýbygginarráð semur löggjöf sem ætlað er að tryggja fjármagn til nýsköpunar sjávarútvegsins. En þjóðbankinn, Landsbankinn, sem að sjálfsögðu á að vera hverri ríkisstjórn styrk stoð í framkvæmd stefnu hennar, rís upp, hagar sér sem óháð ríki í ríkinu, og málinu lyktar með því að samstarfsflokkar Sósíalistaflokksins í ríkisstjórn, Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn, ásamt flokki stjórnarandstöðunnar, Framsóknarflokknum, sveigja frumvarpið út af þeirri braut sem Nýbyggingar- ráð hafði fyrirhugað. Sósíalistaflokkurinn einn barðist fyrir jiýsköpunarstefnunni, gegn því að helztu óvinum nýsköpun- íLrstefnunnar væri fengin framkvæmd á þessu úrsljtaatriði berjast fyrir málstað Banda- ríkjanna, hafa mjög beitt þeirri „röksemd“, að það væri óvinsamlegt gagnvart þeim, að samþykkja ekki það samn ingsuppkast, er fyrir liggur. Þar er Guðmundur ríki end urborinn í persónugerfi is- lenzka auðvaldsins, sem telur sér vináttu Bandaríkjanna meira virði en framtíðarheill þjóðarinnar og ekki hikar við að selja rétt komandi kyn- slóða fyrir ímyndaða vináttu og hylli hins volduga. En hvaða líkur eru til þess að við hljótum hylli fyrir að leggjast hundflatir undir ok- ið? Og þótt v;ð kynnum fyrst í stað að öðlast einhverja yfir- borðsvináttu þeirra sem beita okkur ofbeldi, þá er hætt við að hún verði svipaðs eðlis og vinátta húsbóndans til þræ'Ls- ins, blandin fyrirlitningu hins sterka á þeim vanmáttuga, sem hann telur fæddan til að þjóna. sé.r. Mundum við öðlast vináttu grannþjóða okkar og frændþjóða, sem barizt hafa leynt og ljóst undir yfirráð- um nazismans, stælzt við hverja raun, staðráðnar í því að þola hvaða þrautir sem væri fremur en að ganga til sátta við ofbeldið? — Við mundum án efa uppskera fyr irlitningu þeirra. Og mundum við verða hylltir af komandi kynslóð- um, sem yrðu áð súpa seyð:ð af skammsýni okkar, e.t v. ættu yfirvofandi kjarnorku- styrjöld á íslandi vegna þess að búið væri að innlima það í hernaðarkerfi eins mesta herveldis veraldarinnar? Eru ekki meiri líkur til að við hljótum ásakanir þeirra og fyrirlitningu? • Og þó er ótalið það, sem mest er um vert. Með því að láta undan erlendri ásælni í von um ómerkilegan stundar hagnað, eða ,,konungs“-hylli erum við að eyðileggja okkar eigið manngildi og mun þá hæg leiðin til undanhalds á fleiri sviðum. Áróðurinn um að Alþingi megi ekki fella samningsupp kastið, vegna vináttu Banda ríkjanna, er móðgandi blekk ing í fleiri en einum skiln- ingi, og ætluð þeim hugsunar lausu sálum, sem láta sér nægja að aðrir hugsi fyrir þær. Hann er móðgandi gagn vart Bandaríkjunum, þar sem með honum er fullyrt, að of- beldishneigð þeirra sé svo mikil, að þau muni láta það bitna á varnarlausri smáþjóð, að hún vill ekki beygja sig, heldur ráða landi sínu að öllu leyti sjálf. Hann er móðgandi fyrir ísenzku þjóðina, því að hann hvetur hana til að gleyma skyldum sínum. við framtíðina, og taka undir orð Guðmundar ríka, sem af grunnhyggni og hégómaskap vildi selja verðmæt landsrétt indi fyrir konungsvlnáttu. fsagssi0 ú þififlgi Frh. af 1. síðu. ganga undir dóm þjóðarinnar. Kosn'ngarnar a embættis- mönnum þingsins fóru þann- ig: og reynslan hefur þegar sýnt hvorir höfðu rétt fyrir sér: Af þeim 100 milljónum kr. sem ákveðið var að verja í stofn- lán, hafa aðeins 4 milljónir kr. verið lánaðar til þessa dags, en Landsbankinn misnotað aðstöðu sína til að hindra eðli- legan gang nýsköpunarinnar. Mörg fleiri dæmi mætti nefna og þau verða nefnd. Þjóðin þekkir þessi dæmi. Þess vegna er það jafnólíklegt til árangurs er Morgunblaðið og Alþýðublaðið æpa að sós- íalistum að þeir séu að hlaupast frá nýsköpuninni — og sá söngur Tímans að nýsköpunarstefnan hafi komið atvinnu- vegum landsins í öngþveiti. Þjóðin veit sannleikann. Vandræðin eru að dynja yfir vegna þess að Sósíalistaflokkurinn liefur ekki haft afl til að knýja fram heiðarlega framkvæmd nýsköpunarstefnunn- ar í öllum greinum gegn svikum samstarfsflokkanna við þá stefnu, sem oft hafa verið unnin — eins og bezt sést með stofnlán-sjávarútvegsins—í beinni samvinmi-við stjómar- andstæðinga, óvini nýsköpunarinnar. Savieinað þmg: Forseti: Jón Pálmason, kos- inn með 25 atkv„ Bjarni Ás- geirsson fékk 12, Katrín Thor oddsen 10, auðir seðlar 3. 1. varaforseti: Stefan Jó- hann Stefánsson, með 26 at- kv„ Katrín Thoroddsen fékk 10 atkv., auðir seðlar 14. 2. varaforseti: Gunnar Thor oddsen (25 atkv.), Katrín Thoroddsen fékk 9 atkv„ 16 seðlar auðir. Skrifarar: Sigurður Kristj- ánsson, Skúli Guðmundsson. Neðri deild: Forseti: Barði Guðmunds- son (18 atkv.), Sigfús Sigur- hjartarson 7 atkv., Jörundur Brynjólfsson 7 atkv. 1. varaforseti: Garðar Þor- ste'nsson (18 atkv.), Sigfús 0 atkv., auðir 7. 2. varaforseti: Sigurður Bjarnason (16 atkv.), Sigfús 6 atkv., auðir 10. Skrifarar: Ingólfur Jónsson, Páll Þorsteinsson. Það gæti litið svo út að ver- ið væri að launa Gunnar: Thoroddsen og Sigurði Bjarnasyni, þó í litlu se, snúninginn og þægðina í her- stöðvamálinu! Efri deild: Forseti; Þorsteinn Þor- steinsson (8 atkv.), Hermann Jónasson 3 atkv., Steingrím- ur Aðalsteinsson 2 atkv., auð- ir 2. 1. varaforseti: Guðm. I. Guðmundsson (8 atkv.), Stein grímur 2, auðir 4. 2. varaforseti: Gísli Jóns- son (7 atkv.), Steingrímur 2, auðir 4. Skrifarar: Eiríkur Einars- son, Bernharð Stefánsson. Var svo að sjá að ýmsum efri deildarþingmönnum liði ekki sem bezt undir kosning- unni, og skoplegt að fylgjast með því hve erfiðlega Bjarna Benediktssyni gékk að passa atkvæðin. Þó bilaði aðhaldið, þegar kjósa átti þingskörung- inn Gísia Jóusson sera. for--

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.