Nýi tíminn - 15.01.1947, Blaðsíða 3

Nýi tíminn - 15.01.1947, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 15. jan. 1947 NÝI TÍMINN Ivar ðihmsiii: \f « | f H'nn stóri alménningsvagn rennur eftir þjóðv'eginum í New Mexico. Þoka morgun - ins lyftist eins og hvítur fugl og hverfur yfir sléttunum- — Akrarnir liggja gráir, eins og risavaxnar ábreiður með- fram veginum. — Við förum yfir landa- mæri Texas. Eg á að skipta um vagn í Amarillo. Þarna á vagnstöðinni í ömurl. smá- bæ á Texas-sléttunni, verð ég í fyrsta skipti var við ameríska fasismann. Hann öskraði að mér frá salernadyrunum: — White ladies á einni, Coloured women á annarri. í biðsaln- um var einn bekkur fyrir hvíta, annar fyrir svarta- Þegar ég sté inn í vagninn. sem átti að flytja mig til New Orleans> sá ég að hon- um var skipt í tvennt. Aftast áttu þeir svörtu að vera. Þar var troðningur. í miðjum ganginum stóð svartur úð- þjálfi á leið heim úr stríðinu- Það var nóg rúm frammi bjá hvítu herrunum, en hann varð að standa. Það var ekk ert sæti fyrir svartan amer- ískan hermann. Eg bauð hon- um sæti við hlið mér, en þar var rúm. Hann þáði þetta, eft ir augnabliks umhugsun. —• Vagninn var þegar kominn á hreyfingu, en nú stanzaði hann aftur. Okumaðurinn stóð upp og kom að mér: — „Þetta er ekki leyfilegt", sagði hann- Eg lét sem ég heyrði ekki. Liðþjálfinn leit spyrjandi í kring um sig. — Hann var á báðum áttum. En enginn í vagninum sagði orð- Enginn gekk í lið með vagn stjóranum. Eftir nokkrar spenningshlaðnar mínútur yppti hann öxlum og fór, á sinn stað. Þvert yfir Bandaríkin er dregin ósýnileg lína: Jim Crow Line. Norðan línu þess arar er negri ekki nærri e ns rétthár og hvítur. En sunnan við hana er negri paria, ó- hreinn> sem hvítir líta á eins og nokkurskonar apa. Frægur litaour söngvari hafð' verið í söngför um mestan hluta landsins, í þágu stríðslánsins- Dag nokkurn fór hann frá New York á leið til Suðurríkjanna. Blöð- in voru full mynda af hin- um vinsæla söngvara. En á flugvellinum í Atlanta fékk hann ekki afgreiðslu á veit- ingaihúsinu- Þetta voru mót- tökurnar, sem Suðurríkin veittu föðurlandsvininum- Hann varð að halda áfram svangur og þyrstur, til New Orleans, þar sem hann seldi svertingjahöturunum ríkis- skuldabréf fyrir milljón daii. En slíkt sem þetta er ekki eingöngu bundið við Suður- ríkin. í flugvélaverksmiðju í Ohio gerðu 12000 hvítir verkfall. Orsökin: 7 negrar, sérfræðingar, höfðu verið ráðnir. — Leikstjóri 1 Hollywood hafði fengið frátekið tveggja manna borð á veitingahúsi. Þegar hann kom, 1 fylgd með Lena Horne, hinni þekktu negraleikkonu, reyndi yfirþjónninn að snúa sig út úr þessu- „Eitthvað er í ó- lagi“> sagði hann. „Við finn- um ekki borðið. Hver tók' það frá fyrir yður?“ — Hinn svaraði stuttur í spuna: — ..Abraham Lineoln“. Það ér tilgangslaust að vitna í stjórnarskrána, sem J'yrirskipar kynþáttajafnrétti- Hin sorglega staðreynd er, að Bandaríkin koma heim úr styrjöld, sem var háð gegn ,,herrenvolk“-kenningu og kynþáttahroka. með negra- vandamál, sem ennþá er ó- leyst, já, meira að segja með aukið Gyðingahatur. Negravandamál er annars ekki rétta orðið. Þetta ættij heldur að heita Hvita vanda-1 málið. Það eru þeir hvítu sem eru gegneitraðir af hatri á þeim svörtu. Það er þeirra þjóðfélag, sem neitar svert- ingjum um sama tækifæri til að lifa. Lýðræði verður ekki í Bandaríkjunum, fyrr en hvíti meirihlutinn þar hefur verið alinn upp til meira stjórnmálalegs viðsýnis- Það er þama, sem meinsemdin liggur. Nú vantar ekki sterk öfl og félagssamtök, sem eru negranna megin, en allt fyrir ekki. í ameríska lýðræðinu, er svartur Ameríkani 10 árum skammlífari en hvítur að meðaltali. Dánartala negrans er 32 prós- hærri en þess hvíta. Barnadauði helmingi me'ri' hjá negrum. I Harlem er skatturinn'sem berklarnir taka sjö sinnum hærri en í hinum hlutum New York. — Ekki mun þetta stafa af feimni berklasýkilsins við hvíta menn þarna. En bakt ería þessi lifir vel í óþrifnaði og eymd- Þar lifa negramir líka. Ekki geta svertingjar held ur lagzt á spítala. Á hverja 13.000 negra kemur eitt sjiúkrarúm- í vissum ríkjum Suðurríkjanna eru 75 sjúkra- rúm á 1.000.000 negra. — Og þetta er í menningarríki, sem gortar af að standa á hærra stigi en allir aðrir. Af allri þessari eymd stafa svo glæpir og siðferðisskort- ur. Og af þessu leiða líka for- dómarnir, því allur almenn- ingur sér ekki, að allt hið illa er afleiðing af þjóðfélagsað- stæðunum- Um 13 milljón negrar eru í Bandaríkjunum. Tíundi hver Ameríkani er svartur, eða réttara sagt litaður. — Því 70 prós. af negrunum hafa blandazt hvítum- Land- eigendurnir í Suðurríkjunum áttu oft fleiri börn í þræla- bröggunum en með hvítu konunum sínum. Negrar rækta mestan hluta af ekrum Suðurríkjanna. en eiga einn tíunda af þeim. — Þeir framleiða helming af baðmull heimsins, en klæð- ast druslum. Þeir eru einn fjórði af íbúunum, en fá hungurlús af ágóðanum. Og ofan á allt þetta bætist, að þeir eru við hvert fótspor minntir á, að þeir séu lægri kynþáttur, en hvíta „Herra- | fólkið“ Eitt sinn spurði barnakennari börnin, hvaða refsing væri i verst handa Hitler. Negra- stúlka svaraði: ,,Málið hann I svartan og sendið til Ameríku“- Þegar í æsku rekast negr- arnir á, hve afstætt mann- gildi þeirra er. Skilyrði þeirra | til mennta eru miklu verri : en hinna. í Atlanta er t. d ; einn skóli fyrir hvert 855. : hvítt barn. En aðeins einn , fyrir hvert 2040. svart barn. Svartir kennarar hafa lægri laun en hinir, skólarnir eru lélegri. Negrarnir borga skatt en peningarnir fara í skóla og spítala handa þeim hvítu- Negrar mega ekki fara 1 sömu kvikmyndahús og leik- hús, sem hvítir. Ekki mega þeir heldur koma á veitinga- hús eða fá bók á safni- Og jafnvel Drottni almáttugum er skipt í tvo parta, svartan og hvítan. Við hliðina á Frh- á 6. síðu. Framh. af 2. síðu. alþýðlegu manneskjum, að mað- ur fylltist ekki vorglaðri ás-t á lífinu, enda búa þau úti á Þela- mörk, moldin græf' í-bló'ði' þeirra. Inge Krokánn spúrði márgs um forna kunningja íslenzka, hátíð- legur og skemmtinn í senn. Sig- urd Christiansen, hálfgerður tví- fahi' Nordahls Griegs, sá mann aldrei svo, að hann héldi ekki lofræðu um nafna sinn Nordal, allra manna skemmtilegastur, einkum þegah hann er orðinn of- urlítið hýr. Áf ungum mönnum má' nefna Toroíf Elster, höfund Sögunar um Gottlob, sem nú ér verið að birta í Þjóðviljanum; og Claes Gill, ungt ljóðskáld 1 grænum molskinnsjakka og brún- um buxum úr sama efni, með rauðan trefil um hálsinn, skrítn- asta fugl þessarar samkundu. Sigurd Hoel sást varla á þing- inu nema fyreta daginn. Arnulf Överland hafði sig og lítt í frammi, þar til í lokin að hann kenáur nokkuð við sögu. Finnar Áður en þingið hófst, hafði orð ið talsverður úlfaþytur í herbúð- ( um finnska afturhaldsins út af því, hversu róttækir höfundaf hefðu verið valdir til fárafinnar, Mér lék þvi sérstok forvitni á að sjá þessa hættulegu sveit. Það kom líka á daginn, að í henni var einmitt þess konar fólk, sem ég hafði þráð að hitta á slíku þingi: nýtt fólk, mótað í smiðju voðalegra andstæðna, uppljómað af þeim skilningi, sem hin bitr- asta reynsla stundum fær veitt, staðráðið í að bjarga þjóð sinni frá því að verða leiksoppur fas- ismans á nýjan leik. -■ Eg gleymi ekki litlu skáldkon- unni frá Alandseýjum;'Aiíi Nórd gré'n, systúr Sally Salmineh, hvað hún gat verið staðföst í sinni björtu trú á framtíð Finn- lands, ekki heldur hinni mildu, augnfránu Elvi Sinervo, sem setið hafði þrjú ár í tukthúsum finnska afturhaldsins og kom hingað þunguð um langjn veg til að túlka hinn nýja mda, sem nú svífur' yfir þúsundvatna- landinu. Sama máli gegndi um Errki Vala, Atos Virtanen og marga (fleiri, hver hræring þessara manna bar vott um hinn frjáha s.tyrk þess, er stefnir að háleit-u marki: bókmenntirnar voru í þeirra augum enginn einkaheim- ur, heldur snar þáttur af hinni daglegu frelsisbaráttu alþýðunn- ar. Öllu nær borgaralegum veik- leika stendur hinn ungi Thomas Warburton, sem þó er mjög frjáls lyndur í anda Arthurs Lund- kvist, aftur á móti voru þarna hreinir fagurkerar, þrungnir aft- urvirkri bölsýni, eins og ljóð- skáldin G-unnar Björling og Rabbe Enckell, og beinir afturr þaldsmenn eins og Hugo Jalkan- en, þótt ekki tækju þeir neinn beinan þátt í störfum þingsins. Hátíðin í Borgarhöllinni Nú átti öll þessi marglita skálda hirð að eiga saman sitt síðasta kvöld í Borgarhöllinni (Stads- liuset) í Stokkhólmi á almennri hátið, sem norræna félagið hafði gengizt fyrir. Og það var líka næsta hátíðlegt í Bláu höllinni, þegar allt var komið í gang: lúðraþytur, hljómleikar, kórsöng- ur, fánafylkingar og Ijósgöngur um svalir og sali. En milli þátta steig- einn fulltrúi frá hverri þjóð í ræðustúl.;- Thit Jensen tók fyrst til máls, blikandi í rauðu og hvítu, og rakti skemmtilega hvernig fornar konungaættir norrænar blönduðu blóði þjóðanna á milli: danskar prinsessur höfðu það næstum fyr ir sið að giftast fyrst sænskum sjóla og þar næst norskum. Var að þessu gerður mikill og verð- ugur rómur. Elvi Sinervo sló á annán streng: hún' minntist þeirrar sorglegu staðreyndar, hvernig finnska þjóðin var tæld út í styrjöld gegn lífi og frelsi mannkýnsins, en lý'sti jafnframt gleði sinni yfir því, að lýðræðisöfl hennar hefðu nú öðlazt traust hinna frelsisunn- andi þjóða og þar með aðstöðj til að skapa sjálf sína framtíð. síðari las skáidkonan eitt af kvæð um sínum. Eg flutti kveðju fyrir íslend- inga hönd á minni góðu „skand- ínavísku“, en reyndi þó fyrir kurteisis - sakir að vera -eins sænskur og ég lifandi gat, og þið getið hugsað ykkur, hve hróðug- ur ég varð á eftir, þegar hinn kunni skólamaður Karl Steen- -berg átti erigiri örð nógu sterk til að vegsama þá forláta sænsku, sem ég hefði talað. En Adam var ekki lengi í Paradís: morgunir.n eftir sagði einn blaðamaðurinn, að ég hefði búið til nýtt, óskilj- anlegt tungumál og kom þó greinilega í ljós, að skratti sá hafði skilið þá uppástungu mína að gera íslenzkuna, hið sameig- inlega mál norrænna þjóða að f-orriu, að höfuðtungu A þingum slíkum sem þessu. Aftúr á móh hefur hann kannski ekki skilið til fulls erindi eftir Einar Bene- diktsson, sem ég hafði yfir á ís lenzku. En hafi eitthvað farið fram -hjá áheyrendum af mínu þýðing- arlausa skvaldri, þá skildist þeim mun betur það sem næsti ræðu- maður, Arnulf Överland, hafði að ségja. Þessi þeldökki, lág- vaxni ijóðsnillingur gekk hóg- látur upp í ræðustólinn, allra augu hvíldu á píslarvættisljóm- anum, sém lék um hið svipmikli Frh- á 6. síðu.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.