Nýi tíminn


Nýi tíminn - 12.05.1949, Síða 6

Nýi tíminn - 12.05.1949, Síða 6
6 NÝI TÍMINN Fimmtudagur 12. maí 1949. Framh. af 5. síðu nú er svo komið, að foringj- ar Framsóknarflokksins berj- ast ötullegar innan flokksins, heldur en flokkurinn, sem eitt sinn barðist undir kjör- orðinu „allt er betra en í- haldið“ berst við hinn forna fjanda — íhaldið með sjálf- stæðisnafnið. Aðstaða auðstéttarinnar á íslandi er þannig í dag, að hún getur beitt fyrir sig í hagsmunabaráttunni sterk- um og vel uppbyggð- um vinnuveitendafélögum, stærsta stjórnmálaflokki landsins, Sjálfstæðisflokkn- um, forystuliði Alþýðuflokks ins að undanskildum einum eða tveimur mönnum, og þetta lið, er orðið fast kú- gildi á íhaldshjáleigunni, og meginþorra forustuliðs sam« vinnubænda undir forustu Eysteins Jónssonar. Vissulega hefur það kost- að auðstéttina mikið að ná þessari forustu, en nú telur hún sig sterka og nú telur hún sig geta endurheimt það fé, sem hún lagði fram til að ná þeirri aðstöðu, sem hún hefur. Það er af þessum sökum, að Sjálfstæðisflokkurinn tei- ur sig þess nú umkominn, að gera kröfu um að orlofslögin verði afnumin, að almanna- tryggingar verði stórlega rýrðar, framlög til skóla og menningarmála verði stór- minnkuð, að verulegar fram- kvæmdir ríkisins verði minnkaðar til muna, þannig að eftirspurn eftir vinnu þverri og auðveldara verði að standa gegn réttmætum kröfum um launahækkanir, að ýmsar ríkisstofnanir verði fengnar einstaklingum í hendur, og einkafjármagninu gefið takmarkalaust svig- rúm og þannig skapaðh meiri möguleikar til auð- söfnunar fárra manna, en nokkru sinni áður. Allt þetta hefur flokkur auð- stéttarinnar, Sjálfstæðis- flokkurinn í hendi sér, ef þjóðin þekkir ekki sinn vitj- unartíma, snýr baki við þeim foringjum, sem styðja núver- andi stjórn, og myndar það samstarf verkamanna og ann| arra launþega, bænda og' annarra smáframleiðenda,! sem eitt getur bjargað fjár- hag og frelsi þjóðarinnar, eins og nú er komið málum. Eigi að bjarga fjárhag ríkis- ins og þjóðarinnar verður að taka verzlunina úr höndum faktúrufalsara og svindlara og gjörbreyta og bæta allan opinberan rekstur, jafnt rík- isins sem ríkisstofnana, sem 1 og bæjarfélaganna, þetta verður aldrei gert 1 samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn né| önnur baráttutæki auðstétt- arinnar. ' Iivar sem litið er blasir sú staðreynd við að heimurinn er að vakna, 1 öllum löndum vex sá skilningur dagvöxt- um, auðstéttin getur ekki leyst vandamál atvinnulífs- ins, hart nær helmingur mannkynsins hefur þegar, velta af sér oki auðvaldsins, eða er í þann veginn, að sósíalisminn fer sigurför um heiminn. Nú á það við, sem eitt sinn var sagt í öðru sambandi: „Allur heimur er að vakna uppreisn byrjuð vertu með.“ S. A. S. tTR DAGBÖK Framhalð af 3. síðu. ég l»að, að guð hefði gefið mér Iandið. Ný börn eru tekin við náms- bókum okkar, nýir erfingjar. Ég reyni að skila þeim því, sem mér þótti vænst um af arfinum og kenna þeim ljóðin, sem ég lærði. Á morgun hiýði ég þeim yfir boðorðin. Ætli þau hafi tekið eftir þess'u cina, sem mér var kennt um landsmál á þeirra aldri — að ég ætti að erfa landið. 31. marz: „Enginn veit hvað átt liefur, fyrr en misst hefur.*' Barnakennari í sveit. Flugfélag íslands: Farfsegatalan þrefalt hærri nú en r rg rj£ r \ apfii seoastliðsð ar Flugvélar Flugfélags íslands fluttu samtals 2491 farþega í aprílmánuði, þar af 2244 innanlands og 247 á milli landa. Hefur farþegafjöldinn nálega þrefaldazt frá því á sama tíma í fyrra, en þá voru fluttir samtals 893 farþegar. Frá Reykjavík til útlanda ferðuðust 138 farþegar með Gullfaxa, en til Reykjavíkur 109. Flutt voru í mánuðinum 13.270 kg. af pósti innanlands og 185 kg. á milli landa. Hefur félagið aldrei áður flutt jafn mikið af pósti innanlands á einum mánuði, til samanburðarl má geta þess, að í apríl í fýrra! yoru póstflutningarnir um.6000| kg. Þá var flogið með rúmlega 6 tonn af öðrum flutningi á milli staða innanlands og um 1 tonn á milli landa. Flugvélar félagsins flugu 28 daga mánaðarins, og féllu þann ig úr aðeins 2 dagar, þrátt fyr- ir umhleypingasamt veður í mánuðinum. Á sama tíma í fyrrá voru flugclágar hinsveg- ar samtala 24. 1948 íjóhsi iðuaðarframíeiðslíi Sovéiríhf- anna mm.27% em iðnaðarframleiðsla West- ur-EvrópM um 18% samhvmmí shýrslu efnahagsráðs sameinuðw þjóðanna Evrópuefnahagsnefnd sameinuðu þjóðanna hóf í fyrradag íjórða fund sinn í Geneve, Sviss, og sitja hann fulltrúar 25 ríkja bandalagsins. I aðalræðu forseta nefndarinnar, Gunnars Myrdal, ræddi hann ýtarlega örðugleika bá sem undanfarið hafa skapazt á verzlun milli Vestur- og Austur-Ev- rópu og lét það álit í ijós að ör og mikil verzlunar- viðskipti milli vesturs og austurs séu grundvallar- skilyrði heilbrigðs atvinnulífs, endurreisnar og vax- andi velmegunar í Evrópu. Mikla athygli vekur skýrsla efnahagsstofnunar- innar um atvinnuþróun Evrópuríkja árið 1948, þar sem m. a. er skýrt frá að iðnaðarframleiðsla Sovéí- ríkjanna hafi aukizt um 27% á því ári, en í öðrum löndum Evrópu í heild varð aukning iðnaðarfram- leiðslunnar 16 % meiri en árið áður. Skýrslan hefst á yfirliti yfir j iðnaðarframleiðslu Evrópu og telur að 1948 hafi framleiðslan náð framleiðslu fyrirstríðsár- anna. Það gildir um Evrópu sem heild. Séu Sovétríkin tekin sér, varð iðnaðarframleiðslan þar 18% meiri 1948 en 1940, en hin Evrópulöndin sem lieild vantar enn 4% til að ná "fyrirstríðs- framleiðslu. Pólland mesta kolaútfiutnings- land Evrópu. Þróunin 1948 sést glöggt á kolaframleiðslunni. Kolaframleiðslan hefur auk- izt mest í Austur-Evrópu. I Pól landi voru 1948 framleidd alls 70.3 milljónir tonna af kolum. Það er nærri tvöfölduð fram- leiðsla fyrirstríðsáranna, og var hægt að flytja út 25.6 millj. tonna. Ekkert annað Evrópuland flutti út jafnmikið af kolum 1948. England gat ekki flutt út nema 10 milljónir tonna, og] kolaframleiðsla Breta er minni! en fyrir stríð og sama er aðl segja um Marshallöndin Belgíu, Vestur-Þýzkaland, ítalíu og Holland — en í Sovétríkjunum en kolaframleiðslan fjórðungi meiri en fyrir stríð. Stáiframleiðsla Sovétríkjanna eykst um 28%. Flestar iðnaðarmiðstöðvar Sovétríkjanna og alþýðulýðveld anna í Austur-Evrópu urðu fyr ir stórskemmdum í styrjöldinni, og hefur það mjög háð fram- leiðslunni. En árið 1948 jókst stálframleiðsla Sovétríkjanna um 28%, en stálframleiðsla Englands var það ár 17% meiri en árið áður. Einnig í öðrum Austur-Evrópuríkjum er stal- framleiðslan orðin meiri en fyr ir stríð. Mikilvægi landbúnaðar Austur- Evrópu. Með tilliti til lífskjaranna var aukning á framleiðslu landbún- aðarvara 1948 enn mikilvægari en aukning iðnaðarframleiðsl- unnar, segir I skýrslu efnahags- stofnunar Evrópu. í skýrslunni er skýrt frá framleiðslu landbúnaðarafurða í ýmsum Evrópulöndum, og í at liugasemdum segir: „Tölurnar sýna að Evrópu- framleiðslan var á landbúnaðar árinu 1946—47 orðin 78% af framleiðslunni fyrir stríð og töl urnar voru dálítið lægri 1947— ’48. Samdráttur framleiðslunnar hefði orðið mun meiri þetta ár ef ýmis herjuð lönd eins og Pól land, Ungverjaland.og Rúmenía hefðu ekki komizt nær fyrir stríðsframleiðslu en árið áður, þrátt fyrir óhagstæða veðr- áttu.“ I skýrslunni segir ennfremur: „Heildarhundraðstalan 85% af fyrirstríðsframleiðslunni sýnir að endurreisn landbúnað- arins er langt á eftir endurreisn iðnaðarins. Þó veðráttan væri hagstæðari var kornuppskeran 1948 12% minni en fyrir stríð.“ „1 Sovétríkjunum jókst land- afurðaframleiðsla verulega 1947 frá 1946, sem var þurrkaár mik ið, og kornuppskeran af hekt- ara varð eins mikil og fyrir stríð. Árið 1948 var komsvæðið stækkað og virðist hafa verið litlu minna én fyrir stríð. Auk þess verð meiri uppskera af hektara en fyrir stríð, þrátt fyr Gunnar Myrdal ir óliagstæða veðráttu í Volga- héruðunum." Skýrslan er mjög fróðleg um atvinnuþróun Evrópulandanna síðastliðið ár, og mikið rædd í heimsblöðunum síðustu daga. BENZÍNSKATTURINN Framh. af 8. siðu til þeirra aðgerða. Ríkisstjórnin og flokkar hennar bera einir á- byrgð á þeim. Jóhann Þorkell Jósefsson var drýldinn með fjármálastjórn sína og þríflokkanna, en önugur mjög í garð „litla þjóðfélagsins, sem endilega vill lifa um efni fram,“ en það var dómur heild- salans og auðburgeissins um ís- lenzku þjóðina. • Sérstaka athygli vakti ræða Bernharðs Stefánssonar, er taldi bensinskattinn svo réttlát- an að hann hefði fylgt honum hvað sem fjárhag ríkisins ann- ars liði! IIÆKKUN tJTGJALDA Framh. af 8. síðu ið fram breytingartillögur, þar á meðal eina um hækkun lista- mannalauna en stjórnarliðið við 2. umræðu. Samtímis og Gunnar Thoroddsen, Ásgeir Ás- geirsson, Hermann Jónasson og Sigurður Bjarnason bera þessa tillögu fram er það samningum bundið í flokkum þeirra að eng- in tillaga nema þær sem fjár- veitinganefnd flytur verði sam- þykkt! Fljótfærnisleg yfirlýsing Gísla Jónssonar um þetta sam- komulag stjórnarflokkánna ger- ir þessá riddara góðs málstað- ar dálítið broslega.

x

Nýi tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.